NT - 11.05.1984, Blaðsíða 3

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 3
líl ' Föstudagur 11. maí 1984 Mjólkursamlagið í Höfn: Flutningar boðnir út ■ „Samlagið hefur séð um þessa flutninga hingað til og okkur var farið að finnast þeir of dýrir. Pess vegna ákváðum við að bjóða þá út og sjá til hvort hægt væri að komast af með minni kostnað", sagði Ing- ólfur Björnsson formaður stjórnar Mjókursamlagsins á Höfn í Horna- firði í samtali við NT í gær. Opnuð. hafa verið tilboð í mjólkurflutninga á svæði samlagsins og bárust 8 tilboð, öll hljóðuðu upp á lægri flutningskostnað en samlagið hefur hingað til greitt. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á 60 aura á lítra, en kostnaðurinn var kominn upp í 94 aura á lítra. „Pað verður ákveðið á fundi í dag hvaða tilboði verður tekið, en það er ákveðið að Mjókursamlagið mun hætta flutningunum sagði Ing- ólfur. Ástæðuna fyrir hinum háa flutningskostnaði sagði hann vera minnkandi mjókurmagn undanfar- ið og vaxandi rekstrarkostnaður bílsins á sama tíma. Mjólkurflutningar úr Öræfasveit verða áfram á könnu Kaupfélaga Austur Skaftfellinga á Höfn eins og hingaö fil Starfsfólk Álafoss: Má nú kaupa 20% fyrirtækisins ■ Starfsfólk Álafoss hef- ur nú fengið grænt ljós á kaup á allt að 20% af hlutabréfum í Álafoss- verksmiðjunni, sam- kvæmt ákvörðun stjórnar Framkvæmdastofnunar í gær. Að sögn Stefáns Guð- mundssonar, formanns stjórnar Framkvæmda- stofnunar samþykkti stjórnin á fundi sínum í gær heimild til for- stjóranna að vinna eftir þeim samningsdrögum sem gerð hafa verið og leggja síðan endanlega samninga fyrir stjórnina og þar á meðal um verð. Stefán sagði þetta á- kveðna 1 viljayfirlýsingu allrar stjórnarinnar um aö ganga til samninga við starfsfólkið á Álafossi og selja 20% af fyrirtækinu. Enn vanti hins vegar mat endurskoðenda á fyrirtæk- inu og því hafi ekki verið hægt að ganga endanlega frá samningum á fundin- um í gær. Bandormur- inn laus... - stjórnarflokkarnir náðu saman í „kennaramálinu" ■ Samkomulag tókst í gær í ríkisstjórninni um það hvernig staðið skuli að sparnaði í menntakerf- inu og losnaði þá bandormur sá er verið hefur fastur síðan um helgi, en með þeim ormi er átt við lagabálk ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til að fylla upp í gatið margfræga. Sjálfstæðisflokkurinn var með tillögur um það að fækka kennurum með því að steypa saman mjög fámennum bekkjardeild- um, en á það gátu framsóknarmenn ekki fallist. Samkomulagið var það, að falla frá því að gera þetta að skyldu, heldur að reynt skuli að koma þessu á með viðræðum við skólastjóra. Eðli málsins samkvæmt snertir þetta helst skóla í dreifbýlinu. Pingmenn bjuggust við því í gær að bandormur- inn myndi skríða hratt gegnum þingið, úr því að laus væri, vel varinn af 37 þingmönnum stjórnarliðs. Rækjuverð lækkar ■ Rækjuverð lækkar um 6% að meðaltali í maí, miðað við verðið í apríl- mánuði. Verð á smárækju helst óbreytt, en stórrækja lækkar allnokkuð. Petta nýja verð var ákveðið af fulltrúum kaupenda og oddamanns, Rósmundar Guðnasonar, en fulltrúar seljenda greiddu atkvæði gegn verðlækkuninni. „Það er staðreynd að fjárhagsleg staða rækju- verksmiðja hér á landi er ekki verri en svo að þær hafa keypt fjölda skipa síðustu mánuði til að tryggja sér hráefni“, segir í séráliti seljenda. Þeir bæta því við að rækjuverk- smiðjur hafi meira að segja flutt inn rækju til vinnslu á hærra verði en hér viðgekkst fyrir þessa verðlækkun. Atvinnuleysistölur í apríl: Fimmtungur atvinnu- lausra á Akureyri - þó þar búi aðeins sex prósent þjóðarinnar ■ Um 18% atvínnu- lausra í aprflmánuði s.l. voru á Akureyri - alls 206 manns - en þar búa innan við 6% þjóðarinnar. I álíka stórum bæjum voru tölurnar 61 í Kópavogi og 43 í Hafnarfirði. I Reykja- vík jafngilti skráð atvinnu- leysi í mánuðinum 338 at- vinnulausum allan mánuð- inn, eða um 29% atvinnu- lausra í mánuðinum en þar býr um 37% lands- manna. Skráð atvinnuleysi á landinu í aprílmánuði jafngilti 1.155 atvinnu- lausum allan mánuðinn (1.777 í apríl 1983), sem jafngildir um 1% afskráð- um mannafla. í heildina litið er atvinnuástand í apríl mjög svipað og í sama mánuði 1983, að því er segir í mánaðaryfirliti um atvinnuástandið frá félagsmálaráðuneytinu. Lakast er atvinnuástandið sagt á Akureyri, þar sem atvinnulausum hefur lítið fækkað frá því næsta mán- uð á undan. í Reykjavík fækkaði atvinnulausum hins vegar úr 533 í 338 og á höfuðborgarsvæðinu öllu úr 724 í mars í 461 í apríl. Hlutfallslega mikið at- vinnuleysi var og á Akra- nesi 47, Siglufirði 45, Húsavík 32, Selfossi 42 og Keflavík 36 atvinnulausir í aprílmánuði. í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 11. maí. Húsið opnað kl. 19.30. Veisla og skemmtun með Heimsreisubrag. Kynning á Heimsreisu V. Minningar í myndum frá Heimsreisu IV. Glæsilegur matseðill. Blandaðir kaldir smáréttir. Hvítlaukskryddaður lambahryggur. Súkkulaðikaka skreytt með mariner- uðum appelsínum. Verð aðeins kr. 890,-. Rúllugjald innifalið. Skemmtiþáttur og dans. Ferðaskrifstofna Útsýn kynnir starf- semi Heimsreisuklúbbsins. Vor- hátíð HEIMSREISU KLÚBBSINS InoVel/ >AM Ein glæsilegasta tískusýning ársins frá Parísartískunni, Hafnarstræti. Módel 79 sýna. Heimsfrægir söngvarar frá Ítalíu syngja frægar aríur. Fyrri þátttakendur í Heims- reisum Útsýnar eru sérstak- lega velkomnir ásamt gest- um sínum, en öllum er heim- ill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Miðasala er í anddyri Súlnasalar í dag, milli kl. 16-19. Borðapantanir og nánari upplýs- ingar í símum 20221 - 29900.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.