NT - 11.05.1984, Blaðsíða 9

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 9
Vettvangur sáu um þá hlið mála fyrir okkur. Þeir hafa uppgötvað allskyns orð til þess að útlista allar mögulegar uppákomur, svo sem óhjákvæmilegar orsakir og þjóðfélagslega nauðsyn. Þegar upp koma ný vandamál finna þeir alltaf ný og ný orð. í baráttunni við þetta kerfi var Samstaða mjög sterk hreyfing. Hér á landi finnst mér aftur „Á islandi nota verka- menn lítið verkalýðs- félögin. Þeir kvarta und- an hinu og þessu en kröfur um úrbætur láta ásér standa.“ á móti að verkamenn noti mjög lítið sín verkalýðsfélög. Þeir kvarta undan hinu og þessu en kröfur um úrbætur láta á sér standa. Málin eru kannski skoðuð í krók og kring en þegar kemur að ákvarðana- töku vandast málið. Mér er sagt að á fundum verkalýðs- félaganna sé yfirleitt mjög léleg mæting sem er allt annað en var í Póllandi. Verkalýðs- félög geta verið mjög sterkt vopn í höndum verkamanna eins og við höfum sannreynt í Póllandi. Jafnvel í alræðiskerfi geta verkamenn staðið á rétti sínum ef þeir standa saman í baráttunni. Þið lifið í miklu frjálsara kerfi og eigið því miklu auð- veldara með að gera verkalýðs- hreyfinguna sterka. En þá verður fólk líka að taka tals- vert meiri þátt í starfi hennar.“ „AIHílagi" „En það er-vafalaust fleira sem kemur hér til“, heldur Darius áfram, „Pólskur kunn- ingi minn sem var hér um tíma veitti því sérstaka athygli hversu oft íslendingar segja „allt í lagi“. Síðan hef ég pælt mikið í þessu og held að þetta orðatiltæki „allt í lagi“ hafi nokkurskonar róandi áhrif. Menn róa hvern annan með því að halda því fram að það „Menn róa hver annan með því að halda því fram að „þaðséallt í lagi“, þó svoað stundum sé alls ekki allt í lagi.“ „sé allt í lagi“, þó svo að stundum sé alls ekki alit í lagi. Þetta er einn þátturinn í þessu rólyndi íslendinga sem skilur þá frá minni þjóð og ég held að óblíð náttúruöfl hafi haft þessi áhrif á þjóðina. Það er ekki hægt að drepa eldgos eða hlaupa á móti nátt- úruöflunum vopnum búinn. Hér hefur kyrrstaðan líka ver- ið ríkjandi lengst af og öll þróun verið afskaplega hæg aíveg fram á síðustu tíma. í Póllandi hefur þetta verið öðruvísi. Veðráttan þar er skapleg og helstu vágestir hafa verið þess eðlis að það hefur oft mátt reyna að tala þá til nú eða þá að fara gegn þeim með vopn í hendi. Hér hljóta að liggja grunnatriði í þeim mun sem er á þessum þjóðum og endur- speglast meðal annars í verka- lýðshreyfingum landanna. ís- lendingar eru mjög rólegir og seinir til að mótmæla. Óánægj- an kemur helst fram í rólegum samræðum yfir kaffibollum. Þegar svo er farið út í verkföll gerist það allt saman mjög friðsamlega og eftir settum reglum. Þetta er líka svo lítil þjóð þar sem allir þekkja alla að það er erfitt að hugsa sér að hér geti komið til óeirða eins og hafa verið nú síðast í Frakklandi og einhverntíma í flestum löndum Evrópu. Það er því afskaplega erfitt að segja til um hvort verkalýðs- hreyfingin á íslandi er betri eða verri heldur en samstaða okkar Pólverja. Báðar þessar hreyfingar endurspégla að nokkru leyti þjóðarsálina í þessum löndum“. Föstudagur 11. maí 1984 9 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)' og Þórarinn Þórarinsson j Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: , 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. 1 Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. r Formannsraunir ■ Margt bendir orðið til þess að formannsraunum Sjálfstæðisflokksins sé engan veginn lokið, þótt Geir Hallgrímsson hafi afsalað sér formannsembættinu. Þvert á móti virðast formannsraunirnar ætla að fylgja þeirri kynslóð, sem er að taka við í flokknum. Þessi fyrirsjáanlegu átök rekja rætur til þings Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var fyrir nokkrum árum á Egilsstöðum. Þá börðust hart tvær fylkingar við formannskjörið. Önnur var undir forustu Ellerts Schram og Friðriks Sophussonar. Hin var undir forustu Björns Bjarnasonar, Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar. Á Egilsstöðum bar fylking þeirra Ellerts og Friðriks sigur úr býtum. í formannskosningum felldi Friðrik Björn Bjarnason. Þeir Ellert og Friðrik komust von bráðar báðir á þing, en enginn af þremenningunum. Fyrir nokkrum árum var Friðrik Sophusson svo kosinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sitthvað þótti þá benda til, að Ellert og Friðrik yrðu framtíðarforingjar flokksins. Svo fór hins vegar, að stríðsgæfan snerist í vil þremenn- ingunum frá Egilsstöðum. Davíð Oddsson varð borgar- stjóri í Reykjavík, Þorsteinn Pálsson náði kosningu á þing og Björn er orðinn einn af ritstjórum Morgunblaðsins og mótar þar öðrum fremur stjórnmálastefnu blaðsins. Á síðastliðnum vetri kepptu þeir Þorsteinn og Friðrik um formannsstöðuna í flokknum. Friðrik gat talið sig standa nærri henni, þar sem hann var orðinn varaformað- ur. Samt urðu úrslitin þau, að Þorsteinn sigraði með yfirburðum. Af Ellert er það að segja, að hann hefur hafnað að taka sæti á þingi, því að þingflokkurinn vill einskis frama unna honum. Það, sem rakið er hér á undan, skýrir það allvel, að Ellert og Friðrik eru farnir að gerast órólegir. Það hefur líka oft sést á skrifum Ellerts í DV. Hjá Friðriki sprakk blaðran á flokksfundi Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi 3. þ.m. Þar bar hann m.a. fram þá kröfu, að Þorsteinn Pálsson tæki sæti í ríkisstjórninni. Annað væri ekki þolandi fyrir flokkinn. Það er nú upplýst af Birni Bjarnasyni í Mbl. í gær, að þessa kröfu hafi Friðrik borið fram án samráðs við Þorstein og þrátt fyrir þá yfirlýsingu Þorsteins, að hann vilji ráða því sjálfur, hvort eða hvenær hann tæki þátt í ríkisstjórninni og hann hefði talið hingað til, að hann hefði slíkum störfum að gegna á vegum flokksins, að hann væri betur settur sem formaður utan ríkisstjórnar. Venjan er líka sú, að flokksformenn láta aðstæður ráða því, hvort þeir taka þátt í ríkisstjórn eða ekki. Þannig má vitna til þess, að Hermann Jónasson var tvívegis utan ríkisstjórnar, þótt hann væri flokksformaður, og Ölafur Thors einu sinni. Það verður ekki talin neinn vinargreiði við Þorstein Pálsson, að varaformaðurinn bar fram umrædda kröfu, án samráðs við hann. Það virðist þvert á móti eiga að gefa til kynna, að varaformaðurinn sé traustari til forustu þegar á reynir og hann verði að ganga fram fyrir skjöldu, þegar Þorstein brestur kjark. Björn Bjarnason segir líka í Mbl. í gær, að menn skiptist í tvo hópa um ræðu Friðriks. Sumir telji hana tímabæra ádrepu og áminningu, en aðrir telji hana vanhugsað frumhlaup. Sakharov ■ Hinn kunni rússneski vísindamaður og friðarsinni, Andrei Sakharov, hefur tilkynnt að hann muni hefja hungurverkfall, ef konu hans verði ekki leyft að fara úr landi til að leita sér lækninga. Það yrði mikið siðferðilegt áfall fyrir stjórnendur Sovétríkjanna, ef þetta leyfi yrði ekki veitt. Slíkt brot á mannréttindum og Helsinkisáttmálanum yrði gott vopn í höndum þeirra, sem vilja herða kalda stríðið. Rússnesk stjórnvöld mega ekki láta sig henda slík afglöp.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.