NT


NT - 11.05.1984, Side 10

NT - 11.05.1984, Side 10
 Föstudagur 11. maí 1984 10 LlL Vettvangur Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður: Búseti uppfyllir skilyrði frumvarpsins um Byggingasjóð verkamanna ■ í eftirfarandi álitsgerð sem Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður hefur unnið fyr- ir Búseta, kemur fram álit hans á því hvort húsnæðissamvinnu- félag uppfylli skilyrði lánveit- inga úr Byggingasjóði verka- manna, samkvæmt C-lið 33. gr. í frumvarpi til laga um Húsnæðis- stofnun ríkisins. 1. Ágreiningur hefur verið um hvernig túlka beri fram- angreint ákvæði, ef að lögum verður. Framan- greint frumvarp er stjórn- arfrumvarp. í samræmi við starfsskiptingu ráðherra hefur félagsmálaráðherra mæjt fyrir frumvarpinu á Alþingi. Hann skýrir hið umdeilda ákvæði þannig, að hin nýju húsnæðissam- vinnufélög uppfylli skilyrði þess að fá lán úr sjóðnum. Aðrir ráðherrar hafa ekki gert athugasemdir við túlk- un þessa. Nokkrir þing- menn hafa hinsvegar gert það. Pess er óskað að ég láti uppi álit mitt á fram- angreindu ágreiningsefni. 2. í 33. gr. frumvarpsins er hlutverk Byggingarsjóðs verkamanna skilgreint og það sagt vera að annast lánveitingar til félagslegra íbúðabygginga með það að markmiði að bæta úr hús- næðisþörf láglaunafólks. Síðan er skilgreint hvað átt sé við með félagslegum íbúðum. í a-lið er fjallað um söluíbúðir í verka- mannabústöðum, í b-lið er fjallað um leiguíbúðir sveitafélaga handa láglaunafólki eða öðrum þeim, sem þarfnast af fé- lagslegum ástæðum aðstoð- ar við húsnæðisöflun og í c-lið er fjallað um leigu- íbúðir sveitarfélaga, stofn- ana sveitar og/eða ríkis og félagssamtaka fyrir þá sem ekki hafa aðstöðu til þess að eignast eigið húsnæði við hæfi. Hér á eftir verður einungis fjallað um leiguí- búðir skv. c-lið. 3. Skilyrði láns úr Bygginga- sjóði verkamannaskv. c-lið eru þessi: að lántakandi sé sveitarfé- lag, stofnun á vegum sveit- arfélags og/eða ríkisins eða félagssamtök. að lánveiting sé til bygging- ar eða kaupa á leiguíbúð- um. að leiguíbúðirnar séu til útleigu við hóflegum kjörum. að íbúðirnar séu til leigu fyrir launafólk, aldraða, ör- yrkja og aðra, sem ekki hafa aðstöðu til þess að eignast eigið húsnæði við hæfi. 4. { athugasemdum með frumvarpinu við 54. gr. þess segir m.a.: Þegar rætt er um félags- samtök og stofnanir sem framkvæmdaaðila við byggingu leiguíbúða eru hafðar í huga sjálfseignar- stofnanir svo sem félags- stofnun stúdenta og aðrar sambærilegar stofnanir, samtök leigjenda, verka- lýðsfélög og fleiri hags- munaaðilar sem myndað gætu samtök til þess að byggja leiguíbúðir til af- nota fyrir félagsmenn eða til leigu á almennum mark- aði. 5. í c-lið 33. gr. eru engin takmörk sett við því hvers konar félag geti fengið lán úr Byggingarsjóði verka- manna til öflunar leigu- íbúða. í fyrrgreindum at- hugasemdum við 54. gr. frumvarpsins kemur fram, að einkum eru höfð í huga samtök leigjenda og verka- lýðsfélög. Leigjendasam- tökin höfðu all löngu áður en greinargerð með frum- varpinu var samin haft frumkvæði um stofnun húsnæðissamvinnufélags Góð matarkaup 1. Háls 11. Skanki 17. Slag 2. Heröakambur 12. Síða 18. Skanki 3. Hryggur 13. Klumpur 19. Lundir 6. Þríhyrningur 15. Kviðstykki 20. Bringa 7 Hali 16. Kviðstykki 21. Innanlærisvöðvi iakk 10 kg. pk. ... kr. 145.- pr. Nauta-Tbone ......................... kr. 235.- pr Nauta-Snitchel ..................... kr. 375.- pr Nauta-Gullash ....................... kr. 327,- pr Nauta-Roastbeef ..................... kr. 348.- pr Nauta-Hamborgarar ....................kr. 14.- pr Kindahakk ........................... kr. 99.- pr Lambahakk ........................... kr. 107.- pr kg h kg kg kg st kg kg Ath. kjötverðið hjá okkur er um 40% lægra en almennt verð. KJÖTMIÐSTÖOIN Laugalæk I. s. 86511 með búseturétti. Er aug- ljóslega vitnað til þess í greinargerðinni og vilji flyt- janda frumvarpsins, ríkis- stjórnarinnar, því ótví- ræður að þessu leyti. 6. Athugunarefni er hvort eitthvert skilyrðanna í c-lið 33. gr. útilokar rétt hús- næðissamvinnufélags til lána úr Byggingarsjóði verkamanna. Otvírætt er að húsnæðissamvinnufélag hlýtur samkvæmt mark- miði sínu að nota lán til að byggja eða kaupa íbúðar- húsnæði til útleigu fyrir fé- lagsmenn sína til að bæta úr húsnæðisþörf þeirra. Það felst og í eðli sam- vinnufélags, að þetta skal gert við hóflegum kjörum. Þeirri spurningu er því ósvarað um skilyrðin, hvort um úrbætur á húsnæðisþörf láglaunafólks yrði að ræða og hvort íbúðir félagsins yrðu til leigu fyrir námsfólk, aldraða og aðra, sem ekki hafa aðstöðu til þess að eignast eigið hús- næði. 1 7. Svör við síðastgreindum spurningum hafa engin áhrif á þá niðurstöðu að húsnæðissamvinnufélag upp- fylli skilyrði þess að fá lán til öflunar leiguhúsnæðis skv. frumvarpinu. Hinsvegar verða húsnæðissamvinnu- félög sem og aðrir lántak- endur að uppfylla lánsskil- yrðin skv. lögum um meðferð þess húsnæðis sem fjár- magnað er með lánum úr Byggingarsjóði verka- manna. Svo virðist sem á- greiningur um skilning á c-lið 33. gr. eigi því einkum rætur að rekja til þess að ekki hefur verið greint nægilega á milli þess hverjir geti fengið lán úr sjóðnum (sveitarfélög, stofnanir og félagssamtök) og hvaða skilyrði skuli setja fyrir lán- veitingum um not þess húsnæðis, sem byggt er fyr- ir lánin. 8. Sú niðurstaða, að húsnæðissamvinnufélag falli undir ákvæði c-liðs 33. gr. frumvarpsins styðst og við ummælin í greinargerð um samtök leigjendá og ekki síst við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem leggur frumvarpið fram, enda telst félagsmálaráð- herra fylgja frumvarpinu úr hlaði og túlka sjónarmið ríkisstjórnarinnar í fram- söguræðu um frumvarpið, nema annars sé sérstaklega getið. 9. Við túlkun laga líta dóm- stólar fyrst og fremst til orðalags í lagatexta, en ef það er óljóst er leitað heim- ilda í greinargerð með frumvarpi og í framsögu- ræðu með frumvarpi og einkum þykja framsögu- ræður ráðherra með stjórn- arfrumvörpum mikilvægar túlkunarheimildir. Yfirlýs- ingar einstakra þingmanna sem fara í bág við framan- ■ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. greindar túlkunarheimildir eru taldar heldur léttvægar. 10. Niðurstaða mín er sú að húsnæðissamvinnufélög með sama sniði og Búseti muni uppfylla skilyrði þess að fá lán úr Byggingarsjóði verkamanna, ef stjórnar- frumvarpið verður að lögum. Þau verði eins og aðrir lántakendur að fara eftir þeim lánaskilmálum, sem skilgreindir eru í lög- unum um meðferð þeirra íbúða sem byggðar verða fyrir slík lán. Ragnar Aðalsteinsson Amalía Björnsdóttir frá Mýrum Fædd 21. desember 1891-1 ■ Við sátum þögul og létum hugann reika um farinn veg að morgni 3. maí, er við fréttum andlát elskulegrar ömmu okkar Amalíu Björnsdóttur. En hún andaðist á Sjúkrahúsi Egils- staða þann sama morgun eftir stutta legu, þá 92 ára gömul. Þessi morgunn var einn sá feg- ursti sem völ er á fyrir þennan árstíma. Dalurinn skartaði sínu fegursta og austurfjöllin sendu frá sér logabirtu eins og þau vildu segja „þökk fyrir allt og allt“! Margs er að minnast liðinna ára og ótal, ótal margt að þakka, ekki síst forsjóninni þá gæfu að hafa fengið að njóta þessarar göfugu persónu sem amma var. Það sem einkenndi hennar per- sónuleika var að „sælla er að gefa en þiggja“, sjálfsagi svo undrun sætti, trygglyndi, fórn- fýsi og viljastyrkur, enda mátt- arstólpi heimilisins á hverju sem gekk. Amma var mikil hæfileika- kona, minnug með afbrigðum og mundi nánast allt sem hún einu sinni las eða heyrði. Og ekki var ónýtt fyrir systkinahóp- inn að meðtaka þann mikla fróðleik sem hún bjó yfir að ógleymdum mætum heilræðum sem henni var svo mjög hugleik- ið að láta í té, sem síðar leita svo ótrúlega oft til hugans á hinum ýmsu stundum. Amalía Björnsdóttir var fædd -Dáin 3. maí 1984 á Vaði í Skriðdal þann 21. des. 1891, dóttir hjónanna Björns ívarssonar og Ingibjargar Bjarnadóttur á Vaði. Snemma tók amma til við störf sem til féllu á heimili foreldra hennar enda bæði ó- sérhlífin og samviskusöm svo til var tekið og var það einnig einkennandi fyrir líf hennar allt til hinstu stundar. Árið 1909-10 stundaði hún nám í 3. og 4. bekk við Kvenna- skólann í Reykjavík, sem ekki var algengt á þeim árum. Því námi lauk hún með ágætum. Þessi tími var ömmu ákaflega dýrmætur og vitnaði hún oft til þeirra daga. í Reykjavík dvaldi hún hjá Guðrúnu systur sinni og Ólafi Hallssyni, manni hennar. Mikill kærleikur ríkti hjá þeim systrum enda töluvert líkt með þeim. Einnig var henni tíðrætt um móðurbróður sinn doktor Björn Bjarnason frá Viðfirði og konu hans Gyðu. Björn kenndi Íiá íslenzku við Kennaraskóla slands. Með þeim tókst mikil vinátta, enda Björn valmenni. Árið 1913 giftist hún afa okk- ar Einari Jónssyni frá Vallanes- hjáleigu, en hann lést árið 1975. Samband þeirra var mjög gott. Þar var ást, virðing og umhy ggj a í fyrirrúmi og mættu margir taka sér það til fyrirmyndar. Þau eignuðust eina dóttur Ingi- björgu, móður okkar. Lengst bjuggu þau í Geitdal, en fluttu árið 1941 í Mýrar þegar móðir okkar og faðir Zóphónías Stefánsson hófu þar búskap. Mikil væntumþykja, vinátta og tryggð ríkti milli foreldra okkar og ömmu og afa svo að aldrei barskuggaáeinaeinustustund. í dag þegar við kveðjum ömmu í hinsta sinn er söknuður okkar sár. En hún er komin til fegri heima og við biðjum al- máttugan góðan guð að varð- veita hana, en vonin um endur- fund vermir hjarta okkar. Vertu Ijós á vegum þinna, vafinn hrósum mœrin svinn, indæl rós sem allir hlynna að, og kjósa í garðinn sinn. Páll Jónsson Systkinin frá Mýrum.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.