NT - 11.05.1984, Blaðsíða 13

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 13
Lít Föstudagur 11. maí 1984 13 Útvarp laugardag kl. 19.35: Réttlætingarsaga þeirra á sósíalnum - útvarpsþættir eftir Matthías Johannessen Sveinn Einarsson stýrir ■ Sl. laugardag var fluttur fyrsti þáttur af útvarpsþáttaröð eftir Matthías Johannessen, sem hefur heildarnafnið Guðs reiði. Hver þáttur ber sérstakt heiti og kailast sá, sem fluttur verður nú, „Úr Týhúsi í vax- myndasafn“. Stjórnandi út- varpsflutningsins er Sveinn Einarsson og við báðum hann um að segja okkur aðeins frá þessu. í Ijós kom, að hér er um forvitnilegt og nýstárlegt efni og framreiðslu að ræða. Þættina kvað Sveinn bæði leikna og lesna, eiginlega hvorki leikrit né sögu, heldur eitthvað svona mitt á milli. Það slær saman bæði ólíkum persónum og ólíkum tíma á svolítð skemmtilegan hátt og á bak við þetta verk liggur heilmikil sagnfræðileg stúdía“, sagði hann. Önnur aðalpersónan er Kristján konungur, sem að vísu er dauður og búinn að vera dauður í næstum 400 ár, en virðist þó fjarri því að „vera dauður úr öllum æðum“. Hann rekumst við á í formi hinna og þessara stytta hingað og þangað, m.a. þar sem hann situr á hestbaki á torgi. Þar hittir hann íslenskur sagn- fræðingurj þegar hann er að álpast þarna um, og þeir taka tal saman. Sagnfræðingurinn er uppi í nútímanum og lifir á sósíalnum. Hann gerir það til þess að ná sér niðri á Dönum og fá til baka svolítið af því fé, sem hann álítur að Danir skuldi honum. í tali þeirra eru þeir einmitt að rifja upp þessa sögu, sem er réttlætingarsaga þeirra á sósíalnum! Þarna rifjast upp mikið af samskiptum þessara tveggja þjóða í dálítið gamansömu ljósi. Sérkennilegar vitnaleið- slur fara fram, þar sem m.a. koma fram Jón Indíafari, séra Jon þumlungur og Leónóra Krístín, dóttir konungs, svo og sögumaður, sem heldur þessu öllu saman. Einkum og sér í lagi þykir kóngi til koma vitnisburðar Jóns Indíafar, sem hefur góð orð um kóng vegna þess að hann leysti Jón úr Týhúsinu. Kristjáni veitir ekki af að fá góð orð úr ýmsum áttum, því að honum til mikillar furðu eru eftirmælin um hann ekki öll á einn veg, eins og hann hafði þó álitið sig góðan kóng! Hann ■ ...Matthías Johannessen. getur því alls ekki skilið af hverju „guðs reiði" hvílir yfir honum. Sveinn notar tónlist frá tím- um Kristjáns k mungs, s.s. eins og Bjarni sálugi bróðir minn o.ll. Svo sem sjá má af ofan- sögðu, er hér forvitnilegt út- varpsefni á boðstólum, enda sagðist Sveinn hafa heyrt það á viðbrögðum fólks eftir flutn- ing fyrsta þáttarins, að fólk var bæði undrandi og hafði haft mikið gaman af. Þættirnir eru alls 4. Útvarp laugardag kl. 11.20: Sjónvarp laugardag kl. 22.10: Frumsamin saga 11 ára stúiku meðal efnis í Hrímgrund ■ Hrímgrund, útvarp barn- anna, er á dagskrá hljóðvarps á laugardagsmorgun kl. 11.20 að venju. Að þessu sinni er það Sólveig Halldórsdóttir, sem stjórnar þættinum, og er þetta síðasti þátturinn, sem hún stýrir að sinni. Aðrir stjórnendur Hrímgrundar eru sem kunnugt er Sigríður Ey- þórsdótir og Vernharður Linnet. Sólveg sagði okkur að meðal efnisins í þessum þætti væru ýmsar heimsóknir. Tveir 13 ára strákar úr starfsklúbbi í Fellahelli koma og segja frá starfsemi klúbbsins í vetur og ferðalagi, sem krakkarnir fóru í, auk þess sem þeir flytja skemmtiatriði. Þá kemur hópur úr leiklistarkennslu í Haga- skóla og flytur líka skemmti- atriði. Harpa Þorláksdóttir, 11 ára gömul, fjallar um bókina úti- gangsbörnin eftir Dagmar Gal- in, en hún er sannsöguleg og segir frá tveimur Indíánastelp- um frá Kólumbíu, sem flytjast Woody Allen vaknar eftir200ára dá> svefn og þá færist líf í tuskurnar! ■ Þetta er síðasti Hrím- grundarþátturinn að sinni, sem Sólveig Halldórsdóttir stjórnar. (NT-mynd Róbert) til Frakklands. Það er líka lesið úr bókinni. Harpa segir líka frá því, hvað hana langar til að gera í sumar. Ragna Sara Jónsdóttir les sögu, sem hún hefur samið sjálf. Hún er 11 ára eins og Harpa. Það vekur athygli að gestir þáttarins að þessu sinni eru ungir og kvað Sólveig skýring- una þá, að eldri krakkar væru mikið í prófum þessa dagana og því ekki gustuk að tefja þá mikið, en þátturinn Hrím- grund væri ætlaður krökkum 10-16 ára. Þó að þetta sé síðasti þáttur Sólveigar að sinni, verður samt sem áður símatími eins og venjulega og verður setið við símann sem fyrr. ■ Laugardags- myndina að þessu sinni má kenna við Woody Allen, sem er höfundur hennar og leikstjóri, og að sjálfs- sögðu fer hann líka með aðalhlutverkið. Að undanförnu hafa íslenskir sjónvarps- áhorfendur fengið nokkuð að kynnast þessum sérstæða háð- fugli og virðist satt að segja skiptast mjög í tvö hom um skoðanir þeirra á honum. Ýmist em menn yfír sig hrifnir af Woody eða eiga hreinlega bágt með að þola hann! Þessi mynd Allens hefur hlotið nafnið Uppvakningur á íslensku, en á frummálinu nefnist hún „Sleeper“. Af þeim efnisþræði, sem við höfum í höndunum, virðist okkur ís- lenska nafnið betra. Þar segir frá manni, sem leggst inn á 'sjúkrahús til smáaðgerðar, sem mistekst. Honum er pakkað inn í tinfilmu og varð- veittur þannig. Tvö hundruð árum síðar vaknar hann af ■ Woody Allen fellur ekki í allra smekk, en óneitanlega eru uppátæki hans öðru vísi en annarra manna! dáinu og þar gefur heldur betur á að líta! Miles Monroe, en svo heitir maðurinn, vaknar í heim, sem stjórnað er af tæknivæddum vélmennum. í þeim heimi er lítið þekkjanlegt frá þeirri veröld, sem Miles hafði kvatt tveim öldum fyrr. Það er ekki nema það alómerkilegasta og lélegasta, sem hefur lifað af þennan tíma, s.s. skáldskapur stjórnmálaforningjans Rod McKuen, sem talar í flat- neskjulegum frösum, og hamborgarar frá McDonald’s keðjunni. En allt er afstætt, og það er ekki einungis, að Miles þyki hann vera kominn í framandi heim, sá heimur lítur líka á Miles sem ókennilegt aðskota- dýr. Yfirvöldin óttast hann og áícveðið er að dagar hans skuli taldir. Hann losnar þó undan böðlum sínum, en sökum þess að hann er hrakfallabálkur hinn mesti, verður honum sífellt eitthvað á í messunni, sem vekur athygli yfirvalda á honum. Myndin Uppvakningur var gerð 1973. Með hlutverk í myndinni fara, auk Woody Allen, Diane Keaton, John Beck og Mary Gregory. Þýð- andi er Þorsteinn Helgason. Laugardagur 12. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnirMorgunorð-Jón Isleifsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Hrimgrund. Útvarp barnanna. Stjórnandi: Sólveig Halldórsdóttir 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar = örn Pétursson 14.00 Listalif Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Hinn mannlegi þáttur“, eftir Graham Greene II þáttur: „Percival lækn- ir telur siga hafa fest í fisk" Leikgerð: Bernd Lau. Þýðandi: Ingibjörg Þ. Stephensen. Leik- stjóri: Árni Ibsen. Leikendur: Helgi Skúlason, Gísli Guðmundsson, Arnar Jónsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þorsteinn Gunn- arsson, Sigurjóna Sverrisdóttir, Jóhann Sigurðarson, Steindór Hjörleifsson, Gísli Rúnar Jónsson, Rúrik Haraldsson, Erlingur Gísla- son og Benedikt Árnason. (II þátt- ur verður endurtekinn, föstudag- inn 18. þ.m. kl. 21.35). 17.00 Frátónieikum Strengjasveit- ar Tónlistarskólans í Reykjavík að Kjarvalsstöðum 8. ágúst f fyrrasumar. Stjórnandi: Mark Reedman. Einleikarar: Auður Haf- steinsdóttir og Svava Bernharðs- dóttir. a. Chaconna í g-moll eftir Henry Purcell. b. Fiðlukonsert ( a-moll eftir Johann Sebastian Bach. c Holbergssvíta op 40 eftir Edvard Grieg. d. Sorgarmúsik eftir Paul Hindemith. e. Svíta nr. 3 eftir Ottorino Respighi. 18.00 Miðaftann í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 „Guðs reiði". Utvarpsþættir eftir Matthías Johannessen. II. hluti: „ÚrTýhúsi í vaxmyndasafn". Stjórnandi: Sveinn Einarsson. Flytjendur auk hans: Þorsteinn Gunnarsson, Borgar Garðarsson, Guðmundur Ólafsson oq Guð- mundur Magnússon, sem er sögu- maður. 20.00 Ungir pennar Stjómandi: Dómhildur Sigurðardóttir 20.40 Norrænir nútimahöfundar 9. þáttur: Bo Carpelan Njörður P. Njarðvík sér um þáttinn, ræðir við skáldið og les Ijóðaþýðingar sínar. 21.15 A sveitalfnunni Þáttur Hildu Toriadóttur, Laugum I Reykjadal (RÚVAK). 22.00 „Madame Baptiste“, smé- saga eftir Guy de Maupassant Gissur Ó. Eriingsson les þýöingu sína. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Harmonikuþéttur Umsjón: Sigurður Alfonsson. 23.05 Létt sígild tónlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 12. maí 16.15 Fóik é förnum vegi 25. Á farfuglaheimili Enskunámskeið í 26 þáttum. 16.30 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.10 Húsið á sléttunni. Sextén ára Bandarískur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 18.55 Enska knattspyrnan 19.45 Fréttaégrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin. Lokaþáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.05 Töfrandi tónar Þýskur söngva- þáttur. Kvöldstund með grísku söngkonunni Nönu Mouskouri og gestum hennar. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 22.10 Uppvakningur (Sleeper) Bandarisk gamanmynd frá 1973. Höfundur og leikstjóri Woody Allen, sem leikur einnig aðalhlut- verk ásamt Diane Keaton, John Beck og Mary Gregory. Söguhetj- an gengst undir litilsháttar læknis- aðgerð árið 1973 og fellur í dá. 200 árum síðar er hann vakinn til lífsins í framandi framtiðarheimi. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 23.40 Dagskrárlok KIT Laugardagur 12. maí 24.00-00.50 Listapopp (endurtek- inn þáttur frá Rás 1) Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 00.50-03.00 Á næturvaktinni Stjórn- andi: Kristin Björg Þorsteinsdóttir. Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá i Rás 2 um allt land.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.