NT - 11.05.1984, Blaðsíða 16

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 16
Útvarp sunnudag kl. 19.35: Sjónvarp sunnudag kl. 21.55: Hvað er mynsturdans? ■ Sigurdur Einarsson ræðir við tónskáldið. (NT-mynd Róbert) ■ Þorkell Sigurbjörnsson tekur sjálfur þátt í flutningi verks síns í frumflutningi þess í útvarp. Útvarp sunnudag kl. 21 Frumflutt tvö verk Þorkels Sigurbjörnssonar - og viðtal við tónskáldið ■ Á sunnudagskvöld kl. 21.00 ræðir Sigurður Einarsson við og um Þorkel Sigurbjörns- son tónskáld og verk hans í útvarpi. Auk þess verða tvö verk eftir hann frumflutt í útvarpi. Verkin tvö, sem verða nú frumflutt, hafa áður verið flutt á tónleikum og hefur verið unnið úr tónleikaupptökunni til útvarpsflutnings. Þau eru sellókonsert, sem Sinfóníu- hljómsveit íslands flytur, ásamt Hafliða Hallgrímssyni sellóleikara. Hitt verkið heitir Saman, það er samleikur og þannig er nafnið til komið. Það flytja 10 blásarar úr Sin- fóníuhljómsveitinni og Þorkell sjálfur, sem leikur með á píanó, segir Sigurður okkur. Hann segist einnig munu ræða við Þorkel og spyrja hann um starf hans, bæði við kennslu og tónsmíðar. Útvarp sunnudag kl. 14.15: Föstudagur 11. maí 1984 16 IlL Útvarp — Sjónvarp' Fjölmiðlatækni framtíðarinnar ■ í útvarpi á sunnudag kl. 19.35 er annar þáttur Helga Péturssonar um fjölmiðlun, tækni og vinnubrögð. í fyrsta þættinum, sem var á sunnudag- inn var, fengum við ofurlitla nasasjón af því, sem í vændum er, og þátturinn nú er í fram- haldi af því, sem þá var fjallað um. Við spurðum Helga nánar eftir þessum þætti. „Ég ætla að kynna nokkur atriði, sem virðast okkur ofur- lítið fjarlæg ennþá, en eru í gangi víða annars staðar, þ.e.a.s. ýmsa tæknilega hluti. Þetta eru hlutir eins og sjón- varpstexti; kapalkerfi í llOrás- um og allt þar fram eftir götun- um; það sem kallað hefur verið Hi-Fi sjónvarp, eða „High res- olution,, sjónvarp, þ.e. bætt útsendingarskilyrði og bætt tækni á allan hátt. Ég ætla að tala um hvernig þetta hefur verið notað í fræðsluútvarpi og síðan tvíhliða samskipti um kapal og annað slíkt, verslun og viðskipti um kapalkerfi.“ Helgi bætti því við að síðar kæmi röðin að því að fjalla um innihald og efnistök og þ.u.l. - sýnt frá heimsmeistarakeppninni í listinni ■ Ekki vitum við enn hverjir urðu heimsmeistarar í mynsturdansi. Hins vegar vitum við, að Lene Mikkelsen og Colin James, sem heimsóttu ísland sl. haust og sýndu listir sínar, hafa nýlega tryggt sér heimsmeistaratitilinn í suður-amerískum dönsum. ■ Sýndur verður í sjónvarpi mynsturdönsum 1984. á sunnudaginh kl. 21.55 þáttur frá danskeppni í Mannheim í Vestur-Þýskalandi, en þar fór fram heimsmeistarakeppni í Samkvæmisdansar ýmiss konar njóta mikilla vinsælda víða um heim, ekki síður hér en annars staðar, og hafa margir gaman af að fylgjast með meistarakeppni í ýmsum greinum þeirra. Það er ekki bara að dansmennt og -fimi keppendanna hrífi hugann, heldur er ekki síður gaman að virða fyrir sér glæsilegan fatn- að þeirra, einkum þó kvenn- anna, sem margar hverjar hafa sjálfar saumað kjóla sína og hlýtur það að hafa kostað mörg handtök og flókin, svo íburð- armiklir eru þeir yfirleitt. Þátturinn kemur frá þýska sjónvarpinu á vegum Evróvisi- on og stendur í 1 klst. og 35 mín. Hvervarhöfund ur Rakarans frá Sevilla? ■ Á dagskrá útvarps á sunnu- dag kl. 14.15 er þáttur, sem nefnist Rakarinn Fígaró og höfundur hans. Umsjónar- maður er Hrafnhildur Jóns- dóttir og þátturinn kemur frá RÚVAK. í þættinum segir Hrafnhild- ur frá franska rithöfundinum og ævintýramanninum Beaum- archais, sem var uppi 1732- 1799. Rakinn verður æviferill hans, sem var mjög viðburða- ríkur. Beaumarchais skrifaði nokkur leikrit, þeirra þekktust eru Rakarinn frá Sevilla og Brúðkaup Fígarós, en sem kunnugt er hafa verið gerðar óperur eftir þeim báðum, Rossini eftir því fyrra og Moz- art eftir því-síðara. í þessum þætti segir Hrafn- ■ íslenska óperan hefur sýnt Rakarann í Sevilla við miklar vinsældir í vetur. hildur frá Rakaranum frá Se- villa og frumsýningu á leikrit- inu, sem var 1775. Hlutföll á milli tónlistar og talaðs orðs í þættinum eru þau að 25 mín. fara í hið fyrrnefnda en 30 mín. í hið síðara, sem sagt hallast varla á. Þetta er fyrri þátturinn af tveimur. Sunnudagur 13. maí 8.00 Morgunandakt Séra Kristinn Hóseasson prólastur, Heydölum, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Lou Witheson leikur. 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar a. Sónata nr. 1 i h-moll eftir Henry Purcell. Catherine MacKintosh, Monica Huggett, Christophe Coin og Christopher Hogwood leika. b. Sónata í e-moll eftir Arcangelo Corelli. Maurice André og Marie- Claire Alain leika saman á trompet og orgel. c. „Stabat Mater“ eftir Giovanni Palestrina. Söngskóla- kórinn f Lecca syngur; Guido Camillucci stj. d. Conserto grosso nr. 6 í G-dúr eftir Alessandro Marcello. Einleikarasveitin í Fen- eyjum leikur; Claudio Scimone stj. e. Óbósónata i c-moll eftir Fran- cesco Gemini. Michel Piquet, Walther Stiffner og Marta Gmúnd- er leika. f. Orgelkonsert nr. 5 f C-dúr eftir Joseph Haydn. Daniel Chorzempa og Þýska einleikara- sveitin leika; Helmut Winscher- mann stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður Þáttur Friöriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa f Hafnarfjarðarkirkju Prestur: Séra Gunnþór Ingason. Organleikari: Ólafur Vigfússon. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.45 Nýjustu fréttir af Njálu Umsjón: Einar Karl Haraldsson 14.15 Rakarinn Fígaró og höf- undur hans; fyrri hluti Um franska rithöfundinn og ævintýra- manninn Beaumarchais og leikrit hans, „Rakarinn frá Sevilla" og „Brúðkaup Fígarós". Umsjón: Hrafnhildur Jónsdóttir (RÚVAK) 15.15 í dægurlandi Svavar Gests kynnir tónlist fyrri ára. í þessum þætti: Söngvarinn Bing Grosby. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt- ir. Umsjónarmenn: Örnólfur Thorsson og Árni Sigurjónsson. 17.00 Frá samsöng Karlakórs Ak- ureyrar í Akureyrarkirkju f maí 1983 Stjórnandi: Guðmundur Jó- hannsson. Einsöngvarar: Guð- mundur Stefánsson, Hreiöar Pálmarsson og Óskar Pétursson. Ingimar Eydal leikur með á píanó. 18.00 Við stýrið Umsjónarmaður: Arnaldur Árnason. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðl- un, tækni og vinnubrögð. Umsjón: Helgi Pétursson. 19.50 „Milli Ijóss og birtu" Kristín Bjarnadóttir les eigin Ijóð. 20.00 Utvarp unga fólksins Stjóm- andi: Guðrún Birgisdóttir. 21.00 Þorkell Sigurbjörnsson og verk hans Sigurður Einarsson ræðir við Þorkel, og flutl verða verk eftir hann. 21.40 Utvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu í þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar (10). 22.15 Veðuriregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 23.35 Kotra Stjórnandi: Signý Páls- dóttir (RÚVAK). (Þátturinn endur- tekinn í fyrramálið kl. 10.30). 23.05 Dan Andersson og Thorsten Bergman Ólafur Þórðarson kynnir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 13. maí 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Pjetur Þ. Maack flytur. 18.10 Tveir litlir froskar 5. þáttur. Teiknimyndaflokkur frá Tékkósl- óvakiu. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir. 18.15 Afi og bíllinn hans 5. þáttur. Teiknimyndaflokkur frá Tékkósl- óvakíu. 18.25 Nasarnir Myndaflokkur um kynjaverur, sem kallast nasar og ævintýri þeirra. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 18.40 Svona veröur leður til Þáttur úrdönskum myndaflokki sem sýnir hvernig algengir hlutir eru búnir til. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finn- bogason. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 19.00 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku 21.00 Nikulás Nickleby Áttundi þáttur. Leikrit í níu þáttum gert eftir samnefndri sögu Charles Dickens. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.55 Danskeppni í Mannheim Frá heimsmeistarakeppni i mynstur- dönsum 1984 sem fram fór f Mannheim í Vestur-Þýskalandi. (Evrovision - Þýska sjónvarpið). 23.30 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.