NT - 24.05.1984, Blaðsíða 1

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 24. maí 1984 -124. f bi. 68. árg. Kvikmyndahátíðin í Cannes: Gullpálminn til Wenders ¦ Þýski kvikmynda- leikstjórinn Wim Wend- ers stóð meö Gullpálm- ann í höndunum eftir lokaathöfn kvikmynd- ahátíðarinnar í Cannes í gærkvöldi, þar sem mynd hans París, Texas var kjörin besta myndin. Wenders er vel að sigr- inum kominn og fagnað- arlætin eftir frumsýningu myndar hans á laugar- daginn gáfu sterklega til kynna hvert stefna myndi. Nánar er sagt frá verð- launamyndinni á bls. 6 og7. Verðlaun fyrir besta leikstjórn fékk franski leikstjórinn Bertrand Ta- vernier fyrir mynd sína Sunnudagur í sveitinni. Sérstök heiðursverðlaun dómnefndarinnar fékk ungverski leikstjórinn Marta Meszaros fyrir myndina Dagbókarbrot. Verðlaun fyrir bestan leik í karlhlutverki fengu Fancisco Rabal og Alfre- do Landa vegna spænsku myndarinnar Saklausu dýrlingarnir. Helen Mirr- en fékk verðlaun fyrir bestan leik í kvenhlut- verki vegna írsku mynd- arinnar Cal. Theo Angel- opoulos, Tonino Guerra og Th. Valtinos fengu verðlaun fyrir besta handrit og var það að mynd Angelopoulosar Ferðalag til Kýtera. Verðlaun fyrir -tækni- vinnu komu í hlut danska leikstjórans Lars von Tri- er fyrir mynd hans The EÍement of Crime, og verður NT-viðtal við leikstjórann birt á morgun. Wim Wenders. Af urðalánamál f iskvinnslunnar í hnút: „Greiðsluþrot blasir við ef lánin lækka" - en boðað hefur verið að þau fari úr 73% í 66,5% ¦ „Það vita allir að staða fiskvinnslunnar er alls ekki góð um þessar mundir. En lækki afurðalánin úr 72,8% í 66,5, eins og nú er verið að tala um, blasir ekkert annað en greiðsluþrot við fjölda fyrirtækja," sagði Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur Vinnuveit- endasambandsins, í samtali við NT eftir langan fund með fiskverk- endum í gær. Á fundinum var fjallað um ný viðhorf í afurðalánamálum. Sem kunnugt er hefur Seðla- bankinn þegar lækkað endur- kaupahlutfall afurðalána úr 52% í 51% og tilkynnt að enn muni hlutfallið lækka, eða allt niður í 47,5% í áföngum. í kjölfarið reiknuðu fiskverkend- ur með að hlutur viðskiptabank- anna í afurðalánum yrði stærri, en sú hefur ekki orðið raunin heldur hefur hann minnkað í krónutölu, en bankarnir hafa tekið þá ákvörðun að lána eftir sem áður 40% ofan á það sem Seðlabankinn endurkaupir, sem þýðir í raun að lánin lækka úr 72,8% í 66,5% þegar endur- kaupahlutfallið verður komið í 47,5%. Bankarnir tilgreina þá á- stæðu, að til þess að bera stærri hlut í afurðalánakerfinu þurfi að lækka bindiskyldu þeirra í Seðlabankanum, sem ekki hef- ur verið gert. Þvert á móti var í „bandormslögunum" heimild- arákvæði um að hækka bindi- skylduna um 1/10, úr 28% í 30,8%. Sú heimild hefur að vísu enn sem komið er ekki verið nýtt. „Það trúir því enginn að þetta haldi svona áfram. Mönnum þykir líklegra að viðskiptabank- arnir séu viljandi að setja málið í hnút í þeim tilgangi að beita atvinnulífinu fyrir á móti Seðla- bankanum. Bankamenn vita það nefnilega manna best að það er ekki hægt að lækka afurðalánin sem þessu nemur," sagði Vilhjálmur Egilsson við blaðið. Vilhjálmur sagði að eftir fundinn í gær hefði bæði við- skiptaráðherra og sjávarútvegs- ráðherra verið skrifað bréf þar sem farið væri fram á úrbætur í þessum málum, en þau snerta alla þætti fiskvinnslunnar nema skreiðarverkun og koma verst niður á þeim sem sitja uppi með miklar birgðir. Alhöfnin sekkur ¦ Þil miili tveggja stein- steypukerja í hafnargarðin- um í Straumsvíkurhöfn brást og uppfyllingaefni skolaðist út. Alitið er að þetta hafi gerst á nokkuð löngum tíma. Nú standa yfir samningar við verktaka og fer viðgerð fram í suinar. Ekki mun umferð um höfnina truflast neitt, enda skemmdin fremst á bryggjuhausnum. N'l'-inyiid: Árni Bjanu. Popp í kreppu ¦ Popptónlistin er eins og rjúpnastofninn, gengur í bylgjum. Nú síðast leið nýbylgjan útaf og er senni- lega endanlega dauð hér á landi. f heildina er lægð yfir íslensku tónlistarlífi sem kemur sér jafn illa fyrir poppið eins og aðrar stefnur. Ein ástæða þessa er vídeóið sem fullnægir tómstundaþörf almenn- ings. Poppið á Islandi er rúm- lega 20 ára gamalt og því forvitnilegt að kynnast því sem þar er á-döfinni. NT fór á stúfana og kann- aði hvað helstu poppsér- fræðingar bæjarins hafa um málið að segja. Sjá bls. 14-15. Portúgalir reisa toll múr gegn saltf iski íslendingar mótmæla og fara fram á frest ¦ Mario Soares forsætisráð- herra Portúgal og Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra deildu fyrir opnum tjöld- um á blaðamannafundi sem haldinn var í lok forsætisráð- herrafundar EFTA í gær. So- ares hélt því fram að 12% tollur á saltfiskinnflutning sem ákvéðið hefur verið að setja í Portúgal bryti ekki í bága við lög EFTA. Þessu andmælti Steingrímur og benti meðal annars á svonefnda Visby-yfir- lýsingu, þar sem segir að lönd- in muni berjast gegn verndar- stefnu í viðskiptum. Stein- grímur sagði í gærkvöldi að ekki kæmi til greina að veita Portúgölum veiðiheimildir við ísland, en Portúgalar hafa til- kynnt að þeir muni leggja að- eins 3% toll á saltfisk sem togarar þeirra keyptu af er- lendum þjóðum sem veittu þeim fiskveiðiréttindi á móti. í lok EFTA fundarins áttu þeir Steingrímur Hermanns- son og Matthías Á Mathiesen fund með Soares forsætisráð- hérra !>ortúgal og Barreto við- skiptaráðherra. Á þessum fundi fóru íslensku ráðherrarn- ir fram á að horfið yrði frá tollinum eða gildistöku hans frestað. Ákveðið hefur verið að viðskiptaráðherra Portúgai komi hingað til lands í opinbera heimsókn í júlí. I>ess má geta að saltfiskútflutn- ingur íslendinga til Portúgal, nemur um 1200 milljónum króna í ár, eða um 8% af heildarútflutningi okkar. Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra sagði í gær- kvöldi að ef þessi tollur tæki gildi yrði að grípa til nýrra ráða. Meðal annars kæmi til greina að minnka saltfiskverk- un. - Þessi ákvörðun Portúgala kemur okkur í opna skjöldu, sagði Matthías A Mathiesen, því viðskiptaráðherrar land- anna eru nýbúnir að sam- þykkja verkefnaskrá þar sem- ákveöiö er að halda áfram að auka frjálsa verslun með fisk- afurðir á EFTA svæðinu. Við hljótum að mótmæla þessu, sagði Matthías.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.