NT - 24.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 2
 ♦ Fimmtudagur 24. maí 1984 2 LlL Fr éttir Hitaveitur ganga á orkuforða jarðhitasvæðanna: Brýnt að bregð- ast við af krafti „Við féum leikinn“ - bein útsending frá Stuttgart hefst 13.15 álaugardag ■ „Vatnsvinnsla fyrir hitaveit- ur landsmanna virðist ganga æ meir á orkuforða jarðhitasvæð- anna. Við þessu þurfa viðkom- andi virkjunaraðilar að bregðast af krafti." Þetta segir Jónas Elíasson, stjórnarformaður í ávarpi ársskýrslu Orkustofnun- ar, fyrirárið 1983. 1 skýrslunni segir jafnframt að íslensk stjórnvöld hafi ekki markað neina stefnu í orkumál- um eins og stjórnvöld ýmissa annarra landa, né tekið afstöðu til þess, hve miklar olíubirgðir sé rétt að hafa í landinu á hverjum tíma. Ekki mun heldur vera til nein neyðaráætlun um ráðstöfun olíubirgða í landinu ef alvarlegar truflanir verða á olíuflutningum til landsins. í skýrslunni kentur fram, að heildarnotkun íslendingaáorku árið 1983 jafngilti orkunni 1.880.000 tonnum af olíu. Orkuframkvæmdir gengu ekki alveg jafn vel og vonast hafði veriðtil. Haldið varáfram fram- kvæmdum við Kvíslaveitur og Sultartangastíflu, og fram- kvæmdir héldu áfram í hæga- gangi. Til stóð að ljúka við Suðurlínu á árinu en fresta varð hluta verksins vegna fjárhags- örðugleika. Þá hamlaði fjárskortur rann- sóknarverkum þeim sem gert var ráð fyrir á árinu, einkum miðaði háhitarannsóknum skemur en ætlað hafði verið. ' Þrjár nýjar holur voru borað- ar við Kröflu en tvær þeirra skiluðu mjög slökum árangri. Hinsvegar var boruð 1445 m djúp hola fyrir Sjóefnavinnsl- una á Reykjanesi sem skilaði mjög góðum árangri, að því er segir í skýrslunni. Mun sú hola vera atlmesta jarðgufuhola sem boruð hefur verið í heiminum. ■ „Nú er loksins búið að hnýta alla þræði þannig að við fáum leikinn í beinni útsendingu,“ sagði Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarpsins, í samtali við NT í gær. Leikurinn sem Bjarni á við er að sjálfsögðu úrslita- leikurinn í Bundesligunni í ár milli Hamburger Sport- verein og Stuttgart, liðs Ás- geirs Sigurvinssonar. Út- sendingin hefst klukkan 13.15 og þá mun Bjarni vænt- anlega sýna syrpu frá ferli Ásgeirs, að minnsta kosti nokkur mörk sem hann hefur skorað í Þýskalandi. Klukk- an 13.25 hefst útsendingin frá Stuttgart og leikurinn sjálfur fimrn mínútum síðar. Bjarni sagði að mörg ljón hefðu verið í veginum að útsendingunni og þeim síð- ustu hefði ekki tekist að ryðja úr vegi fyrr en í gær. TIL FORSVARSMANNA FYRIRTÆKJA. B-BÓNUSÁ FJARF REIKNINCA. ESTINCARSJOÐS- Athygli er vakin á breytingu á lögum um tekju- og eigna- skatt, sem gekk í gildi 30. mars 1984. Samkvæmt þeirri breytingu er nú heimilt aö draga 40% frá skattskyldum tekjum til aö leggja í fjárfestingarsjóö. Þessi frádráttur er bundinn því skilyröi, aö skattaðili leggi a.m.k. 50% fjá rfestinga rsjóösti I lagsi ns inn á verðtr/ggðan, bundinn reikning, fyrir 1.júlí. og eigi síöar en fimm mánuðum eftir lok reikningsárs. Viö minnum sérstaklega á í þessu sambandi, að viö BJÓÐUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR IB-BÓNUSÁ ALLA BUNDNA SEX MÁNAÐA REIKNINCA. IB -bónusinn er reiknað- ur tvisvar á ári, í júlí og janúar. Bónusinn er nú 1.5% p.a. sem leggst sjálfkrafa auk vaxta við innstæðu sem hefur veriö án úttektar. Ef fjárfestingarsjóðstillag er lagt inn í Iðnaöarbankann fyrir l.júlí, n.k. reiknastlB-bónusaukvaxta, af innstæðunni 1. júlí og.aftur 1. janúar, hafi ekki veriö tekiö út af reikn- ingnumátímabilinu. Rétt er aö geta þess, aö þegar slíkur reikningur er opnaður þarf aö taka sérstaklega fram við starfsfólk bankans, aö um fjárfestingarsjóösreikning sé aö ræða. Bankinn birtir þessa auglýsingu til þess aö forsvarsmenn fVrirtækja geti íhugað þessi mál í tíma og væntir þess aö geta átt gagnkvæm viðskipti við sem flesta í þessu sambandi. Allar frekari upplýsingar eru veittar í bankanum. Iðnaðaibankinn Fer eigin leiðir -fyrir sparendur. Heróínmálið: Svör fást varla fyrir helgina ■ „Við sendum telex til Noregs Hann kvaðst búast við að eftir- strax í morgun, þar sem við greindum grennslanir Norðmanna tækju nokkra frá inntakinu í fréttinni og báðum um daga og bjóst varla við svörum frá skýringar," sagði Arngrímur ísberg þeim fyrir helgina. fulltrúi lögreglustjóra í Reykjavík í gær, er NT spurði 'nann hvort eitthvað hefði gerst í franthaldi af heróínfrétt útvarpsins í fyrrakvöld. Hræddir kratar ■ Það er synd að ekki skuli fleiri lesa fjórblöðunginn Alþýðublaðið heldur en raun ber vitni, eins og þar eru oft skemmtilegar uppákomur. í gær fara kratar á kostum í umfjöllun sinni á úttekt NT um stöðu landbún- aðarins í fyrri viku. Fyrir það fyrsta er Alþýðublaðið alls ekki ánægt með þau málalok að þetta gamla bænda- málgagn NT, skuli láta sér nægja að skera í sundur ljósmynd af bónda þegar full ástaéða var til að senda Íesendum eitt stykki sundurskorinn - bóndadurg inn um bréfalúguna. Dæmigert fyrir hálfkák NT sem er eins og ætíð trútt uppruna sínum! Útyfir tekur þó þegar Alþýðublaðið vitnar í niðurlagsorð úttektar NT þar sem stjórnmálamönnum er kennt um ranga og háskalega stefnu í landbún- aðarmálum undanfarin ár og skuld- inni skellt á atkvæðakapphlaupið. Ekki við, segir blaðið, þetta er allt Framsókn að kenna, við höfum aldrei haft neitt með landbúnaðarmál að gera. Þau hafa undanfarinn einn og hálfan áratug verið í höndum Fram- sóknarflokksins! - Hver var líka að segja annað. Engum hefur enn dottið í hug að kenna krötum um það sem þeir hafa aldrei komið nærri en það er vissulega broslegt þegar menn sverja af sér skammir sem enginn hefur kennt þeim um. „...Og þú líka Brútus...“ ■ Því hefur stundum verið logið upp á Morgunblaðið að það væri svo óskaplega ríkt. í því sambandi hefur verið vitnað til þess að Árvakur sé nú að kaupa sér rosalega prentvél. sem pressan öfundar þá óskaplega af. Ekki nóg með það heldur byggja þeir steinkastala mikinn utan um dýrgrip- inn og virðast fara létt með þetta þó það kosti hundruð milljóna. Eða hvað? Nýjasta skúbb Lögbirtinga- blaðsins, sem birtist í blaðinu í gær, blæs nýju lífi í glóðir efasemdanna sem alltaf hafa verið til staðar. Þar er forsíðufrétt um að Moggahöllin verði seld á nauðungaruppboði þann 4. júlí næstkomandi klukkan 10:00. Nú myndu menn hafa haldið að þegar stöndug fyrirtæki eins og Ár- vakur eru komin á síður Lögbirtinga- blaðsins þá væri það vegna upphæða sem einhverju skiptu,en því er þó ekki fyrir að fara. Vanskilin sem um er að ræða nema 47 þúsund krónum. NT - best ■ Vinsældir NT virðst aukast jafnt og þétt. Til marks um það er skoðana-. könnun sem nýlega var gerð í ferm- ingarveislu í ágætum bæ á Suðurlandi. Þar voru mættir auk fermingarbarns- ins 30 veislugestir og barst talið eins og svo oft að dagblöðunum, kostum þeirra og göllum. Fjörugar umræður spunnust um málið og enduðu á því að gerð var skrifleg skoðanakönnun. Úrslit hennar voru þau að NT var talið besta blaðið með atkvæðum 25 veislugesta, þá kom Þjóðviljinn, síðan DV og loks Morgunblaðið. Það fylgdi sögunni að í veislunni var fólk úr öllum flokkum og allir fullorðnir nema fermingarbarnið.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.