NT - 24.05.1984, Blaðsíða 3

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 3
1U "S Hæstiréttur þyngir dóm í morðmáli: Fjórtán ára fangelsisvist ¦ Hæstiréttur hefur dæmt Þórð Jóhann Eyþórsson til 14 ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið Óskari Árna Blomsterberg að bana þann 1. janúar 1983; gæsluvarð- haldsvist hans frá þeim tíma dregst frá. Þórður Jóhann var í fyrrasumar dæmdur í 13 árafangelsi í Sakadómi Reykjavíkur, en ríkissaksóknari gerði kröfu urn refsi- þyngingu fyrir Hæstarétti, I dómi Hæstaréttar segir m.a. að ummæli ákærða í eldhúsi íbúðarinnar að Kleppsvegi 42, í áheyrn vitna, um að hann ætlaði að drepa Óskar Árna, taka hans á eldhúshnífnum og sú sérstaka launung sem ákærði hefur játað að hafa viðhaft til að dylja handhöfn sína á honum þegar hann fór út úr eldhúsinu inn í stofuna, veita eindregna vísbendingu um að þá hafi sú fyrirætlun búið með ákærða að vega Óskar Árna. Góð matarkaup Nýtt Dísarfell ¦ Skipadeild Sambandsins hefur geng- ist l'yrir kaupum á nýju skipi, m.s. Ðísarfelli. Kaupverð skipsins er um 78 milljónir. Dísarfellið, sem er keypt frá Pýska- landi, er átta ára gamalt, smíðað í Hamborg. Þetta mun vera fyrsta íslenska kaupskipið sem útbúið er sérstökum gámagrindum í lestum til að auðvelda sjóbúnað og auka öryggi í vörumeðferð. Auk þess er skipið útbúið til flutninga á verulegum fjölda frystigáma. Skipið hefur verið í siglingum vítt og breitt, síðast við Miðjarðarhaf, að sögn Sigvalda Jósafatssonar, sölustjóra skipa- deildar. Sigvaldi veitti jafnframt þær upplýsingar að þegar væri búið að selja eldra Dísarfell. Nýja skipið mun þó leysa af hólmi erlent leiguskip sem haft var til reynslu á sömu leið. Burðargeta Dísarfellsins er tæp fjögur þúsund tonn og er gert ráð fyrir þrettán manna áhöfn. Fyrirhugað er að skipið verði í ferðum á milli íslands og hafna á meginlandi Evrópu og Bretlandi. Heimahöfn Dísarfellsins er Þorláks- höfn, og skipstjóri þess er Jörundur f Kristinsson. 1. Háls 2. Herðakambur 3. Hryggur 6. Þríhyrningur 7. Hali 11. Skanki 12. Síða 13. Klumpur 15. Kviðstykki 16. Kviðstykki 17. Slag 18. Skanki 19. Lundir 20. Bringa 21. Innanlærisvöðvi Nautahakk 10 kg. pk............. . kr. 145. - pr. kg Nauta-Tbone.................. kr. 235.- pr. kg Nauta-Snitchel................. kr. 375.- pr. kg Nauta-Gullash................ kr. 327.- pr. kg Nauta-Roastbeef................ kr. 348.- pr. kg Nauta-Hamborgarar.............. kr. 14.- pr. st Kindahakk .................... kr. -99.- pr. kg Lambahakk................. . kr. 107.- pr. kg Ath. kjötverðið hjá okkur er um 40% lœgra en almennt verð. KJOTMIÐSTÖOIN Laugalæk 2. s. 86511 1200 ódýrar ferðir með risaþotu til sölarlanda Mallorka Perla Miðjaröarhaf sins. Brottför alla laug- ardagsmotgna, 2, 3 eöa 4 vikur. Verð frá kr. 18.900 (2 vikur á hóteli og þrjár máltíðir á dag) Þér getið valið um dvöl á hótelum og íbúðum á eftirsóttustu stöðunum, Maga- luf, Palma Nova, Santa Ponsa, Arenal og Palma. Þar er sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir með íslenskum fararstjóra. íbúðahótel. Trianon, Portanova, Hafria hótelin, Coral Playa El Paso, Leo Saga, Sunna, Cala Vinas, Valpariso. Tenerife Fögur sólskinsparadís Brottför alla þriðjudagsmorgna 2,3 eða 4 vikur. Verð frá kr. 19.800 (Tveir í íbúð í tvær vikur) Frjálst val um dvöl á eftirsóttum fjögurra stjörnu hótelum og íbúðum í Puerto de la Cruz og á Amerísku ströndinni. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarfefðir. Aðrar ferðir okkar: 2ja, 3ja eða 4ra vikna ferðir með tækifæri til þess að eyða nokkrum dögum í London í ferðalok. Brottför í hverri viku. Eftirsóftir gististaðir. Grikkland, eyjar Korfu og Aþenustranda. Malta, sólskinseyjar Jóhannesar riddaranna. Mallorka, allt það besta sem þar er til. Tenerife hin undurfagra eyja hins eilífa vors. Landiö helga og Egyptaland, 21 dagur, brotfför 5. okt. (Fararstjóri Quðni Þórðarson) Ferðatilhögun: Þér njótið frábærrar þjónustu í áætlunar- flugi Flugleiða í stuttu morgunflugi til Glasgow, þar sem rétt gefst tími til að Ijúka við góðan morgunverð. Á laugar- dögum til Mallorka og þriöjudögum til Tenerife. Haldið síðan áfram með breið- þotu beint í sólina. Njótiö veislufagnaðar alla leiðina á fyrsta farrými. Allt frítt, steikurnar, borðvínin, koníakið og kampavínið og allir heimsins hressingar- drykkir á barnum á annari hæð risaþot- unnar. Heimleiðin úr sólinni á einni stuttri dagstund sömu leiö. Flugferðir - Sólarflug Vesturgötu 17, Rvk. símar 10661, 22100 og 15331

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.