NT - 24.05.1984, Page 4

NT - 24.05.1984, Page 4
IU' Fimmtudagur 24. maí 1984 Fálkaeggjaþjófarnir fengu 500 þúsund króna sekt: Hann áfrýjaði en hún lagði fram tryggingu ■ Annar fálkaeggjaþjófurinn sem í gær var dæmdur til fjár- sektar í Sakadómi hefur ákveð- ið að áfrýja máli sínu til hæsta- réttar en hinn, konan, sem einn- ig hlaut dóm hefur lagt trygg- ingu fyrir sekt sinni og er því væntanlega laus mála í bili. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um þá kröfu ríkis- saksóknara að farbann verði sett á sakborninga hafi þeir ekki greitt sektina eða viðunandi tryggingu. Veröi henni sinnt getur það þýtt að sá þjófanna sem áfrýjar komist ekki úr landi fyrr en dómur hæstaréttar er genginn. Þýsku hjónin sem hér um ræðir heita Miroslav Baly fædd- ur 1961 og Gabrielle Baly, fædd 1964. í Sakadómi voru þau dæmd til 300 og 200 þúsund króna sekta auk skilorðsbund- innar fangelsisvistar. Gabriele fékk vægari refsingu en maður hennar, enda var hann talinn höfuðpaurinn í ódæðinu. Allur útbúnaður sem hjónin höfðu til eggjatökunnar auk 8 fálkaeggja var gert upptækt til ríkissjóðs. Þá var Þjóðverjanum gert að greiða laun verjenda sinna en Guðmundur Jónsson verjandi Gabrielu afsalaði sér þóknun. Málflutningslaun Arnar Clausen verjanda Miroslav eru 20.000 krónur. Enn einar við- ræður í áldeilu ■ Viðræður milli íslensku stóriðjunefndarinnar og full- trúa Alusuisse hefjast í Zu- rich í Sviss í dag og standa fram á annað kvöld. Ekki er búist við að niðurstaða um orkuverð og stækkun álvers- ins fáist að þessu sinni. „Ég býst ekki við að hægt verði að semja endanlega fyrr en niðurstaða liggur fyrir í gömlu þrætumálunum, sem nú eru fyrir sérstökum dóm- nefndum,“ sagði Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- herra, í samtali við NT í gærkvöldi. Aðalþrætumálið, sem snýst um skattamál ísal og meinta „hækkun í hafi“ er fyrir sérstökum dómstól í New York, sem skipaður er tveimur Bandaríkjamönnum og einum Kanadamanni. Sverrir sagði að ekki lægi fyrir hvenær niðurstaða hans liti dagsins ljós, én hann vonaðist eftir að það yrði sem fyrst. Fimmtudagsútsendingar sjónvarps í nánd? Útvarpsráð hefur málið til skoðunar Fáum við að sjá sjónvarpsfréttir á fimmtudögum innan tíðar? ■ „Dagskrárstjóri frétta- og fræðsludeildar kynnti út- varpsráði nú nýv.erið ályktun fréttamanna sjónvarpsins þar sem þeir lýstu þeirri skoðun sinni, að hefja bæri útsendingar á fimmtudags- kvöldum. Þeir bentu á að það væri mjög óeðlilegt að rjúfa fréttaþjónustu stofnun- arinnar með þeim hætti sem nú er gert,“ sagði Markús Örn Antonsson formaður út- varpsráðs í samtali við NT í gær. Markús sagði að ýmis af- greiðslumál hefðu valdið því að útvarpsráð hefði ekki getað fjallað um málið ennþá, en það yrði væntan- lega gert bráðlega. Málið væri flókið og vandmeðfarið, það snerti fjárhag sjónvarps- ins verulega og lyktir væru m.a. háðar ákvörðunum stjórnvalda. Hér væri ekki einungis um innanhússmál sjónvarpsins að ræða. Borgarleikhúsið er tímaskekkja ■ Leikararnir hjá Leikfélagi Reykjavíkur hafa fyrir löngu sýnt að þeir eru góðra gjalda verðir fyrir list sína. Auk þess hafa þeir vakið mikla aðdáun meðal þjóðarinnar fyrir dugn- að sinn við fjáröflun til nýrrar leikhúsbyggingar. Þeir hafa unnið kauplaust tímunum saman við nætursýningar á gamanleikjum og aðrar uppá- komur til að safna fé í bygg- ingarsjóðinn. Safnanir leik- húsfólksins duga reyndar eng- an veginn fyrir framkvæmda- kostnaðinum, en framtak þeirra er engu að síður merki- legt og virðingarvert. I Ijósi þessa er það þeim mun sörg- legra að nýja leikhúsið getur ekki talist annað en tíma- skekkja, bæði í menningar- og fjárhagslegu tilliti. Borgarleikhúsið sem nú rís í nýjum miðbæ Reykjavíkur í Kringlumýrinni verður að stærð og umfangi rekstrar eins og nýtt Þjóðleikhús. Þetta verður stór steypuhöll með mörgum sölum og margvís- legum búnaði. Skattborgar- arnir hafa þegar lagt mikið af mörkum til byggingarinnar, en þeir eiga enn eftir að grafa hraustlega í vasa sína til að Ijúka við hana. Eðlilegt er að menn spyrji hvort þörf sé á tveimur þjóðleikhúsum í höf- uðborginni? Sjálfsagt er að hafa eitt stórt og myndarlega rekið þjóð- leikhús í lan^inu. En það sem við höfum fyrir hefur reynst vera afar þungur baggi á köflum. Þar hefur margt verið skorið við nögl en samt hafa stjórnvöld, þ.e.a.s. skattborg- arar, þurft að greiða stórar fúlgur með rekstrinum. Þess vegna hljóta menn að efast um að markaður sé fyrir annað eins bákn í Reykjavík. Leikhúsgestir eru einfaídlega ekki nógu margir fyrir slíkt framboð. Ef meðvitað er verið að byggja nýjan ómaga handa opinberum sjóðum hefði alveg eins átt að koma til álita að staðsetja krógann úti á landi, t.d. á Akureyri. Nýja Borgarleikhúsið mun án efa verða meðlagsþiggjandi eins og önnur leikhús í land- inu, og líklega einn af þeim stærstu. Tilkoma þess mun því hafa í för með sér að minna verður aflögu fyrir hin stórmerku áhugamanna- leikhús sem af veikum mætti reyna að halda uppi menning- arlffi úti um allt land. Það verður einnig minna fyrir frjálsu leikhópana, eins og Al- þýðuleikhúsið og Stúdenta- leikhúsið, sem hafa verið ein litríkasta nýjungin í menning- arlífi höfuðstaðarins að undanförnu. Það virðist því sem að nýja Borgarleikhúsið sé enn eitt dæmið um ofmetnað og óhóf í fjárfestingum. Eins og annar slíkur óskapnaður verður það einnig baggi á pyngjum vinn- andi fólks. Það er að sjálf- sögðu ófært að framtakssamt fólk leggi út í framkvæmdir sem fyrirséð er að aðrir í þjóðfélaginu þurfi síðar að borga fyrir og styrkja rekstur þeirra að auki til lengri tíma. En það er fleira sem mælir gegn þessu nýja leikhúsi. Þar er m.a. sú staðreynd að stór stofnanaleikhús eru bæði úrelt og úr tísku. Lítil leikhús og frjáls félagastarfsemi er sú leið sem miklu vænlegri er fyrir frjósamt og þróttmikið menn- ingarlíf. Miklu nær væri fyrir opinbera aðila og félagasam- tök að beita sér fyrir uppbygg- ingu aðstöðu fyrir slíka starf- semi, t.d. á Torfunni, í félags- miðstöðvum, eða á bjórkrám. Þannig fengist meiri fjöl- breytni í menningarlífið, betri rekstrargrundvöllur yrði tryggður og minni áhætta væri af framtaki í menningarmál- um. Þá væri einnig fjármagn- inu sem varið er til menningar- styrkja dreift á fleiri aðila í stað þess að sóa því að mestu í glórulausar risastofnanir sem engan skynsamlegan rekstrar- grundvöll hafa. Ef til vill er enn möguleiki á að breyta Borgarleikhúsinu í smáíbúða- hverfi. Skuggi Vídeóstriðið magnast: Myndbandaleigur stofnuðu samtök ■ Eigendur rúmlega 50 mynd- bandaleiga á höfuðborgarsvæð- inu stofnuðu með sér samtök á fundi í Reykjavík í gær. Sam- tökin munu annast ýmis sameig- inleg hagsmunamál leiganna, svo sem varðandi rétt þeirra gagnvart Samtökum rétthafa myndbanda á íslandi, en sem kunnugt er hefur ríkt hálfgert stríðsástand milli þessara aðila síðan myndbandaleigur fóru að spretta upp eins og gorkúlur um allt land. „Við munum meðal annars beita okkur fyrir því að öldurnar verði lægðar á þessum markaði. Ástandið hefur verið óþolandi,“ sagði. Ingimundur Jónsson, formaður samtakanna, í gær- kvöldi. Gunnar Guðmundsson, lög- maður rétthafa myndbanda á Kenn- arar hafna ■ Samninganefnd Kennara- sambands íslands hafnaði á fundi sínum í gær lokatilboði ríkisins kennurum til handa í launadeilu þessara aðila. Fer deilan því fyrir kjaranefnd sam- kvæmt lögum. Tilboð ríkisins mun hafav hljóðað upp á einhverja hækkun til þeirra sem eru að hefja kénnslu, og meiri þrepahækk- anir. Ennfremur mun hafa falist í tilboðinu skref í átt að stytt- ingu kennsluskyidu. íslandi, sagði í samtali við blað- ið að ekki væri ástæða til annars en að fagna stofnun samtak- anna. „Nú skapast kannski grundvöllur til að ræða málin á einum vettvangi í stað þess að eiga í stöðugu stríði við leigurn- ar eina og eina,“ sagði Gunnar. Nýja síma- skráin ídag ■ í dag verður byrjað að afhenda símnotendum nýju símaskrána. Hún tekur þó ekki gildi fyrr en eftir rúma viku, eða föstu- daginn 1. júní. Númera- skipti þau á Seltjarnar- nesi, sem gert hafði verið ráð fyrir nú um mánaða- mótin, komast þó ekki í framkvæmd fyrr en undir lok júní. Upplag símaskrárinnar er um 117000 eintök að þessu sinni. Brotið er það sama og verið hefur, en blaðsíðurnar eru 32 fleiri en í fyrra. Þau símanúmer í Reykjavík sem byrja a 85 og 86 verða sex stafa. Þetta gerist þannig að tölustafnum 6 verður bætt framan við númerin. Þannig breytist t.d. síma- númer okkar á NT úr 8 63 00 í 68 63 00.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.