NT - 24.05.1984, Blaðsíða 5

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 5
TÖLVUNÁMSKEIÐ Á HEIMASLÓÐUM Kennarar og tœkjabúnaður TÖLVUFRÆÐSLUNNAR sem fer út á lands- byggðina ísumar. Taliðfrá vinstri: Kristín Steinarsdóttir kennari, Jóhann Fannberg verkfrœðingur, Gylfi Gunnarsson kennari, Grímur Friðgeirs- son tœknifrœðingur. Aðstöðumunur milli landsbyggðarmanna og þeirra sem búa í þéttbýlinu við Faxaflóa er afar mikill hvað varðar tækifæri til tölvunáms. Tölvuskólarnir eru nær allir í Reykjavík og landsbyggðarmenn verða að leggja í tímafrekt og kostnaðarsamt ferðalag þangað, til þess að tileinka sér hina nýju tækni. Til þess að gefa landsbyggðarfólki kost á að kynnast tölvum og tölvunotkun mun TÖLVUFRÆÐSLAN gera út í sumar tvo námskeiðahópa hringinn í kringum landið. Námskeið verða haldin á rúmlega 50 stöðum og tekur hvert þeirra 18 kennslustundir. Til þess að tryggja fyrsta flokks kennslu munu 2 vanir kennarar annast hvert námskeið og veita þeir tilsögn á úrvals tölvur: ÍBM-PC, Eagle, Atlantis, Apple Ile og Commodore. Boðið er upp á tvö byrjendanámskeið - Grunnnám- skeið á tölvur sem veitir undirstöðuþekkingu á tölvum og tölvunotkun og BASIC þar sem forritunarmálið BASIC er kennt. Einnig mun gefast kostur á sérstökum námskeiðum í ritvinnsluforritinu Apple Writer og áætlanaforritunum Visicalc og Multiplan. Tölvurnar verða sífellt mikilvægari þáttur í frumat- vinnuvegum þjóðarinnar og því verður á námskeiðun- um lögð sérstök áhesla á notkun tölvutækninnar í atvinnulífi íslendinga. Námskeiðagjald er aðeins kr. 2.500.-. Til þess að efla hag fatlaðra hefur TÖLVUFRÆÐSLAN ákveðið að bjóða fötluðu fólki ókeypis aðgang að öllum þessum námskeiðum. Mennt er máttur C5"§ tölvufræðslan s/f Ármúla 36, Reykjavík S. 86790 og 687590

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.