NT - 24.05.1984, Blaðsíða 6

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 6
Claas-menn eru vel heima í heyverkun og nú bjóðum við rúllubindivélar knosaraþyrlur og fjölhnífavagna í auknu úrvali. ^^fá&ti. ¦¦''¦'¦¦. Minnum bændur t.d. á: ''^&mi2&*. CLAAS WM 20 sláttuþyrla Vinnubreidd 1.65m 6 hnífar, 2 tromlur........ ...... ....................... Verð kr. 41.700 CLAAS WM 20C sláttuþyrla m/knosara. Sama sláttuþyrla að grunni til, hefur heyknosara að auki............... Verð kr. 74.400 CLAAS WSDS 280 stjörnumúgavél. Lyftutengd, ein stjarna með 8 örmum..................... Verð kr. 42.200' CLAAS W 450 heyþyrla. Dragtengd, 4 stjörnu með 6 örmum hver .... Verð kr. 51.600 CLAAS K33 öflugur fjölhnífavagn. Hraðvirkur mötunarbúnaður mjög sterkbyggður - stórir flot- barðar 15,0/55-17,10 laga. Fjölhnífabúnáður fyrir þurrhey og vothey - reynsla hérlendis síðan 1978 og prófað af Bútæknideild............................. ¦ • • Verð kr. 283.000 CLAAS Markant 55 heybindivél. Vinnubreidd 1.65m - stillanleg baggalengd frá0.41-10m-93 slögámín-þyngd 1.290 kg...............Verð kr. 161.300 r CLAAS baggakastari á heybindivélar........................ Verð kr. 31.200: CLAAS rúllubindivél Rollant 34, sópari 1.55m.................Verð kr. 220.000 Kaupfélögin og Suðurlandsbraut 32 - Sími 86500 Reykjavík EE Fimmtudagur 24. maí 1984 6 Verðlaunamyndin í Cannes: Eyðimerkurgangan tíl Parísar, Texas ¦ Myndavélin svífur lágt yfir eyði- merkurgljúfri uns hún kemur auga á prúðbúinn mann á gangi í brennheitri auðninni. Hann gengur hiklaust áfram, starir fram fyrir sig sljóu augnaráði og skeytir engu um hrægammin, sem gefur honum nánar gætur. Upphafsmyndir kvikmyndar Wim Wenders, París, Texas, grípa áhorfand- ann heljartökum og þeim tökum er ekki sleppt fyrr en að myndinni lokinni. Og varla þá, því að París, Texas er einhver áhrifamesta kvikmynd síðari ára. „Maður nokkur snýr heim. Það hefur tekið hann langan tíma. Hann var í ókunnu landi. Hann snýr frá heimi hinna dauðu eins og Ódisseifur. Og þessi maður, sem allir hofðu talið látinn í fjögur ár, birtist á nýjan leik íeyðimörk- i'nni. Hann segir ekici orð, en hann á sér greinilega eitthvert takmark. Hann er kominn til að endurheimta eitthvað. .Fyrstendurheimtir hannbróður sinn.sem hjálpar honum að endurheimta son sinn. Og ásamt litla drengnum hefur hann leit að konu sinni og rey'nir að byggja upp fjölskyldu sína á nýjan leik." Með þessum orðum dregur Wim Wenders sjálfur saman efni myndar sinnar. Travis, maðurinn, sem snýr aftur yfir það einskismanns land, sem eyðimörkin er, er þannig að byrja lífið upp á nýtt. En það gengur ekki sem best. Bróðir hans kemur frá Los Angeles til að sækja hann út í eyðimörkina, en Travis stingur af við fyrsta tækifæri og heldur á ný út í eyðimörkina. Og alltaf þegir hann. En þar kemur að því, að hann opnar munninn og þá er fyrsta orðið sem hann segir: París. París, Texas. Táknrænt fyrir leit hans að fjölskyldunni. Það var jú í París, Texas, sem foreldrar hans hittust og hann kom undir. Á faraldsf æti Travis hafði verið giftur Jane og átt með henni soninn Hunter. Hjónabandið fór út um þúfur, Travis fór til Mexíkó, en Jane skildi barnið eftir hjá Walt, bróður Travis, og Önnu konu hans, sem hafa alið það upp sem sitt eigið. Travis tekst smám saman að vinna traust sonar síns, en þar með er ekki nema hálfur sigur unninn. Konuna vantar. Og Travis finnur enga eirð í sínum beinum fyrr en hann heldur aftur af stað til Texas, þar sem Jane er búsett. Feðgarnir finna hana. Drengurinn verð- ur eftir hjá móðuí sinni, en Travis heldur af stað á ný út í auðnina. Ferðalög setja mikinn svip á París, Texas, eins og margar fyrri myndir Wim Wenders og það er á þessum ferðalögum , sefn maðurinn leitar að sjálfum sér og finnur sig, a.m.k. að hluta, og tengslin við aðra myndast. París, Texas er fyrsta kvikmyndin, þar sem Wenders fjallar um samskipti kynj- anna og það er óhætt að segja að samtal Oldu. 9randa 3 "egna fréftar NT. Við styðjum aðgerðir lögreglunnar ¦ Á baksíðu NT síðastliðinn f östudag var getið um „innbrot" lögreglunnar í íbúð að Öldugranda 3. Nokkrir íbúa hússins voru ekki sáttir við umfjöllun blaðsins og kölluðu blaðamann NT á sinn fund. Vildi fólkið lýsa yfir stuðningi við aðgerðir lögreglunnar. ¦ „íbúar hér krefjast þess að fram komi að lögreglan var kvödd hingað að okkar ósk og við mótmælum ásökunum á hendur lögreglunni vegna þess að við töldum að það væri ástæða fyrir því að lögreglan fór þarna inn. Hávaðinn var búinn að vera það lengi að við vissuiu ekki hvort manneskjan væri heima, hvort hún væri lífs eða liðin. Við teljum lögregluna í fullum rétti. Lögreglan er að vernda okkur að okkar dómi. Þess vegna krefjumst við þess að fá að svara þessu í blaðinu". Þetta er yfirlýsing sem Sævar Gunn- laugsson las blaðamanni fyrir hönd flestra íbúa hússins. Á fundi með blaða- manni voru mætt þau Sævar, Aðalheið- ur Hauksdóttir, Sigurlína Skaftadóttir og Jódís Ólafsdóttir. Þau kváðust tala í umboði allflestra íbúa hússins. Jafnfram vildi hópurinn láta eftirfar- andi koma fram: „Við álítum aðgerðir lögreglunnar fyllilega réttlætanlegar. Við höfum margoft reynt að fara sátta- leiðina að þessari manneskju, bæði einslega og á húsfundum. Hún hefur lýst því yfir í heyranda hljóði að hún standi fyrir þessari hávaðaframleiðslu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.