NT - 24.05.1984, Síða 7

NT - 24.05.1984, Síða 7
Fimmtudagur 24. maí 1984 7 _______ ' ; -v ■ Harry Dean Stanton í hlutverki Travisar í upphafsatriðum myndarinnar París, Texas, sem hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gærkvöldi. ■ Leikstjóri og leikarar verðlaunamyndarinnar á fundi með fréttamönnum eftir frumsýningu París, Texas. Frá vinstri: Harry Dean Stanton, Nastassia Kinski, Wim Wenders, Aurore Clément og Dean Stockwell. NT-mynd G.B. Travis og Jane undir lok myndarinnar er eitthvert sterkasta atriði í nokkurri kvik- mynd í langan tíma. Travis hefur haft upp á Jane, þar sem hún starfar í gægjusýningu (peep-show). Hann not- færir sér þá staðreynd, að hún getur ekki séð hann og segir sögu þeirra, eins og hann væri að tala um állt aðrar mann- eskjur. Smám saman rennur sannleikur- inn upp fyrir henni og þá er komið að henni að segja sína hlið 'sögu þeirra. Þó að persónurnar séu ekki að tala saman í hefðbundinni merkingu þeirra orða, 'heldur séu á löngu eintali, hafa þær kannski aldrei náð jafn vel saman og einmitt þá. Og fyrir þetta atriði eitt verður myndin lengi í minnum höfð. Veðjað á rétta hesta Handritið að París, Texas erskrifað af bandaríska rithöfundinum og leikaran- um Sam Shepard og segir Wenders að hann hafi aldrei haft jafn mikla ánægju af því að vinna með handritshöfundi. Kunningsskapur þeirra hófst, þegar Wenders var að byrja að vinna að Hammett árið 1978, sem hann gerði á vegum Francis Coppola. Wenders vildi. að Shepard skrifaði handritið. en hann vildi ekki vinna verk sem gert var innan stúdíókerfisins og eftir pöntun. Því varð ekkert úr samvinnu þeirra í það skiptið. Kveikjan að París, Texas var svo bókin „Motel Chronicles" eftir Shepard, réyndar ein setning í þeirri bók: maður nokkur yfirgefur þjóðveginn og gengur af stað út í eyðimörkina. Út frá þessari mynd þróuðu þeir síðan söguna af Travis. En það þarf meira en góðan leikstjóra og gott handrit til að gera góða mynd. Leikararnir skipta ekki litlu máli, og þar hefur Wenders veðjað á rétta hesta. Aðalhlutverkið, sjálfurTravis.er í hönd- um bandaríska leikarans Harry Dean Stanton. Stantón hefur leikið í mvndum margra fremstu leikstjóra samtímans. manna eins og Coppola, Huston. Ridley Scott og Bertrand Tavernicr, en Paris, Texas er fyrsta kvikmyndin, þar scm hann leikur aðalhlutverkið. Og honum tekst meistaralega upp. Nastassia Kinski lcikur Jane af mikilli sannfæringu og cr þetta áreiðanlega bcsti leikur hcnnar til þessa. Aðrir leikarar eru Deán Stockwell, Aurore Clcmcnt og hinn 8 ára gamli Hunter Carson í hlutverki sonarins. Ekki má gleyma stórkostlcgri kvik- myndatöku Robby Múller, scm vann með Wenders hér á árum áður, og Ry Cooder scm samdi tónlistina. tónlist, sem fellur óvenjulega vel að myndefn- inu. París, Texas er þriðja myndin, sem Wenders gerir í Bandaríkjunum og sú síðasta að sinni: „Með þessari kvikmynd hef ég uppfyllt allar óskir mínar um að gera kvikmynd um og í Bandaríkjunum. Ég tcl, að upp frá þessu geti ég aðeins endurtckið mig. Mig langar til að snúa aftur til heimalands míns cftir sjö ára fjarveru og næsta mynd mín verður örugglega tekin í Berlín," segir Wim Wenders. möðír á Eiftsgrandanum sem gteymdi að slökkva á ótvarpmu; (ærir lögregluna fyrir að irjótast inn í íbúð sínal ■ Frétt NT föstudaginn 18. maí um „innbrot“ lögreglunnar. vitandi vits.“ Eins og fram kemur í yfirlýsingu íbúanna er ósætti meðal íbúa hússins. Þykir hópnum sem blaðamaður talaði við sem allt -að því óíbúðarhæft sé í húsinu vegna hávaða frá þeirri íbúð sem lögreglan fór inn í. ■ „Það var ekki verandi í húsinu allan laugardaginn vegna hávaða.“ „Við flúð- um burt.“ Nokkrir íbúar Öldugranda 3. Frá vinstri: Ólafur Unnsteinsson, Jódís Ólafsdóttir, Aðalheiður Hauksdóttir, Sigurlína Skaftadóttir og Sævar Gunn- laugsson. VERÐLÆKKUN VERKSMIÐJUAFSLÁTTUR 4 hjóla drifnir INTERNA TIONAL TRAKTORAR Getum nú.boðið INTERNATIONAL dráttavélar til afgreiðslu strax á mjög hagstœðu verði. Verðið sem við bjóðum er eftirfarandi og miðast við standard búnað og lúxus búnað. ílúxusgerð er sléttgólf'o.fl. Standard Lúxus IH 485 54hömeðhúsi frá kr. 270.000,- IH 585XL 62hömeðhúsi frá kr. 332.000,- 372.000,- IH 585XL4WD 62hömeðhúsi frá kr. 428.000,- 468.000,- IH 685XL 72hömeðhúsi frá kr. 345.000,- 387.000,- IH 685 4WD 72hömeðhúsi frá kr. 452.000,- 493.000,- Hafið samband við sölumenn okkar í Ar- múla og kaupfélögin um allt land VÉIADEILD SAMBANDSINS BÚVtLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.