NT - 24.05.1984, Blaðsíða 8

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 8
II Samdráttur í viðskiptum íslands og Tékkóslóvakíu: „Þróunin er áhyggjuefni" hmtudagur 24. maí 1984 8 ¦ Rajchart telur mikla möguleika á því að auka viðskipti íslands og Tékkóslóvakíu. I því sambandi nefnir hann íslenska kvik- myndagerð meðal annars. ¦ „íslanderokkurmikilvæg- ari markaður en íbúafjöldi landsins gefur til kynna. Það kemur til af því að íslcndingar eru háðari innflutningi en flest- ar þjóðir aðrar vegnaþess hve íslensk framleiðsla er fábrotin. Þess vegna er þróun viðskipta milli Islands og Tékkóslóvak- íu, undanfarin tvö ár okkur nokkuð áhyggjuefni, en við- skiptin hafa mjög dregist sam- an á báða bóga," sagði Jóscf Rajchart, vcrslunarfulltrúi í tékkneska scndiráðinu í Reykjavík, í samtali við NT. Það er ekki undarlcgt þó að verslunarfulltrúinn hafi áhyggjur af þróuninni þegar litið er til þess að í fyrra var viðskiptavelta landanna aðeins rúmur fjórðungur veltunnar árið 1981, fór úr 13,9 milljón- um dollara í 3,8 milljónir doll- ara. „Ef við lítum á undanfarin fimm ár má segja að þrjú þau fyrstu hafi verið jákvæð - við- skiptin voru stöðug og í dálitl- um vexti. Árið 1982 varð á gerbrcyting, bæði hvað varðar innflutning og útflutning á viðskiptum okkar við Island. Sama var uppi á teningnum f fyrra. Versnandi cfnahags- ástand á íslandi og stjórnvalds- aðferðir, sem miðuðu að því að draga úr innflutningi og verðbólgu, komu niður á inn- flutningi okkar til íslands. Samdráttur í útflutningi ís- lcndinga til okkar varð samt miklu meiri. Ástæðan var sú að framboð á fiskimjöli frá íslandi féll vegna aflabrestsins árin 1982 og 1983," sagði vcrsl- unarfulltrúinn. - Hvað var það sem þið keyptuð héðan? „Við höfum verið með mikilvægustu kaupcndum ís- lenskra fiskafurða. Viðskipti landanna fram til 1981 byggð- ust á þcssu. Næstum allur inn- flutningur okkar frá íslandi var fiskimjöl og aðrar fisk- afurðirárið 1981 ogvegnaþess hve íslcnsk framleiðsla er fá- brotin kom ekkert í staðinn. Við höfum líka keypt nokkuð af ostum, ég hcld raunar að engin þjóð kaupi meira af ostum frá íslandi, leirvörum og ullarvörum." - Nú er útlit fyrir að við getum selt ykkur loðnumjöl aftur. „Við erum reiðubúnir að kaupa það af ykkur aftur þegar þið getið boðið það að því tilskildu náttúrlega að það verði á samkeppnishæfu verði." - Hvað hafið þið selt til íslands? „Vélar og tæki eru 59% af útflutningi Tékkóslóvakíu til íslands. Hér er einkum um að ræða Zetor-dráttavélar, sem mér skilst að séu mest seldu dráttarvélar á íslandi, Skoda bifreiðar, reiðhjól, raf- og símalínur,'efni til prentunar. prjónavélar og áhöld til véla- viögerða. Aðrar mikilvægar vörur eru vefnaðarvörur, járn- vörur, glervara, postulíns- áhöld og skór svo eitthvað sé ncfnt. Við viljum gera allt sem við getum til að binda endi á þá stöðnun sem ríkt hefur í við- - skiptum landanna. Hvað okk- ur sjálfa varðar leggjum við núna megináhersluna á útboð- ið við Blönduvirkjun, en tékkneskur verktaki, PZO Skodaexport, hefur gert tilboð í hluta af framkvæmdum þar. Hvað úr verður er alveg óljóst því að samkeppnin á alþjóð- legum verktakamarkaði er hörð. Við erum hins vegar vongóðir vegna reynslu okkar fyrirtækis af virkjunarfram- kvæmdum," sagði Rajchart. Hann sagði loks að fjöldi möguleika væri fyrir hendi til að auka viðskipti landanna. Nú ætti sér stað hröð þróun í íslenskum iðnaði, sem Tékkar fylgdust með af áhuga. „Ekki má gleyma .kvikmyndunum ykkar. Þær verða betri og betri og við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að til dæmis Atóm- stöðin verði sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékkóslóvakíu, sem er mjög stór kvikmyndahátíð. Samningar þar að lútandi eru í gangi núna," sagði Rajchart. Japanskir iðnrekendur... Framleiða vöru sína á Englandi ¦ Japanska fyrirtækiö Toshi- ba ráðgerir að setja á stofn örbylgjuofnavcrksmiðju í Englandi og veröur það fyrsta japanska vcrksmiðjan af sinni gcrð í Evrópu. Áætlað er að framleiðslan hefjist að tæpu ári liðnu og reiknað cr með aö um 200 manns komi til með að vinna í verksmiðjunni. Árs- framleiðslan á að verða 240 þúsund ofnar. Toshiba hyggur einnig á landvinninga í Bandaríkjun- um, en þar hefur fyrirtækið rckið verksmiðju um árabil. Ætlunin er að leggja tvær millj- ónir dollara í reksturinn og auka framleiðsluna úr 300 þús- und ofnum í 400 þúsund. Starfsmönnum verksmiðjunn- ar verður fjölgað úr 220 í 300. Þá hafa forráðamenn Toshi- ba hug á að leggja 3,5 milljónir dollara í að tæknivæða ör- bylgjuofnaverksmiðjur sínar í Japan með það fyrir augum að auka framleiðsluna. Þar með er áætlað að ársframleiðsla fyrirtækisins verði 1,6 milljónir örbylgjuofna, sem er um 15% af heimsmarkaðinum. Svíþjóð: Husgagna- útflutning- urjókstum 30 prósent ¦ Mikill uppgangur var í útflutnmgi á sænskum hús- gögnum í fyrra. Miðað við árið 1982 jókst útflutning- urinn um rúmlega 30 af hundraði, verðmætið var alls 335 milljónir dollara. Næstu grannar Svíanna, Norðmenn, keyptu stærst- an hluta af útfluttum sænsk- um húsgögnum, eða fyrir tæpar 700 milljónir sænskra króna, eða 2,5 milljarða íslenskra króna. Þá komu V-Pjóðverjar, en þeir keyptu fyrif 52 milljónir sænskra króna. Næstir komu Danir og Bretar, en hyor þjóðin keypti sænsk húsgögn fyrir um 250 millj- ónir sænskar. Innflutningur á hús- gögnum jókst einnig í Svíþjóð, eða um sem næst 11 af hundraði frá 1982 - heildarverðmætið var 1,3 milljarðar sænskra króna. Mest var keypt frá Finn- landi fyrir tæpar 250 millj- ónir, þá Danmörku fyrir 210 milljónir, ítalíu fyrir 122 milljónir, V-Þýskalandi fyrir 107 milljónir, en Norð- mönnunum tókst að selja Svíunum húsgógn fyrir tæp- ar 100 milljónir, sem er aðeins sjöundi hluti þess sem Norðmennirnir keyptu af Svíunum. Skárra hjá járnblendinu: Tapið þriðjungur tapsins 1982 ¦ Rekstrarhalli á járnblcndi- verksmiðjunni á Grundar- tanga var 113,5 milljónir króna í fyrra, sem cr þriðjungur taps- ins á árinu 1982. Afkoma fyrirtækisins fór stöðugt batnandi eftir því sem leið á árið. Á fyrsta fjórðungi ársins var afkoman svipuð og 1982, enda var framleiðslan á þeim tíma og sala sem svarar hálfum afköstum verksmiðj- unnar. Eftir því sem á árið Ieið jókst hins vegar eftirspurn eftir kísiljárni og verð hækkaði. Framleiðslan var að sama skapi aukin og var um 29 þúsund tonn síðari helming ársins, en rúm 50 þúsund á árinu öllu. Þannig voru afköst- in 8 þúsund tonnum meiri á síðari helmingnum en þeim fyrri. ¦ Þó að nokkuð af áður verkefnalausum skipum séu nú komin í siglingar að nýju má búast við að fjöldi skipa verði rifín í brotajárn vegna vcrkefnaskorts á næstunni. Batamerki í skiparekstri Um hundrað vcrslunar- cru frá öllum heimshlutum. jriö tekin í notkun undarifar- verkefni undanfarið. skip, með samanlagt um scx milljón tonna burðargetu, sem legið hafa verkefnalaus um lengri eða skemmri tíma, voru tekin í notkun að nýju í mars og aprílmánuðum á þessu ári, samkvæmt yfirliti frá Lloyds tryggingafélaginu. Skip þessi Samt scm áður liggja rúmlega 1.500 verslunarskip með 77 milljón tonna burðargetu verk- efnalaus í heiminum um þessar mundir. . í yfirliti Lloyds ber mest á því hvað mörg tankskip hafa ið eftir að hafa verið verkcfna- laus. Nú liggja færri tankskip en nokkru sinni'frá því á miðju ári 1982, eða rétt tæplega 400 með um 63 milljóna tonna burðargetu. Sama gildir raun- verulega um önnur flutninga- skip, mörg þeirra hafa fengið Þrátt fyrir augljós batamerki í skiparekstri er Ijóst að fjöldi tiltölulega nýrra skipa mun ekki fá verkefni á næstunni. Sumra þeirra bíður ekkert annað en niðurrif í brotajárn eftir nokkurra ára verkefna- skort. ¦ Það stefnir í rétta átt í rekstri járnblendiverksmiðjunnar þó að mikið hafí vantað á að niðurstaðan væri réttu megin við núllið í fyrra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.