NT - 24.05.1984, Side 9

NT - 24.05.1984, Side 9
111' Fimmtudagur 24. maí 1984 9 Hið listræna val Hvernig á að gera? ■ Hvernig á aö skrifa? Svarið er miðað við aðstæður, þ.e. tíma og rúm. Ekki þar með sagt að menn geti eða eigi að reyna að bregða sér í nýjan og nýjan misjafnlega passandi búning, heidur vera heiðar- legur gagnvart uppruna sínum og efnivið þeim sem maður er sjálfur ásamt vissum mögu- leikum á að móta umhverfi sitt um tíma. Og ef að er gáð, sést að einmitt þessi heiðarleiki knýr menn til viðbragða, sem um leið staðfesta hann sem hluta af ákveðnum hóp. Við sem fylgjumst með menningu og öngum hennar, t.d. með því að lesa fagrit íslensks listalífs, dagblöðin, getum fljótlega séð muninn á annars vegar skrifum þeirra sem lengi hafa verið hálfvolgir, öruggir meðlimir í því sem kalla mætti ríkjandi hóp, ef ekki vegna hægri og vinstri pólitíkur, þá vegna fjölskyldu- veldis. Mærðina, yfirdreps- skapinn, skeytingarleysi um rök, uppsprengdar klisjur um frelsið, fegurðina og jafnvel ástina. Varnarskrif. Og hins vegar skrifum hinna, sem ein- hverra hluta vegna telja sig undir eða í víkjandi hópum. Skrif þeirra einkennast af raka- hnútum, mörgum varnöglum sárri fljótfærni og eldhugri bar- áttu fyrir einhverju réttlæti, og því miður úthaldsleysi. Petta eru árásarskrif. Auðvitað eru þarna undan- tekningar á báða bóga, mest vegna ísmeygilegs kunnings- skapar og fjölskyldutengsla sem skapast vegna tiltölulega frum- stæðs ættarsamfélags, sem smæð þjóðarinnar hefur tekist að viðhalda fram að þessu. Pað einkenni veldur því öðru fremur, að almennar kenning- ar um byggingu vestrænna þjóðfélaga, þ.á.m. tengsl sam- félags og menningarlífs, ganga ekki upp hér. Staðreynd, sem staðið hefur í mörgum menn- ingarmanninum, en þó hefur enn meir staðið í þeim að móta nýjar kenningar og aðferðir, sem e.t.v. mættu að einhverju leyti duga á þessu gamla upp- blásna landi, þar sem enn er fámennt ættarsamfélag, en á þó merkilegt megi virðast, enn nokkra áratugi í það að týna þessu gamla máli sem hún talar enn og skrifar. Og nú má spyrja, er hér verið að skrifa fyrir almenn- ing? Já, þann almenning, sem telur sér koma við það sem er verið að skrifa um. Annars mætti ég vel við una, þótt enginn læsi nema þeir einir, sem telja listsköpun helsta framlag sitt til þjóðfélagsins. Þeir eru hér stærsta hlutfall sem þekkist á okkar menning- arsvæði. og líklega sá hópur, sem upp til hópa er hvað bestur í að lesa dagblöð. Hér á það við að segja: „Vettvangurinn er hluti af hverju verki; það er því hluti af sköpun þessa texta að hann birtist hér eins og hann er. Vettvangurinn er eins og garð- ur og textinn þá eins og við þekkjum líkinguna. Hér á eftir fara þrjár hug- leiðingar um efni, sem koma myndlist og raunar allri list það mikið við, að það er nánast órjúfanlegur hluti af allri listsköpun og því allri umræðu um hana.' 1. Almenn regla/ Sérkenni Ekki er hægt að segja allt í einu verki. Senr er forsenda fyrir a.rn.k. tvennu: Því, að menn búi enn til fleiri verk, og því að engar skilgreiningar geti átt við nema hluta af verkum og þá innan afmarkaðsramma, sem sjálfur er breytilegur inn- an víðara samhengis. Með flagga uppgerðar sérkennileg- heitum (frumleiki listamann- anna) eða snobbi, en klúðra þar með upprunalegri von um lækningu sköpunarinnar. List er ekki spurning um yfirborð, heldur líf og dauða. 2. Taboo/ Kynlíff Tittlingur, píká, ríða, graður, pungur, hland, kúkur. Segðu þessi orð tíu sinnum upphátt. Fátt er meira áber- andi í okkar menningu en verkum á ég við allt andlegt (hugsun, sem hendurnar hafa náð að efnisgera). List er sá hluti mannlífsins sem fram að þessu hefur verið seigastur á varðstöðunni um sérkenni mannskepnunnar; hinn skrítni maður hefur löngum átt afdrep í lista- mennskunni. Lífið er skrítið. Hin listari list er skrítin. Hin hagnýta hugsun stefnir að því að finna almenn ein- kenni á mannfélaginu (statist- ík) almenna reglu, sem í sjálfu sér er hvorki neikvætt né jákvætt. Hin almenna regla nær þó ekki yfir sérkennin og þar kemur listin inn í. Og þróunin í dag virðist sú, að því normalíseraðri sem . menn verði því meir leiti þeir í einkennilegheit/mannlegheit, listarinnar sem einskonar þera- píu, og hika þá ekki við að meðvitund um bannhelgi (ta- boo) vissra orða, hugtaka eða gerða. Ber þar frumþarfirnar hæst. En í dag eru blöð uppfull af tepruskap og óbeinu þvaðri um kynlíf, þar sem gert er út á fiðring frumhvatanna. Endur- speglast þetta mjög í staglinu um mismunandi lífsstíl (slúður) megrun og líkams- rækt, og í gervöllu menningar- lífinu. Enn í dag þykir mikil skerpa í stól dagblaða að segja tittlingur og ofteina sprengjan í heilu blöðunum. Enn í dag stökkva framúrstefnumennirn- ir fram allsberir og borgararnir veina af hneykslan. Fræðingar bíta á jaxlinn áður en þeir segja í opinberum viðtöium um getuleysi, að tittlingurinn standi ekki í ákveðnum tilvik- um og þykjast kaldir fyrir vikið. Og það, að tala alls ekki um kynlíf, heldur dulbúa frum- hvatirnar í skrúðmælgi og óbeinum skírskotunum er kannski mesta klámið af öllu. Staðreyndin er hinsvegar sú, að kynlíf er eina sameiginlega tungumál mannkynsins og lyk- illinn að frumsköpuninni sjálfri. Kynlífið er sá hluti lífsins, sem umbreytir öllum í listamenn. Tungumálið, sem snýst um rætur sköpunarinnar í öllu sínu veldi, mestu and- hverfu dauðans, þ.e. getnað- inn, hlýtur að vera órofa hluti allrar réttar listar, hinn mikli neisti, sem falsarinn kemst þó aldrei nær en að dreyma um. 3. Fæðing/dauði o.s.frv. Óyggjandi býður mannlífið upp á tvo viðmiðunarpunkta, fæðinguna (getnaðinn) og dauðann. Tilgáta manna unr að eitthvað hljóti að vera hinu megin við hvern vegg, hvern endapunkt. virðist náskylt þeirri staðreynd. að ekki er hægt að segja allt í einu verki, og þeirri tregðu manna að viðurkenna það. Takmarkað efni rúmast í einni ævi. Var ég Jil áður en getnaðurinn fór fram? Verð ég áfram eftir dauðann - og í hvaða forrni? Allt sem ekki nær áþreifanleika formsins er hvorki vandamál né viðfangsefni listfagsins. Hugmyndir manna um hvað sé fyrir handan er hinsvegar viðfangset'ni listarinnar. Að rjúfa veggina hefur löngum verið ær og kýr hennar. og ekki síður listneyslunnar, þó ekki sé nema í gegnurn flug andans, eða deleríum hug- myndaflugsins. í bernsku er list samtvinnuð lífinu. þegar dauðinn nálgast eykst listþörf- in aftur. í rauninni er ekki þörf á fleiri orðum í þetta skipti. Nánast er verið að skapa á- kveðinn tón og um leið tengja listina, sköpun hennar og neyslu ákveðnum grunngild- unr, a.m.k. í umræðunni. Liggja þau í augum uppi? Þá er farnaður hennar undir því kominn, hversu háar kröfur við gerum. Smekkur, stíll, aðferð, tilgangur, hver, hvað t | S'' hversvegna. Hvert orð um sig er nægur kjarni í annað orða- knippi. En af hverju er verið að þessari umfjöllun um list? Af því að það er ekki nóg að láta verkin tala, nema því aðeins að við samþykkjum að við sköpum hljómgrunn og neytum eins verks mcð því að gera annað, sem auðvitað get- ur átt sér stað í sumum tilfell- um. En þá erum við raunar komin að endurspeglun hugs- unarinnar í tungumálinu. Hver er myndin af FINNGÁLKN- INU, eða er myndin í orðinu sjálfu? - Eða mismunandi mynd í hverjum huga sem les? Hannes Lárusson Skúli Halldórsson Sinfónían kveður að sinni ■ Á lokatónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í vetur, fimmtudaginn 17. maí, var fyrst frumflutt sinfónía eftir Skúla Halldórsson. Þetta er fyrsta sinfónía Skúla, sem nú stendur á sjötugu, en eins og kunnugt er hefur Skúli sanrið margt um dagana að öðru leyti. Svona eru menn mismun- andi, því Mózart samdi 41 sinfóníu á sínum 35 árum, Haydn 104 á sínum 77 árurn, en Beethoven að vísu aðeins 9 á 57 ára ævi og Brahms 4 á 64. Nú á dögum semur auðvitað enginn 104 sinfóníur, jafnvel þótt hann yrði 930 ára eins og Adam og hans fyrstu afkom- endur, og ekki einu sinni fjórar, því sinfónían ertæplega tónlistarform nútímans. Skúli skilur hins vegar mæta vel hvað nú gengur, því í gegnum sinfóníu hans gengur áleitinn og einfaldur taktur, hver hug- detta þróast skjótt og hverfur svo af sjónarsviðinu án frekari úrvinnslu - en í heild er sin- fónían einkar litrík og létt áheyrnar. Næst fluttu hljómsveitin og Jörg Demus frá Austurríki „Krýningarkonsert" Mózarts K. 537, sem svo er nefndur vegna þess að skáldið spilaði hann við krýningu Leópolds II í Frankfúrt haustið 1790, í von um að hagnast á því. Konsert- inn hafði samt verið saminn þremur árum áður, svo ekki flaggaði Mózart sínu fegursta, enda uppskar hann lítil laun. Jörg Demus er mjög víðfrægð- ur píanisti frá Austurríki, kannski einn af þeim 20 stóru, en mér fannst hann ekki gera þessum Mózart-konsert sér- stök skil. Spilamennskan var að sjálfsögðu fullkomin, skalarnir sléttir og hnökralausir, eins og píanistinn hefði 20 fingur á hvorri hendi, en yfir spila- mennskunni var fremur blær þess sem dregur kanínu upp úr hatti með tilheyrandi tilþrifum (en allir vita að hér er um alvörulaust grín að ræða), heldur en að verið væri að spila tónlist sem máli skipti. Langskemmtilegasta verkið var svo Fantasía Beethovens (óp. 80) fyrir píánó, kór, 6 einsöngvara og hljómsveit: Demus spilaði á píanóið, Ólöf Harðardóttir, Elísabet Eiríks- dóttir, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Sigurður Björnsson, Kristinn Sigmundsson og Kristinn Hallsson sungu sextett, og Söngsveitin Fíl- harmónía var kórinn. Tón- leikaskráin bendir á það að hér megi kenna tilhlaup til 9. sin- fóníunnar, og það leynist eng- um sem á hlýðir: þetta er „upp-poppuð" og stytt útgáfa af vinsælustu köflunum í 9. sinfóníunni. Allirskemmtusér stórvel, bæði flytjendur og áheyrendur, og Jacquillat var margfeldur í ólman sinni, enda á förum til Frakklands morg- uninn eftir. Beethoven er auðvitað mesti poppari í heimi, þegar hann vill þaðviðhafa,ogflutningur- inn var stórgóður - raunar sögðu þeir, sem höfðu heyrt verkið áður, og sumir oft (meira að segja tekið þátt í flutningi þess úti í löndum) - að þeir hefðu aldrei hcyrt það svona skemmtilegt. Enda var seinni parturinn endurtekinn í lokin. Með þessum tónleikum lauk vetrardagskrá Sinfóníuhljóm- sveitarinnar; hún mun hins vegar leika á Listahátíð, og er nú á ferðalagi um Norðurland. Sinfóníuhljómsveitin er, þrátt fyrir allt, kjölfesta tónlistarlífs í Reykjavík, og hefur líklega ekki verið öllu betri en hún er nú, einkum þó fyrri hluta vetrarins. 22.5. Sig.St. Hinn hreini tónn ■ Kunnáttumenn segja, að til þess að gera sig gildandi „í augum fólksins" (ég var að hlusta á stjórnmálamenn vora í sjónvarpinu, þar sem „fólkið" kom mjög við sögu), þurfi gagnrýnendur að finna að a.m.k. einu atriði - þannig sýni þeir að þeir séu með á nótunum og láti ekki bjóða sér hvað sem er. Og oft væri þetta svo sem næsta auðvelt. því fá mannanna- verk eru svo full- kornin að ekki megi á finna blett eða hrukku. En jafnvel þótt með logandi ljósi væri leitað að misfellu á Vortón- leikum Mótettukórs Hallgrímskirkju, sern haldnir voru í Kristskirkju sunnudag- inn 20. maí, rnundi slíkt ekki takast: þetta voru í stuttu máli frábærir tónleikar. Hörður Áskelsson er stofn- andi og stjórnandi Mótettu- kórs Hallgrímskirkju. sem er skipaður ungu og kunnáttu- sömu tónlistarfólki. Kórinn hefur afarfallegJiljóð og er hið fullkomnasta hljóðfæri í hönd- unt stjórnandans. Ýmis kór- verk voru flutt þarna, eftir Hassler (d. 1612), Kuhnau (d. 1722). Britten (d. 1976) J.S. Bach (d. 1750) og þrjár útsetn- ingar íslenskra laga eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Jón Nor- dal og Jón Hlöðver Áskelsson. Allt var þetta hvað öðru betra, eins og efni stóðu til, og sæt- róma stúlkur sungu einsöng í tveimur verkum. En ástæða er til að geta tveggja atriða: þýski baritónsöngvarinn Andreas Schmidt frá Berlín. flutti fjóræ kafla úr biblíuljóðum Dvoráks, við orgelundirleik Martins H. Friðrikssonar, og kórinn flutti Jesu, meine Fre- ude eftir Bach. Um Schmidt segir m.a. í fréttatilkynningu um tónleikana: „Baritónsöng- varinn Andreas Schmidt frá Þýskalandi verður sérstakur gestur tónleikanna. Hann er 23 ára og hefur öðlast mjög skjótan frama í heimalandi sínu. AndreasSchmidternem- andi Fischer Diskau og er hann nú kominn með fastan samning við óperuna í Berlín og hefur unnið til margra verðlauna." En á tónleikum Jörg Demus í Austurbæjarbíói kynnti Dem- us hinn unga Schmidt, sem var meöal áheyrenda, sem einn efnilegasta söngvara Þýska- lands. Og sannarlega söng hann fallega; það er ævintýra- Mótettukór Hallgrímskirkju legt að geta farið upp í Krists- kirkju og heyrt slíkan söng. Söngskrá tónleikanna var hin myndarlegasta, og þýðing- ar allra texta prentaðar, ásamt með frummálstextum margra verka og fræðandi köflum um verkin eftir stjórnandann. Sig- urbjörn Einarsson biskup átti frumkvæði að því að þýða Jesu, meine Freude á íslensku, og undir þýðingunum stendur ýmist S.E. eða H.P., t.d. þeirri, sem hefst þannig: Þótt mig þjaki nauöir, þótt mig hreki dauði, þótt mig brenni bál,... Flestum dettur að sjálfsögðu .Hallgrímur Pctursson í hug, þegar slíkur kveðskapur er undirritaður H.P., líkt og „Matthías . sálmaskáld" var áöur talinn vera Matthias Joc- humsson utan tvívl, áður en hinn Matthías J. haslaði sér völl í ljóðvitund þjóðarinnar, en hér var raunar annar þýð- andi, Heimir Pálsson mennta- skólakennari. Var ekki annað að heyra en að þýðing þeirra Sigurbjörns og Heinris hefði tekist hið besta í alla staði og væri sönghæf vel, enda segir svo í skránni: „Margramánaða æfingar á þessari stórfenglegu mótettu á móðurmáli okkar hafa sannfært okkur um ágæti þýðingarinnar." Það er sómi að starfi sem þessu, og mótett- an prýðilega flutt og Bach mjög sæmandi. Sigurður Steinþórsson

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.