NT - 24.05.1984, Blaðsíða 10

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 10
lír Fimmtudagur 24. maí 1984 Vettvangur Athugasemdir vegna frétta af nýlegri stöðuveitingu við Heimspekideild: Afstaða deildarinnar ber vottum góðan vilja og vönduð vinnubrögð - eftir dr. Sveinbjörn Rafnsson, varaforseta Heimspekideildar ¦ I tilcfni af fréttaflutningi í NT 18. maíog DV 19. maí'sl. varðandi nýlega stöðuveitingu við heimspekideild Háskóla Is- lands er eftirfarandi komið á framfæri. Við heimspekideild Háskóla íslands eru nú innritaðir milli átta og níu hundruð stúdentar. Kennarar við deildina, bæði fastráðnir kennarar og laus- ráðnir stundakennarar, skipta tugum. Kennslu-ogrannsókna- greinar deildarinnar eru marg- víslegar. Gamalgrónar eru greinar þær sem tengjast sér- staklega íslenskri menningu og þjóðlegri arfleifð, þ.e. mál- fræði, bókmenntirogsaga. Auk þeirra eiga greinar af meiði almennrar vesturlanda- menningar þar aðsetur, svo sem almenn málvísindi, bókmennta- fræði, sagnfræöi og heimspeki! Þá eru þar kennd erlend tungu- mál, enska, Norðurlandamál, franska, þýska, spænska og rússneska. Efling og skipulag deildarinn- ar er viðurhlutamikil þar sem Ijóst er að henni er ætlað að gegna mjög mikilvægu hlutverki í menningar- og menntamálum þjóðarinnar. Þess vegna cru reglur settar um starfsemi henn- ar bæði í lögum og reglugerðum af yfirvöldum landsins og dcild- inni sjálfri og stjórnarstofnun- ¦ Dr. Sveinbjörn Rafnsson, varaforseti Heimspekideildar. um hennar. Æðsti ákvörðunar- aðili innan deildar cr deildar- fundur sem dcildarforseti stýrir. Þar ciga nú sæti nær fimmtíu manns, allir fastráðnir kennarar við deildina auk fulltrúa stú- denta. Ekki fæst heimild til að ráða vel menntað ffólk Það er Ijóst að bæði kcnnarar og ncmendur hinna ýmsu kcnnslugreina eru mismargir. Vandi deildarinnar hefur á undanförnum árum vcrið hinn sami og raunar alls háskólans, húsnæðis- og fjárskortur hefur þrengt að henni svo ckki hcfur vcrið unnt að vcita jafn góða kcnnslu og æskilegt hefði verið í vaxandi skóla. auk þcss hafa rannsóknir og rannsóknaað- staða við deildina orðið hörmu- lega út undan. Tii þessaðstunda kennslu og rannsóknir á háskólastigi verður að fást vel menntað og hæft fólk til starfa. Hér er deildinni einnig stakkur sniðinn, með auknum nemenda- fjölda aukast kröfur um nýjar námsgreinar og oft er- vandfundið fólk í okkar litla samfclagi ,sem stundað getur kennslu og rannsóknir á háskólastigi í nýjum grcinum við deildina. Deildin hefur þó sett sér ákveðnar reglur um fastráðn- ingu lektora með tilteknum kröfum u'm próf og rannsóknir og eru þær hliðstæöar glldandi reglum í háskólum í menningar- löndum. Við lausráðningu stundakennara eru hins vegar ekki gerðar eins miklar kröfur. Nú cr kennsla við ýmsar greinar deildarinnar að miklu leyti í höndum stundakennara og er það vissulega áhyggjuefni, þótt stjórnvöld virðist stundum skeyta lítt um þá óheillaþróun. Það er bæði skortur á vel mennt- uðu fólki og skortur á stöðu- heimildum sem veldur hinu svo kallaða „stundakennslufargani" við deildina. Kannski eru launa- kjörin ekki lokkandi. I sumum greinum virðist ekki fást vel menntað fólk til starfa, í öörum greinum er hins vegar til vel menntað fólk, scm ekki fæst heimild til.að ráða. Meðal nýrra greina sem heim- spekideild hefur reynt að koma á laggirnar á undanförnum árum er spænska. Nauðsyn hef- ur þótt bcra til að kennsla væri í þessari miklu menningartungu við Háskóla Islands. Rangfærsl- ur og villandi upplýsingar hafa því miður komið fram um það mál í dagblöðum að undan- förnu. Mun ég því gera stutta grein fyrir athöfnum deildarinn- ar varðandi það mál og þá sérstaklega hvað varðar Þórð Örn Sigurðsson. Styðst ég eink- um við bréf Höskulds Þráins- sonar fyrrverandi varaforseta deildarinnar til menntamálaráð- herra hinn 30. júní 1982, svo og önnur gögn deildarinnar. Þórður hlaut ekki ótvíræðan hæfnisdóm Þórður Örn Sigurðssoh hefur kennt spænsku við háskólann í sex ár. Fyrsta árið mun hann hafa verið stundakennari. Þá sótti hann um lektorsstöðu í rómönskum málum. Við deild- ina hafði staríað dósent í frönsku, sem látið hafði af VINNUVÉLALEIGA HVERAGERÐI Tökum að okkur hvers konar verkefni. Höfum beltavél, hjólavél, traktorsgröfu 4x4 og vörubíl. Útvegum grús, sand, hraun og gróðurmold. Tímavinna eða föst tilboð. Leigjum einnig út (án manns) traktor, jarðvegsþjöppu og háþrýsti-þvottatæki. Hringiö ísima 99-4166 (vinnusími) eða 99-4180 (heimasími). Umfjöllun NT um hina umdeildu stöðuveitingu við háskólann. um málum eins og verið hefði og að dósentsstaða í frönsku yrði auglýst laus til umsóknar. störfum, og var ákveðið að nýta fjárveitinguna iil dósentsstöð- unnar til þess að kosta lektor í rómönskum málum. Þórðurvar þá (1979) eini umsækjandinn um lektorsstöðuna en hlaut ekki ótvíræðan hæfnisdóm. í álits- gerð dómnefndarinnar sem þá var skipuð segir: „Rit hefur umsækjandi ekki lagt fram nema fjölritað kennsluefni í latínu, sem er nánast ófullgert uppkast." Dómnefndin taldi hins vegar að Þórður hefði vegna menntunar sinnar og fyrri starfa „nægilega fræðilega undirstöðu til að gegna kennslu (leturbr. hér) í spænsku til B.A.-prófs". Það ber væntan- lega að skilja svo að nefndin hafi talið umsækjanda hæfan til að gegna áfram svipuðu starfi og hann hafði haft með höndum sem stundakennari - þ.e. til að kenna spænsku þótt hann hefði ekki sannað með framlögðum fræðiritum eða greinum hæfni sína til að annast þann þátt lektorsstarfs sem lýtur að rann- sóknum eða fræðimennsku. Heimspekideild samþykkti þá á deildarfundi að umsækjandi fullnægði ekki þeim kröfum sem gera verður til lektorsefna. Þeg- ar starfið var auglýst að nýju árið 1980 var Þórður enn eini umsækjandinn. Þá var ekki skipuð ný dómnefnd þannig að í það skipti fékk Þórður ekki heldur hæfnisdóm til lektors- starfs, enda mun hann þá ekki hafa lagt fram nein frekari gögn eða rit. Það gerði hann ekki heldur árið 1982 þegar málið var enn tekið upp við deildina. Þá samþykkti deildin á fundi 11. júní 1982 að mæla með því við ráðuneytið að lektorsstaða í rómönskum málum með sér- stöku tilliti til spænsku yrði ekki veitt að sinni en auglýst aftur þegar tímabært þætti. Jafnframt samþykkti deildin að óska eftir því að fjárveitingum til dósents- stöðu í frönsku yrði ekki ráð- stafað til lektorsstöðu í rómönsk- ^ MF Masscy Fergu&on MF200 og 600 - Vandaður búnaður- hagstættverð Enn á ný kemur MF með endurbættar vélar. Nýju 200 og 600 línurnar hafa vakið verðskuld- aða athygli fyrir góðan búnað og vandaðan frágang. • Til á lager. Ýmsar stærðir frá 47 til 93 h.p. með eða án framdrifs. Hafið samband. MF vélar sem staðist hafa ströngustu kröfur í áratugi. Kaupfélögin og Suðurlandsbraut 32. Simi 86500. Kæmi miklu betur að fá enn tækifæri til að auka hæf ni sína Viðbrögð ráðuneytisins urðu á annan veg en deildin hafði óskað eftir. Þórður Örn Sig- urðsson var settur lektor í róm- önskum málum áfram til tveggja ára frá 1. ágúst 1982 að telja og ráðuneytið lýsti því yfir að það mundi að svo komnu ekki aug- lýsa dósentsstöðu í frönsku. Skömmu fyrir áramót sl. var Aitor de Yraola ráðinn sendi- kennari í spænsku við deildina með tilstyrk spænskra stjórn- valda og má þá segja að tryggur grundvöllur hafi fengist fyrir kennslu í spænsku við háskól- ann. Á deildarfundi 23. mars sl. var ítrekuð ósk deildarinnar um að dósentsstaða í frönsku yrði auglýst laus til umsóknar hið fyrsta í samræmi við fyrri sam- þykktir. Setning Þórðar Arnar Sigurðssonar í lektorsstöðu í rómönskum málum rynni út 1. ágúst nk. en fjárveitingu til dósentsstöðu í frönsku hefði undanfarin ár verið varið til þess að launa það starf. Jafn- framt lagði deildin áherslu á það að hún teldi stjórnvöldum skylt að tryggja að ekki félli niður fjárveiting til lektorsstöðu í spænsku sem full þörf væri á. Viðbrögð ráðuneytisins urðu 6. apríl sl. að skipa Þórð Örn Sigurðsson lektor í rómönskum málum með sérstöku tilliti til spænsku frá 1. ágúst 1984 að telja. Að lokum skal tekið fram að fullljóst er að mál af þessu tagi geta verið viðkvæm og valdið vonbrigðum. En heimspeki- deild var ekki að leggja neinn dóm á störf Þórðar Arnar Sig- urðssonar sem kennara í spænsku með samþykktum sínum. Hún varaðeinsaðleggja áherslu á að ekki væri rétt að skipa Þórð Örn Sigurðsson í stöðuna aðsvo komnu. Ástæður þess eru raktar hér á undan. Það var einnig að mönnum fannst sem það hlyti að vera illbærilegt fyrir Þórð Örn Sig- urðsson, ekki síður en aðra heimspekideildarmenn, ef hann yrði skipaður í lektorsstöðuna án þess að hafa fengið ótvíræð- an hæfnisdóm til þess og þvert gegn vilja deildarmanna. Hon- um kæmi miklu betur að fá enn tækifæri til að auka hæfni sína og sækja síðan um þessa stöðu að nýju og fá þá umfjöllun dómnefndar, ásamt öðrum um- sækjendum ef einhverjir yrðu. Tel ég að afstaða þessi beri deildinni vitni um góðan vilja og vönduð vinnubrögð við hið mikilvæga verkefni sem henni er falið. Sveinbjörn Rafnsson varaforseti heimspekideildar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.