NT - 24.05.1984, Blaðsíða 11

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 11
I Fimmtudagur 24. maí 1984 11 Svarthol í Tjarnarbæ Stúdentaleikhúsið: Oxtor í svartholi. Oxsmá sýnir. Sýnt í Tjarnarbæ. ¦ Tarna var skrýtin sýning! Eg vissi svo sem ekkert hvað á seyði var þegar mér var boðið á sýningu Stúdentaleikhússins og „listframleiðslufyrirtækisins Oxsmá". Þegar á vettvang var komið sögðu einhverjir að þetta væri líklega ekki fyrir mig held- ur tónlistar- og myndlistargagn- rýnanda. Ekki lét ég það aftra mér, og má varla mtnna vera en ég segi dálítið frá kvöldinu, en ég komst ekki á frumsýningu heldur fór á aðra sýningu á föstudagskvöld. . Anddyri Tjarnarbæjar var ferðaskrifstofa þegar að var komið: fólk við ritvélar, túrista- bæklingar á borðum, og farmið- ar seldir. Við kaup á þeim þarf gesturinn, að svara ýmsum spurningum, svo sem um hára- og augnalit og hvort hann noti varalit; einnig hverjar séu árs- tckjurnar. Látum svo vera. Að miðanum fengnum er vísað inn í flugstöð. þ.e. port utan við Tjarnarbæ, og þaðan er lagt upp í ferðina því þetta er ferð með einhvers konar flugvél sem reyndar er búin til úr þessu gamla húsi. Á farmiðanum stendur: „Svarthol er afskekkt og það er ekki fyrir hvern sem er að nálgast það. Ferðin er hættuleg og þér farið upp á eigin ábyrgð." Uppi taka sem sé við rangalar miklir, þröngir gangar og renni- brautir, líkast draugahúsi í Tívolí en loks kemst gesturinn inn í salinn. í blindandi ljós- geisla og við manni taka hálf- naktar og ótótlegar mannverur sem vísa til sætis. Og sýningin hefst. undir ærandi hávaða. Satt að segja átti cg ekki auðvelt með að átta mig á þessari sýningu, og ekki auð- velda aðstandendur manni það því „leikskráin'" þ.e. farmiðinn. veitir engar upplýsingar. Aðeins er þar að finna upptalningu á miklum fjölda íólks sem að sýningunni stendur. því að hér er um mikið fyrirtæki að ræða, sem hefur kostað að umturna þurfti öllu í Tjarnarbæ. Upp- ákomu af þessu tagi hef ég ckki séð hér á landi fyrr. En í Kaupmannahöfn í fyrrasumar fór ég á mjög eftirminnilega sýningu í afiögðu verksmiðju- hverfi á Amager, þar sem svið- sett var verk byggt á sögu pólsks sautjándu aldar höíundar. Völundarhús heimsins og para- dís hjartans. Það varáhrifamikil leikhúsreynsla sem cg reyndi áð lýsa í blaðagrein. Þessi sýning í Tjarnarbæ cr dálítiö svipuð þótt allt sc miklu smærra í sniðum. En auk umfangsins skilur aiiiíað á milli: Sýningih í Kaup- mannahöfn. scm leikarar úr ýmsum löndum stóðu að sam- ciginlcga. byggði á heildstæðu vcrki: hún varföst ídramatískri uppbyggingu sinni. 1 svartholi Tjarnarbæjar var engu slíku til að dreifa. Sýningin var bara uppakpma án þcss að séð yrði að þeir scm að henni stóðu hefðu lagt það niður t'yrir scr hvað þeir ætluðu að sýna. Stílbrotið virðist hugsjónin að baki sýningunni. Hér er brugðið upp glansveröld skemmtiiðnaö- arins, skrautklæddir söngvarar í sviðsljósum: bcint ofan í það kemur fólk inn á sviöið líkt og í dýrahömum eða aftan úr stein- öid, æpandi og rýtandi. og ræðst hvert á annaö. Þetta snýst svo upp í klúrt klámatriði þar scm kvenmcnn tvcir riðlast hvor á öörum. Mcðan þessu fcr fram cr hávaöi ærandi og hin afkára- legu tötramenni scm munu vera geimvcrur ráfa um salinn og ætla stundum ofan í áhorfcndur. Að sýningaratriðum loknum cndar þetta með miklum hávaða og Ijósagangi, eins og farkostur- inn - ef þetta er þá flugvél - sé að tortímast. ¦ „Mér fannst sýningin ekki „sjokker- andi" en sumpart óþægileg vegna hávaða, sumpart klúr og smekklítil", segir Gunnar Stefánsson. Hér má sjá nokkra aðstandenda sýningarinnar OXMA NT-mynd: Árni Sæberg Sem fyrr sagði kemur mikill i'jöldi fólks við sögu í sýningunni og í hana er mikið lagt. Vissu- lega var hún skemmtilcga sérstæð: það ercinmitt tilrauna- starfsemi af þessu tagi sem gerir lcikhúslífið oft skcmmtilcgt. Ekki við öðru að búast cn slíkt kæmi frá Stúdentalcikhúsinu sem hefur verið með hið fersk- asta í leiklist höfuðborgarinnar nú um sinn. Hins vegar finnst mér aðfinnsluvert aö leggja slíka vinnu í verk sem er jafnlít- ið útfært og hugsað og mér virtist þcssi sýning í Svarthol- inu. Nema það sé fjarstæða nútímans scm hcr cr verið að brcgöa upp, með nokkuð svo uppskakandi hætti. Að vísu ekki nógu ahrifaríkum. Mér fannst sýningin ckki „sjokker- andi". en sumpart óþægileg vegna hávaða, sumpart klúr og smckklítil. En auk þess var hér að finna nokkra hugkvæmni og fagmannlcga gerningasmíð sem vafalaust á eftir að bcra góðan ávöxt þótt síðar verði. Gunnar Stefánsson Minningarkonsert ¦ Á laugardaginn var mönnum gert að velja milli píanóleika Jörgs Demus hjá Tónlistarfélaginu og minningarkonserts um Dorriét Kavanna í Háskólabíói. Ég valdi síðari kostinn, vegna þess að Dor- riét Kavanna varð með sínum stutta ferli meðal eftirminnilegustu söngkvenna, sem hér hafa sungið, og vegna þess að við fylgdumst með henni allt frá hennar fyrstu tónleikum í Gamla bíói 1980 til síðustu tónleika hennar hjá Tónlistarfé- laginu í nóvember 1983 - þá átti hún rúman mánuðólifaðan. Auk þess virtist Mózart-konsertinn á Sinfóníuhljómleik- unum ekki benda til þess að Jörg Demus mundi verða sérlega áhugaverður. (Seinna frétti ég, að honum hefði ekki tekist upp að ráði fyrr en í lokin. þegar hann stóð fyrir uppákomu og kallaði Andreas Schmidt, þýskan baritónsöng- vara sem var meðal tónleikagesta, upp á sviðið, og fluttu þeir Schubert-söngiög saman. Var þá sem álagahamur félli af Demus). Á minningarhljómleikunum sungu þau Kristján Jóhannsson og ítalska sópran- söngkonan Antonella Pianezzola ýmsar einsöngs- og tvísöngsaríur úr óperum. Kristinn Sigmundsson hafði ætlað að syngja líka, en forfallaðist. Undirleikari var Maurizio Barbacini, hinn fjölhæfi vinur Kristjáns sem er víst allt í senn píanisti, söngvari og hljómsveitarstjóri. Háskólabíó var troðfullt. þótt miðarnir kostuðu 400 kr., enda verið að styrkja stofnun minningarsjóðs Dorriét Kavanna sem á að stuðla að menntun efnilegra íslenskra söngvara erlendis. Sem virðist hið þarfasta málefni. Um tónleikana skal það eitt sagt, að Antonella Pianezzola er mjög glæsileg söngkona, sem syngur bæði fallega og af mikilli kunnáttu, og Kristján er í stöðugri framför. Það segja menn að sé ekki síst að þakka hinni gáfuðu Dorriét Kavanna, sem „kunni að vinna", þekkti mátt lær- dóms og kunnáttu í listinni. Kristján er hættur að belja og misbjóða rödd sinni; hann hefur alla burði til að verða mikilí söngvari, haldi hann áfram því starfi sem hann hóf fyrir áhrif konu sinnar, Dorriét Kavanna. Þetta voru því góðir tónleikar, hvernig sem á var litið. 22.5. Sigurður Steinþórsson. WILD heydreifikerfi í hlöður. Kynnið ykkur umsögn notenda! WILD heyblásarar mikil afköst - hey og vothey með eða án söxunar! Wild súg þurrkunarblásarar margar stærðir! Fyrirliggjandi til afgreiðslu strax Kaupf élögin og SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SÍMI 86500 •

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.