NT - 24.05.1984, Side 12

NT - 24.05.1984, Side 12
Fimmtudagur 24. maí 1984 1 2 Vettvangur Garðar Sigurðsson, alþingismaður: ■ Þyrlunefndin margfræga í Aberdeen að skoða þær þyrlur sem þar eru í notkun. ■ ...„Það sem á að gera er að selja Fokkerinn, sem nú fæst ágætis verð fyrir og kaupa minni vél.“ Bull í þingmönnum - Tveim Flauta-þyrlum svarað ■ Benóný nefnist maður og er Ásgrímsson. Hann senciir mér stóryrta og stórbokkalega kveðju í DV 28. apríl síðastlið- inn. Helstu einkenni þessarar sendingar voru fullyrðingar af ýmsu tæi, sem eru í besta falli útúrsnúningur og í versta falli lygi. Auk þess er um að tefla staðhæfingu, sem annað hvort er byggð á botnlausri vanþekk- ingu, sem varla er líklegt, eða sett fram í þeim tilgangi, að gera orð mín tortryggileg og til þess að blekkja almenning. Ég verð að segja það, að það er ekki traustvekjandi flugmaður í ábyrgðarstöðu, sem snýr út úr, lýgur og fer vægast sagt ógætilega með staðreyndir. Það er hins vegar ákaflega bjartsýnn flugmaður, sem reynir að gera mig að ósann- indamanni. Það er nefnilega vonlaust verk. Orðum mínum er treyst. Ég nefndi það í minni stuttu umræddu ræðu í þinginu, að Þórður Ingvi Guðmundsson formaður þyrlukaupanefndar Gæslunnar hefði lítið eð" ekkert vit á flugi. Hann hefui það ekki, enda ekkert skyldug- ur til þess. I umræddri nefnd er enginn sérfræðingur um þyrlur, t.d. er Þorsteinn Þor- steinsson, ágætur maður, ekki sérfróður um þyrlur, þótt flug- vélaverkfræðingur sé, og aðrir nefndarmenn, með allmikla reynslu í þyrluflugi og því- umlíku, verða ekki sérfróðir af því. Tækniþekking í þessum efnum er hins vegar til, þar sem menn hafa mikla reynslu í þessum efnum, og þá þekkingu má nálgast ef þörf er talin til þess. Ég nefndi einnig, að sú vél, sem nefndin lagði til að keypt yrði, væri ný týpa, sem lítið hefði verið flogið. Ég nefndi, að þær vélar af þessari gerð, sem menn skoðuðu í kunnri Aber- deenferð, (þar var ég ekki, þrátt fyrir boð til þess) Itefðu þá aðeins flogið í 80-100 tíma, þessi tala er ekki nákvæm, en aðalmálið er, að þær höfðu stiittan flugtíma. Þegar ég talaði unt stuttan flugtíma tveggja véla, þá kem- ur Benóný með allt öðruvísi tölu, 150 þúsund tíma. En hvaða tala er það? Það er sameiginlegur flugtími allra Dauphin véla til samans frá upphafi. Dauphin þyrla af ■ Garðar Sigurðsson, alþingismaður. tveim gerðum, SA. 365 C, sem er fyrri gerðin og SA. 365 N Dauphin 2, sem er síðari gerðin, sem er í mjög mörgum atriðum frábrugðin hinni fyrri. Upplýsingar um það eru til og liggja fyrir. Síðari gerðinni hef- ■ „Jón Helgason fjárbóndi í Kirkjubæjarhreppi og ráð- herra gæsluflugsins sagðist í ræðu sinni treysta því að nefnd gæslunnar veldi í flugvélamál- unum hagkvæmasta og besta kostinn. Þetta leyfi ég mér að efast um, og vitnaði til fyrri reynslu.“ ur verið flogið miklu minna en hinni fyrri. Dylgjur Benónýs um óeðli- legar hvatir eru skítkast og afsprengi spillts hugarfars, og ekki svara verðar. Barnaleg, kannski fremur bjánaleg full- yrðing Benónýs um áhugaleysi mitt á flugmálum gæslunnar, ber einungis vitni um eðlilegt þekkingarleysi. Það er góður siður að hugsa fyrst og tala svo. Þáttur Ásgríms S. Björnssonar Málfrelsi er mikilvægt, meira að segja svo mikilvægt. Guðmundur G. Þórarinsson: - > Mútur frá Alusuisse og ábyrgð blaðamanna ■ Ég verð að játa, að mér varð hverft við er ég fletti NT á mánudaginn. Við mér blasti fyrirsögnin: „Mútur frá Alus- uisse?“ á fjórðu síðu og mynd af dr. Jóhannesi Nordal. Það eru líklega engin takmörk fyrir því, hvað menn geta látið sér detta í hug. Ég hef um árabil orðið vitni að svæsnum árásum á dr. Jó- liánnes Nordal í blöðum, aðal- lega auðvitað í Þjóðviljánum, og oft hafa mér þá komið í hug vísuorð Bjarna: Ekki er hollt að hafa ból hefðar uppi á jökultindi, af því þar er ekkert skjól uppi fyrir frosti, snjó né vindi. Én einhvern veginn varð mér meira um að sjá aðdrótt- anir sem þessa í „mínu blaði“. Ég hefi nú í um það bil ár startað með Jóhannesi að samningum við Alusuisse og reyndar fleiri aðila og í tilefni þessara skrifa í „mínu blaði“ þykir mér rétt að einhver sent til þekkir opni munninn. Ég held að ég þekki þarna betur til en sumir aðrir. Samningarnir við Alusuisse Síðan í júní 1983 hefur Jó- hannes stýrt samningum við Alusuisse af Islendinga hálfu. Árangur hcfur orðið veru- legur. Raforkuverðið til ISAL hækkaði um nær 20% 1. júlí 1983 eða rétt við byrjun við- ræðna og síðan um 50% í september 1983. Þessi hækkun færir Lands- virkjun um 10 milljónir króna á mánuði síðan og veldur stór- bættum hag fyrirtækisins. Jafnframt var undirritað samkomulag um að ræða frek- ari hækkun orkuverðsins. Þær viðræður standa nú yfir og vonandi færa þær okkur enn frekari hækkun. Hlutur Jóhannesar Nordal cr stór í þcssum viöræðunt og þessuni árangri. Þar kemur margt til. Jó- hannes býr yfir óvenjulega yfirgripsmikilli þekkingu á sviði alþjóðlegra efnahagsmála og orkumála. Vald hans á viðfangsefninu vekur virðingu þeirra sent við er rætt. Hann er ákaflega fljótur að átta sig á óvæntum málsatvikum og hef- ur mikla hæfileika til að greina aðalatriðin í þungum mála- flækjum, að greina kjarnann frá hisminu. Hann er varfær- inn, vandvirkur og vandaður og vekur því traust viðsemj- enda. í viðræðunum teflir Alus- uisse fram hæfustu mönnurn. sent eru doktorar í lögfræði og verkfræði og hafa auk þess helgað líf sitt áratugum saman álframleiðslu, sölu- og mark- aðsntálum. Þrátt fyrir það hefur Jóhann- es haldið þannig á málstað'' íslendinga að utanaðkomandi mönnum, sem áheyrendur væru að viðræðunum gætu virst eins Ijóst að Itann hefði aldrei gert annað á starfsamri ævi en að fást við hinar ýmsu hliðar álviðskiptanna. Óneitanlega er íslendingum óskaplegur styrkur að eiga slíkan málsvara í viðskiptum við erlenda aðila. Ég sé í fljótu bragði engan sem skilaði þessu hlutverki betur. Það er engin tilviljun að dr. Jóhannes Nordal er þekktur víða um heim og fyrir honum borin virðing. Það er auðvitað ekkert nýtt að íslendingar reyni að gera lítið úr sínum bestu mönnum. Alþýðubandalagið og Þjóð- viljinn hafa þá baráttuaðferð að búa til óvini handa fólkinu til þess að beina athyglinni frá sjálfum sér. Þegar fer að nálg- ast kosningar ráðast þessir að- ilar á kaupmenn og heildsala og ýmsa slíka og allur vandi þjóðarbúsins stafar þá frá þeim. Þegar mest liggur við er ráðist á Seðlabankann og Jó- hannes. Ég hafði gert mér vonir um að þjóðin væri farin að sjá í gegnum þetta. enda þessi baráttuaðferð þekkt í gegnunt söguna. En þegar „mitt blað“ sveigir inn á sömu línu verður mér liverft við. Ábyrgð blaðamanna Til þess að selja dagblöðin í harðri samkeppni grípa menn til óyndisúrræða. Gamalt mál- tæki segir: „Eyrun fýsir allt aö heyra." Slegið er frant ótrúlegustu hlutum um nafngreinda ein- staklinga, fyrirsögn höfð stór með mynd af manninum. í greininni sjálfri er síðan sagt að höfundur taki enga ábyrgð á því sem sagt sé, hann hafi þetta eftir einhverjum öðrum eða almannarómi. Ekki sé lagður dómur á sannleiksgildi fregnarinnar, en hins vegar sé hér um mjög alvarlegt mál að ræða. Er unnt að rægja menn og ■ Guðmundur G. Þórarinsson. ófrægja á öllu lipurlegri og óábyr.gari hátt? Síðan er allt kórónað með því að höfundur ritar undir dulnefni, því auðvitað vill hann sjálfur ekki vera bendlað- ur við málið. Það er mikið rætt um ábyrgð stjórnmálamanna ogembættis- ntanna. En hver er ábyrgð blaðamanna? Hvílir engin ábyrgð á þeim gagnvart lesend- um eða þeim gem þeir skrifa um? í hinni frægu heimsósóma- ræðu sinni fyrir nokkrum árum sagði nóbelsskáldið Solzhenit- syn um fjölmiðla: „Sökum þess að veita þarf skjótar og trúverðugar upplýs- ingar, er nauðsynlegt að fylla í eyðurnar með getgátum, lausafregn eða átyllu. Aldrei kemur til þess að þetta sé leiðrétt, þvert á móti greipir það sig í minni lesandans. Hversu oft eru ekki gerræðis- legar, ótímabærar, yfirborðs- legar og villandi fullyrðingar settar fram hvem einstakan dag, sem rugla lesendur í ríminu, án þess að nokkurn tíma sé bætt um?“ Og síðar segir Solzhenitsyn: „I þeim búningi, sem þeir eru nú, eru fjölmiðlar engu síður orðnir æðsta vald á Vest- urlöndum, öflugri en löggjaf- arsamkundan, framkvæmda- vald eða dómsvald. Því er eðlilegt að varpa fram spurn- ingunni: Samkvæmt hvaða lögum hafa þeir verið kosnir og gagnvart hverjum eru þeir ábyrgir? I kommúnistaríkjun- um er blaðamaður skipaður eins og hver annar embættis- maður. Hver hefur lagt vest- rænum blaðamönnum vald þeirra í hendur, hve lengi og hvaða undirbúnings er af þeim krafist?“ Þessi orð eru enn þess virði að þau séu íhuguð. Ér ábyrgð blaðamanns engin þegar hann flytur, rangtúlkar, ýjar að eða gefur í skyn? Ég gæti sagt með sama rétti og þessi greinarhöfundur- eitthvað á þessa leið: Þrálátur orðrómur er uppi um allt land um að í blaða- mannastétt hafi safnast hópur menntamanna, sem hvergi fá vinnu, ekkert geta gert, eru til einskis hæfir og enginn vill hafa í vinnu. Þessir menn hafa hins vegar gerst blaðamenn vegna þess að til þess þarf enga menntun, engin skilyrði að uppfylla og þar bera menn enga ábyrgð á neinu, sem þeir gera, en geta fullnægt lægstu hvötum sínurn með því að leggja nafntogaða einstaklinga og marga bestu syni landsins í einelti með upplcgnum kjaftasögum. Auðvitað tek ég fram að ég legg ekki dóm á sannleiksgildi þessa orðróms, en játa hins vegar að hér er um svo alvar- legt mál að ræða að blaða- mannastéttin hlýtur að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fáein orð um orku- verðið Spurt er hví orkuverð á Islandi sé svo hátt. - Islending- ,ar, sem eiga svo hagkvæmar orkulindir. Skýringar eru margar, en ég ætla að nefna eina. íslendingar eru fámenn þjóð í stóru landi. tslendingar eru rúmlega 230.000 eða eins og eitt úthverfi í Kaupmanna- höfn. ísland er hins vegar tvisvar og hálfu sinni stærra en Danmörk. Þessi litla þjóð er dreifð um þetta stóra land. Gífurlegar línubyggingar og dreifikerfi, tugi og hundruð kílómetra, oft til örfárra kaup- enda eru mjög dýr. Vatnsföll- in er hagkvæmt að virkja, en vegalengdirnar sem flytja þarf orkuna eru gífurlegar hringinn í kringum landið. Ég hitti nokkra Þjóðverja í laugunum um daginn. Ég ákvað að æfa mig svolítið í þýsku og tók þá tali. þeir höfðu ferðast um landið í hálfan mánuð. Ég spurði þá hvernig þeim litist á.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.