NT - 24.05.1984, Blaðsíða 14

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 24. maí 1984 14 Texti: Árni Daníel Júlíusson. blaðamaður „Er eins og rjúpna- l stof ninn, það koma árvissar sveiflur" ¦ „Ég keypti mér tveggja herbergja íbúð á tveggja ára tekjum þegar var í Svanfríði. Þá spiluðum við 280 sinnum eittárið." Þetta segir Pétur Kristjáns- son, áður poppari og nú for- stjóri hjá Steinum h/f um gull- öldina í popptónlist íslend- inga. Menn greinir á um hvort petta var gullðld í tónlistar- legu tilliti, en örugglega var petta fjárhagsleg gullðld ís- lenskra poppara. A pessum tíma störfuðu margar hljóm- sveitir sem höfðu ágætis tekj- ur af spilamennskunni, Nátt- úra, Trúbrot, Mánar og Svan- fríður, en nú eru þær örfáar. Líklega eru það ekki nema tvær hljómsveitir, Egó og Stuðmenn sem lifað geta af spilamennskunni, og það með fremur knoppum íaunum. Plötusalan hefur einnig minnkað. Árið 1976 seldist söluhæsta platan, Vísnabókin með Björgvín Halldórssyni og Gunnari Þórðarsyni í 20.000 eintökum. Síðan fer sala á söluhæstu plötu stöðugt minnkandi, er 15.000 eintök 1977, 11.000-12.000 eintök 1979, og 1982 er salan komin niður í 6.000 eintök á sölu- hæstu plötu, sem var Egó-plat- an Breyttir tímar. í kringum 1977 var heildarplötusala í landinu nærri 400.000 eintök, en núna er hún í kring um 170.000 eintök. Um vorið 1980 varð spreng- ing í íslensku tónlistarlífi. Þá fóru Utangarðsmenn af stað með miklum látum og drógu með sér fjölda hljómsveita. Ári síðar, í apríl 1981 voru haldnir nokkrir tónleikar á Hótel Borg sem mönnum þótti sanna að íslenska nýbylgjan væri komin til að vera. Þar komu fram hljómsveitir eins og Purrkur Pillnikk, Bara- flokkurinn, Q4U og Tauga- deildin. Nú, þremur árum síðar lifir fátt eitt af þessari bylgju. Bubbi er farinn til Am- eríku og hættur í Egó, Bara- Flokkurinn náði aldrei al- mennum vinsældum og hinar hljómsveitirnar hættar að mestu. Greinilegt er að ný- bylgjan er dauð. Lægð yfir tónlistarlífinu Þessi þrjú atriði, minnkandi tekjumöguleikar, minnkandi plötusala og hrun nýbylgjunn- ar gera það að verkum að hægt er að tala um lægð, jafnvel kreppu í íslenskri popptónlist. Fyrri tvö atriðin eru langtíma- þróun, sem hlýtur að hafa áhrif á þriðja atriðið, að ekki skuli vinnast úr mikilli ný- sköpun sem verður í tónlistar- lífinu og sem lengi hafði verið beðið eftir. „Neyslan, tómstundaneysla fólks fer í annað en popphlust- un," segir Jónatan Garðarsson hjá Steinum. „Vídeóið er orð- ið mjög öflugt, kvöldið er búið þegar menn eru búnir að horfa á vídeómyndina. Síðan hefur verið geðveikisleg sköttun og tollun á plötum síðustu 7 eða 8 árin. Um tíma rann 67% af smásöluverði plötu beint í ríkiskassann. Ef vörugjaldið hefði ekki verið fellt af hljóm- plötum í ágúst í fyrra hefði öll plötuútgáfa og verslun með hljómplötur lagst niður um áramótin." Það var mikið í húfi. Líklega vinna um 400 til 500 manns við hljómplötuiðnaðinn hér á landi, og þeir hefðu allir meira og minna misst atvinnuna hefði hljómplötuinnflutningur og -sala hætt. En áður hefðu popptónlistarmenn misst at- vinnuna. „Árið 1974 ákváðu skóla- stjórar grunnskólanna að hætta með. skólaböll í gagn- fræðaskólum. Þetta var mikið áfall fyrir hljómsveitirnar, og eftir þetta lögðust margar þeirra niður. Diskóið tók við." Þetta segir Pétur Kristjánsson. Ásmundur í Gramminu segir: „Það sem hefur alltaf vantað hér eru staðir til að spila á. Það hefur aldrei skapast nein tradi- sjón á rokkklúbbum hér Aðilar í einkarekstri hafa áhuga á meðan aðsókn er mikil, eins og var '81 á Hótel Borg, en um leið og aðsóknin minnkar þá er skrúfað fyrir." Nú er einn staður sem heldur úti lifandi tónlist, og það er Safari. Þann stað sækir fremur þröngur hópur fólks. Þegar Safari komst á laggirnar og trekkti að með lifandi tónlist, þá reyndi Hótel Borg að sporna á móti með því að bjóða einnig upp á tónleika. Það mistókst, og nú er Borgin nánast dauður staður. Svo virðist sem sá kjarni sem fór að sækja tónleika á Hótel Borg 1981 hafi fært sig yfir á Safari og stærðin á hópnum ekki dugað til að halda úti tveimur stöðum. Sprengingin 1981 Gunnlaugur Sigfússon poppgagnrýnandi Helgar- póstsins hefur þetta um sprenginguna að segja: „Það stendur nánast ekkert eftir af henni. Hún varð aldrei neitt annað en efnileg, það var kannski einstaka hljómsveit eins og Þeyr sem náðu árangri, en klúðruðu því síðan sem byggt hafði verið upp." Asmundur Jónsson, segir hinsvegar: „Fram að 1979 ein- kennir tónlistina hér hvað hún var mikið kópíeruð að utan, menn virtust hafa minnimátt- arkennd gagnvart útlenskri tónlist. Það var eiginlega bara Megas sem stóð upp úr. En á síðustu árum hefur verið miklu meiri viðleitni til að skapa eitthvað nýtt. Minnimáttar- kenndin hefur horfið." En hann segir líka: „Músík á mjög erfitt með að þroskast hér heima. Það er fullt af neistum og allsstaðar góðar hugmyndir í gangi, en þær ná yfirleitt mjög skammt vegna þess að það vantar allan starfsgrund- völl." Jóhann G. Jóhannsson segir um sprenginguna: „Þessir tón- listarmenn voru með, eða ein- skorðuðu sig við frumsamið efni, og það nær ekki til breiðs hóps, fólk nennir ekki að standa í heavy pælingum. Þetta verður því óhjákvæmilega þröngur vettvangur." Yfirleitt virtust menn vera sammála um að bylgjan hefði farið vel af stað en síðan hefði hún koðnað niður. Sumir töl- uðu um að þetta væri eins og með rjúpustofninn, það kæmu sveiflur í tónlistina með vissu millibili. Það er vissulega undarlegt hve lítið hefur orðið nú ný- bylgjunni hér. Segja má að einu böndin sem eitthvað seldu hafi verið Utangarðsmenn, Egó og Grýlurnar. Hljómsveit- ir sem náðu miklum listrænum árangri eins og Þeyr og Purrkur Pillnikk seldu lítið af plötum. í Bretlandi hefur aftur á móti pönkbylgjan valdið víðtækum breytingum, sem enn sér ekki fyrir endann á. Tónlistarmenn á þessari bylgjulengd hafa haldið og halda enn stórum hluta markaðsins, og margar nýjungar hafa komið fram í kjölfar hennar, eins og t.d. öll tölvumúsíkin. Gunnlaugur Sigfússon segir: „Það að ekki kom út úr ný- bylgjunni hér sem átti að koma sýnist mér mega skýra með því að það vanti eitthvað millistig á milli iéttmetisins og þess tormelta. Plötuútgáfan skiptist eiginlega í tvö horn. Það litla sem maður hefur heyrt í Pax Vobis virðist benda í rétta átt, og það er líka hægt að nefna Bara-flokkinn í þessu efni þótt þeir hafi aldrei náð til f jöldans. Ástæðan fyrir þessu bili sýn- ist mér mega skýra með því að annaðhvort taki fólk sig of alvarlega eða ekki nógu alvar- lega. Þeir sem framleiða alvar- lega rokktónlist geta ekki hugsað sér að ná til fjöldans. Oskar Þórisson í Skífunni telur einnig að menn hafi ekki hugsað nóg um markaðinn. „Hljómsveitir ættu að snúa frá þessu harða rokki og semja meira kommersíal tónlist. Menn verða að eiga hit-lög, bæði til að eiga möguleika hér og erlendis. Það vantar líka góða pródúsenta hér, sem geta hjálpaö til, og oft skiptir það sköpum hvort góður pródúsent er fyrir hendi." Asmundur Jónsson er ekki sammála þessu: „Persónulega held ég að sú músík sem verið ér að skapa í dag standi að mörgu leyti miklu framar þeirri tónlist sem var fyrir tveimur árum. íslenskir roickmúsíkant- ar, Kukl og Mezzoforte hafa verið að ná árangri á erlendúm vettvangi. En við höfum aldrei verið iðnaðarfyrirtæki (Grammið). Það sem snertir okkur er að gera út músík sem hefur eitthvað að segja, hefur meiri tilgang en að lifa í einn dag og deyja á morgun. Þegar fólk er farið að velta fyrir sér að búa til hit, þá leitar það alltaf út í lágkúrulega hluti, eitthvað sem á engar forsendur fyrir sér nema að peningar geti orsakað það að það nái til fólksins. Það er tilbúinn heim- ur. Þetta eru bara dauðir hlutir." R H Kií viri aðj po! tíri vi?j eiri inrj eiii hói riðj „Þí P°J búi Buj ur | viS talí gní artj og! veij lanj byí Þí eftj aðí þaí lofj lofl hai Plq °s| Þa1 lllB mil ma( 2

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.