NT - 24.05.1984, Blaðsíða 16

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 24. maí 1984 16 íefiaVTvat \»á «*» » • ,** I*" swtö»rilina atatvotaugttJ'^gettbe^ • íe6at SÖ9 u\e^ aW * cinU bruwaw -na wa» ¦ Sjónvarpsþættirnir „Verð- ir laganna" (Hill Street Blues), sem eru nýbyrjaðír í íslenska sjónvarpinu, hafa lengi gengið í Ameríku, og leikararnir eru orðnir eins og heimilisvinir hjá almenningi. Pví var það, að allir fytgdust spermtir með, þegar fréttist þar í landi, að í síðasta þættinum - nú í miðj- um maí - ætti að fara fram hjónavígsla - og það gæti alveg eins verið að það yrði alvöru- gifting. Brúðhjónaefnin í myndinni höfðu nefnilega ver- ið elskendur í tvö ár. Það var Andy Renki, iögga í Hill Street Blues og vinkona hans sem áttu að ganga f það heilaga í sjónvarpsþátlunum, en þa\i voru leikin af Charles Haid og Debi Richter. sem í tvö ár höfðu verið ástfangin, eins og áður segir. í myndinni átti brúðurin að vera ofrísk, en fela það undir' víðum hvítum brúðarkjól, - og strax fóru að ganga sögur um að Debi sjálf væri með barni, en svo er þó ekki - að hennar sögn. - Ekki enn, sagði hún og brosti blítt. Þegar hjónavígslan í þessufn þætti af „Vörðum laganna" var tekin upp, fór það fram í friðsæhi lítilli kirkju í Norður- Hollywood, og allt var undír- búið fyrir rólega og hátíðlega athöfn. Það fór þó á annan veg, þvi að það iá við að allt færi út um þúfur vegna uppá- tækja leikaranna. Sprellið var þó saklaust og flest af því kom síðan fram í myndinni, en var 'ekki klippt úr cins og flcstir bjuggust við. Þetta varð hin skcmmtilegasta athöfn! Sagan gengur út á það/að lögregluþjónninn Renko hefur beðið vinstúlku sinnar. Daryi Ann - en þegar kemur að brúðkaupi fer hann að hafa efasemdir og missir kjarkinn. Pá koma tíl skjalanna foringinn Furillo (Daniel J. Travanti) og kona hans Joyce Davcnport (Veronica Hamel) og tala Renko til, svo hann ætlar að reyna að standa sig og herðir sig upp til að ganga í gcgnum hina hátíðlegu athöfn. Samstarfsfólk brúðgumans hafði safnað talsverðri fjárhæð sem átti að fara í myndarlega brúðargjöf. en sá sem hafði upphæðina með höndum var \eikur fyrir veðreiðum - og þangað íór hann með pcning- ana og veðjaði þeim ölium á 'einn hesti Ekki er sagt frá því hvernig það gekk síðan til. Rétt þegar upptaka átti að hefjast barst sú saga út um kvikmyndaverið, að leikarinn sem ætti að leika prestinn væri „alvöruprestur" og því myndi hjónavígslan vera gild og lögleg. Svo fór að enginn vissi. hvort verið var að gefa leikar- ana saman í alvöru eða ekki, en spenningurinn fór þannig í fólkið. að allra handa sprell varð útkoman. Þegar athöfninni var lokið og „brúðhjónin" höfðu tekið við hamingjuóskum, sögðu þau bæðí í kór: „Þetta var nú bara gereralprufan. - bráðum gerum við þetta í alvöru!"

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.