NT - 24.05.1984, Blaðsíða 25

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 25
i , - Fimmtudagur 24. maí 1984 25 Víðtækur stuðningur við friðarfrumkvæði Páf inn biður fyrir Ólafi Ragnari og félögum hans ¦ Eins og frá hefur verið greint í fjölmiðlum hafa æðstu þjóðarleiðtogar á Indlandi, í Mexikó, Svíþjóð, Grikklandi, Tanzaníu og Argentínu hvatt til friðarviðræðna og afvopnunar stórveldanna. Allir þessir þjóð- arleiðtogar fylgja hlutleysis- stefnu í alþjóðamálum. Þjóðarleiðtogarnir ræddu við fjölmiðla og sendu yfirlýsingu til sendinefnda Bandaríkjanna, Sovétríkjanna, Frakklands, Bretlands og Kína hjá Samein- uðu þjóðunum. Þetta frumkvæði þjóðarleið- toga frá fjórum heimsálfum er til komið vegna starfs þing- manna og annarra stjórnmála- manna frá fjölda landa sem berjast fyrir friði í heiminum. Þeir hafa stofnað með sér sam- tök í þágu alþjóðlegs friðar og þróunar. Formaður stjórnar þessara samtaka er íslenski stjórnmálamaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson og mun hann vera einn af aðalhvatamönnum þessa friðarátaks nú. Fjöldi friðarsamtaka hafa lýst yfir stuðningi við friðarfrum- kvæði þjóðarleiðtoganna og þegar þetta er skrifað höfðu þjóðarleiðtogar í Kanada og á Spáni lýst því yfir að þeir styddu eindregið þær hugmyndir sem felast í friðarfrumkvæðinu. Það hefur meira að segja verið um það rætt í kanadíska þinginu hvort flokkar þar geti ekki allir sameinast um stuðning við þess- ar friðartillögur. Alkirkjuráðið hefur einnig lýst yfir stuðningi sínum og Jóhannes Páll páfi annar hefur sagst biðja fyrir öllum þeim sem tengdust þessu verðuga fram- taki í friðarmálum. Mikilvægi friðarframtaks þjóðarleiðtoganna sex er fyrst og fremst fólgið í því að lýsa því yfir að viðræður kjarnorkuveld- anna voldugu koma þeim ekki einum við heldur eru þær mikil- vægar fyrir allt mannkynið og framtíð þess. Hinn víðtæki stuðningur sem þetta framtak þeirra hefur fengið í fjölmörg- um löndum sýnir að margir eru þeim sammála. Flóðí Asíu og Ameríku Dhaka, Nýja Delhi og Rio de Janeiro- Reutcr. ¦ Mikil flóð hafa geisað að undanförnu bæði á Indlandsskaga og í Brasi- líu í Suður-Ameríku. Fjöldi manns hefur látist í þessum flóðum og mörg þúsund manns hefur misst heimili sín. I flóðunum á Indlands- skaga er áætlað að um 100 manns hafi látið lífið í Bangladesh og að minnsta kosti 45 manns á Indlandi. Uppskera á að minnsta kosti 37 þúsund hekturum lands hefur gjöreyðilagst í Bangladesh. Á um helm- ing þess lands voru ræktuð hrísgrjón þannig að mikill uppskerubrestur er fyrir- sjáanlegur þar nú í ár. Indversk stjórnvöld segja að í þessum flóðum hafi um 550 þúsund manns misst heimili sín og nú búa um 200.000 manns þar í neyðarbúðum sem Ind- verjar hafa sett upp. Flóðin í Brasilíu eru einnig mannskæð. Þar höfðu a.m.k. 16 manns látið lífið í gær og á þriðja þúsund manns höfðu misst heimili sín. ¦ Elísabet Englandsdrottning kom í heimsókn til Vestur- Þýskalands í fyrradag. Þar leit hún við í hermannabúðum í Dortmund þar sem breskt stórskotalið tók á móti henni með pompi og pragt. Símamynd-POLFOTO Nýjasta tækni og vísindi: Meyfæðingin ekkert mál ¦ Hér óska leiðtogar stærstu stjórrimálaflokkanna í V-Þýskalandi Richard von Weizsacker til hamingju með kosningu sína til forseta. Helmut Kohl er fyrir miðju en Willy Brandt er hægra megin Nýr f orseti í V-Þýskalandi Bonn-Reuter. ¦ Þýska þingið kaus í gær með yfirgnæfandi meirihluta Ric- hard von Weizsacker sem forsefa sambandslýðveldisins. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem Þjóðverjar kjósa aðals- mann til að gegna þessu emb- ætti. Richard von Weizsacker er 64 ára gamall. Hann er félagi í Kristileg demókrataflokknum og hann hefur um nokkurt skeið verði borgarstjóri í Vestur-Berlín. Hann er m.a. þekktur fyrir stuðning sinn við bætt samskipti Austur- og Vestur-Evrópu. Faðir hans ar háttsettur diplo- mat á tíma nasista en sjálfur var Richard á sínum tíma bendlað- ur við misheppnað sprengjutil- ræði við Hitler í júlí 1944. London-Reutcr. ¦ Tveir breskir vísindamenn halda því fram að meyfæðing sé ekki aðeins möguleg heldur hafi hún líklega komið oft fyrir. Þeir halda þessu fram í bók sem kom út í London í gær undir nafninu „The redundant male" (Hinn óþarfi karl). Þeir segja að athuganir sínar á frjóvg- un í tilraunaglösum hafi leitt í Ijós þeim til mikillar undrunar að egg úr konu geti skipt sér án þess að sæði úr karlmanni komi. þar nokkuð nærri. Því sé ekkert auðveldara fyrir konur í náinni framtíð en að losa sig við karl- menn fyrir fullt og allt, þeir séu óþarfir. Til allrar hamingju fyrir karl- peninginn eru ekki allir vísinda- menn sammála þessum niður- stöðum. Þeir halda því fram að frumuskipting eggs án tilkomu sæðis geti aldrei fætt af sér börn. Uppboð á dagbókum Che Guevara London-Reuter. ¦ Dagbækur, sem sagðar eru skrifaðar af byltingarleiðtog- anum Che Guevara, verða boðnar upp á uppboði í London síðar á þessu ári. Það er sagt að Che Guevara hafi haldið þessar dagbækur árin 1966 og 1967 þegar hann leiddi hópa skæruliða í Bólivíu í tilraun til að gera byltingu ,þar. Sú tilraun mistókst og kostaði hann sjálfan lífið. Dagbækurnar voru í fórum Che Guevara þegar hann var tekinn af lífi af hersveitum stjórnvalda í Bólivíu. Þá voru sýndar myndir af dagbókunum en það er ekki fyrr en nú að þær eru gerðar opinberar. Auk dagbókanna á að selja á uppboðinu stílabók þar sem Che Guevara skrifaði m.a. athugasemdir um menn sína. Þar mun vera að finna athuga- semdir hans um franska marx- istánn Regis Debray sem nú tekur þátt í frönsku stjórninni. Skjalasérfræðingar hjá Sot- heby, þar sem dagbækurnar verða boðnar upp, segja að ekki leiki neinn vafi á því að þær séu raunverulega skrifað- ar af Che Guevara. Með kjörseðil í annarri hendi og riffil í hinni Belfast-Reuter. ¦ Kjörseðill og byssu- kúla er meðal slagorða Sinn Fein á Norður-ír- landi, en það er hinn póli- tíski armur IRA, í kosn- ingabaráttunni sem nú er að hefjast vegna kjörs til Evrópuþingsins. Frambjóðandi Sinn Fein á Norður-írlandi er Danny Morrison, sem er einn aðaláróðursfulltrúi samtakanna. Hanngengur til kosninga undir kjörorð- inu „með kjörseðil í ann- arri hendi og riffil í hinni" IRA er á móti Evrópu- þinginu, en mun freista þess að fella frambjóð- enda sósíaldemókrata og Verkamannaflokksins. í írska lýðveldinu mun Sinn Fein bjóða fram átta frambjóðendur til Evrópuþingsins. Flokkur- inn er starfræktur um allt landið en í Norður-írlandi verður að skipta um nafn á honum, því þar er hann ekki viðurkenndur. HÚSI VERSLUNARINNAR SIMI 687305 SALON VEH ÁLFHEIMUM 74 SÍMI (6)85305

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.