NT - 24.05.1984, Blaðsíða 26

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 26
Fimmtudagur 24. maí 1984 26 Tækifærin norðanmanna mörkin Skagamanna ¦ Arnór Guðjohnsen lék ekki með Anderlecht í gær, en hann tók þátt í vítaspyrnukeppninni og var svo óheppinn að markvörður Tottenham varði vítaspyrnu hans. Frá Gylfa Kristjánssyni íþróttafréttamanni NT á Akureyri ¦ Annað ári í röð hreinlega stela Skagamenn sigri gegn Þórsurum á Akureyri á útivelli. Það gerðist í fyrra er Akranes sigraði þar 1-0 og í gær unnu þeir 3-0. Mörgum kann að finnast það furðulegt að hægt sé að tala um það lið sem sigrar 3-0, steli sigri. Staðreyndin er hins vegar sú, að Þórsarar áttu fjögur dauðafæri til að skora úr á fyrstu 23 mínútum leiksins, en misnotuðu öll. Þeir áttu 8 hornspyrnur í fyrrí hálfieik, á Tony Parks varði vítaspyrnu Arnórs ¦ Það var snerpa markvarð- aríns Tony Parks sem varð Tottenham til bjargar í síðari úrslitaleik UEFA-keppninnar í knattspyrnu í Lundunum í gærkvöld. Parks varði síðustu vítaspyrnu Anderlecht í víta- spyrnukeppni sem grípa þurfti til eftir að jafnt var 1-1 að loknum vénjulegum leiktíma og framlengingu. Amór Guð- johnsen tók síðustu vítaspyrnu Anderlecht, en skaut nánast beint á Parks, og Tottenham vann 4-3 í vítaspymukeppn- inni. Alex Czerniatinsky skoraði fyrir Anderlecht á 60. mínútu leiksins eftir frábæra sendingu Morten Olsen, en Graham Roberts, jafnaði sex mínútum fyrir leikslok. Fleiri mörk voru ekki skoruð í framlengingunni og því varð að vera vítaspyrnu- keppni. Tottenham komst yfir í víta- spyrnukeppninni, þegar Tony Parks varði hjá Dananum Morten Olsen, en síðan varði Jacques Munaron síðustu spyrnu Tottenham frá Danny Thomas, Arnór hafði mögu- leikaáaðjafna.Þaðtókstekki. Tottenham vann þar með UEFA-bikarinn í annað sinn. Liðið hefur aldrei tapað leik í Evrópukeppni á White Hart Lane, en nú stóð það tæpt. Bikarkeppni KSI Stórsigur FH ¦ Fyrstu leikirnir í 1. umferð Selfoss-Haukar.......4-1 bikarkeppni KSÍ voru leiknir í ÍBÍ-Víkverji.........4-0 gærkvöldi. Úrslit urður sem ÍBV-HV ...........5-1 hér segir. Magni-Tindastóll......0-1 Reynir S.-Njarðvík ...... Völsungur-Leiftur.....2-1 Ármann-Grindavík ____0-1 Vorboðinn-Vaskur . . frestað Víðir-Hafnir.........1-0 Hrafnkell-Austri......1-3 Stokkseyri-Fylkir......1-4 Þróttur N.-Leiknir F ... 1-2, FH-ÍR........ .6-2 Huginn-Sindri........2-0 Jafntefli hjá N-írum og Wales- búum ¦ N-Irar og Walesbúar gerðu jafntefli í landsleik í fyrrakvöld 1-1. Leikið var í Wales og var leikur- inn lidur í bresku meist- arakeppninni sem nú er haldin í síðasta sinn. N-írar eiga nú mögu- leika á að sigra í keppn- inni ef Englendingar og Skotar gera jafntefli í Skotlandi um næstu helgi. móti engri hjá Skagamönnum og í síðari hálfleik fengu þeir 5 hornspymur, en Skagamenn eina. En lið sem skorar ekki vinnur ekki leik.í fyrri hálfleik átti Þórsarinn Kristján Kristjáns- son þrumuskot rétt fram hjá úr þröngu færi og í tvígang bæði á 8. og 15. mín. varmikilldarrað- ardans í vítateig Akraness og bjargað á línu í annað skiptið. Stuttu síðar missti Bjarni Sig- urðsson markvörður Akraness boltann yfir sig á markteig, Oli Þór skaut en hitti illa og varn- armaður hreinsaði frá á mark- línunni. Fyrsta mark Skagamanna úr þeirra fyrsta marktækifæri á 37. mínútu kom því eins og köld vatnsgusa framan í fjöl- marga áhorfendur, en vel var að undirbúningi þess staðið. Sókn upp hægri kantinn þar sem boltinn gekk frá manni til manns og endaði með stungu- sendingu á Guðbjörn Tryggva- son, sem var hægra megin í teignum. Aðþrengdur reyndi hann skot og löturhægt skopp- aði boltinn í fjærhornið. Óli Þór Magnússon fékk dauðafæri til að jafna metin á 41. mín. Eftir aukaspyrnu og skot Guðjóns Guðmundssonar hrökk boítinn til Óla Þórs, sem var innan markteigs við aðra stöngina, en hann brenndi af hinum megin við markið! Það var ljóst í síðari hálfleik að Skagamenn ætluðu ekki að. láta forskot sitt af hendi. Þeir léku mjög fast, öftustu varnar- menn þeirra, og komust upp með það hjá afarslökum dóm- ara 01 a Ólsen, sem gerði ekk- ert annað við háskaleiksbrotum annað en að benda höndunum út í loftið. Þanníg keyrði til dæmis Guðjón Þórðarson Ósk- ar Gunnarsson niður í víta- teignum á 50. mínútu. Hinn eini dómur sem þarna hefði verið réttur var vítaspyrna. Bakhrinding aftanfrá að mikl- um krafti, en Skagamenn fengu útspark. Þráinn feráOL ¦ Þráinn Hafsteinsson, tugþrautarmaðurinn sterki, sem vegna meiðsla varð að gefast upp á að komast á Olympíuleik- ana í Los Angeles í tug- þrautarkeppni, fer samt sem áður á Olympíuleik- ana. Hann verður aðstoð- armaður frjálsíþrótta- mannanna á leikunum, hvað þjálfunarleg atriði snertir. Þráinn, sem er nýráð- inn aðstoðarþjálfari há- skólaliðs Alabamahá- skóla í frjálsum íþróttum, er mjög vel til þessa hlut- yerks fallinn, að því er Örn Eiðsson formaður Frj álsíþróttasambands íslands sagði NT í gær. Konur á NM í blaki karlar líka - landsliðsþjálfarar ráðnir og hópar valdir ¦ Blaksamband íslands hefur ákveðið að senda kvennalið á Norðurlandamót í blaki, sem haldið verður á Álandseyjum í 5.-7. október í haust. Á sama tíma er Norðurlandamót í karla- flokki í Randeberg í Noregi, en þangað fer karlalið frá íslandi, eins og venja hefur verið undanfarinn áratug. Blaksam- bandið hefur ráðið landsliðs- þjálfara fyrir báða flokka, og eru þeir Guðmundur E Pálsson í karlaflokki, og Björgúlfur Jó- hannsson í kvennaflokki. Báðir munu þeir síðan ráða sér að- stoðarþjálfara, sem jafnframt verða fararstjórar í ferðunum. Kemur það sér sérstaklega vel fyrir Guðmund sem af Iands- liðsnefnd hefur verið valinn í sinn eigin landsliðshóp. Þjálfararnir og landsliðs- nefnd hafa valið hópa til æfinga 15 karla, og 18 konur, en að líkindum munu fara 12 leik- menn á NM. Hóparnir eru þannig skipaðir: Karlalið: Þórður Svanbergsson,ÍS Þorvarður Sigfússon, ÍS Friðjón Bjamason, IS Arngrímur Þorgrímsson, Víkingi Hreinn Þorkelsson, HK Samúel Örn Erlingsson, HK Haraldur G. Hlöðversson, HK ¦ Guðmundur E. Pálsson, þjálfari karlalandsliðsins í blaki. Leifur Harðarson, Þrótti Sveinn Hreinsson, Þrótti Guðmundur Kjærnested, Þrótti Lárentsínus H. Ágústsson, Þrótti .lon Árnason, Þrótti Guðmundur E. Pálsson, Þrótti Krístján M. Unnarsson, Fram Marteinn Guðgeirsson, Þrótti Nes. Tómas Jónsson, KFUM Oslo Kvennalið: Jóhanna Guðjónsdóttír, Völsungi Ásdís Jónsdóttir, Völsungi Kristjana Skúladóttir, Völsungi Hermína Gunnarsdóttir, Völsungi Laufey Skúladóttir, Völsungi Þorbjörg Rögnvaldsdóttir, UBK Oddný Erlendsdóttir, UBK Sigurlín Sæmundsdóttir, UBK Sigurborg Gunnarsdóttir, UBK Þóra Andrésdóttir, ÍS Auður Aðalsteinsdóttir, ÍS Málfríður Pálsdóttir, ÍS Gyða Steinsdóttir, ÍS Guðrún Hreinsdóttir, ÍS Margrét Aðalsteinsdóttir, ÍS Snjólaug E. Bjarnadóttir, Þrótti Hulda Laxdal Hauksdóttir, Þrótti Steina Ólafsdóttir, Þrótti. A sex mínútna kafla skömmu síðar greiddu íslandsmeistarar Akraness, Þórsurum rothögg- ið. Fyrsta hornspyrna þeirra í leiknum á 53. mín. kom fyrir markið, boltinn small þar í jörðina og þaðan uppí höfuð Sigurðar Halldórssonar, sem stangaði hann í netið. Þriðja EINKUNN/ ÞÓR IGJÖF NT: Ía Bjarni Sigurðsson ....... Sigurður Halldórsson..... Sigurður Lárusson....... Jón Áskelsson .......... Heimir Guðmundsson .... Sveinbjörn Hákonarson ... Júlíus Ingólfsson........ Guðbjörn Tryggvason___ Arni Sveinsson.......... 4 5 3 3 4 5 3 4 4 4 4 . 5 3 ...4 ... 3 ...5 Guðjón Guðmundsson .. Bjarni Sveinbjörnsson ... 4 . 5 5 4 4 ... 4 markið skoraði Sveinbjörn Hákonarson og var það gullfall- egt mark. Hann komst inn fyrir vörnina hægra megin á 59. mín. og sendi þrumufleyg af 25 metra færi efst í markið. Þórsarar reyndu allt hvað þeir gátu til að minnka þennan mun, en án árangurs, enda var sókn þeirra bitlaus. Bestu menn Skagamanna voru Sigurðarnir Halldórsson og Lárusson, ásamt Sveinbírni Hákonarsyni, en hjá Þór Ósk- ari Gunnarssyni, sem kemur vel út í sinni nýju miðvarðar- stöðu, og Jónas Röbertsson. I HNOT- SKURN ¦ Leikið við þokkaleg skil- yrði, en nokkra golu. Nokkrir jjóðir kaflar, en að öðru leyti ekki vel leikið, bæði lið geta betur. Hamingjudísirnarmeð Skagamönnum. Mörkin: Guðbjörn Tryggvason á 37. min. Sigurður Halldórsson á 53. mín. og Sveinbjörn Há- konarson a 59. mín. Leikur í meðallagi. Áhorf- endur 1370. Knattspyrnan íkvöld: Fram-Þróttur ¦ Einn leikur fer fram í 1. deildarkeppninni í kvöld en þá leika Fram og Þróttur á Laugar- dalsvelli kl. 20.00. í fyrstu umferð léku Framar- ar gegn Skagamörinum á Akra- nesi og biðu lægri hlut í leik þar sem þeir voru síst slakari aðil- inn. Þróttarar léku við UBK í fyrstu umferð og gerðu marka- laust jafntefli á Laugardals- velli. Það verður örugglega hart barist í kvöld enda mega bæði liðin illa við að tapa og haft skal í huga að sigur veitir 3 stig. Þá eru tveir leikir í Bikar- keppninni í kvöld, Árvakur og Víkingur Ól. leika á Háskóla- velli og Léttir spilar við Augna- blik á Melavelli. Báðir leikimir hefjast kl. 20.00. V-Þjóðverjar unnu ítali ¦ Vestur-Þjóðverjar, undir stjórn miðherjans snjalla Karl- Heinz Rummenigge, sigruðu ítali á þriðjudaginn með einu marki gegn engu. Leikurinn var haldinn í tilefni af 80 ára afmæli FIFA og var spilaður í Zurich í Sviss. Það var Peter Briegel sem skoraði mark Þjóðverja á 61. mínútu eftir aukaspyrnu Rum- menigge. Þjóðverjarvorubetri Webster íslenskur ríkisborgari ¦ Körfuknattleikmaðurinn Decarsta Webster, sem lék með Haukum í fyrra, er nú orðinn gjaldgengur í íslenskum körfuknattleik. í vikunni voru samþykkt á Alþingi lög um veitingu ríkis- borgararéttar. Webster, sem sótti um ríkisborgararétt fyrir nokkru og er giftur íslenskri konu, er meðal þeirra sem fengu ríkisborgararétt. Webster kom hingað til lands 1979 og lék þá með KR, síðan Skallagrími, og loks Haukum frá 1980-1983. Á síðastliðnu keppnistímabili mátti hann ekki leika með úrvalsdeildarliði Hauka, því bann var sett við erlendum leikmönnum. Þótt Webster sé nú orðinn íslenskur ríkisborgari er hann ekki gjaldgengur með íslenska landsliðinu fyrr en eftir þrjú ár. Þetta á við um keppnir á borð við Evrópukeppnina, en í vin- -áttulandsleikjum, mætti hann leika. aðilinn í leiknum en gekk frek- ar illa að brjóta aftur ítölsku vörnina sem að sjálfsögðu var aðalsmerki ítalana. Leikurinn var góð æfing fyrir bæði liðin. V-Þjóðverjar eiga að leika í úrslitakeppni Evrópu- keppninnar í Frakklandi í næsta mánuði og þar sem þeir ' verða án Schusters prufuðu þeir Rummenigge á miðjunni og stóð hann sig mjög vel. „Miðjan var í góðu lagi'" sagði Jupp Derwall þjálfari V-Þjóð- verja og var greinilega ánægður með sína menn. Liöin voru þannig skipuð: V-Þýskaland: Schumacher (Burdenski), B. Förster, Stielike, K-H. Förster (Matthaeus), Briegel, Buch- wald (Bommer), Rummen- igge, Brehme, Rolff, Völler, Allofs. ítalía: Bordon, Berg- omi, Scirea, Vierchowod, Nela (Gentile), Baresi, Tardelli (Fanna), Dossena, Bagni, Alt- obelli (Giordano), Conti.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.