NT - 24.05.1984, Blaðsíða 27

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 27
^^mmxmmm^^mm^^ Pimmtudagur 24. mai «**84 Í7 Loftur Ólafsson skallar frá. Ólafur Björnsson og Björn Rafnsson fylgjast með. W-D ¦ Glæsúnark Benedikts Guðmundsson- ar á 85. nún. tryggði Breiðabliksmönnum dýrmætt jafntefli í viðureigninni við KR- inga á Laugardalsvelli í gærkvöldi. „Það er alltaf gaman að skora, sérstaklega mörk sem gefa stig" sagði Benedikt í samtali við NT eftir leikinn. Mark Benedikts var eins og fyrr sagði afar glæsilegt, Þorsteinn Gíirsson tók aukaspyrnu af hægri kanti og sendi háa sendingu l'yrir markið, þar koni Benni og stökk manna hæst og skallaði þrumubolta neðst í stöngina og inn. '* Leikurinn byrjaði nokkuð vel, var opinn og harður en lítið um færi. lilikarnir voru ívið meira með boltann fyrstu 15 mín. án þess að skapa sér færi. KR-ingar komu síðan æ meir inní leikinn og tóku forystuna á 37. mín. með marki Hannesar Jóhannssonar. Tekin var aukaspyrna og gefið fyrir, Friðrik Friðriksson markvörð- ur Blikanna virtist hafa hendur á knettin- um en missti hann frá sér og Hannes kom aðvífandi og renndi tuðrunni í netið, 1-0. Við markið færðist nokkur harka í leikinn HNOT- SKURN ¦ All þokkalegur leikur. Mjög op- inn en þó skorti færin. Bæol liöin sýndu mikla baráttu í kalsaveðri og jafntefli sanngjarnt.þóttBlikar hafi verio dálítið sterkari. Mörkin gerou Hannes Jóhannsson fyrir KR á 37. mín og Benedikt Guð- mundsson fyrir Breiðablik á 85. mín. Áhorfendur voru 778 og var kalt. Glæsimark Benedikts gaf jafntefli og varÞorsteinn Geirsson, Bliki, bókaður á 38. mín. í síðari hálfleik voru Breiðabliksmen öllu ákveðnari og virtust staðráðnir í að jafna. „Ég var alveg sannfærður um að við mundum jafna" sagði Magnús Jóna tansson, þjálfari Breiðabliks eftir leikinn „í síðari hálfleik þegar við fórum að taka boltann niður og spila þá gekk dæmið upp því KR-ingar virtust missa móðinn" bætti Magnús við og brosti. Annars var frekar lítið u'm færi í síðari hálfleik sem og í þeim fyrri. Á 58. mín. átti fyrrum Fylkismaður, Guðmundur Magnússon, nú í Breiðablik gott skot er fór rétt yfir slána. Ágúst Már Jónsson, einn besti maður KR átti góðan skalla naumlega framhjá á 78. mín. og stuttu seinna veifaði slakur dómari leiksins gulu spjaldi í annað sinn, er hann bókaði Jón G. Bjarnason KR-ing. „Það er eins og við töpum alltaf niður einbeitingunni þegar líða tekur á leiktím- ann", sagði Ágúst Már við blaðamann NT. „Ég er auðvitað mjög svekktur að horfa á eftir þrem stigum", bætti Ágúst við og virtist óhress. Agúst hafði rétt fyrir sér, því að KR-ingar virtust ekki ná að halda uppi sömu baráttu í síðari hálfleik og í þeim fyrri og því fór sem fór. I Breiðabliksliðinu bar einna mest á Þorsteini, Benedikt, Lofti Ólafssyni og Ómari Rafnssyni en aðrir leikmenn voru ekki langt undan og liðið í heild jafnt. Hjá KR voru Ágúst, Ottó og „sweeper- inn" Haraldur Haraldsson einna bestir. Dómari leiksins var Friðjón Eðvarðsson og var oft sem flautan snéri öfugt hjá honum þegar mikið lá við. Þá var og kalt og vindasamt svo blaðamenn skulfu. Jafnaðúr Æaj vítaspyrnu ¦ „Þetta var hlægilegur dóm- ur hjá annars góðum dómara, þarna urðu honum á mistök. Við voruin búnir að berjast vel í 85 mínútur þegar við fengum á okkur mörk, en getum þó vei við unað að fá stig frá þessum leik, þau eiga eftir að verða fleiri í sumar", sagði Gústaf Baldvinsson leikmaður og þjálfari KA eftir leik Kcfla víkur og KA í Keflavík í gær. Það var suðvestanstrekking- ur í Keflavík í gær. Leikið var á grasvellinum, sem var að hálfu gras og að hálfu húsdýra- áburður. Erfiðar aðstæður, en leikurinn var nokkuð fjörugur. Fyrri hálfleikur var að mestu eign norðanmanna sem léku und- an vindi. Þeir voru mun ákveðnari og fljótari á boltann, en gekk illa að skapa færi. ÍBK átti af og til hættulegaf skyndi- sóknir, en náði aldrei tökum á miðjunni. Besta færið áttu Kefl- víkingar strax á 7. mín. þegar Ragnar Margeirsson komst einn inn fyrir. Markið blasti við, en skotið var ónákvæmt og Þorvaldur markvörður gat and- að léttara. Skömmu seinna átti Kristinn Jóhannsson gott skot úr ágætu færi, eftir snaggara- lega sókn ÍBK, en Þorvaldur varði glæsilega. En svo fóru svæðisyfirburðir KA að bera árangur. Á 22. mínútu braust Steingrimur Birgisson upp j miðjuna eftir laglegan samleik Ormars og Mark Dufffeld og skoraði snyrtilega, . 0-1. Skömmu síðar var Steingrímur aftur á ferð, en þá bjargaði Þorsteinn snilldarlega með út- hlaupi. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleik af krafti. Strax í upp- hafi átti Ragnar hörkuskalla rétt framhjá eftir góða sendingu Óskars, og nú voru það norðan- menn sem beittu skyndisókn- um, en IBK pressaði. Þegar líða tók á hálfleikinn örlaði á örvæntingu, án þess að leikur- inn yrði grófur. ÍBK breytti liðsskipan, Valþór fór fram og Sigurður aftur, og Rúnar bangsi kom inná fyrir Kristin. Skömmu síðar björguðu KA- menn á línu skalla Valþórs og jöfnunarmarkið lá í loftinu. - Ragnar fékk knöttinn rétt utan vítateigs vinstra megin, og tók strikið í gegn. Lék á mann og annan, og var hrint!? af Gústaf. Ágætur dómari, Magnús The- ódórsson var vel staðsettur og ekki í nokkrum vafa. Sigurði Björgvinssyni urðu ekki á nein mistök, 1-1. - „Þetta var pott- þétt víti, ég var kominn skref- inu á undan Gústa þegar hann hrinti mér. KA menn mega vel við una", sagði Ragnar. Iflu 1 HN0T< SKURN ¦ Þokkalegur leikur vlð erfio skilyrði, mikil barátta á báða bóga og engin grið gefin. Tækifæri næg til að skora, en leikmenn ekki beinlinis á skotskónum. Vftl eða ekki víti, verður alltaf deilumál, en úrslitin engu að siður sanngjörn. Ahorfendur 688. EINKUNNAGJOFNT; KEFLAVÍK Þorsteinn Bjarnason ........3 Guðjón Guðjónsson.........3 Óskar Færseth .............2 Valþór Sigþórsson..........3 Gisli Eyjolfsson ............4 Sigurður Björgvinsson ......3 Einar Ásbjörn Olatsson......4 Magnús Garðarsson.........4 Ragnar Margeirsson.........3 Kristinn Jáhannsson........ 4 Ingvar Guðmundsson .......4 Sigurvin Sveinsson .........5 Skiptingar: Ingvar Guðmunds- son fór út af fyrir Siguryin Sveins- son í fyrri hálfleik. KA Þorvaldur Jónsson..........3 Ormar Örlygsson ...........3 Friðfinnur Hermannsson.....4 Asbjörn Björnsson..........4 Erlingur Kristjánsson........2 Njáll Eiðsson...............4 Steingrímur Birgisson.......2 Gústaf Baldvlnsson.........3 Hinrik Þórhallsson ..........4 Halþór Kolbeinsson.........3 Mark Ðuffield...............4 Einkunnagjöf NT KR Stefán Jóhannsson ...........4 Jakob Pétursson .............4 Stefán Pétursson .............5 Ottó Guðmundsson...........3 Gunnar Gíslason .............4 Ágúst Már Jónsson ...........3 Sæbjörn Guðmundsson .......5 Haraldur Haraldsson ..........3 Hannes Jóhannsson ..........4 Oskar Ingimundarson.........5 Björn Rafnsson...............5 Jón G. Bjarnason kom inn fyrir Sæbjörn á 60. mfn.'og Willum Þórs- son kom inn fyrir Hannes á 72. mfn. BREIDABLIK Friorik Fri&riksson............4 Benedikt Gu&mundsson.......3 Ómar Rafnsson...............4 Ólafur Björnsson .............4 Loftur Ólafsson...............3 Vignir Baldursson ............5 Jóhann Grétarsson ...........5 Þorsteinn Geirsson ...........3 Sigurjón Kristjánsson .........4 Guðmundur Baldursson .......4 Jon Einarsson................5 Jón Einarsson kom inn fyrir Jón Oddsson á 28.. min. og Hreiðar Hreiöarsson kom inn fyrir Jóhann Grétarsson á 75. mfn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.