NT - 24.05.1984, Blaðsíða 28

NT - 24.05.1984, Blaðsíða 28
¦. Sigvaldi Þórðarson, bóndi: „Óf mikið um bráðabirgða- hiiisnii á þinginu." NT-mynd: Ari ¦ Jón Meyvantsson, hafnar- verkamaður: „Þeir mættu karpa minna og framkvæma meira." NT-mynd: Ari LÚRIR ÞÚ Á FR HRINGDU Vid tökum vid abendingum um f réttir allan sólartiringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leidir til ffrettar I bladinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leidir til bitastæðustu frettar mánaöarins. Fullrar nafhleyndar er gsett Sjaldan lýgur almannarómur: „Karpið minna og f ramkvæmið meira" Almenningur dæmir störf þingsins ¦ Nú hefur þingið lokið störfum og þingmenn hafa margir hverjir tjáð sig ítarlega um störf þess, og þann árangur sem náðst hefur. Minna hefur heyrst í hinum almenna borgara, fólkinu sem á lífsviðurværi sitt og hagsmuni undir starfsháttum og stefnu- mótun stjórnvalda. í þeim tilgangi að kynnast nánar viðhorfum almennings tók NT nokkra launþega tali og innti þá eftir aliti á störfum þingsins og hversu þeim þætti hafa áunnist. Þingið hefði mátt sitja lengur Sigvaldi Þórðarson, bóndi að Bakka í Melasveit: Ég held að það sé allt í^óðii lagi með stört þingsins. Eg er ánægður með ýmislegt sem þingið hefur gert, sérstaklega það að þeir hafa náð einhverri stjórn á efnahagsmálunum. En mér finnst að þingið hefði mátt sitja lengur og afgreiða ýmis mál af meiri alvöru. Það er of mikið um bráðabirgðalausnir hjá þessu þingi. Ég get nefnt húsnæðismálin sem dæmi og Grænmetisverslun ríkisins. Nú sumt er enn óafgreitt eins og t.d. kjördæmamálið. Það er ekkert framtíðarskipulag á hlut- unum. Eg held þó að ríkisstjórnin sé í sjálfu sér góð, það vantar bara meiri festu." Þeir hafa komið illa fram við vinnandi fólk Jón Meyvantsson, afgreiðslu- maður, Keykjavíkurhöfn: „Það er margt gott hægt að segja um þessa ríkisstjórn og líka margt slæmt. Þeir hafa náttúrlega komið helv... illa fram við okkur, vinnandi menn. En maður vissi það nú fyrir, og eitthvað varð að gera. Ég er ekki nógu hress með að þeir skyldu ekki standa við skattalækkunina. Þeir mættu karpa minna og framkvæma meira í þinginu." Mistök að nota ekki skattalögin Ari ísberg, hdl. Iðnaðarbank- anum: „Þeir hafa staðið sig að sumu leyti vel, og að sumu leyti illa. Það sem hefur mistekist hjá þeim er að nota skattalögin til að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Fólk verður að lifa af einhverju. En þeim tókst að dfaga úr verðbólgunni, efnahagsráðstaf- anirnar hafa þannig tvímæla- laust borgað sig." Þaðþarfaðbætafólki kjaraskerðinguna Ólafur B. Guðmundsson, lyfja- fræðingur, Reykjavikur Apóteki: „Mér finnst þingið hafa unnið nokkuð vel, þ.e.a.s. ef þeir geta náð þeim árangri sem stefnt er að, þ.e. að ná niður verðbólg- unni. Hins vegar er nauðsynlegt að það verði gerðar ráðstafanir til þess að bæta úr þeirri kjara- skerðingu sem-almenningur hef- ur orðið fyrir, við það að ná verðbólgunni niður. Það er ekki endilega nauðsynlegt að keyra verðbólguna niður í núll á einu ári. Það þarf að hafa lífsviður- væri fólks í huga. Annars held ég að við séum á réttri leið. En ég er óánægður með það að þær byrðar sem almenningur hefur tekið á sig bitnar svo til ein- göngu á launafólki. Það hefði mátt spara á öðrum sviðum samtímis." Elín Guðmundsdóttir, afgr. stúlka, Reykjavíkur Apóteki: „Störf þingsins hafa verið svona upp og ofan. Sumt ágætt, annað lakara. Eg er mjög ó- 'ánægð með kjaraskerðinguna og það hvernig farið er með lánamál námsmanna." Ókostur að bjórinn komst ekki í gegn Gunnar Gunnarsson, múrari: „Maður er kannski aldrei ánægður. Þingið hefur að vissu leyti staðið sig vel, og að vissu leyti illa. Það er gott að verð- bólgan skyldi nást niður, út af fyrir sig. En launin eru allt of lág, ég hef ekki einu sinni efni á að kaupa nýjar buxur eins og kannski sést á myndinni. Það er líka ókostur að bjórfrumvarpið skyldi ekki komast í gegn fyrir þinglausnir. Annars stendur enginn þing- maður við gefin loforð, kosn- ingaloforðin eru alltaf svikin jafh- óðum. Almenningur er orðinn þreyttur á vissum stjórnmála- mönnum." Hlaðið undir bossana á stórbusunum Óskar Sigurðsson, strætisv.- og leigubifr.stjóri: „Það hefur verið gengið svo á launþega landsins að þeir eiga vart til hnífs og skeiðar. Þessir menn virðast halda það að eina ráðið til að lækka verðbólguna sé að lækka kaupið. Slíkar að- gerðir eru bara allt of einhliða. Það virðist líka vera markmið í sjálfu sér að skerða lífskjör almennings og hlaða undir boss- ana á stórbusunum sem náttúr- lega ný dæmi sanna með stór- gjöfum opinberra fyrirtækja til seðlabankastjóra.. Ég er í tveim störfum til að lifa. Það lifir enginn á 13.880 króna grunnlaunum. Mig langar til að beina þeirri spurningu til þingmanna hvort þeir treysta sér til að lifa af því kaupi?" ¦ Ari ísberg, hdl: „Fólk verð- iii að lifa af einhverju." NT-mynd: Ari ¦«pí»"j| ¦¦¦ t$&m. * *.', t ¦ Gunnar Gunnarsson, múr- ari: „Almenningur er orðinn þreyttur á vissum stjórnmála- mönnum." NT-mynd: Ari ¦ Ólafur B. Guðmundsson, lyfjafræðingur: „Ekki nauðsyn- legtaðkeyraniðurverðbólguna áeinuári." NT-mynd: Ari ¦ Óskar Sigurðsson, bílstjóri: lifa." „Eg er í rveún störfum til að NT-mynd: Ari ¦ Elín afgr.stúlka. Guðmundsdóttir, NT-mynd: Ari

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.