NT


NT - 30.05.1984, Síða 7

NT - 30.05.1984, Síða 7
Miðvikudagur 30. maí 1984 7 Stærsta hús í Hafnarfirði ■ Þessi myndarlega bygging mun vera hvorki meira né minna en stærsta hús í Hafnarfirði, hátt í 2500 fermetrar að flatarmáii. Það er Blikktækni hf. sem er að reisa þetta hús við Kaplahraun. Stoðirnar eru úr límtré og framleiddar austur á Flúðum. Hús af þessu tagi eru mjög fljótbyggð. Fyrstu stoðirnar voru reistar um miðjan apríl en áætlað er að flytja inn í júní. NT mvnd: Róbert Rekstrarstjóri Landsvirkjunar ■ Guðmundur Helgason að- verandi rekstrarstjóri, Ingólfur stoðarrekstrarstjóri Landsvirkj- Ágústsson af störfum fyrir unar hefur verið táðinn rekstr- aldurs sakir. Umsækjendur um arstjóri frá og með 1. júlí stöðuna voru þrír. næstkomandi, en þá lætur nú- Kennararmótmæla ■ „Stjórn Hins íslenska kennarafélags mótmælir harðlega þeirri niðurstöðu Kjara- dóms að synja kennurum um allar leiðrétt- ingar á launakjörum þeirra. Kjör kennara hafa farið hríðversnandi með ári hverju og nú er svo komið að þolinmæðina hlýtur að þrjóta. Gftir þennan síðasta dóm eiga þeir ekki annars úrkosta en beita öllum tiltækum ráðum til að bæta kjör sín, eða leita að arðbærari störfum innan lands eða utan að öðrum kosti, með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum“ segir í samþykkt sem Hið Islenska kennarafélag hefur gert. Samþykktin var gerð vegna kjaradóms í máli félagsins og ríkisins, sem fól í sér að kröfum félagsins um leiðréttingu á kjörum til samræmis við aðrar stéttir innan BHM er vísað frá dómnum af tæknilegum ástæðum. ■ Steingrímur með eina mynda sinna. Þessi er frá Höfnum á Reykjanesi. Steingrímur sýnir í Eden ■ Það er í dag sem meistarinn Steingrímur Sigurðsson, listmálari opnar sína 53. einka- sýningu austur í Eden í Hveragerði. Opnar sýningin kl. 20.30 og erþetta áttunda sýning Steingríms í Eden. Hann tileinkar sýninguna Halldóru Maríu Margréti, einkadóttur sinni. Hún verður reyndar 18. ára í dag. Þarna sýnir Steingrímur myndir héðan og þaðan, m.a. frá Grindavík og úr Höfnum, en líka, frá Breiðholtinu og úr Reykjavík og frá Þýskalandi. Mikið ber á myndum frá sjónum í samræmi við það sem Steingrímur segir: að hann reyni að fá sem „mest súrefni" í myndirnar sínar. Það eru 62 myndir sem sýndar eru í Eden og er sýningin opin til 11. júní nk. Ræðustólinn í barnaskólana ■ „Fundurinn telur það eina af höfuðfor- sendum virks lýðræðis að allir þegnar þjóð- félagsins séu.færir um að tjá sig og taka þátt í umræðum og stefnumótandi aðgerðum'1, sagði meðal annars í ályktun Trésmiðafélags Reykjavíkur þar sem skorað er á stjórnend- ur fræðslumála að taka upp kennslu í félagsstörfum og ræðumennsku sem skyldu- námsgrein í skólum landsins. Þá segir að því yngri sem börn séu þegar þau byrja að fá tilsögn og æfingu, þeim mun léttara verði fyrir þau að standa upp og tjá sig þegar fram líða stundir. m FRæD AF SKATTSKYLDUM TEKJUM AF AIVINNUREKSTRI -TIL1.JÚLÍ Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt- skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð. Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm- ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund- inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs- ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands- bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6 mánaða reikninga. Það er besta ávöxtun, sem boðin er. Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6 mánaða binditíma, en innan 6 ára. Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að þessu sinni er til 1. júlí n.k. Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans. LANDSBANKINN Græddur er geymdur eyrir

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.