NT


NT - 30.05.1984, Side 28

NT - 30.05.1984, Side 28
■ Amar Jónsson var hress í bragði þegar NT hafði tal af honum í gær. Með umbúðir sem þessar verður hann að ganga næstu átta vikur en Amar er ráðinn til að leika eitt aðaihiutverk í nýrri mynd Ágústs Guðmundssonar, „Sandur“. ■ Af þessum vinnupalli hrópuðu þeir Arnar og Kjartan. Þeir lentu báðir standandi á gangstéttinni. Ölvaðir uppi á Jökuldalsheiði ■ Lögreglan á Egilsstöðurn þurfti að sækja tvö ölvaða menn upp á Jökuldalsheiði á mánu- dagskvöld en mennirnir höfðu farið þangað áleiðis á puttanum frá Seyðisfirði þar sem þeir hafa dvalið undanfarið. Lögreglan á Seyðisfirði bað Egilsstaðalögregluna að svipast um eftir mönnunum, þar sem tilkynning hafði borist um að annar þeirra lægi sofandi í veg- kantinum nálægt Múla í Löngu- hlíð en hinn hefði haldið áfram gangandi inn Jökuldal. Maðurinn lá enn í vegkantin- um þegar lögreglan kom að honum og var orðinn talsvert kaldur og slæptur. Hinn fannst í skýli Slysavarnarfélagsins á Þrívörðuhálsi þar sem hann hafði komið sér fyrir. Mennirnir voru fluttir á Seyðisfjörð og dvöldu þeir í fangageymslunni um nóttina. Leiklistarlífið i uppnami: ■ „Jú, það má kannski segja það,“ sagði Arnar Jónsson lcik- ari þegar NT spurði hann í gær, hvort ekki væri vafasamt fyrir leikara í aðalhlutverkum að vera að príla í „stillönsum“. Alþjóðamótið jók skákáhugann - segir formaður TafIfélags Norðfjarðar ■ „Skákáhuginn hjá yngri drengjunum hefur aukist mjög mikið eftir Alþjóðlega skák- mótið sem haldið var hér á Norðftrði í mars s.l. Hefur nú myndast góður kjarni sem mætir alltaf'* sagði Eiríkur Karlsson, formaður Taflfélags Norðfjarðar sem NT ræddi við eftir Hraðskákmót Norðfjarð- ar ’84, sem haldið var í Fram- haldsskólanum á Norðfirði s.l. sunnudag. Kvaðst hann vonast til að hinn aukni áhugi ætti ■ Skákmenn í þungurn þönkum á Hraðskákmóti Norðfjarðar ’84. Eiríkur Karls- son horfir á. NT-mynd Svanfríður. eftir að segja til sín næsta haust. Taflfélagið er nýbakað- ur Austurlandsmeistari í skák. Siguvegari Hraðskákmóts- ins varð Eiríkur Karlsson, með 8 vinninga af 9 mögulegum. í lok mótsins fór fram verðlaunaafhending fyrir vetrarstarfsemina, en haldin voru alls 6 skákmót. Arnar og Kjartan Bjarg- mundsson, einnig leikari, slös- uðust á mánudag þegar vinnu- pallur sem þeir stóðu á gaf sig. Arnar hælbrotnaði á báðum fót- um en Kjartan ökklabrotnaði. Þriðji maðurinn sem var með þeim á pallinum slasaðist ekki. Nú þegar er ljóst að fresta verður upptökum á útvarps- leikritinu „Draumaströndin" eftir Andrés Indriðason. í sam- tali við NT sagði Stefán Baldurs- son, leikstjóri, að upptökum yrði frestað eitthvað fram á sumar. Þá var Arnar ráðinn til að leika eitt aðalhlutverk í mynd sem Ágúst Guðmundsson og ísfilm standa að. Upptökur á myndinni sem hefur hlotið vinnutitilinn „Sandur", eiga að hefjast 19. júní. Kjartan leikur eitt aðahlut- verkið í nýju leikriti Stúdenta- leikhússins „Láttu ekki deigan síga Guðmundur." Leikritið, sem samið er af þeim Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agn- arsdóttur, verður frumsýnt sem liður í Listahátíð mánudaginn 11. júní. Að sögn Hrefnu Haraldsdótt- ur, forstöðumanns Stúdenta- leikhússins, átti að ákveða í gærkvöld hvernig brugðistyrði við þessum vanda, en þar sem Kjartan ökklabrotnaði, er ljóst að hann getur ekki tekið þátt í leiksýningunni. „Það er mjög slæmt að Arnar slasaðist og mér fyndist það afar slæmt ef það þýddi að hann gæti ekki tekið þátt í myndinni," sagði Ágúst Guðmundsson í samtali við NT í gær. „Það er ljóst að það er mjög erfitt að fresta kvikmyndun," sagði Ágúst. „Bæði er að mynd- in á að gerast snemma sumars og að erfitt er að leigja húsnæði seinnipart sumars.“ Annars sagði Ágúst að hann hefði enn ekki talað við Arnar en fyrr gæti hann ekki rætt meira um málið. Ágúst sagði að enn hefði ekki verið tekin nein ákvörðun I samtali við NT í gær, sagði Arnar að hann vissi enn ekki hvernig færi með kvikmynda- tökuna. Upptökum sjónvarpsins á Gullna hliðinu var lokið á mánudag, en í því leikriti lék Arnar kölska. Arnar sagði að svo heppilega hefði viljað til að lögreglan hefði átt leið um þegar slysið átti sér stað og hefði því verið kallað á sjúkrabíl strax.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.