NT - 04.06.1984, Page 3

NT - 04.06.1984, Page 3
Mánudagur4. júní 1984 3 Kennarar hóta fjöldauppsögnum ■ Allsherjar atkvæðagreiðsla Kennarasambands íslands mun á næsta ári ráða aðild sam- bandsins að BSRB. Þá verður og tekin afstaða til stofnunar Bandalags kennara, þar sem Kennarasambandið og Hið ís- lenska Kennarafélag, muni sameinast. Þetta var samþykkt á þingi Kennarasambandsins um helgina. Mikil óánægja ríkir nú mcðal kennara með launamál og hafa þeir hótað fjöldauppsögnum. Þá telja ýmsir kennarar að hags- munamálum kennara verði best borgið með úrsögn úr BSRB og stofnun félags með sjálfstæðan samningsrétt í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa allflestir kennarar skólans skrifað undir uppsagnarbréf sem trúnaðarmaður geymir. Þetta kom fram í viðtali við þá Loft Magnússon og Magnús Jón Árnason sem báðir kenna við skólann. Sögðu þeir að mál þetta hefði verið borið upp á kepnarafundi þann 30. maí.Hafi þá verið samþykkt viljayfirlýs- ing, sem send var stjórn Kenn- arasambandsins, og þar sagt að kennarar Víðistaðaskóla muni segja upp ef á þyrfti að halda. Jafnframt skuldbinda kennar- arnir sig til að ganga ekki inn í störf annarra kennara sem þátt taka í fjöldauppsögnum. „Helstefna ríkisstjórnarinnar er að leggja kennarastéttina í rúst,“ sagði Magnús Jón. Sögðu þeir að laun kennara með þriggja ára háskölamenntun, væru um 16.000 krónur. Þeir sögðu einnig að leiðrétting á kjörum kennara yrði að vera veruleg, ef fólk ætti að haldast við kennslu. Uppsagnir kennara Víði- staðaskóla verða afhentar ef ekki fást kjarabætur í haust. Þá munu og fleiri kennarar íhuga uppsagnir. Þá skorar sambandið á BSRB að segja upp launaliðum kjara- samninga í haust. í ályktun. sem borin var upp af launa- og kjaranefnd, er einnig farið fram á að starf kennara verði endur- metið. Þá er hvatt til að upp: sögnum kennara verði safnað. í ályktuninni, sem var samþykkt, segir einnig að Kennarasam- bandið krefjist þess að fá fullan samnings- og verkfallsrétt. Á þinginu voru einnig af- greidd ýmiss mál frá skólamála- nefnd. Þar má nefna málefni Kennaraháskóla íslands, skóla- safnverði, endurmenntun kennara og starf skólamálafull- trúa. í umræðu um Kennarahá- skóla íslands kom fram að helm- ingur kennslu þar er unninn af stundakennurum. Sagði Svan- hildur Kaaber, formaður skóla- málaráðs Kennarasambandsins, að fjölga þyrfti föstum kennara- stöðum við skólann. Þá sagði Svanhildur að framlag til endur- menntunar kennara hefði minnkað talsvert og hefði áætl- un skólans verið skorin niður um helming. ■ Á þessari mynd frá Kennarasambandsþinginu í gær má m.a. sjá Kristján Thorlacius formann BSRB, Baldur Sveinsson kennara, Albert Kristinsson varafor- mann BSRB, Teit Þorleifsson kennara, Valgeir Gestsson formann Kennarasambands- ins og Svanhildi Kaaber formann skólamálanefndar Kennarasambandsins. Kristján Thorlacius: Samningsrétt til félaganna ■ „Ég tel að launaliðum kjarasamnings BSRB verði sagt upp í haust. Baráttan við verðbólguna hefur aðallega bitnað á launafólki og kjaraskerðing hefur orðið mikil,“ sagði Kristján Thorlacius formað- ur BSRB en hann sat þing Kennarasam- bandsins. / „Við uppgjör fyrirtækja hefur komið í' Ijós að gróði er af rekstri þeirra og stórgróði af sumum. Það er þörf á breytingum. Það hefur verið böðaður fundur með stjórn BSRB og samninga- nefnd 23. júní. Þar verður tekin ákvörðun um hvort launaliðum samninganna verði sagt upp. Ég tel ekki vafa á að það verði gert," „Ég tel að það ættj að setja á oddinn að færa allan; samningsrétt frá BSRB til einstakra félaga. Þetta hefur verið mikið rætt á undanförnum árum en ríkisvaldið hefur staðið gegn þessari breytingu. BSRB hefði mörg stórmál á sínum herð- um þótt verkfalls- og samningsréttur yrði fluttur til félaganna.“ Kristján sagði einnig að honum virtist mikil stemmning meðal kennara, að segja upp stöðum sínum. Hann sagði að það myndi veikja BSRB ef kennarar gengju úr samtökunum og benti á að félagar BSRB ■ Kristín G. Tryggvadóttir blaðafulltrúi Kennarasambandsþingsins: „Ekki hægt að aðskilja kjarabáttu og faglega umræðu skólamála." eru 18.000 en kennarar 3.000. Hann sagðist vonast til að ekki kæmi til úrsagnar kennara úr BSRB, og sagði að grundvallarhugmyndin væri sú sama nú og fyrir 42 árum. þegar BSRB var stofnac m.a. fyrir forgöngu kennara, að opinberii starfsmenn hefðu með sér heildarsamtök. Med Collagén t asíH JSftfrfa&ThM' lyivi gf Ofi Glimor shampó fyrir alla fíölskylduna Milt shampó, fyrir normalt og þurrt hár. Sérlega gott fyrir slétt, liflaust hár. Inniheldur Collagén. bhampó og hárnæring i sómu ftosku fyrir normalt og feitt hár Inniheldur Collagén. Inniheldur minna en 1% fitu, sem gerir það að verkum að hár ið fitnar ekki eins fljótt aftur og heldur frískleika sinum lengi Inniheldur Collagén. Urteshampoo BalsamShampoo Med Collagen Hvaðer Collagén? Collagén er náttúrulegt næringarefni sem styrkir hárið og viðheldur eðlilegum raka þess. Þar að auki gefur það hárinu fallega áferð og auðvelt er að greiða það. Collagén leggst utan á hvert einstakt hár eins og fíngerð filma og styrkir þau. Hættan á sliti í hári minnkar allverulega vegna áhrifa Collagéns. Heildsölubirgðir J.S. Helgason hf. Sími: 37450. — Brevtt símanúmer Afgreiðsla og ristjórn 6-86-300 Þeirsemlúra áfrétt 6-86-538 Kvöldsímar blaðamanna 6-86-306 og 6-86-387 Auglýsingar 18-300 og 6-86-300

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.