NT - 04.06.1984, Page 6
Hí
Mánudagur 4. júní 1984 6
Má taka mark á
farskönnuninni?
Pál Sigurðsson,
ráðuneytisstjóra
í Heilbrigðis-
ráðuneytinu.
■ Niðurstöður könnunar
Neytendafélagsins á gerla-
innihaldi í kjötfarsi og fiskfarsi
sem NT birti fyrir skemmstu,
hafa að vonum vakið mikla
athygli, Neysla á þessum vöru-
tegundum minnkaði verulega í
kjölfar rannsóknarinnar og
sumir kaupmenn -segja að það
þýði ekki aö hafa þessa vöru á
boðstólum fyrstu dagana eftir
að niðurstöðurslíkrarkönnunar
eru birtar.
NT haföi samband við
Magnús Finnsson hjá kaup-
mannasamtökunum og spurði
liann hvaða kröfur kaupmenn
teldu rétt að gera til rannsóknar
af þessu tagi til að unnt væri að
taka verulegt mark á niður-
stöðum hennar. Magnús brást
vel við þessari spurningu og gaf
okkur upp spurningalista sem
við síðan lögðum fyrir Jóhannes,
Gunnarsson hjá Neytenda-
félaginu.
Fara spurningarnar og svörin
hér á eftir:
1. Hvenær var könnunin
gerð?
Könnunin var gerð í tvennu
lagi. Friðjudaginn 8. maí voru
tekin sýndi úr 6 verslunum og
viku síðar, 15. maí voru tekin
sýni úr 6 verslunum til viðbótar.
Þetta stafar af því að Matvæla-
rannsóknir ríkisins anna ekki
meiru í einu.
2. Hver gerði könnunina?
Neytendafélagið stóð að
sýnakaupunum en sýnin voru
síðan rannsökuð hjá Matvæla-
rannsóknum ríkisins.
3. Var fulltrúi vcrslunarinnar
viðstaddur sýnatökuna, eða ein-
hver frá opinberum aðilum, til
þess að fylgjast ineð að rétt væri
að málum staðið?
Við sýnatökuna var það versl-
unin sjálf sem afgreiddi okkur
og viö létum að sjálfsögðu alls
staðar vita í hvaða tilgangi við
keyptum svona ógurlega lítinn
skammt. Við höfum þaó sem
meginreglu að láta vita þegar
við gerum svona kannanir.
4. Var sýnið sett í umbúðir
frá versluninni eða aðrar um-
búðir?
Við fórum með þetta í þeim
umbúðum sem verslunin hafði
pakkað í og hreyfðum aldrei við
þeim. Sýnin voru auðkennd
með tölustöfum, þannig að Mat-
vælarannsóknir vissu aldrei frá
hvaða verslun hvert sýni kom.
5. Var sýnið flutt í kælitösku
á rannsóknarstað?
Nei. Við erum að dæma vöru
eins og hún kemur á borð neyt-
andans. Hins vegar var farið
með sýnin beina leið á rann-
sóknarstað og það tók ekki
lengri tíma en venjulegt er að
það taki fólk að komast heim.
6. Hve langur tími leið, frá
því sýnið var tekið þangað til
rannsókn þess fór fram?
Það líður í mesta lagi klukku-
tími frá því sýnið er tekið í
versluninni, þar til það er komið
inn á Matvælarannsóknir. Að
öðru leyti verða Matvælarann-
sóknir að segja til um þetta.
7. Var tekin kvittun fyrir
sýninu í viðkomandi verslun til
staðfestingar á því hvar það
væri fengið?
Að sjálfsögðu.
Er afsakanlegt að leyfa framleiðslu á
matvöru sem að sögn forstöðumanns
Heilbrigðiseftirlitsins er „skítavara
sem aldrei er hægt að treysta“?
„Hg tel, að ef varan er eins og
liann lýsir henni og ég heyrði
liann lýsa henni í sjónvarpinu,
þá cigi hvorki að heimila fram-
leiðslu né sölu á henni. Það er
mín persónulega skoðun."
Eru þá kannski uppi áform í
ráðuneytinu um að banna fram-
leiðslu og sölu á farsi?
„Við höfum ekki með
ákvörðun um þessi mál að gera.
Það eru heilbrigðisnefndir sveit-
arfélaga og Hollustuvernd ríkis-
ins, sem hafa með þetta að gera
samkvæmt sérstökum lögum,
þannig að þessi mál koma ekki
til okkar kasta."
Líf og fjör
í farsinu!
•Rannsokn Neytendalélags Reykjavíkur """—
|Líflegur gerlagróður í
rjöt* og fiskverslunum'
- sailrkóligerlar finnast í kjót- og fisklarsi
4* ?
Kjötfarsið í Melabúðinni
„Ekki framleitt hér“
■ „Það vill nú svo undarlega til að þetta
var í fyrsta sinn í 20 ára sögu verslunar-
innar sem ég hef keypt fiskhakk og ég
geri það áreiðanlega ekki aftur", sagði
Guðmundur Júlíusson, kaupmaður í
Melabúðinni, þegar NT sló á þráðinn til
hans, til að spyrja um viðbrögð hans við
niðurstöðum gerlakönnunarinnar.
„Eg vil reyndar taka það fram til að
fyrirbyggja allan misskilning að kjötfarsið
er ekki framleitt hér í búðinni og í því eru
engin hráefni héðan. Kjötfarsið er keypt
hjá Búrfelli. Það kemur hingað á morgn-
ana og fer beint í kæliborðið þar sem það
er geymt yfir daginn í 3 gráðu hita."
Guðmundur bætti því við að það
heyrði nánast til undantekninga að selt
væri fars frá deginum áður.
Við spurðum Guðmund um viðbrögð
hans við niðurstöðunum og sagðist hann
þegar hafa kvartað við Búrfell sem fram-
leiðir farsið og hefðu menn þar lofað að
reyna að bæta enn meðferðina á þessari
viðkvæmu vöru. Guðmundur kvaðst
einnig fylgjandi því að eftirlit með þessu
yrði hert.
Guðmundur sagðist á hinn bóginn
sjálfur framleiða fiskfars og væri það
unnið úr bestu fáanlegum hráefnum,
nýjum fiski, ferskum og eggjum og nýrri
mjólk.
Kjötfars:
STETT
mÞSTÉ
UR HELLUM OG BROTSTEINUM
SEM VID SELJUM.
HJA OKKUR FAIÐ ÞID
MARGS KONAR HELLUR OG
BROTSTEINA í STÉTTAR
OG GARDSKREYTINGAR.
STÍGA OG ÞREP.
MUNIÐ OKKAR OTRULEGA
HAGSTÆÐU GREIDSLUSKILMALA
- 20% ÚT OG
AFGANGINN Á 6 MÁNUÐUM.
„Bölvuð
skítavara
ii
SIMINNER
28600
JL
IBYGGING AVORUR
HRINGBRAUT 120: SÖLUSTJÓRI. 28-693 MÁLNING OG VERKFÆRI . 28-605
GÓLFTEPPADEILD. 28-603 SKRIFSTOFA. 28-620 BYGGINGAVÖRUR 28-600
TIMBURDEILD . 28-604 HARÐVIÐARSALA. 28-604 FLlSAR. HREINLÆTISTÆKI. 28430
■ „Þetta er bölvuð skítavara, hreint út
sagt. og það er aldrei hægt að treysta
henni", sagði Oddur R. Hjartarson, for-
stöðumaður Heilbrigðiseftirlitsins.
Oddur kvað niðurstöðurnar úr þessari
könnunNeytendafélagsins ekki sérstakar
á neinn hátt. „Kjötfars hefur alltaf verið
svona og ef eitthvað er, þá er það heldur
skárra en það hefur verið. Þetta eru
vandræðamatvæli. Það er úrgangskjöt
sem notað er í þetta og blandað í það alls
konar hráefnum, svo er þetta pískað
saman og verður náttúrlega eins gott
gerlaæti og hugsast getur."
Við spurðum Odd þvínæst hvernig
eftirliti með svona viðkvæmri vöru væri
liáttað. Hann sagði að reglulega væru
teknar stikkprufur bæði hjá seljendum og
framleiðendum og ef eitthvað væri veru-
lega athugavert, þá væri fylgst nieð þeim
aðila og hann varaður við. Ef ástandið
batnaði ekki væri unnt að svipta menn
framleiðsluleyfi.
Oddur sagði þó að eftirlitið þyrfti að
vera betra, þcir aðilar sem stikkprufurnar
væru teknar hjá væru valdir af handahófi
í hvert sinn og segja mætti að einn og einn
framleiðandi gæti framleitt ósöluhæft
kjötfars í alllangan tíma án þess að upp
kæmist.