NT - 12.06.1984, Blaðsíða 7

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. júní 1984 7 Dalalíf: Miklu stolið ■ Löggæsla á Dalalífi í Þjórs- Hartmannsson (fremst á árdal var í höndum Selfosslög- myndinni). reglunnar. NT hitti þá Guö- „Einu tjaldi með innihaldi mund Hartmannsson, Gud- hefur verið stolið, en aðallega mund Eggertsson og Heiðar er stolið útvarps- og segul- Jónsson. „Það hefur verið al- bandstækjum, fatnaði og pen- menn ölvun en engar óspektir. ingum.“ Þeir Guðmundur Svona útisamkomum fylgir Eggertsson (t.v.) og Heiðar fyllerí, þannig að ef engin slys tóku undir orð félaga.síns og verða þá erum við ánægðir. sögðu að margir hefðu komið Hins vegar ber mikið á þjófn- ansi illa búnir með lítið annað uðum,“ sagði Guðmundur en fötin sem þeir stóðu í. Laugarvatn: Góð um gengni ■ Á Laugarvatni mæddi mest á Má Björgvinssyni, útibús- stjóra kaupfélagsins og Ólafí Bjarnasyni starfsmanni kaupfé- lagsins. Þeir sjá um tjaldsvæðið á Laugar- vatni og tóku á móti um 2000 gestum um helgina. Þeir báru gestum góða söguna - sögðu að þrátt fyrir einhverja ölvun hefðu ekki orðið nein vand- ræði. Þeir vildu láta koma fram aö framkoma ung- linganna hefði verið til fyrirmyndar og vel gengið um svæðið. Á Laugarvatni var ekki meiri viðbúnaður en venjulega en þó gátu þeir kallað út hjálp ef á þurfti að halda. Þeir Már og Ólafur björguðu síðan út- sendurum NT frá því að verða bensínlausir á miðri Lyngdalsheiði og hafi þökk fyrir. „Hefðbundið fyllerí" segir formaður Héraðs- sambandsins Skarphéðinn ■ „Þetta er bara hefðbundið venjulegt íslenskt fyllerí,“ sagði Guðmundur Kr. Jónsson formaður Héraðssambandsins Skarphéðinn. Hann var að koma úr eftirlitsferð um svæð- ið þegar NT hitti hann í hlið- inu. Hann sagði mótið hafa gengið þokkalega en að búist hefði verið við fleiri gestum. Hann sagðist vera mest hissa á því hversu mikla peninga unglingarnir hefðu fyrir brennivíni en aðgangseyrir að skemmtuninni var 1000 krónur. Ungmennafélögin voru með fjölmennt starfslið.voru um 80 á hverri vakt. í samtali við Þröst Ingvars- son, yfirhliðvörð, kom fram að reiknað hefði verið með að 1600 gesti þyrfti til að skemmt- unin bæri sig. Hann sagði að hagnaðurinn færi til rekstrar ungmennafélaganna sem þyrftu mikið fjármagn. Guðmundur Kr. Jónsson S UMA R TILBOÐ FRÁ AGU Örfair bílar af FíatRitmo ’83. Verð aðeins kr. 269þús. Frábœr bíll áfrábæru verði Fíat-kjörin hafa skipað sér sérstakan sess í bílaviðskipta- lífinu. Egill Vilhjdlmsson h/f Smiðjuvegi 4 c, 200 Kópavogi. Sími 77200 og 77202.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.