NT - 12.06.1984, Blaðsíða 16

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 16
Rás2 Rás 1 kl. 14.45 kl. 17. Rcnko og Hill lögregluþjónar eru leiknir af þeim Charles Haid og Michael Warren. Sjónvarpkl. 21.45: Verðir laganna - Kemur forsetinn loksins? ■ Pátturinn um löggurnar amerísku, Verðir laganna eða Hill Street Blues, hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá sjón- varpsáhorfendum. Fjórði þátt- urinn er á dagskrá í kvöld og spurningarnar eru margar. Tekst Frank Furillo lögreglu- fulltrúa að sættast við konu sína svo að hann fái tíma til að fitla við lögfræðinginn fagra? Lendir La Rue í mútu- netinu sem löggan situr föst í, eða tekst þessari kvensömu leynilöggu að fletta ofan af spillingunni? Og við bíðum spennt eftir því hvort Hill og Renko lendi í einu rifrildinu enn',- og fari svo að grenja og sættist. Svörin við þessum spurningum fást kl. 21.45- Að síðustu verður lesið úr bréfum og dregið í getraun- inni. Og auðvitað eru svo öll nýjustu lögin í þættinum. Eðvarð Ingólfsson fær mikið af bréfum í þáttinn, allt upp í 400 á viku. Hann segir þó að heldur hafi dregið úr bréfa- fjöldanum upp á síðkastið, væntanlega vegna sumarfría og annars. „Ég er ángæður með að fá svona mörg bréf, því ég bæði fyrir mér ef ég fengi þau ekki. Pátturinn á að vera vettvangur unglinganna". I bréfunum er sagt frá félags- lífi skólum og þorpum bréfrit- aranna. Eðvarð hefur safnað símanúmerum úr þessum bréfum og komið upp fréttaritarakerfi á svæði Rásar 2. „Maður nær svona vissum kontakt við krakkana í gegn- um þetta,“ segir Eðvarð. Þátt- urinn er ætlaður 12-16 ára unglingum. Sjónvarp kl. 22.30: Kvótakerfið - kostir þess og gallar ■ í kvöld verður umræðu- þáttur um kvótakerfið og reynsluna af því í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Ætti það að verða hinn fjörugasti þáttur ef að lík- um lætur, því kvótakerfið hefur verið mikið deiluefni eins og menn vita. Rað er Ingvi Hrafn Jónsson (þessi með grettuna) sem stýrir umræðum en þátttakendur verða annars Halldór As- grímsson sjávarútvegsráð- herra, Guðjón A. Krist- jánsson, forseti Far- manna- og fiskimannasam- bands íslands, Kristján Ragnarsson framkvæmda- stjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna og Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri á Neskaup- stað. Skyldi þessi hafa fengið stóran kvóta? Þriðjudagur 12. júní 1984 16 Frístund - Þáttur Eð- varðs Ingólfs- sonar Upptaktur ■ Upptaktur nefnist tónlist- arþáttur sem Guðmundur Benediktsson er með í dag á ( Rás 1. „Petta hefur þróast eftir að Rás 2 tók til starfa út í það að ekki er spilað mikið af allra vinsælustu lögunum," segir Guðmundur. „Ég spila meira af lögum sem ekki heyrast mjög oft, eða þá lög af stórum plötum sem hafa að geyma eitt eða tvö vinsæl lög, ég spila þá hin lögin, þau sem ekki heyrast ella. Eg er búinn að vera með þáttinn í eitt ár, og þetta byrjaði svipað og aðrir popp- þættir, en hefur þróast svona í seinni tíð“. ■ Eðvarð Ingólfsson er með unglingaþáttinn Frístund á Rás 2 í dag. I þættinum í dag verður Bergþóra Guðmunds- dóttir aðstoðarþulur. í þættingum verður talað við Stefán Baxter, íslandsmeistara í break-dansi. Fjallað verður um ökunám, talað við öku- kennara og væntanlega ein- hvern sem tekið hefur bílpróf. Síðan veröur hringt til Kirkju- bæjarklausturs og talað við Helgu Björgu Dagbjartsdóttur. ■ Eðvarð Ingólfsson. Guðmundur hefur t.d. spil- að lag með Peter Gabriel, sem er á sömu plötu og Against All Odds með Phil Collins er á. Hann spilar einnig lög með hljómsveitum eins og Mar- illion og Smiths. Hefur ekki Rás 2 vinninginn í hlustuninni? „Jú, ég geri ráð fyrir að það sé minna hlustað á þáttinn þess vegna, menn láta Rásina ganga og skipta ekki um þótt eitthvað áhugavert sé á gömlu rásinni. En það má ekki gleyma lands- byggðinni, þessari sem enga Rás 2 hefur, maður verður að taka tillit til þess að hafa ekki tónlistina of þunga“. Hvað er þín uppáhalds- músík? „Ég hef aldrei átt neina sérstaka uppáhaldsmúsík, það er alltaf eitthvað nýtt að koma ■ Guðmundur Bcnediktsson á Mánaáruin sínum. fram. Þótt einhver geri eitt- hvert stórvirki einhverntímann þá er ekki víst að henn geri það aftur. Menn eru alls ekki öfundsverðir þótt þeir detti í lukkupottinn, kannski slær fyrsta eða önnur platan í gegn og eftir það er allt sem þessir menn gera borið saman við það. Ég nefni t.d. Mike Old- field í þessu sambandi, hann hefur aldrei náð viðlíka vin- sældum og með fyrstu plöt- unni, Tubular Bells“. Þriðjudagur 12. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. í bitið - Hanna G. Sigurðardóttir og lllugi Jökulsson. 7.25 Leik- fimi.Jónína Benediktsdóttir 7.55 Daglegt mál. Endurt. Þáttur Marö- ar Arnasonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Oddur Albertsson talar. 9.00 Fre'ttir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Hindin góða“ eftir Kristján Jó- hannsson Viðar Eggertsson les (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10Veöurfregnir.For- ustugr. landsmálabl. (útdr.) 10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfríður Siguröardóttir á Jaðri sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.15 Tónleikar Ólafur Þórðarson kynnir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Ameriskt „Kántrí“ 14.00 „Endurfæðingin" eftir Max Ehrlich Þorsteinn Antonsson les þýðingu sína (9). 14.30 Miðdegistónleikar Artur Bals- am leikur Píanósónötu nr. 30 í A-dúr eftir Joseþh Haydn. 14.45 Upptaktur - Guðmundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréftir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Islensk tónlist Sinfóníuhljóm- sveit íslands leikur „Mörð Valgarös- son“, leikhústónlist eftir Leif Þórar- insson; höfundurinn stj. / og Klarin- ettukonsert eftir Pál P. Pálsson. Einleikari: Sigurður I. Snorrason; höfundurinn stj. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp. - Sigrún Björnsdóttir og Sverrir Gauti Di- ego. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Sagan: Flambardssetrið II. hluti, „Flugið heillar" eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu sína (10). 20.30 Horn unga fólksins í umsjá Sigurlaugar M. Jónasdóttur. 20.40 Kvöldvaka a. Kynni mín af Haraldi á Kambl Jón R. Hjálmars- son ræðir við Hjört L. Jónsson á Eyrarbakka um kynni hans af Har- aldi Hjálmarssyni frá Kambi i Deildardal. b. Sveitamóður á of- anverðri 19. öld Eggert Þór Bern- harðsson heldur áfram aö lesa úr fyrirlestri Bríetar Bjarnhéðinsdóttur „Sveitalifið og Reykjavikurlifið", sem hún flutti árið 1894. 21.10 Frá ferðum Þorvaldar Thor- oddsen um ísland 2. þáttur: Reykjanes sumarið 1883. Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari með honum: Snorri Jónsson. 21.45 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu í þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar (25). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Listahátíð 1984: Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari Hljóðritun frá tónleikum i Bústaða- kirkju fyrr um kvöldið. - Kynnir: Baldur Pálmason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Þriðjudagur 12. júní 18.00 Danmörk - Frakkland Bein útsending frá París. Fyrsti leikur [ úrslitakeppni Evrópumóts lands- liða í knattspyrnu. 20.15 Fréttir og veður 20.45 Auglýsingar og dagskrá 20.50 Myndlistarmenn. Leifur Breiðfjörð glerlistarmaður. 20.55 Á járnbrautaleiðum 2. Ferðin til landsins að fjallabaki. Breskur heimildamyndaflokkur i sjö þáttum. í þessum þætti liggur leiðin um Dourodal i Portúgal um vín- uppskerutímann. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. Þulur Þorsteinn Helgason. 21.45 Verðir laganna 4. Er ný víkingaöld í aðsigi? Bandarískur framhaldsmyndaflokkur um lög- reglustörf í stórborg. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 22.30 Kvótakerfið í vertíðarlok - kostir og gallar Umræðuþáttur i beinni útsendingu um reynsluna af fiskveiöikvótakerfinu fyrsta hálfa árið. Þátttakendur verða Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, Guöjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands, Kristján Ragn- arsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands islenskra útvegsmanna og Ólafur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, Neskaupstað. Um- ræðum stýrir Ingvi Hrafn Jónsson. 23.25 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson, 23.45 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.