NT - 12.06.1984, Blaðsíða 23

NT - 12.06.1984, Blaðsíða 23
iMuVivmi iriu; i m m Samúel Örn Erlingsson (áb), Björn Leósson, Þórmundur Bergsson 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu-fimmta umferð: NT-lið umferðarinnar: Þorsteinn Bjarnason ÍBK (1) Jónas Róbertsson Þór (1) Valþór Sigþórsson ÍBK (1) Ormarr Örlygsson KA (2) Pétur Arnþórsson Þrótti (2) Daði Harðarson Þrótti (1) Steingrímur Birgisson KA (3) Loftur Ólafsson UBK (1) . Guðmundur Þorbjömsson Val(l) Njáll Eiðsson KA (1) Ragnar Margeirsson IBK (3) nSw' v’ ■ Guðmundur Þorbjörnsson gengur af velli í lok fyrri hálfleiks glaður í bragði, enda Valsmenn betri í fyrri hálfleik. NT mynd Kóbert Færin komu loksins í lokin STAÐAN í 1. DEILD: Heima Uti Samtals ÍBK Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U J T M St. 3 2 1 0 4-2 7 3 2 1 0 3-1 7 6 4 2 0 7-3 14 IA 3 2 0 1 3-2 6 2 1 1 0 5-2 4 5 3 1 1 8-4 10 Þróttur 3 2 1 0 4-0 7 3 0 2 1 3-4 2 6 2 3 1 7-4 9 KA 3 1 1 1 6-5 4 2 1 1 0 3-2 4 5 2 2 1 9-7 8 Fram 2 1 1 0 3-2 4 4 1 0 3 4-6 0 6 2 1 3 6-8 7 Víkinqur 3 1 2 0 4-3 5 2 0 1 1 3-4 1 5 2 2 1 7-7 6 KR 3 1 1 1 6-8 4 3 0 2 1 1-3 2 6 1 3 2 7-11 6 Þór 2 0 0 2 0-4 0 4 2 0 2 7-7 6 6 2 0 4 7-11 6 UBK 2 0 0 2 0-2 0 3 1 2 0 2-1 5 5 1 2 2 2-3 5 Valur 4 0 3 1 2-3 3 2 0 0 2 0-2 0 6 0 3 3 2-5 3 ■ Enn einu sinni spilum við betur, en höfum ekki upp úr því sigur. Við höfum ekki spil- að nema einn leik illa í mótinu, en verið betri aðilinn í hinum öllum. En það er ekki nóg að spila vel og Ijúka ekki verk- inu“, sagði Ian Ross, þjálfari Valsliðsins í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli Vals og Þróttar í gær. „En ég get ekki annað en verið ángæður með eitt stig, að vera undir þegar 20 mínútur eru eftir, og ná svo stigi hlýtur að teljast gott“, sagði Ross ennfremur. - „Ég er ánægður með þetta, það hefði ekki verið sanngjarnt að við hefðum unnið þennan leik 1-0, en við áttum mögu- leika á að vinna hann 2-1. Þetta eru ágæt úrslit, við stóð- um vel að hafa 0-0 í hálfleik“, sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Þróttar eftir leikinn. Ágæt knattspyrna var sýnd í leiknum. Miðvallarspilarar með miklum ágætum, en brodd vantaði í sóknina hjá báðum liðum. Þannig skapað- ist hætta við bæði mörkin eftir hornspyrnur í fyrri hálfleik, en! enginn fylgdi á eftir. Annars færi lítil í fyrri hálfleik. Vals-j menn þó betri, en sóknir þeirra i strönduðu ávallt á Ársæli Kri- stjánssyni. í síðari hálfleik lifnaði leikurinn eftir því sem leið á. t Þróttararuppskáru mark á 60. mínútu, besti maður vallarins, Ársæll Kristjánsson aftasti maður í liði Þróttar, gaf fyrir, Páll Ólafsson skallaði inn í og boltinn barst til Júlíusar Jú- líussonar sem skoraði af stuttu færi. Valsmenn tóku eftir þetta leikinn í sínar hendur, og svo fór að þeir jöfnuðu á 73. mín- útu. Örn Guðmundsson gaf fyrir, Guðmundur Þorbjörns- son þokaði knettinum til Hilm- ars Harðarsonar sem sneri vel af sér mann í teignum og skoraði með góðu skoti frá vítapunkti, virkilega fallegt mark. Eftir þetta pressuðu Vals- menn þar til í lokin. Örn skallaði framhjá eftir góða fyrirgjöf Hilmars Harðar, Hilmar Sighvats skallaði rétt framhjá og Guðmundur skaut réttframhjá. En Þróttarar áttu góð færi í lokin, Þorvaldur Þorvaldsson skaut langt framhjá kominn einn inn fyrir eftir frábæra sendingu Ásgeirs, og Ársæll skaut þrumuskoti af 30 metra færi sem slegið var yfir af Stefáni Arnarsyni mark- verði. Úr horninu skallaði Ársæll, og aftur sló Stefán yfir. Sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var á líf- legum lokamínútunum, en heldur var dauft yfir tækifær- um fram að því. Baldur Schew- ing dæmdi. I HNOT- SKURN ■ Þokkalegur leikur, vel leikið á miðjunni og í vörn- inni en broddinn vantaði í sóknina. Leikurinn skiptist í fjóra kafla, fyrsti var jafn, annar var Vals, þriðji Þróttar og f jórði Vals. Þóáttu Þróttar- ar opin og góð færi í lokin. Mark Þróttar skoraði Júlíus Júlíusson, en Hilmar Harðar- son jafnaði fyrir Val. Úrslit nokkuð sanngjörn. Áhorf- endur um 400, þrátt fyrir rign- ingu. EINKUNNAGJOF NT: VALUR: Stefán Arnarson 3 Þorgrímur Þráinsson .... 2 Guðmundur Kjartansson . 4 Jóhann Þorvarðarson ... 3 Grímur Sæmundsen 2 Örn Guðmundsson 2 Bergþór Magnússon .... 5 Guðmundur Þorbjörnsson 3 ValurValsson 3 Hilmar Harðarson 3 Anthony Gregory 5 Hilmar Sighvatsson 5 Skiptingar: Hilmar Sighvats- son kom inn fyrir Anthony Gregory á 64. mín. ÞRÓTTUR: Guðmundur Erlingsson . 4 Kristján Jónsson 3 Björn Björnsson 5 Jóhann Hreiðarsson 4 Ársæll Kristjánsson 1 Pétur Arnþórsson 2 Ásgeir Elíasson 2 Daði Harðarson 5 Júlíus Júliusson 5 Páll Ólafsson 4 Arnar Friðriksson 4 Þorvaldur Þorvaldsson .. 6 Skiptingar: Þorvaldur kom inn fyrir Daða í hálfleik, og Sverrir Pétursson fyrir Arnar á 82. mín. STAÐAN í 2. DEILD: Heima Uti Samtals Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U J T M St. FH 2 2 0 0 8-2 6 2 1 1 0 3-1 4 4 3 1 0 11-3 10 Völsunqur 2 2 0 0 4-0 6 2 1 0 1 3-3 3 4 3 0 1 7-3 9 Njarðvík 1 1 0 0 2-f 3 3 2 0 1 3-1 6 4 3 0 1 5-2 9 KS. 3 2 1 0 7-2 4 0 0 0 0 0-0 0 3 2 1 0 7-2 7 Skallaqr. 3 1 1 1 5-5 4 1 0 1 0 1-1 1 4 1 2 1 6-6 5 Víðir 2 1 0 1 2-2 3 2 0 1 1 2-4 1 4 1 1 2 4-6 4 IBV 2 0 2 0 3-3 2 1 0 1 0 2-2 1 3 0 3 0 5-5 3 Isafjörður 2 0 0 2 2-5 0 2 1 0 1 4-4 3 4 1 0 3 6-9 3 Tindastóll 1 0 0 1 0-2 0 3 1 0 2 3-10 3 4 1 0 3 3-12 3 F.inherji 0 0 0 0 0-0 0 3 0 0 3 2-6 0 3 0 0 3 2-6 0 Oruggur sigur Siglfirðinga ■ Siglflrðingar unnu verð skuldaðan sigur á Einherja í 2 deildarkeppninni í knatt spyrnu á Siglufirði á laugardag Úrslit leiksins urðu 3-1 heima mönnum i hag, og var leikur inn skemmtilegur á að horfa, og mikið af færum, sem reynd- ar voru flest Siglfirðinga. Óli Agnarsson skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu, er hann og Jakob Kárason fylgdu vel á eftir sendingu inn í vítateig Einherja. Fleiri mörk ; skoruðu Siglfirðingar ekki í l fyrri hálfleik þrátt fyrir mörg ; góð færi. í síðari hálfleik kom hinn ungi og efnilegi nýliði Sævar Guðjónsson, Siglfirð- ingum í 2-0 með góðu skalla- marki, Jakob Kárason gaf vel fyrir, Björn Ingimarsson skall- aði út til Sævars sem skallaði í netið. Austfirðingar svöruðu fyrir sig 10 mínútum síðar með skallamarki Jóns Gíslasonar eftir aukaspyrnu, en Sævar gulltryggði sigur Siglfirðinga með góðu marki 9 mínútum fyrir leikslok, er hann sendi bolta sem hann fékk frá mót- herja í vítateignum viðstöðu- laust í netmöskva Einherja. Siglfirðingar áttu fjölmörg önnur góð færi.en þau strönd- uðu á Hreiðari Sigtryggssyni markverði og þjálfara Ein- herja. Einherjaliðið virtist frekar bitlaust í leiknum, og líklegt að það muni verða í vandræðum í annarrardeildar- keppninni í sumar, ef það ekki bætir sig verulega. Nær heil umferð í kvöld ■ í kvöld veröur leikin nær heil umferö í 2. deil’d- inni í knattspyrnu. Fjórir leikir eru, og sá fimmti er annaðkvöld. í kvöld verða eftirtaldir leikir: Borgames: Skallagr-Yíðir Húsavík: Völsungur-Einh. Kaplakriki: FH-KS Sauðárkr.: Tindast.-ÍBÍ Annað kvöld leika svo Njarðvík og ÍBV í Njarðvík. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Leikurinn í Hafnarfirði gæti orðið spennandi, þar fara tvö lið sem hafa tap- að jafnmörgum stigum, FH sem er á toppnum, og Siglufjörður sem situr í fjórða sæti og hefur leikið einum leik færra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.