NT - 02.08.1984, Blaðsíða 1

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. ágúst 1984-192. tbl. 68. árg. Forseti tók við embætti í annað sinn: Mannfjöldi fagnar á Austurvelli ■ Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Austurvelli síðdegis í gær, í blíðu veðri, til að fylgjast með annarri embættistöicu for- seta Islands frú Vigdísar Finn- bogadóttur. Um það leyti sem forsetinn steig út á svalir Al- þingishússins með kjörbréf sitt í hendi og minntist ættjarðar- innar, lætur nærri að um tvö þúsund fagnandi íslendingar hafi þakið allan Austurvöll. Embættistakan hófst með göngu forseta og handhafa for- setavalds úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna, þar sem séra Ólafur Skúlason, vígslubiskup, stjórnaði guðsþjónustu. Síðan var aftur gengið yfir í þinghúsið, þar sem embættistakan fór fram, að viðstöddum um eitt hundrað gestum, ráðherrum, al- þingismönnum, embættis- mönnum og sendiherrum er- lendra ríkja. forsetinn aftur inn í fundarsal Sameinaðs þings, og flutti þar ávarp, sem varpað var með gjallarhornum yfir Austurvöll. Við athöfnina söng Dómkór- inn og Lúðrasveit Reykjavíkur lék. ■ Þingmenn lýðveldisins mynduðu hálfhring kringum forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, þegar hún flutti ávarp sitt í Alþingishúsinu í gær. NT birtir ræðu forsetans í blaðinu á morgun. NT-mynd: An Verkamannasamband Islands: Embættistaka forsetans: Lögregl- unni um megn Þoldi ekki hitann og kyrrstöðuná ■ Virðulegar athafnir eru ekki alltaf teknar út með sældinni fyrir þá sem að þeim standa. Svo var einnig í gærdag er heiðurs- vörður úr röðum lögregl- unnar hneig í ómegin við embættistöku forsetans okkar, Vigdísar Finn- bogadóttur. Hafði lög- regluþjónninn staðið hreyfíngarlaus í hálfan annan tíma, kappklæddur í svartan lögreglubúning - eins og lög gera ráð fyrir - í steikjandi hita og glamp- andi sól. Sennilega hefur hjartanu orðið nóg um ósköpin, því skyndilega þvarr manninum máttur og hann hneig til jarðar. Félagar hans brugðu skjótt við þessari uppá- komu, og fyrr en varði var hann umkringdur hátt á einum tug lögregluþjóna sem stumruðu áhyggju- fullir yfir starfsbróður sínum. Þessi uppreisn lík- amans var vinsamlega tek- in til greina, og maðurinn fékk að yfirgefa heiðurs- vörðinn. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar þá jafnaði maðurinn sig brátt, og komst fljótlega til starfa á nýjan leik. NT beinir þeim tilmæl- um til ráðamanna að bún- ingamál íslenskra lög- regluþjóna verði endur- skoðuð með tilliti til sumartímans, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem lög- regluþjónn brennur yfir í sumarhitum. Krefst nærri 50% kauphækk' unar fyrir fiskvinnslufólkið Afhendir kröfugerð sína í næstu viku Þór Vilhjálmsson, forseti hæstaréttar, las upp kjörbréf forseta, og eiðstaf forseta um tryggð við stjórnarskrána. Síð- an undirritaði Vigdís Finnboga- dóttir eiðstafinn, og tók að því loknu við kjörbréfi sínu úr hendi forseta hæstaréttar. Eftir að hafa farið með bréfið út á svalir Alþingishússins, snéri ■ Verkamannasamband ís- lands mun krefjast 46,7% hækk- unar á taxta fiskvinnslufólks. Að sögn Guðmundar J. Guð- mundssQnar hefur fram- kvæmdastjórn þess sent aðild- arfélögunum kröfugerðina og verður hún afhent VSÍ í næstu viku. Verkamannasambandið gerir nú kröfu um að launaflokkar verði aðeins fimm í stað níu áður, lægstu laun verði 14.000 krónur, en það er 8,4% yfir kauptryggingu. Annar flokkur verð 14.700 kr. (13,8% frá kauptr.) þriðji fl. en þar er fiskvinnslufólk verði 15.435 (19,5% frá kauptr.) Fjórði fl. 16.052 (24,3%) og fimmti fl. 16.694 (29,3%). Eftir fimm ára starf hækki öll laun um rúmlega 2000 krónur. Lægsti taxti fiskvinnslufólks er nú 10.522 kr., en kauptrygg- ingin er 12.913 kr. Hins vegar byggir öll bónusvinna á töxtum, þannig að t.d. fiskvinnslufólk nýtur ekki kauptryggingar í reynd. Ekki nema sú fáránlega staða komi upp að kaupið og bónusinn samanlagt sé undir kauptryggingu. Fólki innan Verkamanna- sambandsins er nú raðað í launaflokka frá 8.-17. í 8. fl. er taxtinn 10.522 kr. í 17. fl. 12.476 kr. Þriggja prósenta kauphækkunin sem á að koma 1. sept. er reiknuð inn í þessa kröfugerð. Nú hafa rúmlega 40 af 55 félögum Verkamannasam- bandsins sagt upp samningum og rösklega 90 af félögum innan ASÍ, þar af öll stærstu félögin nema Verslunarmannafélag Reykjavíkur. erá bls.5 ■ Flutningsgjöld nema allt að 20% af útsöluverði innfluttra nauðsynjavara. Samtals eyddum við 2,400 milljónum króna í flutn- ingsgjöld til landsins á síð- asta ári. Það er augljóst að kostnaður við flutninga er meiriháttar útgjaldaliður hjá einstaklingum og þjóð- inni í heild. En eru flutningsgjöld ís- lensku skipafélaganna óhófleg? Félögin fengu 365 til 600% hækkun á flutn- ingatöxtum á yfir þriggja ára tímabili, á meðan laun sjómanna og almennt verð- lag hækkaði mun minna. Taxtar færeysku skipanna sem sigla til Austfjarða virðast vera mun lægri, jafnvel meira en helmingi lægri. Sumir telja að opinber skráning flutningataxta hafi gengið sér til húðar, og standi verðsamkeppni á milli skipafélaganna fyrir þrifum. Verðlagsráð mun endurskoða afskipti sín af verðtöxtunum síðar á ár- inu. En myndi frelsi í taxta- skráningu leiða til lækkunar flutningsgjalda? Hvaðsegja menn í kaupskipabransan- um um það? NT tekur flutningamálin fyrir í úttekt í dag. Álmálið: Hver er besta leiðin NT ræðir við þá Guðmund G. Þórar- insson, Gunnar Schram og Hjörleif Guttormsson Sjábls.4

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.