NT - 02.08.1984, Blaðsíða 2

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 2
AUK hf. 15.116 HONUSTA FYRIR ÞREYITA BIISIX)RA Esso er með bensín- afgreiðslu við Veitinga- stofuna Þyril í Hvalfirði. Eins og að líkum læmr færðu þar bensín, olíur og helstu smávarahluti í bílinn. Eftir að hafa sinnt þörfum farkostsins get- urðu látið ferðaþreytuna líða úr þér yfir veitingum á veitingastofunni. Settu stefnuna á Þyril, þar er þjónustan. Veitingastofan Opið frá kl. 8:00 til 23:30 Sími 93-3824 ■ Þetta er svæðið þar sem Dagbjört vildi fá að reisa gróðurhús. Svæðið er um 1500 fermetrar, en Dagbjört mun hafa sótt um afnot af helmingnum. NT-mynd: Sverrir Nei, segja íbúar í kring. Þetta er barnaleikvöllur ■ Borgarskipulag sendi í byrjun júlí nokkrum íbúum við Sigluvog, Drekavog og Njörfasund, bréf þar sem ósk- að var álits á hugmynd um að setja upp litla gróðrarstöð á auðu svæði sem afmarkast af þessum götum. Að sögn Þorvalds S. Þor- valdssonar forstöðumanns Borgarskipulags, hafa undir- tektir verið mjög neikvæðar. „Þetta svæði er á aðalskipulagi hugsað sem leiksvæði fyrir börn, en hefur verið lítið notað. Okkur finnst þetta góð hugmynd, og að þetta gæti lífgað upp á hverfið dálítið,“ sagði Þorvaldur. Það er Dagbjört Snæbjörns- dóttir, Drekavogi 10, sem sótti um að fá að reisa gróðurhús á svæðinu. Ekki hefur tekist að ná í Dagbjörtu en hún mun hafa haft í hyggju ræktun á jarðaberjum og sumarblóm- um. Einn íbúi á svæðinu sagðist vera alfarið á móti þessari hugmynd, og Guðrún Þorkels- dóttir, Sigluvogi 4, sagði: „Þetta er alveg fráleitt. Þetta svæði er ætlað fyrir börnin hér í kring. Það er allt of lítið gert fyrir börnin og þennan völl. En hann er mikið notaður af börnum. Þetta er alls ekki of stórt svæði.“ Svæðið sem um ræðir er á bak við hús Bæjarleiða hf. Skipulagsnefnd kemur næst saman eftir hálfan mánuð og mun þá væntanlega taka af- stöðu til málsins. mtopjin skrifstofustjóri ■ Forseti íslands hefur veitt Ólafi S. Valdimarssyni em- bætti ráðuneytisstjóra í sam- gönguráðuneytinu að tillögu samgönguráðherra. Ólafurvar áður settur ráðuneytisstjóri um eins árs skeið. Jafnframt hefur Halldór S. Kristjánsson verið skipaður skrifstofustjóri ráðuneytisins. Aðrir umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra voru Jón Thors og Ólafur Stefáns- son. DVogÞV -kominí eina sæng ■ Skattafréttaritarar á DV og ÞV hafa verið ótrúlega samtaka í skrifum að undan- förnu. Hending hefur ráðið í hvoru blaðinu fréttir hafa birst á undan en yfirleitt hafa meiriháttar fréttir um þessi mál birst eins í báðum blöðum. Þannig sagði DV frá því á dögunum að enginn af lóða- kaupendum í Stigahlíðinni borgaði neinn skatt og skip- aði því á forsíðuna. Morgun- inn eftir var forsíðuuppsláttur Þjóðviljans sá sami nema hvað skattrannsókn var feng- in til að lofa að athuga málið. Annars ágætri fyrirsögn úr DV hafði líka verið breytt á verri veg. í gærmorgun kom svo Þjóðviljinn með þau sann- indi að það væru lyfsalar sem borguðu mestan skatt á árinu og báðu skattrannsókn ekk- ert að athuga það. Síðdegis sama dag birti DV svo frétt með töflu yfir skattakóngana alveg eins og ÞV hafði gert fyrr um morguninn. Inni í Síðumúla velta menn því nú fyrir sér hvort einhver í blaðamannastétt hafi gerst svo bíræfinn að ráða sig á bæði blöðin og hlaupi svo með eintök af fréttahandritum milli blað- anna eftir hentugleikum. Það kæmi þá heim við það að helsti munurinn er yfirleitt orðalag fyrirsagna en eins og innanhúsfólki blaða er kunn- DJÓÐVIUINN Frjálst.óháð dagtí MIDVIKUDAGUR 1. AGUST 1984. ugt eru það oft fréttastjórar sem hafa umsjón með samn- ingu þeirra. Og þeireru aldr- ei þeir sömu á blöðunum. Heyannir byrja á töðugjöldum ■ Þennan höfum við frá bóndakonunni og NT frétta- ritaranum Svanfríði Hag- waage, en á bæ hennar, Kirkju- bóli í Norðfirði, lauk hey- skap um helgina síðustu. Þegar húsfreyjan svo reif af dagatalinu á sunnudags- morgni blasti við henni að nú væri miðsumar og hey- annir að byrja. Þannig er það samkvæmt fornu tali að oftast hefur það verið þannig fyrir austan og fyrst um þetta leyti eru menn að rjátla heytuggum í hlöðu. En nú blasir við þar eystra og raunar nyrðra líka að hefja seinni slátt þar sem hann er ekki þegar hafinn og setja upp útheyjum en hlöður eru víðast fullar af úrvalsgóðri töðu. Önnum kafnir Sunnlendingar ánægðir í gær: Þurrkur til helgar mundi bjarga óhemju miklu heyi haust, en ég er ekki eins viss með lömbin, a.m.k. ekki hérna. hjá okkur. Grasið er svo mikið og var svo snemma sprottið og því hætt við að það sölni og falli snemma. Ég mundi telja að hér væri haglaust fyrir féð ef ekki væri hross með því í högunum til að bíta smá rjóður fyrir féð,“ sagði Magnús. ■ „Maður er fljótur að gleyma rigningunni í svona brakandi þurrki,“ sagði hús- freyja á Suðurlandi í samtali við NT í gær og mun þar hafa mælt fyrir munn margra þar um slóðir. Eftir margra vikna vætutíð var þá kominn lang- þráður brakandi þurrkur og hamast var i heyskap á hverj- um bæ. „Fáum við þurrk áfram fram að helgi þá mun bjargast alveg óhemju mikið hey,“ sagði Magnús bóndi á Lágafelli í Landeyjum. Það sem gerði bændum einna erfiðast fyrir væri hve grasspretta er orðin gífurlega mikil - grasið bæði orðið úr sér sprottið og lagst útaf. „Þetta er orðið svo loðið að það tætir allar vélar í sundur- þær þola ekki álagið.“ Magnús sagði þetta ekki aðeins eiga við um túnin. Óhemju spretta sé á öllum jarðargróða. Á þurrkuðum mýrum sé allsstaðar síbreiðu slægja þótt á þeim sé vaður af búfénaði. „Jú, hrossin verða feit í Nýr sveitarstjóri í Bessastaðahreppi ■ Sveitarstjóraskipti urðu í Bessastaðahreppi um mánaða- mótin. Sigurður Valur Ás- bjarnarson tók við starfinu af Önnu S. Snæbjörnsdóttur, sem gegnt hefur pví s.l. tvö ár. Sigurður var valinn úr hópi 15 umsækjenda. Bankabókamálið: Gæsluvarðhald tveggja manna framlengt ■ í gær óskaði Rannsóknar- lögregla ríkisins eftir framleng- ingu gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum vegna „Bankabókamálsins“ svo- nefnda, en gæsluvarðhald yfir mönnunum tveim átti að renna út kl. 17.00 í gærdag. Að sögn Erlu Jónsdóttur, sem hefur mál þetta með höndum, þokast rannsókn málsins í rétta átt og þegar liggja fyrir „játningar að hluta“ eins og Erla orðaði það. Alls hafa fjórir verið hneppt- ir í gæsluvarðhald vegna máls þessa, en einn þeirra hefur þegar verið látinn laus. Varð- hald þess þriðja rennur ekki út fyrr en eftir eina til tvær vikur. Áð sögn Erlu Jónsdóttur er fullupplýst um hlut þess manns, sem látinn var laus fyrir skömmu. Ráðuneytisstjóri Innbrot í „ónefnt“ fyrirtæki: Flöskur gripnar ■ í gærmorgun var brotist inn í „ónefnt“ fýrirtæki í Vatna- görðum og þaðan stolið 19 flöskum af áfengi, hver flaska af stærðinni 1,7 lítar. Einn starfsmanna fyrirtækisins hafði brugðið sér frá í hádeginu, sem ekki er í frásögur færandi, en þegar hann kom aftur á staðinn hitti hann fyrir piltung, sem þar var að bisa við að loka hurð á vörulagernum. Sór sveinninn og sárt viö lagði að hann væri einungis að loka hurðinni af hugulsemi þar eð hann hefði komið að henni opinni. Þegar farið var að at- huga málið, kom í ljós að kauði hafði aðeins brugðið sér inn á lagerinn eftir að hafa sjálfur brotið upp hurðina, og hrifsað í fljótheitum 32 lítra af fyrrgreindu sterkvíni. Var hann snarlega tekinn til yfir- heyrslu þar sem hann síðan játaði á sig verknaðinn. Þýfið fannst svo eigendur fyrirtækisins geta væntanlega gert sér glaðan dag, en kauði litli var tekinn í „geymslu" sem kallað er. Rannsóknarlögregl- an var hinsvegar þögul sem gröfin yfir nafni fyrirtækisins, hvernig sem því nú víkur við. Gróðrarstöð autt svæði? á

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.