NT - 02.08.1984, Blaðsíða 4

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 4
Gunnar G. Schrant: Dómsátt kemur vel til greina 1. Nei, það tel ég vera fráleitt. Við vitum á þessari stundu þar að auki ekkert um það hvort staða okkar í dómsmálunum er unnin. Við vonum það vegna þess að við trúum á málstað okkar. En það er engan veginn víst. Um það á hinn alþjóðlegi gerðardómur í New York að fjalla. Málin hafa hinsvegar taf- ist mjög og þessvegna tel ég dómsátt vel koma til greina - en með ákveðnum skilyrðum aðeins. Pau eru þessi: Að viðun- andi'verð fáist greitt fyrir ork- una til núverandi álbræðslu og einnig til hinnar nýju, ef af verður. í öðru lagi að endur- skoðunar og verðtryggingar- ákvæði verði sett inn í nýjan samning. Og í þriöja lagi að AluSuisse greiði Islendingum nokkrar milljónir dollara til þess að ljúka slíkri dómsátt. 2. Við stæðum mjög illa. Orkuverðið til álversins væri þá enn aðeins 6.4 mill en ekki 9.5 mill eins og fram náðist í bráða- birgðasamkomulaginu. Tekjur okkar hafa því aukist vegna þess um 120 millj. króna á einu ári. Það er mikill og góður árangur. Þessvegna er fráleitt að halda því fram að ekkert hafi áunnist í álviðræðunum á s.l. ári. Slíkt er hrein blekking. Öðrum hafði mistekist að ná fram slíkri hækkun. 3. Ég vonast til þess að við náum fram verulegri hækkun á orkuverðinu frá því sem áður var. Með bráðabirgðasamningn- um hækkaði það um 48% en við þurfum enn meiri hækkun. Upphæðin hlýtur m.a. að velta á því hver verður lengd samn ingstímans, hvernig verðtrygg- ing upphæðarinnar verður, Gunnar G. Schram breytingum á skattakerfinu og fleiri atriðum. Eina tölu er því erfitt að nefna. Fyrrv. orkuráð- herra gerði 1983 tillögu um að verðið hækkaði upp í 12.5 mill. Það var býsna fróðleg tala. 4. Það byggist á því hvort við náum fram nægilega háu orku- verði til stækkunar álversins. Ef svo reynist er sjálfsagt að heim- ila stækkun. Tekjur okkar af núverandi álveri eru verulegar. Hreinar gjaldeyristekjur af ál- verinu til 1982 voru 318 millj. dollarar eða um 9 milljarðir króna. Afþvívoru tekjurvegna orkunnar aðeins fjórðungur. Þessar tölur sýna svart á hvítu hvern hag við gætum haft af stækkun álversins í framtíðinni. r. > Fimmtudagur 2. ágúst 1984 4 Hver er besta leiðin í álmálinu? ■ Samningurinn um álverið í Straumsvík ulli strax miklum deilum er hann var gerður árið 1969 og síðan hefur hann verið bitbein í íslenskum stjórnmál- um og sett mikið mark á alla stjórnmálaumræðu. I iðnaðar- ráðherratíð Hjörleifs Gutt- ormssonar var álhringurinn sakaður um að selja verksmiðj- unni hér súrál og rafskaut á hærra verði en samningurinn kvæði á um og að Isal hefði vantalið hagnað sinn og þannig komist hjá skattgreiðslum. Eftir stjórnarskipti hér í fyrra urðu aðilar sammála um að skjóta þessum deilumálum til alþjóðlegs gerðardóms og í fyrrahaust var gert bráða- birgðasamkomulag þar sem raforkuverð til ísal hækkaði úr 6 og hálfu mill í 9 og hálft, eða um 10 milljónar á mánuði til Landsvirkjunar auk þess sem endurskoðunarákvæði f^ngust inn. Síðan hafa aðilar reynt að ná frekari samningum um raf- orkuverð, verðtryggingu þess, fyrirkomulag skattamáia og stækkun álversins. Niðurstað- an úr síðustu samningalotu hér heima í júlí varð helst sú að aðilar urðu sammála um það að reyna að ná dómsátt fyrir hinum alþjóðlega gerðardómi og telur Alusuisse það forsendu þess að hægt sé að semja t.d. um raforkuverð að niðurstaða liggi fyrir um fyrri álitaefni, enda skipti það höfuðmáli hvaða skilning eigi að leggja í hinn fyrri samning. Til þess að fjalla um þessi álitaefni kvaddi NT til þrjá menn sem flcstum öðrum fremur hafa kynnt sér þessi mál. Það eru þeir Guðmundur G. Þórarinsson og Gunnar G. Schram sem eru ásamt Jóhann- esi Nordal í þeirri nefnd sem nú leitar sanminga við Aius- uisse. Og það er Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi iðn- aðarráðherra. Fyrir þá voru lagðar eftirfarandi spurningar: 1. Erum við að glutra niður unninni stöðu í álmálinu með því að fallast á dómsátt fyrir hinum alþjóðlega gerðardómi sem á að skera úr um deilur íslands og Alusuisse? 2. Hvernig stæðum við án þess Hjörleifur Guttormsson: Alusuisse vill kom- ast undan dómsorði 1. Já, ég fæ ekki betur séð. Vert er að minna á að á árunum 1975-1980 hækkaði Alusuisse súrál í hafi milli Ástralíu og íslands um að meðaltali 54% og vantalinn hagnaður ísal nam að mati endurskoðenda, sama tíma, jafnhárri upphæð og greiðslur fyrir raforku til Lands- virkjunar þessi sex ár, það er um 33 milljónum dollara. Alus- uisse hefur lagt höfuðáherslu á að komast undan dómsorði í þessu máli, fyrst með þvf að koma því í sameiginlega gerð og nú með því að reyna að knýja fram dómsátt í ljósi stöðnunar fyrir gerðardóms- nefndunum. 2. Með þeim samningi gengu ríkisstjórnarflokkarnir í gildru sem þeir höfðu lagt til efnið í með tillöguflutningi á Alþingi í febrúar 1983. Þeirri tillögu var stefnt gegn Alþýðubandalaginu og um leið tekið undir kröfur Alusuisse um stækkun álversins og að deilumál yrðu sett f sameiginlega gerð. Varðandi raforkuverð fékkst aðeins fram tímabundið álag um 3 mill í 9 mánuði, og nú eða frá 23. júní getur Alusuisse hótað að fella þetta álag niður hvenær sem er og auðhringurinn beitir þeirri stöðu að sjálfsögðu bak við tjöldin. Margt fleira afleitt fólst í þessu samkomulagi sem veldur þeirri erfiðu stöðu sem samn- ingamenn okkar eru í gagnvart auðhringnum. 3. Tvímælalaust 20 mill, með öruggri verðtryggingu. Það svarar til meðalraforkuverðs í 13 álverksmiðjum Alusuisse f júlí 1982 og er lægra en meðal- raforkuverð til áliðnaðar í V- Evrópu og Bandaríkjunum. Framleiðslukostnaður á raforku úr nýjum virkjunum hérlendis var að mati Landsvirkjunar 18- 22 mill í desember 1982. 4. Nei, aukin ítök útlendinga sem forráðaaðila í orkufrekum iðnaði hérlendis eru hliðstæð því að við opnuðum fiskveiði- lögsöguna á ný fyrir erlendum veiðiskipum. Árðinn af rekstr- inumflyttu þeir úr landi en við tækjum á okkur miklar fjárhags- legar skuldbindingar í virkjun- um til að sjá erlendri stóriðju fyrir orku. Helmingsaukning á framleiðslugetu álversins kallar aðeins á 100 störf í viðbót í Straumsvík. Við eigum sjálfir bráðabirgðasamkomulags sem gerf var í haust? 3. Hver er að þínum dómi eðlileg hækkun raforku- verðsins? 4. Er það okkar hagur að leyfa stækkun álversins? r Hjörleifur Guttormsson að axla ábyrgðina af þeirri orku- iðju sem skynsamlegt sýnist, samkvæmt víðtæku mati, að ráðast í. UnSAMKOMA í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina Sætaferðir frá BSÍ: Föstudag kl. 16.00, 18.300, 20.30 Laugardag kl. 14.00, 21.00. Discotekið Stúdeó Bara flokkurinn HLH flokkurinn Hljómsveitin Lótus Hátíðarræða Kiza flokkurinn Breikdans Hljómleikar Flugeldasýning og fjöldinn allur af öðrum skemmtiatriðum Dansað á tveimur pöllum öll kvöldin kl. 21-03. Allir sem mættu í fyrra velkomnir og svo auðvitað allir hinir sem bætast við HSK UMSK Sunnudag kl.21.00 Til bakaallar nætur kl. 03.00 Verð inná hátíðar- svæðið 900.00 kr. Sætaferðir aðra leiðina 200.00 kr. Sérstakar sæta- ferðir í sundlaug- ina í Þjórsárdal. Guðmundur G. Þórarinsson: Skiptir miklu hvers eðlis dómsátt er 1. Deilumálum sínum vísa menn til dómstóla eða gerðardóma til úrskurðar. Mjög algengt er að gera dómsátt á einhverju stigi dómsmála og líklega er það algengara heldur en að mál gangi alla leið til úrskurðar. Auðvitað skiptir miklu hvers eðlis dómsátt er og hver niðurstaða hennar er. Ég held að rétt sé að það komi fram að breska fyrirtækið Coopers & Lybrant sem unnið hefur að endurskoðun fyrir okkur á reikningum ísal, hefur lagt mikla áherslu á að reynt sé að ná sáttum. Ég hef á tilfinningunni að unnt sé að ná dómsátt sem íslendingar geti mjög vel við unað. 2. Staðan væri auðvitað miklu verri. í Guðmundur G. Þórarinsson fyrsta lagi hefur bráðabirgðasamkomu- lagið þegar skilað, 100 milljónum króna inn í Landsvirkjun. Bráðabirgðasam- komulagið færir Landsvirkjun 10 milljón- ir króna á mánuði meðan það er í gildi. Það sem mikilverðast er þó, er þetta: Álsamningurinn er án endurskoðunar- ákvæða. Bráðabirgðasamkomulagið er samkomulag um endurskoðun m.v,- ákveðnar forsendur. Þetta er undirritað og mjög mikilvægt. 3. Þetta er erfið spurning og varla hægt að ætlast til að samninganefndar- maður svari henni í miðjum klíðum samn- inga. Orkuverðið er núna 9,5 mill. Með- alverð sem álver í Noregi greiða er um 9,5 mill . Meðalverð sem álver í Evrópu greiða er um 14,5 mill. Meðalverð sem álver í heiminum greiða er 17-18 mill. Ég geri ráð fyrir að endanlegt samkomulag færi okkur verulega hækkun frá því sem nú er. 4. Já, álverið hér er fulllítið til þess að vera hagkvæmt. Stærð þess er 80 þúsund tonn á ári. Hagkvæmasta stærðin er 130-200 þúsund tonn á ári eftir því hvaða tækni er. notuð. Hagkvæmara álver getur greitt hærra orkuverð og hærri skatta. 40 þús- und tonna stækkun notar um 650 gíga- wattsstundir á ári eða næstum alla Blönduvirkjun. Stækkunin myndi greiða orkuverð vel yfir framleiðslukostnaði og greiða Blönduvirkjun upp á næstu ára- tugum, þannig að komandi kynslóðir eiga hana síðan skuldlausa. Vinna skap- ast fyrir 100-150 manns og gjaldeyristekj- ur verða verulegar. Fróðir menn halda því fram að álverið skili nú nettógjaldeyr- istekjum inn í þjóðarbúið sem jafnist á við nettógjaldeyristekjur af 600-800 þús- und tonna loðnuafla. Þá sjá menn að hér er ekki um neitt smámál að ræða.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.