NT - 02.08.1984, Blaðsíða 7

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 7
I k priojuaogum, timmtudcgum og'lsuo- ardögumkl. 14-16 til 15 sept ok j ! Hásí' Eden j 4 3V ' 'ri Q - ■ Band; stjórn Nolte Hveragerði Fimmtudagmn 26. júlí opnaði Jóna Rúna Kvaran málverkasýningu í Eden Hveragerði. Þar eru til sýnis 40 mál- verk unnin með akrýllitum. Þetta er fyrsta sýning Jónu Rúnu en hún stend- urtil 7. ágúst. ekK,.. Gallerí Borg Orðljc Pósthússtræti 9 leikur I dag, fimmtudaginn 26. júlí kl. 17, op.o- hn rc ar frú Ingibjörg Eggerz málverkasýn- br;gð; ingu í Gallerí Borg við Austurvöll. Ingi- sinn þ björg sýnir um 20 olíumálverk, flest legas; unnin á árunum 1955-‘70. Hún lagði Sýnd stund á listnám í Washington og Bonn Aust Ég fc og hefur haldið einkasýningar í Vínar- borg og Bonn og tekið þátt í samsýn- ingum austan hafs og vestan, m a. i (Natio alþjóðlegri sýningu i París þar sem Ameri. hún hlaut viðurkenningu fyrir verk sín. Leikst Þetta er fyrsta einkasýning Inqibiarqar verk: C Eg^erz hér á landi og stendur hún til 8. Ein rai águst. Sýningin er opin frá kl. 10-18 ar um 1 virkadagaog kl. 14 -18umhelgar. skorði. Einnig eru í Gallerí Borg til sýnis og sínum sölu grafik, gler, keramik, vefnaður Sýnd í o.fl. verk eftir ýmsa listamenn. Gallerí Djúpið Bestu (Seetí Bandai Ólafur Sveinsson myndiistarmadur heldur sýningu á verkum sínum í Djúp- inu. Þau eru 15 að tölu; ýmist unnin Barry l með vatnslitum, pastel eða vaxlitum. stjóri: f Svninqin nefnist ..Snúninaur" oo er Rurt Ri I. Ófullnægja manneskjunnar er aflvaki hennar, það sem dregur hana áfram, hvetur hana til dáða, brýnir hana í baráttunni, hún er undirrót listarinnar. Ef lesandinn skoðaði hug sinn gæti hann kom- ist að þeirri niðurstöðu að í listinni fái hann fullnægingu fyrir eitthvað sem að öðrum kosti væri ófullnægt,án hennar væri eins konar gat á hennar stað í tilver- unni. Líf mannsins er stríð á hendur ófullnægjunni, meðan ekki hefur tekist að uppræta alla ófullnægju lifir fylgifiskur hennar, listin. Listin er nautn. Hún útheimtir því bæði tíma til að njóta hennar eða til að læra að njóta hennar og fjármuni til að greiða fyrir hana. Að þessu leyti lýtur hún sömu lögmálum og aðrar nautnir og ávanalyf. Tökum til dæmis áfengi og kynlíf, það útheimtir tíma, það þarf að læra á það og það kostar peninga. Þess vegna er það í réttu hlutfalli við tíma og fjár- muni manneskjunnar hversu vel henni tekst að fullnægja listþörf sinni. Sá sem er í mikilli tíma- þröng og hefur úr litlu að spila á litla möguleika á að sökkva sér uppfyrir haus í listnautn. Samfé- lag sem þjáist af tímaskorti þjáist að sama skapi af listskorti. Og fyrst listnautnin útheimtir tíma og fólkið hefur lítinn tíma, leitast það við að fullnægja þessari ófull- Þegar ófullnægjan blómstrar nægðu þörf í einhverju sem lítur út fyrir að vera sama meðalið, en er allt miklu auðmeltara og ein- faldara. Þetta er „afþreyingarlist- in.“ Fyrirbæri sem ekki glímir við nein raunveruleg vandamál og veitir því ekki raunverulega fullnægingu, heldur pirrar neyt- andann og platar hann. Sá sem á í þráföldu tímahraki er auðplat- aður og borgar meira að segja stundum stórfé fyrir, og til að geta sannfært sig um stund að hann hafi ekki keypt köttinn í sekknum kaupir hann helgar- blöðin þar sem listin er einmitt svo einföld og létt leikandi; þar sem afþreyingarlistin ræður ríkj- um því „almenningur" hefur ekki tíma fyrir raunverulega listnautn og sem verra er, ef hann hefði tíma þá eru listamennirnir búnir „að slá í gegn“ í afþreyingunni og enginn eftir sem má lengur vera að því að búa til „alvöru list“ sem raunverulega fullnægir bæði skapara og skoðanda. Þannig leiðir þetta hvað af öðru. I þessari einkennilegu spennb treyju er íslenskt listalíf í dag. í hverri viku hafa dagblöð og tíma- rit viðtöl við „listamennina" sem hafa runnið á rassinn inní afþrey- inguna, sumir renna oft á ári innum þessar stærstu dyr afþrey- ingarinnar, dagblöðin, á nýjan og,nýjan hátt. I íslensku menningarlífi hefur það gleymst æ oftar uppá síðkast- ■ Úr litla galleríi dag- blaðanna, „frettatilkynn- ingunum“, sem listamenn senda frá sér. í þeim er oftast að finna Ijóðrænar sjálfslýsingar og hnyttnar staðreyndir. Flestir les- endur dagblaða fylgjast með því sem er „að gerast“ í íslensku mynd- listark'fi eingöngu í gegn- um samsýningarnar (sem að vísu eru opnar öllum) í þessu „litla galleríi“ dag- blaðanna. ■ Úr stóra galleríi dag- blaðanna, „listkynningun- um.“ Dagblöðin; skilgetið afkvæmi tímahraks, „af- þreyingar“ og neyslu- hyggju, það eru sýning- arnar í þessu galleríi einn- ig. Það stórkostlega við þessi „gallerí“ dagblað- anna er, að allir sem ná- lægt þeim koma græða; þ.e.a.s. „almenningur“ setur sýningarnar upp í eigin galleríum og kaupir þær svo aftur sjálfur. ið að þegar menn hafa runnið á rassinn oní gröfina bíður þeirra eilíf afþreying. Hérna megin er það hin heiðarlega list sem hjálp- ar til við að leysa vandamál þessarar tilveru, sú eina sem raunverulega getur fullnægt list- þörfinni. (og veitir því um leið raunverulega afþreyingu.) Fyrir handan eru önnur vandamál. - Og hvar er svo þessi „heiðarlega list“ niður komin? Að hefja leit- ina er upphafið að alvöru lista- nautn, að gleypa listapopp dag- blaða og tímarita hrátt er hins vegar að skemmta skrattanum í sjálfum sér. II. Fyrir síðustu helgi tilkynntu 18 staðir um að þeir hefðu eitthvað til sýnis. (Þar af fimm utan Reykjavíkur.) Sex staðanna voru Galleríbúðir sem einbeita sér að sölulist á viðráðanlegu verði, fjórir staðirnir voru veitingahús sem hafa á boðstólum dinner- list, oft ásamt ýmsum öðrum uppákomum til að hjálpa veiting- unum niður í gestina, þrír stað- irnir voru söfn kringum verk þriggja af gömlu íslensku meist- urunum, Einar, Ásmund og Ásgrím, tveir voru bókasöfn, einn banki en þrír staðanna voru leigðir út „fyrir fólkið listarinnar vegna“. Vegna smæðar þjóðarinnar er sú óvenjulega leið opin til að skoða myndlistarlífið, þ.e.a.s. sú að skoða allar sýningarnar í landinu. Er þá hægt að meta útkomu hverrar viku í fjölda verka, stærð, þyngd, litum, verði, viðfangsefni o.s.frv. og með því að útbúa línurit yfir niðurstöður má þannig fylgjast með ástandinu í myndlistinni frá einni viku til annarrar. Einnig má kanna fjölda seldra verka miðað við framboð og fá þannig upplýsingar um almenna vel- megun og kaupgetu, $íðan má kanna aldur, menntun, atvinnu o.s.frv. sýningargesta og fá þar athyglisverðar upplýsingar, og þannig má taka allt listalífið í gegn. Ef það yrði gert kæmi í ljós að myndlistalífið í landinu væri í vexti og raunar að allt sköpunar- starf blómstraði í auknum mæli. En „almenningur" fer yfirleitt ekki á neina staði til að skoða myndlist, heldur sækir galleríin sem hann rekur sjálfur fram í gang eða útí sjoppu. Dagblöðin. Til að fylgjast með því sem er „að gerast" er nægilegt fyrir almenn- ing að fara í „litla gallerí" dag- blaðanna, „fréttatilkynningar"; þessar litlu og Ijóðrænu sjálfslýs- ingar og hnyttnu staðreyndir sem listamenn senda frá sér. „Fyrsta sýning hérlendis." „Málar undir sterkum andlegum áhrifum.“ „Myndirnar eru til sölu á við- ráðanlegu verði.“ „Hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði hér heima og erlendis." Með þessu vill safnið gefa sýningunni ákveðið fræðandi gildi, auk þess sem listunnendur geta notið feg- urðar verkanna." „Þar getur að líta um 20 myndir unnar með vatns- og vaxlitum (blönduð tækni)“. „Á þessum stað er allt lagt uppúr að segja sem mest á sem einfaldastan og snjallastan hátt og ef listamönnum vefst tunga um tönn í pistlum sínum snara blaðamenn öllu í stílinn, þjappa saman, meitla, fága. Út- koman er svo aktívasta gallerí landsins, gallerí almennings, og er þannig úr garði gert að þú getur ekki keypt eitt verk á sýningunni heldur verðurðu að kaupa þau öll um leiö og blaðið. En „almenningur" starfrækir annað gallerí í blöðum sínum, „hið stóra". Þar er andinn allt annar en í því litla, miklu opnari, enginn skortur á rými og allt þannig útbúið að andinn geti flogið um óheftur og leikið sér. „Listkynningarnar." Vikulega, og einnig um þá helgi sem nú er framundan, er stór sýning á einhverjum listamanni í dag- blöðunum. Þar er mynd af hon- um sjálfum ásamt völdum verkum, þar opnar hann hug sinn, gefur almenningi innsýn inní hugarheim sinn, og til að draga allt niður á „sammannlega planið", þá segir hann dálítið frá syndum sínum eða fyrri erfið- leikum. Og svo elskar almenn- ingur listiiia, að stór hluti blaða hans er um hverja helgi lagður undirsýningar. Fjörugarsamsýn- ingar (sem allir geta tekið þátt í) í „fréttatilkynningunum", en vandaðar einkasýningar „úrvals" listamanna í „listkynningunum“. Og það stórkostlega er, að þetta eru einu gallerí landsins þar sem allir sem nálægt koma græða. Þ.e.a.s. almenningur sér um að setja sýningarnar upp og kaupir þær svo aftur sjálfur. Hannes Lárusson skrifar um myndlist GOODWYEAR GEFUR 0'RÉTTA GRIPIÐ Heíuröu gert þér grein íyrir því aö milli bíls og vegar eru aöeins íjórir lóíastórir íletir. Aktu því aöeins á viöurkenndum hjólböröum. Sértu aö hugsa um nýja sumarhjólbaröa á íólks- bílinn œttiröu aö haía samband viö nœsta umboösmann okkar. HUGSIÐ UM EIGID ÖRYGGI OG ANNARRA FULLKOMIN HJOLBARÐAPJONUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING GOODýVEAR

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.