NT - 02.08.1984, Blaðsíða 9

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 9
 fíF Fimmtudagur 2. ágúst 1984 9 IlL Minnincp Jón Sigurðsson á Borgarhóli Fæddur 17. septeniher 1915. Dáinn 10. júlí 1984. Föðurbróðir minn, einn af mörgum er allur. Hann hét því nafni, sem íslensk þjóð kannast hvað best við, Jón Sigurðsson. Jón á Borgarhóli er þó auð- kennið, sem ættmennin þekkja best. Borgarhóll í Öngulstaða- hreppi í Eyjafirði varð hans bústaður öll hans búskaparár. Ástæðan var sú, að Jón kvongaðist ungur að árum hinni góðu konu Sigríði Stefánsdóttur frá Munkaþverá, sem er næsti bær við Borgarhól. Mér er nokkur vandi á höndum að minnast frænda míns en þó einstaklega ljúft. Vandinn felst í því, að Jón þekkti égof lítið og hefði viljað kynnast honum miklu betur í lifanda lífi. Örlög- in höguðu því þó þannig, að svo varð ekki. Ljúft er mér að minnast Jóns vegna þess að milli okkar voru nokkrir kærleikar, sem ég reyndar veit að voru fyrir hluta sakir vegna þess hvað þeir bræður faðir minn og hann voru miklir vinir. Það vissu allir þeirra samferðamenn en örlögin höguðu því þannig, að þeir mættust mun sjaldnar eftir að þeir bundu ráð sitt og hagi en þeir gerðu fyrr á árum. Ungmennafélagsárin voru alltaf höfð í minnum en einmitt á þeirra uppvaxtarárum voru ungmennafélögin það afl, sem hreif með sér unga menn og konur og hvatti til dáða. Að bjarga sér sjálfur og standa á eigin fótum var í raun keppikefli þeirra ungu manna, sem þá voru að halda út í lífið. I’eir höfðu kynnst fátækt ekki síst á barnmörgum heimiium og voru sendir ungir og óharðnaðir til að færa björg í bú m.a. til sjós. Við slíkar raunir efldust þeir mjög að kröfum strákarnir frá Bæjum á Snæfjallaströnd svo úr varð keppni um það hver sterkastur væri. Útkoman varð sú, að þeir töldust vera meðal sterkustu manna. Eigi var það höndin og aflið eitt sér, sem hreif þá bræður heldur og eigi síður bókmenntir okkar íslendinga. Þeir voru ein- staklega vel að sér í íslendinga- sögum og ljóð voru þeirra áhugamál þá er þeir mættust. Jón og faðir minn voru ein- staklega samrýmdir og snerti það mig mjög er ég heyrði í ræðu prestsins við útför Jóns í Akureyrarkirkju hinn 20. júlí s.l., að Jón hefði haft á orði, að Óskar bróðir sinn hefði beðið þess nú um skeið að fá sig yfir. Hafi faðir minn beðið þess í 7 ár að fá Jón til sín, þá hefur þolinmæðin verið meiri en hún var á jörðu hér, hinsvegar hafi hann séð hve langþjáður Jón var af sínum sjúkdómi efast ég ekki um það, að hann hafi reynt að flýta þeirri för til þess guðs, sem þeir báðir trúðu á en þeir voru trúaðir menn þótt kirkju- ræknir væru þeir ekki. Þeir trúðu á Guð í hverjum manni, í náttúrunni og þeir trúðu því staðfastlega, að guð hjálpaði þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Jón fæddist hinn 17. septem- ber 1915 að Bæjum á Snæfjalla- strönd við ísafjarðardjúp og dó í Landspítalanum í Reykjavík 10. júlí s.l. Hann var jarðsettur hinn 20. júlí sl.í Akureyrarkirkju- garði og nú blasir grafreitur hans við hinum eyfirsku fjöllum svo sem vera ber eftir hans áralöngu búsetu á þeim slóðum. Það var sól í heiði þær síðustu mínútur, sem tifuðu meðan kista hans var borin til hins hinsta kvílustaðar og þangað komu í hljóðri þögn margir af hans nánustu en aðrir þurftu að láta sér nægja að vera með hugann þar sakir fjarlægðar. Foreldrar Jóns voru hjónin María Rebekka Ólafsdóttir og Sigurður Ólafsson, sem lengi bjuggu að Bæjum. Jón var meðal 16 systkina og nú að honum gengnum eru 10 á lífi. Eftirlifandi konu sinni Sig- ríði Stefánsdóttur kvæntist Jón 6. júní 1936 en það var þó ekki fyrr en 1938 að þau hófu búskap á Borgarhóli. Þeim hjónum varð 6 barna auðið en þau eru: Stefán Þór flugstjóri hjá Cargol- ux, kvæntur Auði Hauksdóttur. Arnheiður, gift Frey Ófeigssyni héraðsdómara á Akureyri. Sigmar Kristinn, vistmaður á Sólborg. Jón Eyþór, flugvirki hjá Flug- leiðum, ókvæntur. Þorgerður starfar á tannlækna- stofu, ógift. Þóra Hildur gift Þorsteini Vil- helmssyni skipstjóra. Þá átti Jón son, ívar að nafni. Hann er látinn en lætur eftir sig dóttur og son. Barnabörnin voru alls 21 og eitt langafabarn. Geir Sigurðsson Skerðingsstöðum, Hvammssveit, Dalasýslu Jón var afskaplega góður við börn og þegar barnabörnin komu í heimsókn átti hann gjarnan til að taka fram harm- onikuna og spila fyrir þau og þarf kannske engan að undra, því. að afi Sigurður var all þekktur harmonikuleikari við Djúp. Nú sakna þau afa síns barna- börnin og börn og tengdabörn hugljúfs föður en sárastur er þó söknuður Sigríðar, sem nú kveður mann sinn, sjálf heilsu- lítil, því það hefur ekki alltaf verið dans á rósum að búa í sveit. Ég sendi þeim öllum hugheil- ar samúðarkveðjur og megi góður guð styrkja þau í söknuði sínum. Þórir Halldór Óskarsson Fæddur 17.09.1915 Dáinn 10.07 1984. Það er erfitt að trúa því að elsku afi okkar sé dáinn. Afi sem okkur þótti svo vænt um, þv.í hann var okkur alltaf svo góður. Það voru ekki svo fá sumur sem við vorum hjá afa og ömmu í sveitinni og áttum við margar ánægjulegar stundir þar. Afi kunni mikið af sögum, ljóð- um og mörgu fleira sem hann eyddi miklum tíma í að kenna okkur. Hann var gamansamur og gerði hann oft að gamni sínu við okkur krakkana og aðra. Síðasta árið átti afi við erfiðan sjúkdóm að stríða, en aldrei kvartaði hann þótt oft væri hann mikið þjáður. Við þökkum elsku afa fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum með honum og kveðjum hann með sárum söknuði. Minningin um afa mun ylja okkur um ókomin ár. Ömmu vottum við dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja hana í sorg sinni. Sigga, Auður og Laufey. Fæddur 10. október 1902 Dáinn 24. júlí 1984 Þann 24. júlí s.l. andaðist á Landspítalanum Geir Sigurðs- . son, fyrrum bóndi að Skerðings- stöðum í Hvammsveit í Dala- sýslu. Geirfæddist þann lO.október 1902 að Sælingsdal í Dalasýslu og ólst upp þar og að Skerðings- stöðum og Glerárskógum í sömu sveit. Foreldrar hans voru SigurðurMagnússon bóndi þar og síðari kona hans, Helga Ásgeirsdóttir. Nám stundaði Geir á unglings- árum í skólanum að Hjarðar- holti í Dölum og Samvinnuskól- anum í Reykjavík. Að námi loknu gerðist hann ráðsmaður á búi móður sinnar að Glerár- skógum árin 1926-1939. Arið 1936 kvæntist Geir Mar- íu Ólafsdóttur frá Gerði. Þau hófu búskap að Skerðings- stöðum, Hvammssveit, 1939. Konu sína, Maríu, missti hann árið 1962. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, Sigurrós Helgu. Hún er gift Finni Kr. Finnssyni frá Geirmundastöðum á Skarðs- strönd í Dalasýslu.’ Þau eru búsett í Reykjavík. Eftir fráfall Maríu hætti Geir búskap, en búskapur hafði verið aðalstarf hans hátt í fjóra ára- tugi. Geir, sem þá var orðinn sextugur, gerðist barnakennari á ýmsum stöðum á landinu, en lengst kenndi hann við Djúpár- skóla í Þykkvabæ. Síðustu starfsár sín dvaldist Geir við ýmis störf í Reykjavík, meðal annars við innheimtu. Enda þótt landbúnaðurinn hafi verið snar þáttur í störfum Geirs Sigurðssonar meðan hann var á besta aldri, þá var fjarri því að hann léti það nægja. Hann vann á sama tíma mikið að félagsmálum í sveit sinni og héraði, eins og nú skal greint verða. Félagsstörf hans hófust innan ungmennafélaganna, en þar starfaði hann mikið á árunum 1922 til 1937. Var hann meðal annars á þessum árum formaður Ungmennafélagsins Auðar djúpúðguum sex ára skeið og Ungmennasambands Dala- manna á árunum 1933 til 1936. Hreppsnefndaroddviti Hvammshrepps var Geir frá 1938-1950, sýslunefndarmaður sama sveitar'félags 1942-1966, formaður stjórnar Kaupfélags Hvammsfjarðar 1949-1965, kos- inn í landsdóm 1963. Auk þess- ara starfa, sem hér hafa verið nefnd, var Geir formaður sókn- arnefndar og safnaðarfulltrúi Hvammskirkju. Fleiri trúnaðar- störfum gegndi Geir í sveit sinni, þó að þau verði ekki hér talin. Ljóst er af þessari upptaln- ingu um trúnaðarstörf Geirs á sviði félagsmála, að hann naut mikils trausts hjá sveitungum sínum og öðrum er með honum ! störfuðu að þessum málum, enda var Geir vel gefinn, traust- ur og stefnufastur í skoðunum. Enn eru ótalin ritstörf Geirs, : en hann ritaði allmikið af grein- ! um er birtust í blöðum og tímaritum. Á síðastliðnu ári kom út eftir hann bókin Minningar frá morgni aldarinn- ar. Að leiðarlokum þakka ég okkar góða samstarf um nærri tveggja áratuga skeið, það er meðan ég var heimilisfastur í Dölum. Dóttur hans, Helgu og fjölskyldu hennar, færum við Margrét samúðarkveðjur. Halldór E. Sicurðsson Fæddur 10.10 1902 Dáinn 24.07.1984 Nokkuð kom mér á óvart lát Geirs vinar míns. Hann var að vísu orðinn nokkuð aldraður og hafði unnið langan starfsdag. Og hann lagði hönd á margt, ef svo má segja. Var bóndi í sveit, skrifstofumaður, félagsmála- maður, organisti, og síðast en ekki síst kennari á lokaskeiði starfsdagsins. Alls staðar var hann sama snyrtimennið, sama prúðmennið. Vildi ekki vamm sitt vita í neinu. Þegar Geir var áttræður ritaði ég grein um hann í fslendinga- i þætti Tímans, þar sem gerð var nokkur grein fyrir uppvexti hans, skólanámi og ævistarfi. Fróðlegt ritgerða- safn The Penguin Bronté Sisters. Penguin Books 1984. 1094 bls. ■ Bronté systur, Charlotte, Emily og Anne eru í hópi þekkt- ustu og vinsælustu höfunda í enskum bókmenntum, þótt nærfellt hálf önnur öld sé liðin síðan bækur þeirra komu fyrst út, og enn eru sögur þeirra gefnar út með reglulegu millibili og virðast alltaf njóta jafnmik- illa vinsælda. í þessari bók er að finna vinsælustu sögur þeirra: Jane Eyre, Wurthering Heights og The tenant of Wildfall Hall. Bronté systurnar voru dætur sveitaprests í Yorkshire og fæddust á fyrri hluta 19. aldar. Alls voru systurnar fimm, en tvær dóu ungar og var illum aðbúnaði í skóla kennt um. Þær þrjár, sem eftir lifðu, þurftu að sjá sér farborða með kennslu, en fengu listsköpun sinni útrás með ritstörfum. Þær skrifuðu allar undir rithöfundarnafni og notuðu nafnið Bell sem eftimafii. Sögurnar, sem birtar eru í þessu safni eru vinsælustu sögur systranna hverrar um sig. Charlotte Bronté skrifaði Jane Eyre árið 1847. Sagan segir frá munaðarlausri stúlku, sem var í fóstri hjá frænku sinni, er þótti hún erfið og heldur til vandræða á heimilinu. Þess vegna var hún send í skóla fyrir fátæk og munaðarlaus börn, þar sem að- búnaður var slæmur og er talið, að þar sé höfundurinn að lýsa þeim skóla, sem hún gekk sjálf í, en það var einmitt sami skól- innogsysturhennartværdóu í. Átján ára gömul yfirgaf Jane Eyre skólann og réðst sem kennslukona til efnaðrar fjöl- skyldu. Þar lenti hún í ástaræ- vintýri með húsbóndanum og eftir ýmiskonar erfiðleika fékk allt góðan endi. Emily Bronté skrifaði skáld- söguna Wurthering Heights 1847 og er það eina skáldsaga hennar. Þetta er býsna mögnuð saga um lítinn betlaradreng, sem efnaður bóndi í Yorkshire fann á förnum vegi og hafði Tieim með sér. Bóndi fékk mikið dálæti á drengnum, en konu hans og syni var lítt um hann gefið. Ævi hans á bænum var því heldur ill, en samband hans við heimasætuna var náið. Rauði þráðurinn í sögunni er lýsing á því, hvernig áhrif þessi fundur bónda hafði á örlög tveggja fjölskyldna. Þriðja og síðasta sagan, The tenant of Wildfell Hall, eftir Anne Bronté kom fyrst út 1848. Sagan fjallar um unga stúlku, sem giftist ungum, glæsilegum en drykkfelldum manni. Þrátt fyrir góða þjóðfélagsstöðu átti hún ekki sjö dagana sæla í hjónabandinu. Drykkjuárátta eiginmannsins var óviðráðan- leg, en konan lítilsvirt og rétt- laus. Að lokum greip hún til þess ráðs að flýja að heiman. Tilgangur höfundarins með rit- un sögunnar er augljós: Mót- mæli gegn stöðu konunnar og viðhorfum til hennar í ensku samfélagi 19. aldar. Eins og áður sagði, hafa allar þessar sögur notið mikilla vin- sælda á Englandi og reyndar víða allt frá því þær komu fyrst út. Tvær þeirra, Jane Eyre og Wurthering Heights hafa verið þýddar á íslensku og nefnist hin síðarnefnda Fýkur yfir hæðir í íslensku þýðingunni. Jón Þ. Þór. Þrjár sívinsælar skáldsögur Barbara W. Tuehman: Pratic- ing History. Selected Essays by Barbara Tuchman. Macmillan 1983. 306 bls. ■ Barbara Tuchman er í hópi þekktustu og virtustu sagnfræð- inga vestan hafs, og margir halda því fram, að hún skrifi betri bækur en aðrir sagn- fræðingar bandarískir. Hér skal enginn dómur lagður á þá stað- hæfingu, en hitt er víst. að bækur hennar eru góðar, hverri annarri betri, þótt enn hafi eng- in ' þeirra verið þýdd á íslensku. Bókin, sem hér er til um- fjöllunar, er ritgerðasafn. Rit- gerðirnar hafa allar verið birtar áður og eru frá löngu tímabili, hinar elstu frá fjórða áratugn- um, en hinar yngstu frá því skömmu fyrir 1980. Bókinni er skipt í þrjá hluta. í þeim fyrsta eru birtar ritgerðir, þar sem fjallað er um sagnfræð- ina almennt, viðhorf höfund- ar til fræðigreinarinnar, hvern- ig rita skuli sagnfærðirit, um heimildir og meðferð þeirra o.s.frv. Að minni hyggju er þetta fróðlegasti hluti bókarinn- ar. Barbara Tuchman er ófeimin við að láta skoðanir sínar í ljósi, og hún leggur mikla áherslu á, að sagnfræðingurinn sé fyrst og fremst listamaður, en ekki vís- indamaður. Þeir, sem halda hinu gagnstæða fram, fá mörg og bitur skeyti, og þó einkum félagsfræðingar og aðrir þeir, sem sífellt eru að basla við að fella mannlega hegðun í kerfi og mynstur. Og víst er að fáir núlifandi sagnfræðingar ráða yfir meiri eða glæsilegri frá- sagnalist en einmitt Barbara Tuchman. Hún getur því djarft úr flokki talað. í seinni tveim hlutum bók- arinnar eru ritgerðir, sem samd- ar hafa verið af ýmsu tilfelli á ýmsum tímum og fjalla um ól’íkustu efni. Annar þeirra er eins konar sýnishornasyrpa af ritgerðum Tuchman og er þar að finna margar fróðlegar og snilldarlega samdar ritsmíðar. Þar á meðal má nefna tvær ritgerðir um ísrael og eina, sém ber yfirskriftina: „Hefði Maó komið til Washington.“ Þarseg- Sjálfur sagði hann frá ævistarfi sínu í Tímanum, þegar hann var kominn á áttunda áratug ævi sinnar, var kominn á „átt- undu hæðina“, eins og hann komst að orði. Þar dvaldist Geir allmikið við kennsluár sín, sem urðu tíu að tölu, en raunar alltof fá, því að maðurinn var óvenju vel til þessa vandasama starfs fallinn. Kunningi Geirs einn sagði nefnilega við hann, að hann hefði byrjað þrjátíu árum of seint á kennslunni. Geir kenndi með mér tvo vetur í Þykkvabæ. Og enda þótt ég ætti að heita skólastjóri, vorum við þar algjörir jafningjar í raun. Geir lét svo um rnælt, er hann var spurður að því, hvar honum hefði geðjast best að því að umgangast börn og kenna þeim í skóla, að það hefði verið í Þykkvabænum. Mér þótti vænt um þessi ummæli. Þau sýna einnig, að samstarf okkar hefur verið árekstralaust. Það var það líka. Alltaf var Geir boðinn og búinn að vinna það, sem ég bað um. Það var ekki verið að telja eftir hverja mín- útu. Hann var alinn upp, ef svo má segja, í skóla ungmennafé- laganna. Þar gera menn mestar kröfur til sjálfra sín, en hugsa minna um að heimta af öðrum, eins og nú er títt. Þetta átti ekki að vera nein úttekt á ævi Geirs frá Skerðings- stöðum, heldur kveðja frá sam- starfsmanni um skeið. Aðrir munu minnast hans nánar. Ég er viss um, að margir munu minnast hans með þakklæti fyrir góða samleið um langa hríð. Aðstandendum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur við fráfall hans. Þeir geyma minningarnar um hann í þakklátum huga. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Auðunn Bragi Svcinsson. ir frá því, að árið 1944 hafi þeir Maó formaður og Chou En-lai boðist til að koma til Washing- ton og ræða samskipti banda- rískra stjórnvalda og kínverskra kommúnista við Roosevelt for- seta. Af þeirri heimsókn varð aldrei og réði þar ekki síst, að sendiherra Bandaríkjanna í Kína var maður fram úr hófi metnaðargjarn og takmarkað- ur, en að auki einkavinur Chian- ang Kai-shek. Hann var því mótsnúinn hugmyndinni og taldi Roosevelt trú um að hann hefði kínversk málefni í hendi sér og heimsóknin því þarflaus. Tuchman færir sterk rök fyrir því, að hefðu kínversku leið- togarnir komið til fundar við Roosevelt hefði framþróun mála í Asíu getað orðið öli önnur næstu áratugina en raun bar vitni. í síðasta hluta bókarinnar eru ritgerðir, þar sem höfundur fjallar nokkuð um þá lærdóma, sem draga megi af sögunni. Þar eru merkastar tvær greinar, önnur um Víetnámstyrjöldina og hin um Watergatemálið. Þetta er vægast sagt mjög athyglisverð bók og einkar læsi- leg. Jón Þ. Þór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.