NT - 02.08.1984, Blaðsíða 10

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 10 ■ Hermann Jónasson forsætisráðherra fylgir Winston Churchill til skips 16. ágúst 1941. Sjálfstæðið fer eftir því hvernig vér sjálfir kunnum með að fara örlagaríkur atburður ■ Hinn 7. júlí síðastliðinn voru liðin 43 ár síðan Banda- ríkjaher kom fyrst til íslands. Sagan vill gleymast á skemmri tíma en 40 árum. Því er ekki úr vegi að rifja það upp, hvernig íslenzk stjórnvöld héldu á málum, þegar sá atburður gerðist, sem getur átt eftir að verða talinn einn örlagaríkasti atburður allrar íslands- sögunnar. Hinn 7. júlí 1941 veittu Reykvíkingar athygli fjölda skipa, sem nálguðust land. Menn vissu ekki hverju þetta sætti. Sumir óttuðust, að Þjóð- verjar gætu verið hér á ferð. Aðrir héldu, að Bretar væru að auka herafla sinn, en þeir höfðu hernumið ísland árið áður. Endanlegt svar fékkst að kvöldi sama dags þegar Her- mann Jónasson forsætisráð- herra flutti ávarp og hóf mál sitt á þessa leið: „Ríkisstjórn íslands vill ekki láta hjá líða að skýra íslenzku þjóðinni frá mikilsverðum at- burðum, sem gerzt hafa í dag.“ Forsætisráðherra skýrði síð- an frá því, að gert hefði verið samkomulag við Bandaríkin um hervernd íslands og byggð- ist það á tveimur orðsending- um, annarri frá forsætisráð- herra íslands til Bandaríkj- anna, en hinni frá forseta Bandaríkjanna til forsætisráð- herra íslands. Aðdragandi þessa sam- komulags var sá, að hinn 24. júní hafði brezki sendiherrann skýrt ríkisstjórninni frá því, að Bretar hefðu þörf fyrir herlið það, sem var hér, annars staðar, en þeir teldu samt nauðsynlegt að ísland væri varið, og hefðu Bandaríkin lofað að taka að sér varnir landsins. Af hálfu forseta Bandaríkjanna væri þetta þó bundið því skilyrði, að ísland óskaði vemdar Bandaríkjanna. í framhaldi af þessu hófust viðræður við Bandaríkin um herverndina. Til þess, að ekki fréttist af þeim, var það skil- yrði sett af hálfu Breta og Bandaríkjamanna, að Alþingi yrði ekki kvatt saman og full- naðarsvar kæmi frá ríkisstjórn íslands innan fárra daga. Eftir vandlega íhugun ákvað rikisstjórnin að fela Banda- ríkjamönnum hervernd ís- lands ef vissum skilyrðum væri fullnægt. Auk Hermanns Jónas- sonar áttu þá sæti í ríkisstjórn- inni Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Jakob Möller og Stefán Jóhann Stefánsson. Stjórnin var samstjórn Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks. Áður en þetta gerðist var íslendingum ljóst að til þess gæti komið, að þeir yrðu að biðja um vernd Bandaríkj- anna. Ljóst var, að ef Bret- landi félli, sem vel gat skeð, yrðu Islendingar velja um að fara undir stjórn þýzkra nazista eða biðja Bandaríkin um vernd. Meginþorri íslendinga vildi heldur bandaríska vernd en þýzka yfirstjórn. Það er rangt sem stundum er haldið fram, að eiginlega hafi Vil- hjálmur Þór verið einn um þessa skoðun. Um þetta var þó ekki rætt opinberlega til að egna ekki Þjóðverja gegn íslendingum. En þetta kom fram í ýmsum ályktunum, m.a. í ályktun Al- þingis frá vorinu 1941 um að formlegum sambandsslitum við Danmörku verði ekki frest- að lengur en til stríðsloka. fslendingar vildu ekki vera í neinum stjórnarfarslegum tengslum við Danmörku, ef sigurinn í Evrópu félli nazist- um í skaut. Jón lllugason, Reykjahlíð: Umgengni okkar um landið lýsir menningarstiginu ■ Fyrir tæpum aldarfjórð- ungi, þegar undirritaður hafði nýlega hafið verslunarstörf, gerðist það einn fagran vordag að skólahópur í skemmtiferð kom í verslunina til að kaupa eitt og annað sem hann vanhag- aði um til ferðarinnar og m.a. eitthvað fyrir munn og maga, sem ekki er frásagnavert, en nýlegur hópferðabíll beið á meðan fyrir utan. Þegar allir voru komnir í bílinn aftur veitti ég því athygli að hann stóð enn um stund hreyfingar- laus en bréf og ýmiskonar umbúðir fóru brátt að fjúka út um gluggana og mynduðust skjótt rastir af rusli meðfram bílnum. Ég gekk út, náði tali af fararstjóranum og benti á, hvað þeim hafði orðið á. Brást hann og allur hópurinn vel við og var allt hreinsað upp þegar í stað. Þessi saga kemur ósjálf- rátt í huga minn í sambandi við herferð Ferðamálaráðs fyrir bættri umgengni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og ég tel að um- gengni ferðamanna um landið hafi batnað mikið á undanförn- um árum. Ennþá verður þó ýmsum á að henda rusli í hugsunarleysi út um bílglugga eða á gangi úti í náttúrunni. Þetta ætti að sjálfsögðu ekki að koma fyrir og ég vænti þess að bráðlega verði flestir með- NJÓTUM LANDS -NÍÐUM El Ferðamálaráð íslands vitaðir um, hve þetta er mikil ósvinna. En það er ýmislegt annað sem úrskeiðis hefur far- ið í umgengni okkar um land- ið. Þetta á ekki eingöngu við um ferðamenn og e.t.vT stendur núorðið meira upp á hina, þ.e. þá sem heima sitja, að bæta sig. Hvað um gömlu bílhræin og vélarnar, úr sér gengnu girðingarnar, spýtna- hrúgumar, skellóttu skúrana og skítahaugana? - Og þannig mætti áfram telja. Vissulega þurfa bændur að geyma ýmis- legt sem nota þarf við búskap- inn og margir eiga ekki nægi- legt geymsluhúsnæði. Hið sama má segja um ýmis at- vinnufyrirtæki en oft held ég að megi leysa þessi geymslu- vandamál á haganlegri og smekklegri hátt en gert er. Stundum er talað um um- gengnismenningu og víst er um það að umgengni okkar unt landið lýsir, fremur en margt annað, menningarstigi okkar. Nú er 40 ára afmæli lýðveldis- ins og Ferðamálaráð gengst fyrir herferð til að bæta um- gengnismenningu landsmanna. Ég hef þá trú að flestir vilji vera þátttakendur í því að bæta og vernda umhverfi okkar, þannig að hver og einn geti með góðri samvisku tekið undir orðin: Njótum lands en níðum ei.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.