NT - 02.08.1984, Blaðsíða 12

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 12 Eru íslensku skipafélögi af hinum Þegar senda þarf vörur utan með ein þremur stóru í íslenskum kaupskipan Sambandinu eða Hafskip, og síðan áfram með < jm til Brasilíu, þá verður þriðjungur kostnaðar vegna fiutninganna með islensku félögunum til Evrépu, á sjötta hluta leiðarinnar. ■Maður nokkur af Norðurlandi fyllti flutningabii sinn af grásleppuhrognum, og tók sér síðan far með Norrónu frá Seyðisfirði til Danmerkur. Hann flutti svo búsióð í bílnum til baka með sama skipi. Kostnaðurinn við flutning á manni og bíl, með farmi, varð um helmingur þess sem það hefði kostað að senda eingöngu vórurnar sem voru í bílnum með stóru skipafélógunum.__________________ ■Taxtar skipaf élaganna vegna flutninga á kartóf lum frá Evrópu munu vera 240 doílarar fyrír tonnið. Með afslætti fluttu félógin kartéf lumar til skamms tíma fyrír 180 dollara tonnið, eða þar til í vetur. Þá bauð Grœnmetisverslun ríkisins út flutninga á stórum faimi af kartöflum til landsins frá Hollandi, og brá svo við að tvö skipafélög gerðu tilboð er hljóðuðu upp á tæplega 50 dollara fyrírtonnið. iTil eru dæmium ihelmingi lægriflutn- ingataxla hjá Norrönu Jónas Hallgrímsson Árni Árnason Axel Gíslason Þetta eru nokkur af þeim dæmum sem rak á fjörur okkar við athugun á flutningagjöldum í stykkjavöruflutningum ís- lensku skipafélaganna. - Rétt er að undirstrika að þetta eru aðeins dæmi, sum sérstæð, sem ekki er vert að draga of víðtækar ályktanir af. En dæmin ýta samt sem áður undir efasemdir um flutninga- gjaldastefnu skipafélaganna. Talsvert hefur borið á gagnrýni á þessa stefnu að undanförnu, einkum frá fulltrúum hinnar pólitísku stjórnarandstöðu í landinu. Gagnrýnin er að ein- hverju leyti gerð með hliðsjón af góðri útkomu félaganna síð- ustu árin. En þó ótrúlega kunni að hljóma þá mun hún einnig eiga rætur að rekja til deilnanna um varnarliðsflutningana frá því í vor. Einn heimildamanna NT, sem vel ætti að þekkja til, segir að ráðamönnum innan bandaríska hersins hafi á undanförnum árum „ofboðið“ flutningsgjöld íslensku félaganna því hafi þeir orðið „himinlif- andi“ þegar Rainbow Navi- gation félagið þrengdi sér inn í flutningana, þrátt fyrir að því fylgdi ekki lækkun á flutnings- gjöldum þegar í stað. Stjórnendur skipafélaganna mótmæla þessari gagnrýni, og segja meðal annars að þeim hafi aldrei borist formlegar kvartan- ir frá Bandaríkjamönnum vegna hárra flutningsgjalda. Samt eru þeir nú farnir að ýja að því að veita betri kjör en áður, fái þeir varnarliðsflutningana aftur. íslenskar séraðstæður Forustumenn íslensku skipa- félaganna neita því reyndar ekki að flutningsgjöld þeirra séu hærri en flutningsgjöld gerast erlendis. í viðtölum við þá kemur frarri að þeir leggja höf- uðáherslu á að skýra þennan mun með séraðstæðum sem ís- lensku félögin búa við. „Flutn- ingsgjöld eru almennt hærri hér en erlendis,“ sagði Jóhannes Ágústsson hjá Eimskip, „en hér er t.d. allt önnur stærðargráða í flutningunum heldur en gerist annars staðar." Og Ragnar Kjartansson, formaður Hafskips, tekur undir: Smæðin er okkar meginvandamál. Vegna þess hve þjóðin er hræði- lega lítil, þá verðum við að gera út einhver smáskip, miðað við erlend risaskip, sem taka marg- falt meira, og njóta stærðarhag- kvæmni.“ nýtingu skipa sinna; síðan væri fjárfestingarkostnaður í skipum lægri víða erlendis heldur en hér, vegna niðurgreiðslna á skipasmíðum; og síðast en ekki síst væru flutningarnir dýrari hér á landi vegna þess hvað íslensku félögin veittu mikla vöruhúsa- og landþjónustu. Ekki eru allir sammála um þessar röksemdir. Spyrja má, t.d., hvort íslensku skipafélögin njóta ekki að einhverju leyti góðs af niðurgreiddum skipa- smíðum erlendis, þar sem þau kaupa öll sín skip erlendis frá? Og Guðlaugur Gíslason, hjá Farmanna og fiskimannasam- bandi íslands, sagði að ef ein- hver munur væri á mannahalds- reglum hér og sunnar í álfunni, þá „eru laun á skipum erlendis miklu hærri heldur en hér, og vega upp þennan mismun í mannahaldi.“ Skipafélögin þyrftu e.t.v. að gera nánari grein fyrir vægi þessara kostnað- arliða. Dýr vóruhús Ragnar gerði á síðasta aðal- fundi Hafskips gott betur en að nefna stærðina og samsvarandi sérhæfingu sem ástæður fyrir háum flutingsgjöldum hér. Hann taldi upp fimm aðrar ástæður. Þeirra á meðal var sú að vegna veðráttu og sjólags á Norður-Atlantshafi yrði við- halds- og olíukostnaður ís- lensku skipanna tiltölulega hár; einnig væri mannahald meira á íslenskum skipum heldur en erlendum; þá gætu skipafélögin erlendis haft með sér betri sam- vinnu en þau íslensku til að auka Ýmiss konar þjónusta við inn- flytjendur er örugglega einn af dýrustu póstunum í íslensku skipafélagarekstri, og jafnframt einstakur. Skipafátögin hafa lagt út í miklar fjárfestingar vegna þessarar þjónustu, í skipum, vöruhúsum og annarri landaðstöðu. „Markaðurinn hefur krafist þess að fá tíðar reglu- bundnar ferðir hingað,“ sagði Axel Gíslason, framkvæmda- stjóri Skipadeildar Sambands- ins, og bætti við: „Menn hafa viljað fá þessa þjónustu, jafnvel þó þeir hafi þurft að borga eitthvað meira fyrir flutninginn í staðinn; þeir spara sér í staðinn verulegt fjármagn í birgðahaldi." Vöruhúsin og rekstur þjón- ustunnar í landi eru enn meira áberandi hjá skipafélögunum. Öll félögin hafa verið að byggja vöruhús á síðustu árum, og rekstur landþjónustunnar er dýr. Hjá Hafskip var kostnaður við vöruafgreiðslu 69 milljónir króna á síðasta ári, og varð 95,7% tap á afgreiðslunni. Hjá Eimskip var kostnaðurinn 119 milljónir, en leigutekjur virðast hafa verið í betra samræmi við kostnaðinn því tapið varð ekki nema 10%. Sambandið gerir ekki grein fyrir reikningum sín- um að þessu leyti. „Þú þekkir þessi miklu hafnarmannvirki sem hér eru, stór vöruhús og fleira,“ sagði Ragnar Kjartans- son, um þennan rekstrarþátt. „Við rekum hér í raun vöruhús - rándýr mannvirki - fyrir hluta af okkar viðskiptamönnum. Jafnmikil þjónusta tíðkast ekki erlendis, og það má segja að flutningsgjöld greiði niðurþessa þjónustu.“ Umfang þjónustunnar helst í hendur við þá áráttu innflytj- enda að láta vörur sínar liggja lengi á hafnarbakkanum, án þess að leysa þær út. „Svona fyrirkomulag þekkist náttúrlega hvergi í heiminum," sagði Magnús Ármann, hjá Gunnari Guðjónssyni s.f., og ennfremur: „Þú geymir kannski vöruna í heilt ár áður en þú færð fraktina borgaða." Árni Árnason, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, tók í sama streng: „Erlendis sitja vörurnar oft stutt og eru boðnar upp miklu fyrr, enda eru aðstæður hér aðrar." Vörur mega liggja hér í ár áður en þær fara á uppboð. En er þá eðlilegt fyrir skipa- félögin að stofna til þessa þjón- ustukostnaðar og leggja hann að verulegu leyti ofan á flutn- ingsgjöldin? Ragnar Kjartans- son sagði að einhvers staðar í keðjunni yrði þessi kostnaður til. „Ef það þarf að geyma vöru, þá er spurning um hvort geymslukostnaðurinn fellur inn í flutningsgjaldið, eins og það gerir í dag, eða að þessi kostn- aður myndist á vettvangi fyrir- tækisins. í báðum tilfellum kem- ur hann fram í vöruverði." Eftir stendur samt sem áður að kostnaðinum er í öðru tilfell- inu jafnað niður á alla flutning- ana og allar vörur, en kemur í hinu tilfellinu aðeins fram hjá framleiðendum og kaup- mönnum sem kjósa að láta vöru sína liggja. Ragnar sagði að heppilegast væri að hver þáttur í rekstri skipafélaganna væri rekinn sjálfstætt, en reynt væri að koma að einhverju leyti til móts við þá sem tækju vöru sína fljótt með því að veita þeim afslátt frá flutningsgjöldum. Samanburður við Norrönu Mjög erfitt er að gera töluleg- an samanburð á töxtum íslensku skipafélaganna og töxtum er- lendra félaga, þó ekki nema af þeirri ástæðu að íslensku félögin gefa ekki út neina verðskrá með skýringum. Þá virðast ekki handhægar hér á landi erlendar verðskrár. Hins vegar hefur ver- ið stofnað til flutninga til Aust- fjarða, á þremur skipum í sumar, og stefnt að vaxandi samkeppni við stóru félögin. Það liggur því næst fyrir að gera lítils háttar samanburð á töxtum þessara skipa og töxtunum sem verðlagsyfirvöld hafa samþykkt fyrir stóru félögin þrjú. Við veljum þann kost að taka dæmi af tveimur vöruflokkum, sem samkvæmt upplýsingum starfs- manns hjá Eimskip eru með algengustu flokkum félagsins. En það sem skilur Norrönu og Skiparekstur sérstaklega frá hin- um félögunum er að afgreiðsla hennar gengur mun fljótar fyrir sig, og yfirbygging fyrirtækisins er í heild lítil. Jónas Hallgrímsson, umboðs- maður Norrönu og Skiparekst- urs á Seyðisfirði, liggur heldur ekki á þeirri skoðun sinni að offjárfesting og mikil yfirbygg- ing geri farmgjöld stóru félag- anna jafndýr og raun ber vitni. „Spurningin í mínum huga er sú,“ segir hann, „hvort þessir aðilar halda að þeir séu til fyrir fólkið, eða fólkið fyrir þá. Ef þeir standa í þeirri meiningu að fólkið sé til vegna þessara fyrir- tækja þeirra, þá er það rangt, alrangt. Það má ekki spenna bogann of hátt.“ Og Jónas bætti við: „Menn eru alltaf að segja að það sé dýrt að vera íslending- ur. Ég segi aftur á móti að það megi minnka yfirbygginguna.“ Samanburður á og Eimskips Vélarogverkfæri Bflar Me<1 2,40: 570 p Þessi samanburður er stóru skipafélögunum þremur vægast sagt óhagstæður. Eða getur það verið að þeirra taxtar séu helm- ingi hærri en taxtar Norrönu? Jafnvel enn hærri? Hér verður náttúrlega að geta þess að Norröna stundar í raun nokkuð sérhæfðari flutninga heldur en stóru félögin. Þrátt fyrir að hún flytji að einhverju

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.