NT - 02.08.1984, Blaðsíða 21

NT - 02.08.1984, Blaðsíða 21
tíiG í teúQá .S ^ufííMAwiR Ekkjan færsæðið París-Reuter ■ Franskur dómstóll dæmdi í gær ekkju nokkurri rétt tii sæðis látins eigin- manns síns sem var varðveitt í CECOS sem er rannsóknar- og varðveislustofnun fyrir sæðisfrumur. Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og hefur almenningur haft mikla samúð með ekkjunni. Hún kynntist nranni sínum fyrir þremur árum en skömmu síðar kom í ljós að hann var með krabbamein í eista. Hann ákvað þá að láta varðveita sæði úr sér vegna hættu á að skurðaðgerð til að komast fyrir krabbameinið gerði hann ófrjóan. Skurðað- gerðin bar ekki árangur, krabbameinið breiddist út og maðurinn lést um jól á síð- asta ári. Síðan hefur konan reynt að fá sæðisbankann til að láta af hendi sæðisfrumur eiginmannsins til að hún geti borið honum börn. Eftir að niðurstöður dóms- ins voru kunnar grét konan af gleði. Hún verður samt að bíða í nokkurn tíma enn þar til ljóst verður hvort sæðis- bankinn áfrýjar niðurstöð- unni til hæstaréttar. Teheran-Reuter ■ Franskri farþegaþotu af Boeing 737 gerð var rænt í gær í Evrópu. Flugræningjarnir neyddu flugstjórann til að fljúga með þá til Teheran í íran þar sem þeir tóku upp samningaviðræður fyrir milligöngu írönsku stjórnarinnar. 55 manns voru um borð í flugvélinni en flugræningjarnir leyfðu fljótlega fjórum þeirra að fara. Ræningjarnir eru taldir vera þrír og eru þeir vopnaðir handsprengjum. Kröfur þeirra eru frekar óljósar og þegar NT fór í prentun voru þeir enn á Teheranflugvelli. Símamynd-POLFOTO Fimmtudagur 2. ágúst 1984 21 Útlönd ■ Pólverjar minnast uppreisnarinnar gegn Þjóðverjum fyrir 40 árum í Powazki-kirkjugarðinum þar sem fórnarlömb uppreisnarinnar eru grafín. Mannfjöldinn sýnir stuðning sinn við Einingu með því að gefa merki hinna bönnuðu verkalýðsfélaga. símamynd-poi.FOTo Karate glæpamenn í Sovét Moskva-Rcuter. ■ Sovéskir karatesnill- ingar sem misnota bardaga- list sína verða frá og með næstu áramótum sektaðir um 50 rúblur (um 600 kr.) auk þeirra bóta sem þeir verða að greiða vegna tjónsins sem þeir valda. Karate var tekið upp sem íþróttagrein í mörg- um íþróttafélögum í Sovét- ríkjunum fyrir nokkrum árum og það hefur síðan náð mikilli útbreiðslu. En að undanförnu hefur fjölg- að mikið ofbeldisglæpum í Sovétríkjunum þar sem karate er notað. Fyrir skömniu var 19 ;ára gamall piltur dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að ráða karatesérfræðing til að drepa ömmu hans. So- vétmenn vona að hertar refsingar verði til þess að sefa ofbeldishneigð kar- ateáhugamanna. Pólland: Mörg þúsund manns syngja bannaða baráttusöngva Uppreisnarinnar gegn Þjóðverjum minnst Varsjá-Reuter. ■ Mörg þúsund Pólverjar söfnuðust saman í Varsjá í gær og sungu baráttusöngva bönn- uðu verkalýðsfélaganna, Ein- ingar. Fólkið safnaðist saman í Powazki-kirkjugarðinum til að minnast þess að nú eru fjörutíu ár liðin frá uppreisninni gegn Þjóðverjum í Varsjá árið 1944. Margir þeirra sem tóku þátt í þessari óformlegu minningar- athöfn réttu fram hendur sínar með sigurmerki Einingar þar sem þeir stóðu við grafir fórnar- lamba uppreisnarinnar. Margir komu með minningarkransa eða héldu á kertum. Sumir stuðningsmenn Eining- ar lögðu blómakross á leiði pólskra yfirmanna í hernum sem voru teknir af lífi í Katyn- skógi í seinni heimsstyrjöldinni. Stjórnvöld segja að Þjóðverjar hafi líflátið þá en sumir Pólverj- ar telja að Rússar hafi gert það. Minningarathafnir vegna uppreisnarinnar byrjuðu í fyrra- kvöld með því að nokkur þús- und manns gengu í gegnum Varsjá að gröf óþekkta her- mannsins. Lögreglan skipti sé ekki af mannfjöldanum og minningarathafnirnar fóru friðsamlega fram. Tvær s-afrískar kirkjur reknar úr Lútherska heimssambandinu Budapest-Reuter. ■ Á þingi Lúterska heims- sambandsins, sem nú stendur yfir í Búdapest í Ungverjalandi, var ákveðið að víkja tveim suður-afrískum kirkjudeildum úr sambandinu vegna stuðnings þeirra við kynþáttastefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. 220 ráðstefnugestir greiddu atkvæði með brottrekstrinum, en aðeins 23 greiddu atkvæði gegn honum, 29 sátu hjá. Brott- reksturinn þýðir að viðkomandi kirkjudeildir eru svfptar leyfi til að senda fulltrúa með atkvæðis- rétt á ráðstefnu Lúterska heims- sambandsins eða hafa fulltrúa í stjórn þess og nefndum. Áhersla var lögð á að kirkju- deildirnar fengju aftur fulla að- ild að sambandinu um leið og kynþáttamisrétti hætti að setja svip á starfsemi þeirra. Þessi ákvörðun Lúterska heimssambandsins er í samræmi við ályktanir sjötta þings þess sem haldið var í Dar Es Salaam fyrir sjö árum þar sem sagt var að andstaða við kynþáttastefnu stjórnvalda í Suður-Áfríku væri trúarlegt atriði. Á fundi sínum í gær kaus Lúterska heimssambandið ung- verska biskupinn Zoltan Kalday sem forseta en það hefur verið venja hjá sambandinu að kjósa forseta frá því landi sem þing þess eru haldin í hverju sinni. ■ Hinn nýi forseti Lúterska heimssambandsins, Zoltan Kalday. Símamynd-POLFOTO. Noregur. Atvinnu- lausum fjölgar Oslo-Reuter. ■ í júlímánuði voru 64.900 manns atvinnulausir í Noregi og hafði vinnulausum fjölgað um 3.8% frá júní. 3.300 bærtust á lista atvinnuleysingja. 1 júní voru 61.600 Norðmenn atvinnulausir, en í júlí árið 1983 voru þeir 60.700. PETURSSONAR KIRKJUSTRÆTI8. SIM114181.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.