NT - 03.08.1984, Blaðsíða 3

NT - 03.08.1984, Blaðsíða 3
IU' Föstudagur 3. ágúst 1984 'X Stóru bankarnir leiðandi í vaxtaákvörðun? „Vaxtamunur stenst ekki til lengdar“ - samkeppnin líklega í nýjum formum, segir Ragnar Önundarson, bankastjóri Iðnaðarbankans ■ „Mér finnst mjög sennilegt aö þegar fram í sækir, verði stærstu bankarnir með einhvers konar verðleiðsögn á markaðn- um, sem allir neyðast til að fylgja,“ sagði Ragnar Ondundarson, bankastjóri Iðn- aðarbankans, í samtali við NT í gær um hið nýfengna frelsi bankanna til að ákveða banka- vexti. „Vaxtamunur á milli banka fær aldrei staðist til lengdar; þá myndu menn tapa í samkeppninni um viðskipta- vini.“ Ragnar sagðist búast við að vaxtafrelsið leiddi til þess, að bankarnir byðu upp á ný þjón- ustuform, nýja innláns- og út- lánsreikninga. Á þessum nýju reikningum, sem væntanlega yrðu með mismunandi skilyrð- um, gætu bankarnir ákveðið öðruvísi verð. „Pessi nýja þjónusta félli bet- úr að þörfum markaðarins held- ur en gerist núna,“ sagði Ragnar. „Þaðerlíkatilbóta.og til þess að efla sparnað í land- inu, að bankar leitist við að uppfylla þarfir fólks í þessum efnum betur en verið hefur.“ Selfoss: Þrír bankar hætta útlánum - „Óttast af leiðingarnar,“ segir varaformadur vinnuveitenda 60 manns atvinnulausir ■ Á Selfossi eru nú 59 manns á atvinnuleysisskrá hjá Verka- lýðsfélginu Þór og fer fjölgandi. Þykir þetta mjög há tala á þessum árstíma. I ágústbyrjun 1983 var tala atvinnulausra t.d. 28 og á sama tíma sumarið 1982 voru 16 atvinnulausir eða nær fjórum sinnum færri en nú. Urbætur virðast ekki í augsýn fyrr en eitthvað af þessu fólki kemst í vinnu í sláturtíðinni í haust. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formaður Þórs sagði ástandið hafa verið fremur slæmt í sumar. Þenslan á vinnumarkað- inum á höfuðborgarsvæðinu nái greinilega ekki austur á Selfoss og deyfð virtist í því að auka þar atvinnutækifæri. Ingibjörgsagði að meirihluti atvinnulausra væri konur. Töluvert af þeim komi úr iðnaði og fiskvinnu. Sumar þeirra hafa sótt t.d. á Eyrar- bakka og Stokkseyri þegar vinna hefur verið meiri þar en fyrir heimafólk. Einnig sé þó nokkur hópur á skrá frá Slátur- félagi Suðulands, sem unnið hefur við garnahreinsun. Verk- efni þar nái yfirleitt ekki saman, þannig að konur séu atvinnu- lausar misjafnlega lengi yfir sumarið og fram að sláturtíð. Nokkuó sagði Ingibjörg einn- ig um aívinnuleysi meðal skóla- fólks, þótt mesta furða sé hve margt af því hafi þó komist í vinnu. Varðandi karlmennina sagði hún þá yfirleytt eiga betra með að komast burt í vinnu, og þeir geri það frekar ef þeir eigi þess kost. ■ „Við afgreiðum allt sem er búið að lofa að afgreiða, en forðumst að gefa loforð fyrir nýju þar til eftir þennan tíma,“ sagði Kristleifur Jónsson, bankastjóri Samvinnu- bankans, í samtali við NT í gær um þá ákvörðun bankans að stöðva ný út- lán þar til 13. ágúst, þegar ný ákvörðun af hálfu bankans um vexti mun liggja fyrir. Landsbankinn og Búnaðarbankinn hafa einnig ákveðið slíka stöðvun. Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri, kvað Búnað- arbankann áfram munu sinna samningssbundnum útlánum. „Endurnýjun á víxlum, sem samið hefur verið um fyrirfram, og afurðalán, eru að sjálf- sögðu afgrcidd," sagði hann. „Það hefur engin ákvörðun um stöðvun út- lána verið tekin hér,“ sagði Ragnar Önundarson, bankastjóri Iðnaðarbank- ans. „Fyrst um sinn mun- um við reyna að þjóna viðskiptamönnum okkar með brýnustu þarfir. En það má segja að það sé ríkara útlánaeftirlit en verið hefur.“ Kristján Oddsson, bankastjóri, sagði að Verslunarbankinn myndi heldur ekki loka alfarið á útlán, þó dregið yrði úr þeim. Ólafur Helgason, bankastjóri, kvað Útvegs- bankann munu fresta öllum útlánum sem hægt væri að fresta. Jón Adolf Guðjónsson var spurður hvort útlána- stoppið myndi ekki kosta Búnaðarbankarpi tölu- verðar vaxtatekjur. „Það er Ijóst að útlánsvextirnir þurfa að hækka, og við reiknum með að það vinni upp vaxtamissinn.“ Davíð Scheving Thor- steinsson, varaformaður Vinnuveitendasambands íslands, sagðist í gær ekki skilja stöðvunaraðgerðir bankanna: „Það er ekki hægt að loka bönkum í fleiri daga ef hjól atvinnu- lífsins eiga að halda áfram að snúast eðlilega. Ég ótt- ast afleiðingarnar af þessu, því við mjög mikla erfiðleika og vanskil er að stríða hjá mörgum.“ Nú getur þú keypt notaðan bíl. TJT A A T T Það er lítið vandamál að velja bíl. LJLjlx. Sértilboð fyrir verslunarmannahelgina svo allir geti farið t frí. ► Hver býður skiptiverslun á öllum notuðum btlum ? ’ Hver býður jafnvel enga útborgun á notuðum bílum ? ’ Hver býður að lána alla milligjöfina í skiptiverslun ? ’ Hver býður að lána bílatrygginguna að auki': ’ Hver býður önnur eins lánakjör OGEV SALURINN? Brautryðjendur í sérverslun í bílaviðskiptum t YFIR HÁLFA ÖLD 1929 BILAURVALIÐ ER SÍBREYTILEGT FRÁ DEGI TIL DAGS. Sífelld bí/asa/a. Sífe/ld þjónusta. 1984 egill; VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775 MUNIÐ EV-KJÖRIN VINSÆLU, AÐ ÓGLEYMDRI SKIPTIVERSLUNINNI. notodir bílor í eigu umbodssins

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.