NT - 03.08.1984, Blaðsíða 8

NT - 03.08.1984, Blaðsíða 8
Föstudagur 3. ágúst 1984 8 Bræðraminning: Ólafur Sigurbergur Sigurgeirsson og Sigurjón Sigurgeirsson Það er skammt stórra högga á milli í ættinni. Bræðurnir í Hlíð báðir látnir með rúmlega hálfs árs millibili. Okkur langar til að minnast þeirra í fáum orð- um nú að leiðarlokum. Þeir bræður bjuggu félagsbúi að Hlíð, Austur-Eyjafjalla- hreppi og var samstarf þeirra með eindæmum gott. Báðir unnu ættjörð sinni og sveit og gátu hvorugur hugsað sér annan samastað en Hlíð Daprast ekki trú og tryggð traust ogfegurð ástarinnar. Fann ég gleði, frið og dyggð, fól þér leyndarmál og hryggð. Eyjafjalla indœl byggð, unaðsheimur bernsku minnar. (T.E.) Ólafur Sigurbergur Sigur- geirsson bóndi í Hlíð lést á Landakotsspítala 26. október 1983 eftir stutta en erfiða sjúk- dómslegu. Bergur, eins og hann var alltaf kallaður, fæddist 3. mars 1916. Var hann þriðji í röð 10 barna hjónanna Sigurgeirs Sigurðssonar og Sigurlínu Jóns- dóttur í Hlíð og komust níu þeirra upp. Faðir hans lést árið 1934. Var það mikill missir fyrir konu með stóran barnahóp, en þá voru fimm systkinanna innan við fermingu. Kom það í hlut elstu barnanna ásamt móður þeirra að sjá heimilinu far- borða. Þá kom sér vel sam- heldni og hjálpfýsi þeirra hvert við annað eins og reyndar við alla sem þau hafa átt samskipti við. Hefur sú samheldni systkin- anna í engu dvínað eftir að þau fóru að heiman og stofnuðu sín- ar eigin fjölskyldur. Á heimilinu var einnig móðir Sigurlínu, Þór- anna Sveinsdóttir, og var hún mikil stoð þeirra því nóg var að gera. Hún dvaldi í Hlíð allt til æviloka, en hún lést 1948. Bergur stundaði vinnu utan heimilis eins mikið og mögulegt var því jörðin var lítil og gaf lítið af sér en munnarnir margir sem þurfti að metta. Aðallega var um sjósókn að ræða og þá frá Vestmannaeyjum og réri hann 16 vertíðir. Ekki var þó fundið fé að fara á vertíð, því þá var engin kauptrygging og kom það jafnvel fyrir, ef ekki fiskaðist, að hann kæmi snauðari heim en þá er hann lagði af stað. Þegar hann var á vélbátnum Ófeigi frá Vestmannaeyjum varð hann einu sinni svo lán- samur að bjarga mannslífum. Það var í vondu veðri að bátur- inn kastaðist á hliðina. Bergur og tveir aðrir menn voru á þilfari og tók þá alla út. Bergi tókst að komast aftur upp í bátinn og bjarga félögum sínum tveim um borð. Þegar eigandi bátsins, sem var Jón á Hólmi, frétti af þessari björgun varð honum að orði: „Já, það munar um hand- tökin hans Bergs.“ Bergur var traustur og trygg- ur þeim sem hann umgekkst og öllum þeim sem áttu því láni að fagna að kynnast honum þótti vænt um hann. Hann bjó alla tíð í Hlíð og hvorki kvæntist né eignaðist börn, en börnunum í Hlíð var hann sem besti faðir og vinur hvort heldur það voru heimilisbörnin eða önnur sem þar dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Er ekki að efa að Arnað Heilla_____________ Ingimar Sigurðsson, sextugur í dag er sextugur drengskap- armaðurinn Ingimar Sigurðsson í Kópavogi, Hraunbraut 41 - sonur Kristínar J. Jónsdóttur og Sigurðar Jóhannessonar. Ingimar Sigurðsson er fæddur 3. ágúst 1924. Hann kynntist snemma á lífsæfinni örðugum fjárhag en naut þess að eiga foreldra sem settu ofar verald- legum efnum hin andlegu gæði og grunninn til sómasamlegs lífs. Það hefur sannast á Ingimari að hann hefur notið trausts samferðamanna sinna enda starfar hann sem verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins - og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum, sem samferðamenn hans hafa falið honum. Hann hefur numið járnsmíði og voru honum m.a. falin ábyrgðarmikil störf fyrir stéttarbræður sína. Þá er ekki úr vegi að geta þess að Ingimar var einn af stofnend- um Lionsklúbbsins MUNINS og einn af fyrstu formönnum hans starfsveturinn 1972-1973. Hann var einn af þeim er fyrst- um var falin gerð stofnskrár Hjúkrunarheimilis aldraðara í Kópavogi - enda bar hann það málefni í hjarta sínu og vann þar fölskvalaust að framgangi þess, enda er nú svo komið að Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi er glæsileg staðreynd að Kópavogsbraut 1 - málefni sem hann og aðrir Kópavogs- búar báru fram til sigurs - dæmigert um fórnfúst vinnu- framlag og farsællega unnin störf. Síðastliðinn starfsvetur hefur Ingimar Sigurðsson verið svæðisstjóri á svæði 7 í Lions- hreyfingunni á íslandi og kaus umdæmisstjóri hans Svavar Gests, hann LION fyrir apríl 1984 fyrir það að hann lagði mikla rækt við hið yfirgrips- mikla svæðisstjórastarf. Mér er ljúft að minnast vinar míns Ingimars, sem mikils mannvinar og ber þar sérstak- lega bæst aðdáun barnabarna minna á honum, en sjaldan veit ég meiri ánægju hjá þeim en þegar þau heimsækja hann. Klúbbbræður þínir í Lions- klúbbnum MUNIN senda þér einlægar afmæliskveðjur. Með kærum Lionskveðjum Stefán Trjámann Tryggvason. þau minnast hans með hlýhug og þakklæti og þeirra bræðra beggja. Ungur frændi Bergs ber nafn hans og þótti honum mjög vænt um það. Sigurjón Sigurgeirsson var næst elstur þeirra Hlíðarsyst- kina, fæddur 9.6 1914 og hafði nýlega haldið upp á sjötugsaf- mæli sitt er hann lést að heimili sínu að kvöldi dags hinn 17. júlí síðastliðinn. Hafði hann fyrr á árinu fengið fyrirboða þess er koma skyldi, því hann var í tví- gang á þessu ári búinn að liggja á Landakoti. Síðustu vikurnar dvaldi hann heima hjá ástvinum sínum. Sigurjón fór snemma að vinna, fyrst heima fyrir og fljót- lega einnig utan heimilis eins og með þurfti og hægt var. Alla tíð var hann þó fyrst og fremst bóndi. Hann stundaði félags- störf af miklum áhuga. Ungur gekk hann í Ungmennafélagið og starfaði þar og þeir bræður báðir. Sveitarstjórnarmál lét hann og mikið til sín taka og sat í fjölda nefnda og félaga sem stuðluðu að bættum búskapar- háttum og var hann í stjórn margra þeirra, meðal annars í hreppsnefnd. Sigurjón og Begur voru allt frá æskuárum illa haldnir af asma (heymæði) sem ágerðist mjög síðustu árin og rændi þá starfsorku. Kom sér þá vel að eiga Geir bróður þeirra að, en hann hefur alltaf verið boðinn og búinn að vinna heimilinu allt það gagn sem hann hefur getað. Sigurjón kvæntist eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Eiríksdótt- ur 28. des. 1963 og reyndist dótt- ur hennar Hugrúnu Kristínu Helgadóttur í engu síður en sín- um eigin börnum, en hann var mjög ástríkur faðir. Þau Guð- rún og Sigurjón eignuðust þrjú börn sem öll eru í heimahúsum. Þau eru: Eiríkur Ingi, sem tók við hlut Bergs í búskapnum við fráfall hans, Sigurlín Þórlaug og Sigurgeir Hlíðar. Hugrún er gift og býr í Hafnarfirði. Það er þung raun fyrir Guð- rúnu og börnin að sjá á bak elskaðs eiginmanns og föður. Björtum Guðs á brautum brœður gangið þið. Leystir lífs frá þrautum. Pað lofa viljum við. Við teljum það gæfu okkar að hafa þekkt fólk eins og Berg og Sigurjón og viljum þakka af al- hug þriggja áratuga kynni. Guð blessi minningu ykkar og styrki fjölskylduna í Hlíð og aðra vandamenn. Þórhildur og Silla Geir Sigurðsson frá Skerðingsstöðum Fæddur 10. október 1902 Dáinn 24. júlí 1984 „Par sem stóð mín vagga, vil ég hljóta gröf. “ Geir fæddist og ólst upp fyrstu ár ævi sinnar á fornum söguslóðum Laxdælu, Sælings- dal. Faðir hans var Sigurður Magnússon bóndi þar og kona hans Helga Ásgeirsdóttir. Föður sin missti Geir þá hann var ungur að árum, en móðir hans, Helga, giftist aftur hálf- bróður fyrri manns síns og bjó eftir það allan sinn búskap í Glerárskógum. Þar inn af botni Hvammsfjarðar var Geir öll sín þroskaár. Fyrst í barnaskóla síðan í unglingaskóla í Hjarðar- holti, þar næst í Samvinnuskóla Jónasar. Fyrirvinna hjá móður sinni og ráðsmaður var Geir frá því hún missti seinni mann sinn 1925 og til ársins 1939 að hann hóf búskap á Skerðingsstöðum. Það var á árunum rétt eftir 1930 að Dalamenn héldu sína árlegu skemmtun eða héraðs- mót, sem sprottin voru upp af ungmennafélagshreyfingunni, og haldið var að þessu sinni á gamla höfuðbólinu Ólafsdal. Þetta var í eina skiptið sem ég sótti svona mót. Ég man það var fjölmennt en ekki er mér minn- isstætt hvað þar fór fram utan þess að þar steig maður einn í pontu og talaði yfir mótsgest- um. Maður þessi var myndar- legur á velli, dökkhærður með dökka skeggrót, mikilúðlegur í andliti, fasið einbeitt, en við- mótið glaðlegt. Maður þessi tal- aði gott íslenskt mál, röddin var styrk og framsetningin skipuleg. Allt sem hann sagði náði eyrum áheyrenda. Aðalerindi ræðu- manns var að brýna íslenskt æskufólk til dáða og framfara, það ætti þetta land, þeirra væri framtíðin, það væri risinn nýr morgunn. Ég spurði hver sá maður væri sem talaði svo. Mér var svarað að hann héti Geir Sigurðsson frá Glerárskógum. Seinna þetta sama sumar var flokkur sá sem ég vann með við brúarvinnu rétt hjá heimili Geirs. Þá hófust okkar kynni. Mér féll maðurinn vel frá fyrstu tíð og síst minnkaði það er á aldurinn leið. Ekki urðu kynnin löng að þessu sinni, ég fór suður, og nokkrum árum seinna fór hann að búa á Skerðings- stöðum, næsta bæ við Hvamm. Næst hittumst við um 1960 norður í Vestur-Húnavatns- sýslu, Víðihlíð. Ég vann þar við lokaáfanga á félagsheimilinu, en hann var við kennslu í Vesturhópi. Þá var hann búinn að missa sína góðu konu Maríu Ólafsdóttur frá Þverdal. Dóttir hans og tengdasonur tekin við búi á Skerðingsstöðum. Seinna fluttu þau ásamt Geir til Reykjavíkur. í Húnavatnssýslu kenndi hann í nokkra vetur. Nú kom sér vel að hafa numið í skóla í Hjarðarholti og ekki síður hjá Jónasi frá Hriflu. Kennslan var honum hæg, hann hafði bæði vit og lærdóm sem til þurfti. Það fór vel á því að breiðfirski bóndinn upp- fræddi húnvetnsk börn, hann var í eðli sínu vígður íslenskri mold og fátt það til í sam- skiptum lands og þjóðar sem hann ekki kunni skil á. Geir bjó seinustu árin á Bugðulæk 5 hjá dóttur sinni. Þar átti hann góðan samastað ásamt barnabörnum sínum. Ég kom oft til Geirs á Bugðulæk- inn, þar var gott að koma. Alltaf fannst mér ég verða ríkari að reynslu eftir samtal við Geir. Hann kunni frá mörgu að segja og var yfirgripsmikill á hinar innstu hliðar mannlegs eðlis, enda góðum gáfum gæddur og gjörhugull. Þótt hann sæti hér í margmenninu var hugur hans lengst af vestur í Dölum. Þar og hvergi annars staðar átti hann heima. Þar átti hann sín bestu ár við búskap á góðri jörð, vel settri í blómlegu héraði. Þar var víðsýnt af heimahlaði, þarna átti hann sína æsku, félagsmála- störf í ungmennafélaginu, síðar í sveitastjórnun og setu í kaup- félagsstjórnum. Geir var vel ritfær, skrifaði margar greinar í blöð og tímarit. Bók hans „Frá morgni aldar“ er gott innlegg í breytingarskeið þjóðarinnar á fyrstu tugum þessarar aldar. Nú er Geir kominn heim, heim í dalinn þar sem hann eitt sinn bylti mold, byggði hús og breytti koti í kostajörð. Þar stóð hugur hans lengstum í víðáttu þess héraðs við Breiða- fjörð, þar sem vorsólin gyllir hvað best voga og víkur. Með þökk og virðingu kveð ég þenn- an vin minn og sendi Helgu dóttur hans, manni hennar og börnum samúðarkveðjur. Sigurgeir Magnússon w Islendingaþáttum — minningar- og afmælisgreinar birtar daglega. ■ Franivegis verða al'mælis- ojj iniiminjjaroreinar liirlar i hlaðiiui dajilefja, en hætt verður vikulej>ri iitj>alii Islend- inj>aþátta eins oj> verið hefur. I stað þess heí'ur verið nkveðið að j>ela ut Islendinj'aþætti sjaldnar en elnisnieiri. oj> hjóða þá i serstakri áskril't til þeirra sem áluij>a hal'a. Ahuj>alolk um lslendinj>aþættina er heðið imi að láta skra sijj iiiður á aíj>reiðslu hlaðsins, Siðiimula 15. Revkjavík, eða í sima 86300. ritsl j. VARAHLUTIR HF Fyrir japanska híla Daihatsu Datsun Honda Isil/ll Ma/da Mitsuhishi Suharii Su/uki loyota Vatnsdœlur - Vatnslásar Viftureimar - Tímareimar Startarar - Alternatorar Kveikjukerfi - Framljós Bremsudtelur - Dœlusett Bremsubordar - Bremsuklossar Frambretti - Grill - Stuðarar á Datsun o.fl. o.fl. VARAHLLTIR HF Armula 22 - Simi 31-0-10

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.