NT - 03.08.1984, Blaðsíða 14

NT - 03.08.1984, Blaðsíða 14
Á jassbylgjum inn í verslunar- mannahelgina Stjórnandi: Vernharður Linnet ■ Vernharður Linnet er löngu heimsfrægur maður á íslandi að minnsta kosti meðal jassunnenda og aðdáenda „Lystræningjans". Vernharð- ur ætlar að taka að sér að sveifla þjóðinni á ljúfum jass- bylgjum inn í verslunarmanna- helgina, svo auðvitað hringd- um við í hann til að fá nánari upplýsingar um efni þáttarins. „Eg ræði við Björn Thor- oddsen gítarleikara og kynni verk hans, og þá fyrst og fremst þessa nýju plötu, Gammana. Svo spila ég kannski eitt lag með skyldri færeyskri hljómsveit sem heitir Bröml. Ég býst líka við að spila eitthvað með rytma- blues-jass-leikurum, og enda kannski á nokkrum léttum söngvum þar sem ætlast er til að hlustendur taki undir og syngi með Linoel Hampton, I /-vnlc A rmetmnn nn flpiri Nýtt undir nálinni ■ Hildur Eiríksdóttir sem kynnir nýjar hljómplötur í Útvarpinu sagði að „Nýtt undir nálinni" myndi að þessu sinni kynna nýja plötu með Bjart- mari Guðlaugssyni frá Vest- mannaeyjum. „Bjartmar er góður texta- höfundur og hefur til dæmis samið texta fyrir Björgvin Gíslason. Þetta er fyrsta sóló- platan hans, heitir „Éf ég mætti ráða“, og hann hefur samið öll lögin sjálfur. Svo kynni ég líka erlendar plötur, það er nýkomin plata með gömlum lögum með Sha- dows og Cliff Richard, ég spila líka nokkur lög með mjög góðri enskri söngkonu sem heitir Sade, svo hefur trommu- leikarinn í Queen gefið út sólóplötu, o.s.frv. ■ Lionel Hampton syngur inn verslunarmannahelgina ásamt Vernharði Linnet og útvarpshlustendum. ■ Vernharður Linnet stend- ur fyrir léttri sveiflu í upphafí helgarinnar. góðum mönnum, - er ekki verslunarmannahelgin að byrja? Það var tekið ágætlega undir í Háskólabíói þegar Lionel Hampton spilaði þar. Honum tókst að láta þúsund edrú íslendinga hoppa og syngja hey bobaribob, það er mikið afrek, enda er Lionel Hampton engum líkur.“ Jassþáttur Vernharðs Linnet verður á dagskrá klukkan 16.00. fyrir yngstu hlustendurna ■ „Við stokkinn", þáttur fyr- ir yngstu hlustendurna er að venju á dagskrá í kvöld klukk- an 19.50. Gunnvör Braga um- sjónarmaður þáttarins var beð- in að segja um hann nokkur orð: Undanfarið höfum við til dæmis verið með mjög skemmtilegt endurtekið efni síðan í fyrra, enduðum á brúðuleikhúsinu og svo höfum við verið með mikið af sögu- efni fyrir litlu krakkana. Pessa viku hef ég svo flutt efni úr bók sem heitir „Svona er heimurinn“ og er eftir Joe Kaufmann. Þetta er um það sem hefur áhrif á allt okkar líf, loftið, veðrið, vatnið, sólina og gróðurinn, og ég reyni að gera þetta skemmtilegt og flytja lög við hæfi. Þetta er tilraun til að rabba svolítið um umhverfismál og lífríkið við lítil börn. Þaðerekkerttorskil- ið í þessu, við byrjuðum á árstíðunum, tókum mánuðina og höldum svo áfram í þessa átt.“ Clark Gable og Charles Laughton í hlutverkum réttsýna stýrimannsins og vonda skipstjórans, í „Uppreisninni á Bounty“. Sjónvarp kl. 21.15: Uppreisnin á Bounty Bandarísk bíómynd frá árinu 1935. Þýðandi: Óskar Ingimarsson ■ Föstudagsmynd sjónvarps- ins er bandarísk óskarsverð- launamynd frá árinu 1935. „Uppreisnin á Bounty“ heitir á frummálinu „Mutiny on the Bounty" og er byggð á sann- sögulegum heimildum. Herskipið Bounty siglir áleiðis tií Suðurhafseyja undir stjórn Blights skipstjóra. Blight er harðstjóri og illmenni sem pínir menn sína að óþörfu, og að lokum ofbýður fyrsta stýrimanni, Fletcher, og leiðir áhöfnina til uppreisnar gegn honum. Seinna byrja þeir nýtt líf á Tahiti, en Blight hefur hvorki gleymt’ né fyrirgefið... Blight skipstjóri er leikinn af Charles Laughton, og Clark Gable leikur Christian Fletcher. Leikstjóri er Frank Lloyd, og þýðandi er Óskar Ingimarsson. Myndin er 135 mínútna löng. Rás 2, kl. 16. I Föstudagur 3. ágúst 1984 14 l lL Útvarp — Sjónvarp Útvarp kl. 19.50: Lífríkið og umhverfismál í léttum dúr Gunnvór Braga sér um þátt Útvarp kl. 14.45: útvarp Föstudagur 3. ágúst 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. í bítið. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Eiríks Rögn- valdssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Frá Ólympíuleikunum. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Arndis Jónsdóttir, Seifossi, talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Sumarævintýri Sigga" ettir Guðrúnu Sveinsdóttur Baldur Pálmason les (3). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulurvelurog kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.15Tónleikar 11.35 „Úlabrók", smásaga eftlr Odd Björnsson Höfundur les. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 „Lilli" eftir P.C. Jersild Jakob S. Jónsson les þýðingu sína (10). 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Ei- ríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir 20.40 Kvöldvaka a. Silfurþræðir Þorsteinn Matthíasson flytur fyrsta þátt af sex, um ævi og störf Páls Hallbjarnarsonar fyrrum kaup- manns i Reykjavik. b Karlakór Reykjavíkur syngur Stjórnandi: Páll P. Pálsson. 21.10 Tónlist eftir Carl Nielsen Danski píanóleikarinn Elisabeth Westenholz leikur Fimm píanólög op. 3 og Sinfóníska svítu op. 8. 21.35 Framhaldsleikrit: „Gilberts- málið" eftir Frances Durbridge Endurtekinn III. þáttur: „Peter Gaiilno". (Áður útv. 71). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagská morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Maðurinn sem hætti að reykja" eftir Tage Danielsson Hjálmar Árnason lýkur lestri þýð- ingar sinnar (7). 23.00 Söngleikur i Lundúnum 3. þáttur: Andrew Webber og Don Black; fyrri hluti Umsjón: Árni Blandon. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. 24 00 Næturútvarp frá Rás 2 lýkur klk. 05.00. Föstudagur 3. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur Fjörug danstónlist, viðtal, gullaldarlög, ný lög og vinsældarlisti. Stjórnendur: Jón Olafsson og Kristján Sigur- jónsson. 14.00-16.00 Pósthólfið Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 Jazzþáttur Þjóðleg lög og jazzsöngvar. Stjórnandi: Vern- harður Linnet. 17.00-18.00 í föstudagsskapi Þægi- legur músíkþáttur í lok vikunnar. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 23.15-05.00 Næturvakt á Rás 2 Létt lög leikin af hljómplötum. Stjórn- andi: Þorgeir Ástvaldsson. (Rásirnar samtengdar kl. 24.00.) Föstudagur 3. ágúst 18.00 Ólympíuleikarnir í Los Ange- les. íþróttafréttir fráólympíuleikun- um. Umsjónarmaður Bjarni Felix- y son. (Evróvision - ABC via DR) 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. 13. Þýskur brúðumynda- flokkur. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. Sögumaður Tinna Gunn- laugsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. 20.50 Skonrokk. Umsjónarmenn ’ Anna Hinriksdóttir og Anna Kristín Hjartardóttir. 21.15 Uppreisnin á Bounty. Banda- risk Oskarsverðlaunamynd byggð á sannsögulegum heimildum. Leikstjóri Frank Lloyd. Aðalhlut- verk: Charles Laughton, Clark Gable, Franchot Tone, Herbert Mundin og Movita. Á herskipinu Bounty unir áhöfnin illa harðstjórn Blighs skipstjóra og gerir loks upp- reisn undir forustu Christians Flet- chers fyrsta stýrimanns. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 23.20 Ólympíuleikarnir í Los Ange- les. Iþróttafréttir fráólympíuleikun- um. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. (Evróvision - ABC via DR) 00.50 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.