NT - 03.08.1984, Blaðsíða 15

NT - 03.08.1984, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. ágúst 1984 1 5 Útvarp laugardag kl. 16.20 Súðin á siglingu í ytri höfninni í Reykjavík. Útvarp sunnudag kl. 10.25: Súðarleiðangur á Grænlandsmið 1949 Sjónvarp laugardag kl. 18.30: Eg hélt við ættum stefnumót - danskt sjónvarpsleikrit um unglinga og hassreykingar ■ í hálftíma hléi á milli frétta frá Ólympíuleikunum, sýnir sjónvarpið danskt sjónvarps- leikrit um hassreykingar ungl- inga á skólaaldri. Sagt er frá strák og stelpu sem eru að draga sig saman. Þau byrja ásamt nokkrum félögum sín- um að reykja hass og verða sljó og kærulaus. Leikritið er hugsað sem aðvörun gegn hassreykingum, sem virðast saklausar en hafa lúmskar af- leiðingar... Rás 2, um verslunarmannahelgina: Klúbburinn “La Mortola“ Fjórði þáttur „Gilbertsmálsins“. Leikstjóri er Jónas Jónasson ■ Jónas Jónasson er leikstjóri framhaldsleikritsins „Gilberts- málið“, sem er á dagskrá á laugardagseftirmiðdögum og endur- tekið á föstudagskvöldum. - Stefán Jónsson segir frá.„Út og suður“, þáttur Friðriks Páls Jónssonar ■ í þættinum „Út og suður“ segir Stefán Jónsson frá Súðar- leiðangrinum á Grænlandsmið árið 1949. Við hringdum í Stefán, létum meira að segja ná í hann niðrí kjallara, og báðum hann að segja aðeins frá þættinum. „Ég er nú ekki með þetta skrifað, þetta er bara frásögn. Ágrip um Grænlandsleiðang- urinn 1949, og á Súðinni. Það er ekki hægt að segja neitt meira um það. Þetta var fiskveiðileiðangur sem ríkisstjórnin stóð fyrir í fiskleysi og ég var þarna með sem fréttamaður. Það er ekki hægt að segja neitt meira um það. Gamla Súðin var frægt skip við ísland áður fyrr, gamalt og gott skip, svo skulum við ekki hafa neitt meira um þetta.“ Þátturinn „Út og suður“ verður á dagskrá klukkan 10.25 á sunnudagsmorguninn. ■ Stefán Jónsson var frétta- maður árið 1949, og sigldi með Súðinni á Grænlandsmið. Útvarpað til kl. 5 á morgnana ■ Um verslunarmannahelg- ina verður útvarpað á Rás 2 til klukkan 05.00 aðfaranótt laug- ardags, sunnudags og mánu- dags. „Að sjálfsögðu verður létt tónlist af ýmsu tagi aðaluppi- staðan og vonandi tekst okkur að vera í takt við mannlífið þessa mestu ferðahelgi ársins. Ragnheiður Davíðsdóttir verður mikilvægur hlekkur í keðjunni. Hún mun sjá okkur fyrir upplýsingum hvaðanæva af landinu um umferð, af úti- hátíðum o.s.frv. Hún mun að auki taka þátt í dagskrárgerð- inni með okkur. Aðsjálfsögðu verður þetta útvarp einfalt í sniðum, svonefnt „opið“ útvarp. Hvað lagaval snertir þá situr fjölbreytnin í fyrir- rúmi, við fáum gesti í heim- sókn og á vissum tímum svörum við í síma: Stuttum talmálsþáttum ígríndúrverður væntanlega skotið hér og þar, bæði nýsmíðum og eldra efni. - Næturútvarp helgarinnar nær til allra landsmanna". Svo mælist stjórnendum út- varpsdagskrárinnar á Rás 2, og við óskum þeim og okkur öllum skemmtilegrar helgar. ■ í myndinni „Ég hélt við ættum stefnumót“ er fjallað um áhrif hassreykinga á ungt skólafólk. ■ Á laugardaginn verður á dagskrá útvarpsins fjórði þátt- ur framhaldsleikritsins „Gil- bertsmálið" eftir Francis Dur- bridge. Þátturinn nefnist „Klúbburinn la Mortola." í þriðja þætti fannst frú Talbot myrt úti á akri og líkt og með önnur fórnarlömb morðingjans vantar á hana annan skóinn. Vinur hennar, Peter Galino, telur að frú Talbot hafi lent í vafasömum félagsskap og segir hana jafn- framt hafa skrökvað til um að hafa séð til Gilberts nóttina sem unnusta hans var myirt. Lance Reynolds tilkynnir að brotist hafi verið inn í íbúð hans. Temple-hjónin fýsir að fá nánari upplýsingar um Reynolds og heimsækja því vinkonu hans, Betty Wayne. Betty verður þeim til lítillar hjálpar, en á leið þaðan finna Temple-hjónin Peter Galino hálfrotaðan í aftursæti bifreið- ar þeirra. Leikstjóri er Jónas Jónas- son, en Sigrún Sigurðardóttir þýddi leikritið en því var áður útvarpað árið 1971. Fjórði þáttur verður endurtekinn föstudaginn 10. ágúst klukkan 21.35. Laugardagur 4. ágúst 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Fréttir frá Ólympíuleik- unum. 8.15 Veðurfregnir. Morgu- norð - Ásgeir Þorvaldsson, Súg- andafirði, talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyrir unglinga. Stjórnendur: Sigrún Hall- dórsdóttir og Erna Arnardóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson 14.00Á ferð og flugi Þáttur um málefni líðandi stundar í umsjá Ragnheiðar Daviösdóttur og Sig- urðar Kr. Sigurðssonar 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gilbets- málið" eftir Frances Durbridge IV. þáttur: „Klúbburinn La Mor- tola“. (Áður útv. 1971) Þýðandi: Sigrún Sigurðardóttir. Leikstjóri: Jónas Jónasson. Leikendur: Gunnar Eyjólfsson, Helga Bachmann, Benedikt Árnason, Steindór Hjörleifsson, Brynja Ben- ediktsdóttir, Jón Aðils, Pétur Ein- arsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir og Þorleifur Karlsson. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Listahátíð 1984: „The Chi- eftains'1 Hljóðritun frá tónleikum í Gamla Bíói 8. júni s.l. - Kynnir: Ólafur Þórðarson. 18.00 Miðaftann í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Ólympiuleikarnir í hand- knattleik: Isiand - Japan Stefán Hafstein lýsir síðari hálfleik frá Los Angeles. 20.10 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. Stjórn- endur: Guðrún Jónsdóttir og Mál- fríður Þórarinsdóttir. 20.40 „Laugardagskvöld á Gili" Hilda Torfadóttir tekur saman dagskrá úti á landi. 21.15 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni Marteinsson. 21.45 Einvaldur í einn dag Samtals- þáttur i umsjá Áslaugar Ragnars. 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „ Að leiðarlokum" eftor Agötu Christle Magnús Rafnsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 23.00 Létt sígild tónlist 23.40 Fréttir frá Ólympiuleikunum 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 05.00. LlÍn Laugardagur 4. ágúst nf 24.00-00.50 Listapopp Endurtekinn þáttur frá Rás-1. Stjórnandi: Gunn- ar Salvarsson. 00.50-05.00 A næturvaktinni Létt lög leikin af hljómplötum. Stjórn- andi: (Rásirnar samtengdar kl. 24.00). Laugardagur 4. ágúst 16.00 Ólympíuleikarnir i Los Ange- les. Iþróttafréttir fráólympíuleikun- um. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. (Evróvision - ABC via DR) 18.30 Ég hélt viö ættum stefnumót. Danskt sjónvarpsleikrit um hass- reykingar unglinga á skólaaldri. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. (Nord- vision Danska sjónvarpið) 19.05.Ólympíuleikarnir i Los Angeles. Iþróttafréttir frá ólympíu- leikunum. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. (Evróvision - ABC via DR) 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.351 fullu fjörl. Þrlðji þáttur. Bresk- ur gamanmyndaflokkur í sex þáttum. Aðallilutverk: Julia Mack- enzie og Anton Rodgers. Þýðandi Ragna Ragnars. 21.00 Fred Akerström á Lista- hátíð. Sænski söngvarinn Fred Akerström flytur lög eftir Bellman og Ruben Nilsson. Upptaka frá hljómleikum i Norræna húsinu ■ þann 7. júní siðastliðinn. 21.55 Fióttinn mikll. Bandarlsk bíó- mynd frá 1963. Leikstjóri John Sturges. Aðalhlutverk: Steve McQueen, James Garner, Richard Attenborough, James Donald, Charles Bronson, Donald Pleas- ance og James Coburn. Banda- rískum stríðsföngum, sem hafa orðið uppvisir að flóttatilraunum, er safnaó saman í rammlega víg- girtar fangabúðir nasista. Þeirgera þegar í stað ráöstafanir til að undirbúa flóttann mikla. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.30 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.