NT - 03.08.1984, Blaðsíða 18

NT - 03.08.1984, Blaðsíða 18
Föstudagur 3. ágúst 1984--18 ■ Claytun Moore lék í margri myndinni um „The Lone Ranger ásamt Silver sínum. Hann segir alveg öruggt aö aðdáun á Villta vestrinu eigi eftir aö skjóta rótum á ný, enda séu þaö kúrekarnir, sem eigi heiðurinn af því að hafa gert Ameríku að hættulausum stað. Kúrekinn sé í augum Bandaríkjamanna fulltrúi heiðarleika og vcrndara laga og reglna. Samvistir vi íslenska hestihn hollar sjúklingnum - en kerfið vildi bregða fyrir þær fæti! ■ „Per“ er dulnefni á 12 ára gömlum norskum dreng, sjúkl- ingi við geðsjúkrahús á Þela- mörk. Einn liður í lækningu hans átti að vera að leyfa honum að fara á einnar viku hestanámskeið í Hardanger- vidda ásamt leiðsögumanni. „Per“ hafði þegar náð þeim árangri eftir nokkurra daga námskeiðsveru að hafa yfir- unnið hræðslu sína við hesta og bundist vináttuböndum við íslenska hestinn Snátt, þegar svo virtist sem reiðarslag ætlaði að dynja yfir. Einhverjir snillingar í kerf- inu komust að því, að leiðsögu- maður „Pers“ væri þegar búinn að skila fleiri vinnustundum en honum bar og kölluðu hann því til baka til síns heima, auð- vitað með „Per“ í farangrin- um. Þetta urðu þeim báðum -----------T* ■ Hugh O’Brían er hér í hinni sígildu viðbragðsstöðu kúrekans. „Snátt er besti hestur í heimi,“ segir sjúklingurínn „Per“, scm eftir örfárra daga samv þennan tslenska hest. geysileg vonbrigði, þar sem „Per“ var þegar kominn vel á veg með að komast upp á lagið í hestamennskunni og nokkur batamerki voru orðin ljós. Leiðsögumaðurinn greip til þess ráðs að vekja athygli á málinu í norskum blöðum, með þeim árangri að víðsýnni menn í heilbrigðisþjónustunni sáu að ekkert vit var í að taka „Per“ af námskeiðinu í miðj- um klíðum á svona vitlausum forsendum, auðvitað yrði að líta stórt á málið með hliósjón af því hvað „Per“ virtist hafa gott af samskiptum sínum við hestana. Málið er því komið í höfn og „Per“ fær að vera vikuna út á námskeiðinu, eins og fyrirfram var áformað. Hann varpar því öndinni léttar og nýtur sam- vistanna við Snátt, „besta hest í heimi“ að sögn „Pers“. Sumum kann að virðast þetta heldur ómerkilegt mál, en leiðsögumaður „Pers“ og starfsfélagar hans eru ekki á sama máli. Þeir hafa ekki bara komist að þeirri niðurstöðu að hestanámskeiðið hafi verið hreinasta heilsulind fyrir „Per“, heldur megi gera sér vonir um áframhaldandi bata hjá honum, ef hann fær tæki- færi til að umgangast hesta í framtíðinni á sínum heima- slóðum. Og úr því þessi aðferð hefur reynst svo vel í þessu tilfelli, af hverju ætti hún ekki líka að eiga vel við fleiri sjúkl- inga, sem eins væri ástatt fyrir og „Per“? ■ Kirk Douglas er gamalgróinn í hlutverki varðar laga og réttar í „Villta vestrinu.“ Hann tekur heilshugar undir með félögum sínum um að það sé síður en svo að dagar „Villta vestursins“ séu taldir. Að vísu hafí kúrekarnir nú um tíma brugðið sér í hlutverk geimfara, en rætur hinna einu og sönnu kúreka standi svo djúpt meðal Bandaríkjamanna, að þær verði ekki rifnar upp. ■ Villta vestrið hefur verið þó nokkuð til umræðu hér á landi upp á síðkastið og ekki laust við að það hafi færst örlítið nær okkur með hinni margumtöluðu „Kántrýhátíð" á Skagaströnd fyrir skemmstu. Vestur í henni Amcríku hefur hins vegar ,yillta vestrið” legið í hálfgerðri glcymsku síðustu árin, eða a.m.k. finnst gallhörðum aðdáendum þess umfjöllun um það hafa verið dálítið annarleg síðustu árin. Liðin er sú tíð, þegar kvikmyndirnar runnu á færibandinu, þar sem algóðu kúrekarnir unnu frækilegan sigur á alvondu glæponunum án þess að blása úr nös. Nú eru þeir ekki lengur upp á sitt bcsta Roy Rogers á honum Trigger sínum, Clayton Moore á Silvcr sínum, Gene Autry eða Kirk Douglas, svo að einhverjir séu nefndir til af hinum fornfrægu hetjum hvíta tjaldsins. Allir þessir fyrrnefndu eru þóenn í fullu fjöri. Roy Rogers og Gene Autry eru ennþá að og konia víða og oft fram í hinum gamalkunnu hlutverkum sínunt sem syngjandi kúrekar. Kirk Douglas hefur nýlokið við leik í vestramynd af gömlu gerðinni, sem gerð er fyrir kaplasjónvarp. Og allir eru þeir handvissir um að vestramyndirnar eigi enn eftir að lifa blómaskeið, rétt eins og í þá gömu góðu daga. - Vestrar eru eins og árstíðirnar, segir Roy Rogers. - Þeir eiga sína hringrás og það cr alveg áreiðanlegt að við eigum eftir að sjá endurreisn þcirra. Lifir „Villta vestrið" senn nýja blómatíma?

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.