Alþýðublaðið - 12.05.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.05.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ j ömenn« Nokkra ksndfærafiskimenn vaatar mig nú þegar íyrir ait sutnanð. Uppiýsingar hjá. E. Hafberg, Lækjargötu io imllí 5~6 síðd. U ÍBVarakSFtt? skrif. r Pét ur Jakobssöto Nönnugötu 5. Hetraa 6—10 s(ðd. Góð tegund af - OIi nýkomin Spyrjið «'ra verðið í Austurstr 1 Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Afsláttur. Mikinn afsiátt gef eg af Kápn-, Hjóla-, Dragta- og Fataefnum. Helgi Jónssoh. ~~ Lsugaveg II. E. s. Guiifoss fer héðan náisegt 20- maf til Austfjarða og beint til Kauprahafnar. Fer ©k.Is.1 til Vestf ,.-a?5a bessa ferð. Skipið fer fjpá Kaupm.höfn 5. júní, um l,eith til Reykjavikur Og Vestfj -v JPÖffi. H.f. Bimskipafólag- íslands. Hás bg byggingarlóðir selur Jönas H, Jðnsson, — Bárunai. — Sirai 327 — Aherzla iögð á hagfeid mðskifti beggja aðda __: ' . IM-iJi'liÍi y - H Nokkrir vanir f iskimenn geta fengið pláss á mótorskipinu „Keflavik. Símon Sveinbjörnsson, Vesturgötu 34. Ritatjórl og ábyrgðarmaður: Ólajur Friðriksson. Prentnmiðjan Gutenberg. Edgar Ric* Burrougks: Tarzan. hana svo mjög, að hún hélt að hann hæri hana til strandar. Þess vegna hélt hún mætti sínum og sparaði röddina, til þes að geta því betur dregið athygli að sér, þegar þau kæmu nógu nærri kofanum. Veslings barniðl Hefði hún að eins vitað það, að hún var borin lengra og,lengra inn í frumskóginn. Ópið, sem komið hafði hreyfingu á Clayton og karl- ana, hafði leitt Tarzan beina leið þangað sem Esmer- alda lá, en það var ekki hana sem hann vantaði, þó hann beygði sig yfir hana og sæi að hún var ómeidd. Eitt augnablik skoðaði hann kjarrið 1 kring og trén. Apinn, sem í honum bjó, ög meðfædd greind hans, ásamt þekkingunni á skóginum, sagði honum hvað skeð hafði, eins ljósiéga og hann hefði séð það með eigin augum. Hann sveiflaði sér því -aftur upp f trén og rakti slóð- iua, hátt uppi, þar sem ékkért annað mannlegt auga hefði séð vegsummerki, hvað þá skilið þýðinguna. Apamaðurinn hélt því nær hljóðlaust áfram í áttina á eftir Terkoz, en samt sem áður varð hann var við eftirförina og herti sig enn meira. Þrjár mílur voru að baki þeim, áður en Tárzan komst í færi. Þegar Terkoz sá, að iekki mundi undankomu auðið á flótta, rendi hann sér til jarðar, til þess að berjast um herfangið, eða sleppa einsamall bardaga- laust, ef sá er elti væri meiri en jafningi hans. Enn þá hélt hann Jane Porter með annari hendi, er Tarzan stökk eins og pardusdýr ofan í rjóðrið, sem uáttúran hafði búið til undir þessa hólmgöngu. Þegar Terkoz sá að það var Tarzan, sem elti hann, komst hann að þeirri niðurstöðu að þettá væri kona Tarzans, fyrst þau væru bæði af sama kinstofni — hvft og hárlaus — það lcætti hann því enn meira, að fá nú tækifæri til hefnda. Jane Porter varð léttara er hún sá þennan guðum líka mann koma. Eftir lýsiiigunni sem Clayton og faðir hennar og Phi- iánder höfðu gefið henni, hlaut þetta að vera sama veran og sú, sem hafði bjargað þeim, og hún taldi hana verndara sinn og vin. En þegar Terkoz hratt henni frá sér til þess að taka á móti Tarzan, og hún sá stærðarmuninn og tennur apans, varð hún óttaslegin. Hvernig mátti nokkrum manni auðnast að vinna á slíku heljartrölli? Þeir runnu sáman eins og naut, og reyndu að bíta hvorn annað á barkann eins og úlfar. Aftur fékk ap- inn að kenna á hnífsblaöi mannsins. Jane Portér horfði á hinn tröliaukna apa berjast við villimaúninn, sem var að verja ókunnuga konu — hana. Hún stóð upp við stóran trjábol og þrýsti sér upp að honum. Hún studdi höndunum á brjóstið, sem bærðist ákaft. Augu hennar voru galopin og úr þeim skein ótti, undrun, skelfing, og aðdáun. Þegar traustir vöðvarnir á baki mannsins og herðum hlupu saman í harða köggla við átökin, er hann hélt apanum í úlfakreppu, gleymdi stúlkan frá Baltimore öllu, ártali, menningu og mentun. Þegar hnífurinn hvað eftir annað hafði staðið á kafi í hjaita Terkoz og skrokkur hans valt steindauður til jarðar, var það villikonan, sem stökk fram með út- breiddan faðminn á móti villimanninum sem hafði barist fyrir hana og unnið hana. Og Tarzan? Hann gerði það, sem enginn maðnr með heitu blóði þarf lærdóm til að gera. Hann tók stúlkuDa sína í faðm sér og kysti titrandi varirnar sem að honum snéru.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.