NT - 08.12.1984, Blaðsíða 2
inhe
vandaðaðar vörur
Rafsuðuvélar
Handhægar gerðir
eru fyrirliggandi
gott verö
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
vandaðaðar vörur
Hleðslutæki
6,12og24volta.
Margargerðir.
BENSÍNSTÖÐVAR
SKELJUNGS
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
RYKSUGUR
LÉTTAR - HANDHÆGAR
SJÚGA EINNIG VATN
HAGSTÆTT VERÐ
Skeljungsbúðin
Síðumúla33
símar 81722 og 38125
Laugardagur 8. desember 1984
Tuttugu nemend-
um vikið úr skóla
¦ Skólayfirvöld Menntaskólans við
Hamrahlíð hafa vikið um 20 nemend-
iiiii iii skóla á þessari haustönn vegna
lélegrar mætingar, og fleiri kunna að
bætast í hópinn á næstu dögum.
Örnólfur Thorlacius rektor í MH
sagði í samtali við NT að tímasókn
nemenda í haust hefði veriö miklu
lélegri en áður og vildi hann m.a. um
kenna nýjum reglum um mætingar,
sem voru settar í haust og áttu að vera
til reynslu í eitt ár. Reglur þessar gera
nemendum skylt að hafa að minnsta
kosti 80% tímasókn. Þá hafa nem-
endur ekki lengur ávinning af því að
mæta í alla tíma, cins og var sam-
kvæmt eldri reglunum, þegar nem-
endur fengu punkta fyrir góða tíma-
sókn. Nýju reglurnar gcra einnig
meiri kröfur um tímasókn hjú sumum
nemendum en áður var. Á þessu
virðast þeir ekki hafa áttað sig, og
þess vegna urðu svona margir fyrir
neðan strikið.
Skólastjórnin hefur nú tekið um
það ákvörðun að afnema nýju regl-
urnar um áramót og taka upp aðrar,
en Örnólfur sagði, að þær hefðu ekki
enn verið ákveðnar. Þá hefur brott-
viknum nemendum verið heimilað að
taka próf, en slíkt er ekki heimilt
samkvæmt skólareglunum. Tekur
skólastjórnin þannig á sig sökina á
hvernig fór.
Örnólfur sagði að ástæðurnar fyrir
lclegri tímasókn væru ef til vill flciri
en nýju reglurnar, og nefndi hann
sérstaklega verkfallið í haust. Margir
nemendur hcfðu hætt í skólanum
vegna þess.
Aðspurður um hvort þessi slæma
mæting. nemenda ætti ef til vill Iíka
ástæðúr sínar að rekja til fjárhags-
vandræða nemenda, þannig að þeir
þyrftu hrcinlega að vinna með námi,
sagðist Örnólfur ekki þora að fullyrða
um það.
„Það er talsvert um það, að nem-
endur séu að vinna, en það er spurn-
ing hyort sé orsök og hvort sé afleið-
ing. í sumum tilvikum hafa menn
kannski hugsað sér að nota þessa
rýmkun á tímasóknarreglum til að
taka sér vinnu. Það lýsir sér kannski
líka þannig, að það hefur verið nokk-
ur ásókn hjá nemendum að komast úr
dagskólanum í öldungadeildina, vegna
þess að þar gcta þeir sinnt vinnu með,
þó svo að þeir hafi ekki aldur til
þess," sagði Örnólfur Thorlacius.
Mæðrastyrksnef nd vantar peninga
- fólk jaf n örlátt á f öt og áður en
engin fjárframlög hafa borist
¦ „Okkur vantar pen-
inga til að geta veitt þá
fjárhagsaðstoð sem við
erum vanar. Það er áber-
andi að fólk er jafn örlátt
nú sem fyrr á föt, en það
hafa engar peningagjafir
borist enn sem komið er.
„Þetta sagði sagði Unnur
Jónasdóttir formaður
mæðrastyrksnefndarinnar
á blaðamannafundi sem
boðað var til í gær til að
greina frá starfsemi nefnd-
arinnar yfír jólin. I fyrra
veitti nefndin fjárhagsað-
stoð tæplega 300 heimilum
og einstaklingum, og Ijóst
er að þörfln er ekki minni
nú. Margir hafa haft sam-
band við nefndina og fólk
hefur byrjað að sækja fyrr
um aðstoð nú en í fyrra.
Mæðrastyrksnefndin er
rekin með frjálsum fram-
lögum auk nokkurs stuðn-
ings frá ríki og borg. Hún
rekur skrifstofu sem er
opin alla daga fram til jóla
kl. 14-16. Þar er einnig
veitt ókeypis lögfræðiað-
stoð kl. 10-12 á mánudög-
um allt árið.
Það er nóg af fötum og
allir sem vilja geta komið
og valið föt. Fatahút-
hlutunin fer fram að
Garðastræti 3, mánudaga,
þriðjudaga og fímmtudaga
kl. 14-16.
¦ Guðlaug Runólfsdóttir skrifstofumaður og Unnur Jónas-
dóttir formaður mæðrastyrksnefndar. NT-mynd: Ámi Bjamason.
Myndlistarsýn-
ing í Listamið-
stoðinni:
Jóhann G. með Litróf
-sýnir 68 nýjar vatnslitamyndir og eldri samstarf sverk
¦ Jóhann G. Jóhanns-
son myndlistar- og tónlistar-
maður opnar sýningu á 68
vatnslitamyndum i Lista-
miðstöðinni við Lækjar-
torg kl. 15 í dag. Sýning-
una kallar Jóhann Litróf
og eru iill flestar myndirn-
ar málaðar á þessu ári. í
innri sal verða einnig til
¦ Jóhann G. Jóhanns-
son myndlistar- og tónlist-
armaður með
nokkurverkanna
sem eru á sýn-
ingunni Litróf.
T-mynd: Svcrrir
sýnis nokkur af verkum
Jóhanns og llauks Hall-
dórssonar, sem þeir unnu
í sameiningu og sýndu
undir heitinu Deser '83 í
fyrra.
Það kom fram í spjalli
við Jóhnnn G. að hann
hefur verið að grípa í vatns-
litapenslana, svona með
öðru, og er himininn hans
helsti innblástur í _þessum
myndum. Þetta eru smá
myndir og byggja á því að
ná niður „momentinu",
eins og Jóhann orðaði
það.
Jóhann G. hefur mörg
járn í eldinum. Hann rek-
ur Listamiðstöðina sem
hann á í félagi með Þor-
valdi Inga Jónssyni og
Bergþóru Árnadóttur og
er það erilsamt starf. Einn-
ig er hann á kafi í félags-
málum, tekur virkan þátt
í starfsemi SATT og FTT
og er í stjórn Stefs.
Hugmyndir eru uppi um
að breyta rekstri Listamið-
stöðvarinnar og sagðist
Jóhann þá vonast til að
geta sinnt tónlistinni meira
en verið hefur. I því tilefni
má geta þess að hann byrj-
ar nýja árið á Broadway
þar sem hann frumflytur
nýtt lag eftir sig við undir-
leik stórhljómsveitar
Gunnars Þórðarsonar.
Sagðist hann liggja með
mikið tónlistarefni sem
hann vildi koma á fram-
færi sjálfur, og væri það
mest af þyngri sortinni.
Sýningin í Listamið-
stöðinni stendur fram til
16. desember og er opin
milli 12-18 daglega nema
fimmtudaga kl. 12-22 og
sunnudaga milli kl. 14-22.
Kveikt á jólatré
á Austurvellinum
¦ Kl. 15 á sunnudag verður kveikt á
jólatrénu á Austurvelli sem er gjöf
Oslóborgar til Keykjavíkur. Jólasveinar
munu skemmta á þaki Kökuhússins
strax þegar athöfninni við jólatréð er
Iokið.
Ingólfur sel-
urjólatré
¦ A mánudaginn mun Björgunarsveit-
in Ingólfur í Reykjavík opna jólatrés-
markaði sína. Verða þeir á fjórum
stöðum: Tjaldstæðinu í Laugardal.
Mjóddinni í Breiðholti, Gróubúð á
Grandagarði og við verslunina Glóey í
Armúla.
Umdæmisráðstefna
Mormónakirkjunnar
¦ DerekA,
Cuthbert.
¦ Á hádegi á
sunnudag hefst
umdæmisráð-
stefna á vegum
Mormónakirkj-
unnar hér á landi í
hátíðarsal Háskóla
Islands.
Gestir ráðstefnunnar að þessu sinni
verða Svend H. P Svendsen, trúboðs-
forseti í Danmörku, kona hans Jytta
Svendsen, og aðalræðumaður ráðstefn-
unnar Derek A. Cuthbert, einnaf yfir-
mönnum kirkjunnar í Evrópu. Ráð-
stefnan er öllum opin, endurgjaldslaust
og án nokkurra skuldbindinga.
¦ Bílalestin á leið til Þingvalla á lýð-
veldishátíð.
Lýðveldishátíðar-
kvikmyndin tilbúin
¦ Nýlokið er endurvinnslu Lýðveldis-
hátíðarkvikmyndar Óskars Gíslasonar og
verður hún trumsýnd tynr boösgesti i
dag. Þjóðhátíðarsjóður og Kvikmynda-
safn íslands hafa styrkt endurgerð mynd-
arinnar fjárhagslega, en auk þess hefur
Kvikmyndasafnið séð um framkvæmd
verksins í nánu samstarfi við Óskar
Gíslason og fleiri aðila.
Fjársöfnun til
Breiðholtskirkju
¦ A sunnudag munu fermingarbörn í
Breiöholtssókn heimsækja íbúa íBakka-
og Stekkjahverfi og leita eftir fjárfram-
lögum til kirkjubyggingar.
Leiðrétting
¦ Meinlegs misskilnings
gætti í frásögn Dropa fyrr í
vikunni þar sem sagt var frá
happdrætti Krabbameinsfé-
lagsins. Var fullyrt að boðið
væri upp á sem vinninga sólar-
lampa, en hið rétta er að um
sólarlandaferðir er að ræða, en
ekki hið fyrrnefnda. Dropa-
höfundur biðst afsökunar á
þessum mistökum.
16
/ dag eru 8 vinningar frá Kristjánsson Vinningsmiðana verður að fá stimpl-
hf. — Fisher Price bensintankar aða hjá SÁÁ.
JOLA .,. 57908 - 147694 -Numenn eru: 76836 - 54106 - 132810 - 152154 -
118555 -133757
Vinningsnúnterin í gær voru:
191096 - 221550 - 144251 - 4022
88826-123991-71113