NT - 08.12.1984, Blaðsíða 2

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 2
vandaóaðar vörur Rafsuðuvélar Handhægar gerðir eru fyrirliggandi gott verð Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125 1 I I vandaóaðar vörur Hleðslutæki 6,12 og 24 volta. Margar gerðir. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125 RYKSUGUR LÉTTAR - HANDHÆGAR SJÚGA EINNIG VATN HAGSTÆTT VERÐ Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125 Laugardagur 8. desember 1984 Tuttugu nemend- um vikið úr skóla ■ Skólayfirvöld Mcnntaskólans við Hamrahlíð hafa vikið um 20 ncmend- um úr skóla á þessari haustönn vegna lélegrar mætingar, og tleiri kunna að bætast í hópinn á næstu dögiim. Örnólfur Thorlacius rektor í MH sagði í samtali við NT að tímasókn nemenda í haust hefði verið miklu lélegri en áður og vildi hann m.a. um kenna nýjum reglum um mætingar, sem voru scttar í haust og áttu að vera til reynslu í eitt ár. Reglur þessar gera nemendum skylt að hafa að minnsta kosti 80% tímasókn. Þá hafa nem- endur ekki lengur ávinning af því að mæta í alla tíma, cins og var sam- kvæmt eldri rcglunum, þegar nem- endur fengu punkta fyrir góða tíma- sókn. Nýju reglurnar gera einnig meiri kröfur um tímasókn hjásumum nemendum en áður var. Á þessu virðast þeir ekki hafa áttað sig, og þess vegna uröu svona margir fyrir neðan strikið. Skólastjórnin hefur nú tekið um það ákvörðun að afnema nýju regl- urnar um áramót og taka upp aðrar, en Örnólíur sagði, að þær hefðu ekki enn veriö ákveðnar. Þá hefur brott- viknum nemendum verið heimilað að taka próf, en slíkt er ekki heimilt samkværnt skólareglunum. Tekur skólastjórnin þannig á sig sökina á hvernig fór. Örnólfur sagði að ástæðurnar fyrir lélegri tímasókn væru ef til vill llciri en nýju reglurmtr, og nefndi hann sérstaklega verkfallið í haust. Margir nemendur hcfðu hætt í skólanum vegna þess. Aðspurður urn hvort þessi slæma mæting. nemenda ætti ef til vill líka ástæðúr sínar að rekja til fjárhags- vandræða nemenda, þannig að þeir þyrftu hreinlega að vinna með námi, sagðist Örnólfur ekki þora að fullyrða um það. „Það er talsvert um það. að nem- endur séu að vinna, en það er spurn- ing hvort sé orsök og hvort sé afleið- ing. í sumum tilvikum liafa menn kannski hugsað sér að nota þessa rýmkun á tímasóknarreglum til að taka sér vinnu. Það lýsir sér kannski líka þannig, að það het'ur verið nokk- ur ásókn hjá nemendum að komast úr dagskólanum í öldungadeildina, vegna þess að þar geta þeir sinnt vinnu með, þó svo að þeir hafi ekki aldur til þess," sagði Örnólfur Thorlacius. Mæðrastyrksnefnd vantar peninga - fólk jafn örlátt á föt og áður en engin fjárframlög hafa borist ■ „Okkur vantar pen- inga til að geta veitt þá fjárhagsaðstoö sem við erum vanar. Það er áber- andi aö i'ólk er jafn örlátt nú sem fyrr á föt, en það hala engar peningagjafir borist enn sem koniiö er. „Þetta sagði sagði Unnur Jónasdóttir forntaður mæörastyrksncfndarinnar á blaðamannafundi sem boðað var til í gær til að greina frá starfsemi nefnd- arinnar yfir jólin. í fyrra veitti nefndin fjárhagsað- stoð tæplcga 300 heimilum og einstaklingum, og Ijóst er að þörfin er ekki minni nú. Margir hafa haft sam- band við nefndina og fólk hefur byrjað að sækja fyrr um aðstoö nú en í fyrra. Mæðrastyrksnefndin er rekin með frjálsum fram- lögum auk nokkurs stuðn- ings frá ríki og borg. Hún rekur skrifstofu sem er opin alla daga fram til jóla kí. 14-16. Þar er einnig veitt ókeypis lögfræðiað- stoð kl. 1(1-12 á inánudög- um allt árið. Það er nóg af fötum og allir sem vilja geta komiö og valið föt. Fatahút- hlutunin l'er fram að Garðastræti 3, mánudaga, þriðjudaga og fímmtudaga kl. 14-16. ■ Guðlaug Runólfsdóttir skrifstofumaður og Unnur Jónas- dóttir formaður mæðrastyrksnefndar. NT-mynd: Ámi Bjamason. Myndlistarsýn- ing í Listamið- stöðinni: Jóhann G. með Litróf -Sýnir 68 nýjar vatnslitamyndir og eldri samstarfsverk \ ■ Jóhann G. Jóhanns- son myndlistar- og tónllstar- maður opnar sýningu á 68 vatnslitamyndum i Lista- miðstöðinni við Lækjar- torg kl. 15 í dag. Sýning- una kallar Jóhann Litróf og eru all flestar myndirn- ar málaðar á þessu ári. i innri sal verða einnig tii Jóhann G. Jóhanns- son myndlistar- og tónlist- armaður með nokkurverkanna sem eru á sýn- ingunni Litróf. NT-mynd: Sverrir sýnis nokkur af verkum Jóhanns og Hauks Hall- dórssonar, sem þeir unnu í sameiningu og sýndu undir heitinu Deser '83 í fyrra. Það kom fram í spjalli við Jöhnnn G. að hann hefur verið að grípa í vatns- litapenslana, svona með öðru, og er himininn hans helsti innblástur í þessum myndum. Þctta eru smá myndir og byggja á því að ná niður „momentinu", eins og Jóhann orðaði það. Jóhann G. hefur mörg járn í eldinum. Hann rek- ur Listamiðstöðina sem hann á í félagi með Þor- valdi lnga Jónssyni og Bergþóru Árnadóttur og er það erilsamt starf. Einn- ig er hann á kafi í félags- málum, tekur virkan þátt í starfsemi SATT og FTT og er í stjórn Stefs. Hugmyndir eru uppi um að breyta rekstri Listamið- stöðvarinnar og sagðist Jóhann þá vonast til að geta sinnt tónlistinni meira en verið hefur. I því tilefni má geta þess að hann byrj- ar nýja árið á Broadway þar sem hann frumflytur nýtt lag eftir sig við undir- leik stórhljómsveitar Gunnars Þórðarsonar. Sagðist hann liggja með mikið tónlistarefni sem hann vildi koma á fram- færi sjálfur, og væri það mest af þyngri sortinni. Sýningin í Listamið- stöðinni stendur frant til 16. desember og er opin milli 12-18 daglega nema fimmtudaga kl. 12-22 og sunnudaga milli kl. 14-22. Kveikt á jólatré á Austurvellinum ■ Kl. 15 á sunnudag verður kveikt á jólatrénu á Austurvelli sem er gjöf Oslóborgar til Keykjavíkur. Jólasveinar munu skemmta á þaki Kökuhússins strax þegar athöfninni við jólatréð er lokið. Ingólfur sel- ur jólatré ■ A mánudaginn mun Björgunarsveit- in Ingólfur í Reykjavík opna jólatrés- markaði sína. Verða þeir á fjórum stöðum: Tjaldstæðinu í Laugardal Mjóddinni í Breiðholti, Gróubúð á Grandagarði og við verslunina Glóey í Ármúla. Umdæmisráðstefna Mormónakirkjunnar ■ Derek A. Cuthbert. ■ Á hádegi á sunnudag hefst umdæmisráð- stefna á vegum Mormónakirkj- unnar hér á landi í hátíðarsal Háskóla Islands. Gestir ráðstefnunnar að þessu sinni verða Svend H. P Svendsen, trúboðs- forseti í Danmörku, kona hans Jytta Svendsen, og aðalræðumaður ráðstefn- unnar Derek A. Cuthbert, einn af yfir- mönnum kirkjunnar í Evrópu. Ráð- stefnan er öllunt opin, endurgjaldslaust og án nokkurra skuldbindinga. ■ Bílalcstin á leið til Þingvalla á lýð- veldishátíö. Lýðveldishátíðar- kvikmyndin tilbúin ■ Nýlokið er endurvinnslu Lýðveldis- hátíðarkvikmyndar Óskars Gíslasonar og verður hún trumsýnd tyrir boðsgesti t dag. Þjóðhátíðarsjóður og Kvikmynda- safn íslands hafa styrkt endurgerð mynd- arinnar fjárhagslega, en auk þess hefur Kvikmyndasafnið séð um framkvæmd verksins í nánu samstarfi við Óskar Gíslason og fleiri aðila. Fjársöfnun til Breiðholtskirkju ■ Á sunnudag munu fermingarbörn í Breiöholtssókn heimsækja íbúa íBakka- og Stekkjahverfi og lcita eftir fjárfram- lögum til kirkjubyggingar. Leiðrétting ■ Meinlegs misskilnings gætti í frásögn Dropa fyrr í vikunni þar sem sagt var frá happdrætti Krabbameinsfé- lagsins. Var fullyrt að boðið væri upp á sem vinninga sólar- lampa, en hið rétta er að um sólarlandaferðir er að ræða, en ekki hið fyrrnefnda. Dropa- höfundur biðst afsökunar á þessum mistökum. I dag eru 8 vinningar frá Kristjánsson hf. — Fisher Price bensintankar. Númerin eru: 57908 - 147694 - 76836 - 54106 - 132810 - 152154 - 118555 - 133757 JÓLAHAPPDRÆTTI SÁÁ Vinningsmidana verður að fá stimpl- aöa hjá SÁÁ. Vinningsnúmerin í gær voru: 191096 - 221550 - 144251 - 4022 - 88826 - 123991 - 71113

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.