NT - 08.12.1984, Blaðsíða 7

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. desember 1984 7 hefur gert almenning hlynntan því aö fella niður beina skatta s.s. tekjuskatt. í ákafa sínum tala menn þarna gáleysislega, ríkið mun þurfa þessar tekjur og sækja þær, því skiftir höfuð máli hvar hendi verður drepið niður í staðinn. hvort það verða þeir Stigahlíðarmenn sem borga eða fólkið í landinu áfram. Sá er þetta ritar hefur ávallt talið að í okkar fámenni verði Við islendingar höfum fjár- fest í menntun og þekkingu sem ætti að koma í veg fyrir að skattaiögin séu hriplek og ósanngjörn. fólk að búa við sem líkust kjör. þó menn njóti dugnaðar síns, menntunar og hæfni með ákveðnum launamismun. Ríkið á og verður að beita áhrifum sínum til tekju og eigna jöfnunar með skattlagn- ingu sem þó er innan ákveðins ramma. Við íslendingar höfum fjárfest í menntun og þekkingu sem ætti að koma í veg fyrir að skattalögin séu hriplek og ósanngjörn. Skattskráin gefin út Alþingi verður þegar að endurskoða lögin um tekju og eignaskatt með það að mark- miði að fólkið allt sitji við sama borð, allt fjárstreymi einstaklinga og fyrirtækja sé upplýst og skýrslut'ært. Oll undanbrögð og svik varði þungum sektum. Engum verði ívilnað í lögunum né refsað eða mismunað, eins og nú á sér stað, hvað t.d. tekjur hjóna varðar. Hugsa mætti sér það aðhald, að þeir sent eftirlitið annast hefðu af því hag að upplýsa vinnubrögð og svik. Skattaskýrsluformið sjálft verður að vera þannig úr garði gert, að þar komi fram allar þær upplýsingar og breytingar frá ári til árs, sem máli skifta, til að auðvelda eftirlitið. Enn- freniur skal skattaskráin gefin út og dreift til fólks þegar álagning liggur fyrir svo og að þeir hinir sömu aðilar og það annast, gæfu síðar út og dreiíðu aukaskrá nteð áorðn- Blasi það við eftir skatta- álagningu næsta árs, að svipuð mismunun er á milli launafólks og annarra og ver- ið hefur síðustu ár, mun sá dómur verða gegn þeim flokkum og stjórnmála- mönnum sem nú fara með ríkisstjórnarsamsstarf og meirihluta á þingi um breytingum til hækkunar og lækkunar. Þjóðin fellir dóm Ein þjóð í góðu landi þar sem allir bera sinn bagga glaðir, hlýtur að vera vilji þeirra þjóðkjörnu prúðmenna sem á Alþingi sitja. Þeir sem ekki vilja ganga hreint til verks og leysa þetta deilumál fólksins í landinu, skulu minnast þess, að sá skal reykinn varast sent vill firra sig bálinu. Fólkið í landinu ætlast til þess, að það löggjafarþing er nú situr að störfum, lagfæri ranglætið, þjóðin ntun fella sinn dóm um þetta mál svo djúpt ristir það, svo rarigt skipt- ir það kunningjaþjóðfélaginu. Blasi það við eftir skatta- álagningu næsta árs, að svipuð mismunun er á milli launafólks og annarra og verið hefur síð- ustu ár, mun sá dóntur verða gegn þeini flokkum og stjórn- málamönnum sem nú fara meö ríkistjórnarsamstarf og meiri- hluta á þingi. Regnboginn: Vændið kemur úr skugganum Eldheita konan (Die Flambierte Frau). Vestur-Þýskaland 1983. Handrit: Robert Van Ackeren og Catherina Zweren. Tónlist: Peer Raaben. Leikendur: Gudrun Landgrebe, Mathieu Carriere, Hanns Zischler, Ga- brielle Lafari, Magdalena Montezuma. Leikstjóri: Robert Van Ackeren. ■ Þegar talað er um þýska kvikmvndagerö nú á dögum, konia oftast upp í hugann nöfn manna eins og Fassbinders, Her- zogsog Wenders. Ogefkonurn- ar fá að fljóta með, þá er það helst Margrét Von Trotta, sem nefnd er til sögunnar, og á allra síðustu tímum Helma Sanders- Brahms. En í Þýskalandi starfa ntargir aðrir athyglisverðir kvikmynda- leikstjórar, sent hafa falliö í skuggann af hinum „stóru", m.a. vegna þess að ntyndir þeirra hafa ekki hlotið náð fyrir augum stóru dreifingarfyrir- tækjanna. Og skal hér aðeins minnst á tvo þeirra, Werner Schroeter og Robert Van Ack- eren. Sá síðarnefndi er nú kom- inn til íslands, réttara sagt mynd eftir hann, og er það í fyrsta sinn. Eldheita konan, sem nú er sýnd í Regnboganum, er reynd- ar fyrsta mynd lians, sem nýtur verulegrar lýðhylli, bæði heima og að heintan. Van Ackeren hefur þó fengist við gerð kvik- mynda í fullri lengd frá 1970. Eins og svo margir kvik- myndagerðarmenn af hans kyn- slóð í Þýskalandi. sýnir Robert Van Ackeren okkur skuggahlið- arnar á hinu þýska borgaralega samfélagi. Að þessu sinni er það heimur vændisins í Berlín. Van Ackeren sýnir okkur inn í þennan heim, án þess að velta sér upp úr því, sem þar gerist og án þess að kitla „gluggagægis- taugina", sem blundar í okkur öllum. Hann gætir þess að halda alltaf ákveðinni fjarlægð frá söguefninu, þannig að áhorf- andinn geti haldið fullum sönsum. Eldheita konan er ástarsaga, sem gerist í umhverfi þar sem „ástin" er til sölu. Myndin hefst á því, að Eva, gift háskólastúd- ína, yfirgefur mann sinn. sem drottnaði yfir henni og hélt henni uppi. Hún gerist vændis- kona af fínni gerðinni. í brans- anum kynnist hún Kris, ungum manni, sem stundar sömu iðju. Þau taka saman, og vinna saman í íbúð þeirra, hún uppi, hann niðri. Og smátt og smátt fer samband þeirra yfir í „hefð- bundna" farið, þar sem karlinn vill öllu ráða. Á meðan hefur hún smárn saman gerst sterkari aöilinn í sambandi sínu við viðskiptamennina og sérhæfir sig í mönnum, sem vilja láta berja sig og píska. Til þess aö vera samkvæm' sjálfri sér, er ekki annaö fyrir hana að gera en að fara burt, eins og í upphafi. Eldheita konan er róleg mynd, en undir niðri ríkir ein- hver spenna, sem hcldur áhorf- andanunt rígnegldunt í sæti sínu. Hjálpast þar að leikstjórn Van Ackeren, frábær leikur þeirra Mathieu Carriere (sem einhverjir kunna að muna eftir í aukahlutverkum í a.m.k. tveimur þáttum um lögreglu- manninn Derrick) og Gudrun Landgrebe, og síðast en ekki síst tónlist Peer Raabcn, sem gerði tónlistina viö flcstar myndir Fassbinders, og var ná- inn samstarfsmaður hans. Það er ánægjulegt, að Regn- boginn skuli þora aö taka upp mynd eftir svo til óþekktan þýskan leikstjóra (þó svo að myndin hafi hlotið metaðstókn víða) og vonandi verður fram- hald þar á. Af nógu er svo sannarlega að taka. Guðlaugur Bergmundsson ■ Vændiskonan og viðskiptavinurinn. Atriði úr ntynd Regn- bogans Eldheitu konunni. Tónleikar ársins ■ Sumir kunna að halda, að umsagnir um tónleika hér í bæ einkennist af „kunningjagagn- rýni" vegna þess að sjaldgæft er orðið að tónleikar séu „rifnir niður". En þetta stafar hvorki af því að gagnrýnendur séu almennt slappir, eða þeir stundi „kunningjagagnrýni" - ástæðan er einfaidlega sú að á tónlistar- sviðinu hafa íslendingar náð mun meiri árangri en t.d. á sviði leiklistar eða bókmennta. Þetta kann að hljóma sem þversögn þegar þess er gætt að annars vegar höfum við Nóbelskáldið og fornsögurnar heimskunnu, en hins vegar músíklaust land - þjóð sem skammaðist sín svo fyrir hefðbundna tónlist sína, að hún var borin út að fornum sið um aldamótin og hefur ekki sést síðan nema sem módernis- eraður draugur á fundum hjá Kvæðamannafélaginu. Munur- inn er hins vegarsá, aðá tónlist- arsviðinu var við heiminn sjálf- an að fást, en Orðið sjálft (bók- menntir og leiklist) hefur mátt einkennast af smæð menningar- samfélagsins og þarflausu kunn- áttuleysi um heimsmenninguna. Enda er það kunnara en frá þurfi að segja, að á blómaskeið- um íslenskrar menningar hafa Islendingar leita víða áhrifa, en á niðurlægingartímabilum ein- skorðað sig við sjálfa sig eða í mesta lagi Skandinavíu. Nú á þriðjudaginn (4. des) héldu félagar úr Kammersveit Reykjavíkur tónleika í Ásícirkju í Laugarási, sérkenni- legu húsi en allvel föllnu til tónleika fyrir lítinn hóp áheyr- enda. Tvö verk voru á efnisskrá, strengjasextett Brahms op. 18 og Verklarte Nacht (Uppljóm- uð nótt) op. 4 eftir Schönberg. Sextettinn skipuðu þau Rut Ing- ólfsdóttir og Szymon Kuran (fiðlur), Helga Þórarinsdóttir og Robert Gibbons (lágfiðla) og Inga Rós Ingólfsdóttir og Arnþór Jónsson (knéfiðla). Þótti áheyrendum sem sá Brahms væri „ekta Brahms" og voru allkátir í hléinu. En að loknum Schönberg luku allir upp einum munni að hér hefði heyrst gríðarleg tónlist og fágæt- lega spiluð, og ríkti almenn hrifning með mönnum. Enda er Schönberg furðulega fjölhæft tónskáld, sem byrjaði feril sinn undir áhrifum þýskra síðróm- antíkkera, spilaði og samdi heillandi en kræklótta leiksviðs- tónlist í Berlín, og endaði sem höfundur „nýrrar tónlistar", tólftónatónlistar, sem við heyrðum dæmi um á síðustu sinfóníutónleikum - og er þekktastur fyrir hið síðast- nefnda. Uppljómuð nótt op, 4 til- heyrir fyrslnefnda tímabilinu, furðulega yndisleg en þó áhug- verð tónlist. Þetta er sögð vera „prógrammmúsík" og fylgir sögu um ást manns og konu,svo sem skýrt er frá í tónleikaskrá. Svo fullkominn var þessi tónlist, Brahms og Schönbrg, og svo sannur flutningur hinna sex tónlistarmanna, að allir hlutu að hrífast. Þessir tónleikar Kammersveitar Reykjavikur eru sannarlega meðal hinna eftirminnilegustu og óvæntustu á þessu ári. Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvaemdastj.: Siguröur Skagfjörö Sigurösson Markaösstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastj.: Kristinn Hallgrimsson Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent h.t. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Kreppueinkenni ■ í dag er fyrsti stóri verslunardagurinn fyrir jólin. Framleiðendur og innflytjendur hafa keppst við að koma vöru sinni á markað, því allt selst fyrir jólin. Alls kyns skran fyllir hillur verslana og bókabúð- ir fyllast af ómerkilegum ástar- og örlagasögum í dýru bandi. Þannig er jólamánuðurinn tími uppgripa fyrir þá sem hafa vit á því að hagnast á eyðslu annarra. Menn taka litla áhættu. Stofna hlutafélag urn framleiðslu sína eða innflutning. Lán eru slegin í nafni hlutafélagsins og ef illa fer tapa athafna- mennirnir engu nema framlögðu hlutafé sem oftast er í lágmarki. Ef vel gengur er heimilið, heimilisbíllinn, veit- ingahúsferðir og utanlandsferðir skrifað á hlutafé- lagið sem rekstur eða risna. Þannig ýtir hlutafélagalöggjöfin undir alls kyns brask, áhættan er engin, áhættuféð er tekið úr bönkum, en ef auglýsingaherferðin tekst eru nrenn komnir í hóp þeirra sem hafa „spjarað“ sig. Eru „vel heppnaðar“ manneskjur. Feir sem hins vegar hafa annarskonar vit, en vit til að græða á öðrum, spjara sig hins vegar alls ekki. Þeir þurfa að eyða af launum sínum í nrat og bensín og enginn greiðir fyrir þá ef þeir fara út að borða. Samt eru launin það lág að öllu þessu verður að halda í lágmarki. Hluti af þessu fólki fór reyndar í verkfall í haust til þess að laga kjör sín, en ávinningnum var svift burt með einni gengisfell- ingu. Örvænting er mikil hjá sumum. Ráðherrar og bankastjórar ræða um það að ráða til sín presta til að hugga það fólk sem brestur í grát frammi fyrir þeim. Þetta er fólk sem sér enga leið út úr vandanum. Á dögunum var stofnaður í Reykjavík Lúxus- klúbbur þar sem lagt er upp úr glæsilegum klæðnaði og rándýrum kokteilum. Sama fólk gefur út Lúxusblaðið og á sérstakri Lúxushátíð sem haldin var í einu af veitingahúsunr borgarinnar í fyrrakvöld var tískusýning þar sem höfuðáhersl- an var lögð á pelsa og skartgripi. Einn pelsinn kostaði 324 þúsund krónur. Mörg fleiri dæmi mætti nefna. Allt eru þetta kreppueinkenni. Fínt þykir að skera sig úr fjöldanum. Með slægjast einnig ýmsir sem vilja láta líta út fyrir það að þeir séu „vel heppnaðir“. Þó er ljóst að tvær þjóðir byggja nú þetta land. Annars vegar eru þeir sem hafa vit og vilja til að græða. Hins vegar þeir sem hafa vit á einhverju öðru. Við siglunr nú hraðbyri inn í þjóðfélag senr er ekki í samræmi við vilja íslensku þjóðarinnar. Þjóðfélag misskiptingar þar sem fáir eru ríkir, flestir fátækir. Við þeirri þróun verður að sporna. Á morgun verður það e.t.v. of seint. Félagshyggjuöflin í landinu verða að taka höndum saman. Flokkshagsmunir verða að víkja fyrir framtíðarhagsmunum þjóðarinnar. Fyrir hagsmunum barna okkar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.