NT - 08.12.1984, Blaðsíða 8

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 8
Mezzofforte með nýja þlötu og tónleika i 4Stí<!«.rtí«*«»-v.^it5í?í;f©,s"!: .»•.¦> ,'i- „Klæjar í puttana að komast aftur af stað" Rætt við Eyþór Gunnansson í Mezzof orte Laugardagur 8. desember 1984 8 um nýju plötuna og hl ómleikaferðalög sem eru framundan áhæstunni a»< C£m Gunnar Asgeirsson hf. H SoóurtandsixM 16 Srr» 91 35200 ¦ Mezzoforte eru komnir heim í langþráð frí eftir að hafa staðið í ströngu við hljómleikaferðalög og plötuupptökur á erlendri grund. Nýja platan þeirra „Rising" kom út í vikunni og 16. des. n.k. verða haldnir tvennir tónleikar með hljómsveitinni í Há- skólabíói fyrir forgöngu Steina h.f. og Flugleiða. Á fyrri tónleikana verður boðið f ólki sem á við fötlun að stríða og undir venju- legum kringumstæðum á erfitt með að sækja slíkar skemtanir en seinni tón- leikarnir um kvöldið verða fyrir almenning og kostar miðinn 400 kr. Verður ágóðinn af þeim látinn renna til hljóðfærakaupa handa einhverfum börn- um. Forsala aðgöngumiða hefst 10. des. í hljómplötu- verslunum Karnabæjar, Fálkans og Skífunnar. í tilefni plötunnar ræddi tíðindamðaur NT við Ey- þór Gunnarsson hljóm- borðsleikara Mezzoforte og yar hann fyrst spurður nánar út í afkvæmið. „Þetta er 6.stúdíóplatan sem við gerum en auk þess höfum við gert eina hljómleikaplötu, og eina safnplötu. Rising er tekin upp yítt og breitt um Eng- land í sumar eftir að Krist- inn Svavarsson hætti. Þaö setur að sjálfsögöu sinn svip á hana því aðeins eru tvö saxafónsóló á henni og svo vorum við ekki með nema einn slagverks- mann, þannig að þessi hali af aöstoöarfólki sefh við höfum verið með áður er horfinn." -Eru miklar breytingar á þessari plötu miðað við ykkar fyrri verk? „Þær eru töluverðar. Þaö er náttúrlega mest áber- andi að saxinn er horfinn, og notum við meira synt- hesizer og trommuheila í staðinn. Þá er komið nýtt hljóðfæri, gítarheili, inn í myndina þannig að gítar- inn hljómar engan veginn eins og gítar á að gera í öllum tilvikum." - Allt ný og frumsamin lög á plötunni? „Já, þetta eru allt glæný lög eftir mig og Friðrik, en eitt þeirra er samiö af okk- ur öllum. Við gáfum okkur vissan tíma, 2 mánuði, í sumar til að semja áður en við fórum í stúdíó, því lítill ¦ Mezzöfortepiltarmr með nýju plötuna „Rising". Frá vinstri: Gunnlaugur Briem, Jóh- ann Ásmundsson, Friðrik Karlsson og Eyþór Gunn- arsson. löndum eftir áramótin. Okkur hefur einnig verið boðið til Abu Dabi í Sam- einuðu fustadæmunum og verið talað um að fara þangað fljótlega eftir ára- mótin og einnig hefur Ástralía verið nefnd á nafn. Plöturnar okkar þurfa þó að seljast betur þar áður en af því getur orðið." - Eru þessi ferðaiög ekki lýjandi? V ápm i ¦ Eyþór Gúnnarsson hijómborðs teikarí í Mezzoforte. tími gefst til slíks þegar menn eru á eilífum ferða- lögum og stoppa ekki nema nokkra daga á hverj- um stað." - Hvernig gengur að komast áfram úti? Er dæmið að ganga upp? „Það virðist vera að snú- ast við. Það er erfitt að selja stóra plötu í Englandi nema að vera með „hit" lag, eins og gerðist með Garden Party en í öðrum löndum ganga stórar plöt- um mun betur. Salan hefur t.d. gengið mjög vel ( Nor- egi og Danmörku og þar sígum við stöðugt á, Ris- ing fór beint í 28. sæti danska vinsældalistans þegar hún kom út þar en útgáfan víða í Evrópu, í Japan og á Bretlandi var fyrr á ferðinni en hér heima." - Hvað er á döfinni hjá ykkur upp úr áramótum? „Okkur hefur verið boð- ið í hljómleikaferðalög víða en ekkert hefur verið dagsett nákvæmlega ennþá. Það hefur verið tal- að um að hugsa sér til hreyfings í febrúar í þeim málum. í janúar förum við til Hollands og Þýskalands til að gera sjónvarpsþætti til að fylgja plötunni eftir, en hún kemur út í þessum „Maður er alltaf lúinn í lok hverrar hljómleikaferð- ar og þá er gott að taka sér frí en það líður aldrei á löngu þar til mann er farið að klæja í puttana og vill fara að komast aftur af stað. En þetta er mikill þeytingur og maður býr í ferðatöskunni." - Svo þið eruð ekkert að draga í land? „Það þýðir ekkert að leggja árar í bát núna. Það er allt á uppleið úti og aðsóknin á tónleika hjá okkur sýnir að við getum trekkt að fólk og ekkert vit í öðru en að halda þessu við." „Kókostré og hvítir mávar" ¦ -forsmekkur þess sem koma skal þegar hin sígilda unglingahljómsveit Stuðmenn f agna aldarf jórðungs- áfanga á næsta ári ¦ EgillÓlafssonhjarðmað- ur í gróandanum í Bióma- vali. Heppilegt umhverfi til hárræktar og eitthvað farið að spretta eftir krúnurökun- ina frá i sumar, sem nýtur sín tit fullnustu á plötuum- slaginu Kókóstré og hvitir mávar. NT-mynd: Sverrir ¦ Stuðmenn hafa sent frá sér nýja breiðskífu sem ber hið létt geggjaða nafn, „Kók- ostré og hvitir mávar" og inniheldur hún 10 lög úr væntanlegri kvikmynd þeirra sem frumsýnd verður fljótlega á næsta ári. Þó platan sé ný eru mörg laganna gamlir kunningjar frá sumarsprelli Stuðmanna og eitt þeirra varð beinlínis til um verslunarmannahelg- ina í Atlavík eða fIjótlega þá á eftir. Það er lagið Hringur og bítlagestirnir sem kynnt var sem bautasteinn yfir is- lenskri poppmenningu og fjallar um komu bítilsins Ringó Starr uppá skerið í sumar er leið. Lagið Búgaiú er afram- haldandi umfjöllun um ís- lenska poppmenningarsögu og merkt innlegg í rokk- háttafræðina. Gamla budda er klassískur standard sem lýsir fjármálum íslendinga í „kókós"-skurn og lagið Pen- ingar og ást fjallar um það sem alla dreymir um. Stuð- menn hafa sveitst við að slá í gegn ein 15 ár (og gert það bærilega takk) og 10 ár eru frá því Sumar á Sýrlandi kom fyrir sjónir lands- manna. Þetta gerir allt i allt aldarfjórðung, og upp á það verður haldið á næstunni. Hafa þeir verið elskaðir af landslýð meira en nokkur íslensk hljómsveit og eitt- hvað af peningum hef ur ski I- að sér í pyngjuna (sbr. 20 milljónimar Helgarpósts- ins). Gó gó party er að því er sagt fyrning frá mennta- skólaárum en lengi getur lifað í gömlum glæðum. Stórir skór drepur fæti á al- varlegt vandamál hér á fs- landi og mætti ætla að les- endasíða NT fyrir skömmu hefði inspírerað höfundana. Svo var þó ekki en vanda- málið þekkt á heimavíg- stöðvunum. Út í veður og vind er hugguleg ballaða um einu nautn fslendinga í myrkrum miðalda, það að míga úti í myrkri undir vegg. Onnur lög eru í Bandaríkj- unum og titillagið sem á ekki alls óskylt við Hvítu mávana hennar Helenu, þótt þetta sé auðvitað allt annað lag. Lunganum af þessum upp- lýsingum er „stolið" úr ávarpi Jo'ns Þorvaldssonar á gróðursælum pressufundi í Blómavaii í vikunni og á hann þakkir skildar. Einnig stuðst við hlustun á plötunni og sveik hún ekki. í sama ávarpi var leiðréttur sá mis- skilningur að Stuðmanna- nafnið eigi eitthvað skylt við stuð-fjör-hopp og hi. Það er dregið af tyrkneska orðinu „stud" sem útleggst „hjarð- menn hins holdlega krafts".

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.