NT - 08.12.1984, Blaðsíða 10

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 10
 Laugardagur 8. desember 1984 10 MEGAVISION Nu geta allir notid þeinar ánœgju aö horía á stœrri mynd í sjónvarpinu. Sérstakur skermur sem settur er íyrir framan sjónvarpiö og stœkkar myndina verulega. Þetta gerir t.d. sjóndöpru íólki auöveldara aö íylgjast meö mynd og texta. Beamscope er til í þremur mismunandi stœröum. Komið og kynnist þessari írá- bœm nýjung írá Japan. HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD SENDUMÍ PÓSTKRÖFU KIKTU í... OLKELDUNA og léttu af þér skammdegisleiöanum viö Ijúffengar veitingar. Borðapantanir í síma 13628. ÖLKELDAN Laugavegi 22, 2. hœö (gengiö inn frá Klapparstíg) Þórarinn Þorfinnsson Spóastöðum t Fimmtudaginn 29. nóvember síðastlið- inn lést í Landspítalanum tengdafaðir minn Þórarinn Þorfinnsson bóndi á Spóa- stöðum. Útför hans fer fram frá Skálholts- dómkirkju í dag. Síðustu árin átti Þórarinn við vanheilsu að stríða. Hann gekkst undir mikla aðgerð fyrir tveimur árum, sem talin var takast vel og gerðum við sam- ferðafólk hans okkur vonir um að hann kæmist til nokkurrar heislu á ný. En í haust varð hann að leggjast inná sjúkrahús að nýju og þá stefndi allt að einu marki. Hann bar sig ávallt vel, að hann væri þjáður eða bæri ugg í brjóti lét hann aldrei í Ijósi, heldur miðlagði okkur af styrk sínum og sálarþreki. Hann gat þess við mig að hann kviði ekki endalokunum, en væri forvitinn um hvað við tæki. Það er nú um aldarfjórðungur síðan örlögin spunnu þann vef að leiðir okkar Þórarins lágu saman. Það vakti strax athygli mína hvað hann var óvenju hisp- urslaus og hreinskilinn maður, hjálpsamur og greiðvikinn. Þessa mannkosti hans kunnu líka sveitungarnir að meta og fólu honum margþætt trúnaðarstörf í þágu hreppsfélagsins og bændasamtakanna. Þegar Félagsheimilið Aratunga var tekið í notkun réðist ég þangað sem húsvörður, en Þórarinn var þá gjaldkeri húsnefndar. Ég kynntist því honum ckki aðeins sem tengdaföður, heldur líka sem samstarfs- manni og húsbónda. Hann var stundum harður húsbóndi, en ávallt gerði hann mestar kröfur til sjálfssín. Á þessum árum lærðist mér að meta hann svo, að eigi fannst mér málum mínum vel ráðið nema hans álits væri leitað. Og svo held ég að hafi verið um fleiri. Hvað ungur nemur, gamall temur. Er nokkuð æskunni betra en að fá að alast upp á grónu sveitaheimili. Þar er enginn óvirkur áhorfandi. en allir í náinni snert- ingu við landið, gróðurinn og dýrin, lífið Keisaralegur matseöill KEISARINN FRÁ KÍNA LAUGAVEGI 22 sjálft. Þcssa urðu synir okkar Steinunnar aðnjótandi í mörg sumur. Vera þeirra á Spóastöðum veit ég að verður þeim besta veganestið út á lífsbrautina. Senn líðurað jólum. núveröur þaðekki Þórarinn sem stendur á tröppunum að fagna okkur þegar við komum að Spóa- stöðum á jóladag. En við erum þakklát fyrir öll árin sem við höfum átt saman. Gifta þess að eiga fjölskyldu er að bera byrðar hver annars og veit ég að við munum öll standa þétt við hlið Ingibjargar í raunum hennar nú. Þar sem svo góðs er að minnast mun gleði þess liðna varpa birtu á komandi skammdegisdaga. Dýrðlegt er að sjá eftir dag liðinn haustsól brosandi í Itafið renna; hnígur hún hóglega og hauður kveður friðar-kossi og á fjöllum sest. (Jónas Hallgrímsson) Vertu sæll Þórarinn og þakka þér sam- fylgdina. Garðar Hannesson t I dag verður til moldar borinn Þórarinn Þorfinnsson, bóndi frá Spóastöðum í Bisk- upstungum. Mig langar, sem fyrrum snúningss trák hjá þessum góða bónda, sem ég mat svo mikils, að minnast hans með nokkrum orðum. Þórarinn Þorfinnsson var fæddur að Spóastöðum 20. ágúst 1911, sonur hjón- anna Steinunnar Egilsdóttur frá Kjóastöð- um og Þorfinns Þórarinssonar frá Drumb- oddsstöðum. Þórarinn átti tvö systkini, Hildi og Egil og ennfremur einn fóstur- bróður, Valdimar Pálsson. Snemma mun Þórarinn hafa þurft að axla mikla ábyrgð, því hann missir föður sinn ungur og verður þá stoð og stytta móður sinnar við búskapinn. Enda varð vinnudagurinn oft æði langur hjá hinum unga bónda. Að Spóastöðum ræðst til kaupavinnu ung stúlka, lngibjörg Guðmundsdóttir, frá Innri-Hjarðardal í Önundarfirði. Þessi kaupakonuráðning átti eftir að verða Þór- arni gifturík, því þau fella hugi saman og ganga í hjónaband 1939. Þau eignast sex myndarbörn sem eru: Steinunn, gift Garð- ari Hannessyni, búsett í Hveragerði, Sig- ríður, gift Gísla Ólafssyni og eru þau búsett í Reykjavík, Þorfinnur bóndi á Spóastöðum, giftur Áslaugu Jóhannes- dóttur, Guðríður, gift Úlfari Harðarsyni, búsett að Flúðum í Hrunamannahreppi. Bjarney, gift Helga Sæmundssyni, búsett í Reykjavík og Ragnhildur, gift Pálmari Þorgeirssyni, búsett að Flúðum í Hruna- mannahreppi. Barnabörnin eru sextán. Móðir mín, Ásthildur réðst í kaupa- vinnu til Ingu og Þórarins í byrjun búskap- artíðar þeirra og minnist oft með ánægju og þakklæti þeirra mörgu sumra sem hún dvaldi að Spóastöðum. Ég átti því láni að fagna að komast í sveit að Spóastöðum og dvelja þar mörg sumur. Alltaf var tilhlökkunin jafn mikil. Með óþreyju beið ég þess að skóla lyki svo hægt væri að komast austur. Og að sjálfsögðu fór maður í rútunni hans Ölafs Ketilssonar, yfir Hellisheiðina upp Gríms- nes og svo loksins við Mosfell fór að sjást til Spóastaða. Já, þá fór líka hjartað að slá örar. Á hlaðinu stóð bóndinn á Spóastöð- um, hávaxinn, grannur með alvörusvip, en þétt og hlýtt handtakið sagði meira en mörg orð. Þórarinn var afar vinnusamur maður, enda ber stórbýlið Spóastaðir þess vitni. Sem snúningspiltur hlaut ég að umgangast húsbónda minn mikið, enda var margt gert og víða farið. Réttsýni var Þórarni í blóð borin; því var manni strax uppálagt að segja frá mistökum sínum, enda varð þá ekki mikið um skammir. Ég minnist sérstaklega at- viks sem mig henti. Á hverju sumri. venjulega í lok sláttar var farið í ferðalag. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur og fólk bjóst til ferðar. Sævari vinnumanni var sagt að sækja kartöflur í geymslu og setja síðan benzín á Landroverinn. Meðan Sævar sótti kartöflur hugðist ég færa jeppann að benzíntanknum, en ekki tókst betur til en svo að ég keyrði niður tankinn. Ég stökk út úr jeppanum háskælandi og beint út í fjós. Inga koma þá og hughreysti mig með sinni móðurlcgu umhyggju og sagði að við þessu væri ekkert að gera, en ég væri kannski helst til ungur að aka jeppanum. Nú var farið í ferðalagið og Þórarinn hafði ekki haft orð á þessum atburði. Allt í einu segir hann: „Þú varst heppinn í morgun, Maggi minn að jeppinn var ekki í framdrifinu." Þessi orð verða mér ætíð minnisstæð. Snyrtimennska og reglusemi hefur ætíð einkennt heimilið á Spóastöðum. Dagur- inn var snemma tekinn og unnið af krafti til kvölds, en á kvöldin og á sunnudögum var aldrei unnið nema það allra brýnasta. Þórarinn var búmaður mikill og vildi vanda vel til allra verka. Hann fylgdist því vel með nýjungum á sviði landbúnaðar og því sem betur mátti fara. Fyrir mörgum árum lét Þórarinn bora eftir heitu vatni sem síðan var leitt heim til bæjar og nýtt til upphitunar og síðar þurrkunar á heyi og í gróðurhúsum. Veðurglöggur var Þórarinn og sagði vinur hans og nágranni, Björn í Skálholti oft að þegar Þórarinn hugaði að slætti eða tæki saman hey væri víst í lagi að gera slíkt hið sama. Þórarinn og Inga nutu þess líka að eiga góð börn, sem af dugnaði tóku þátt í uppbyggingu og ræktun á búinu. Þórarinn var af sveitungum sínum val- inn til rnargra trúnaðarstarfa, enda góðum gáfum gæddur, íhugull, rökfastur og hreinskiptinn með afbrigðum. Var þá sama hver í hlut átti. Hann var m.a. oddviti Biskupstungahrepps um árabil. Síðustu tvö til þrjú árin átti Þórarinn við vanheilsu að stríða og þurfti þá oft að dvelja á sjúkrahúsum. Én hugurinn var ætíð heima og þar naut hann umhyggju sinnar góðu konu og gat með stolti séð árangur starfs síns. Þorfinnur sonur hans og Aslaug tengdadóttir hafa nú tekið við búinu og reka það af mikilli fyrirhyggju, framsýni og myndarbrag. Er ég í síðasta sinn heimsótti Þórarin fyrir um hálfum mánuði á Landspítalann í Reykjavík, sá ég að hverju stefndi. En handtakið var jafn þétt og hugurinn jafn skýr og forðum. Um leið og ég minnist með þakklæti góðra daga mcð Þórarni sendi ég þér, Inga mín. börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur og vona að minningin um góðan og heilsteyptan mann megi verða sem flestum að leiðarljósi. Megi guð styrkja ykkur öll Magnús Gunnarsson ALTERNATORAR OG STARTARAR í Ford Bronco, Farimouth Econoline, Chevr. Nova, Blaser, Dodge Dart, Playmouth, Ramcharger, Wagoneer, Cherokee, Hornet, AMC, Jeepl Land Rover, Arrow, Mazda, Colt o.fl. o.fl. Einnig startarar og varahlutir I startara i amerískar vinnuvélar t.d. .. í tinmg startarar og var C 1 Dy Caterpillar jarðýtur o.fl. fP Einnig splunkunýir start -J________' I X/nrilhíla' X/nlun Qrani: Einnig splunkunýir startarar og varahlutir i startara á mjög gööu verði í vörubíla: Volvo, Scania, M. Benz, Man, Bedford, Trader, GMS o.fl. Hagstætt verð. Varahluta og viðgerðaþjónusta Póstsendum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.