NT - 08.12.1984, Blaðsíða 11

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 11
■ James Stewart og Kim No- vak aðalleikendur í Svimaköst- um Alfreðs Hitchcocks, sem nú eru sýnd í Laugarásbíói. Laugarásbíó: Svimaköst og kynlífið Vertigo (Svima- köst). Banda- ríkin 1958. Handrit: Alec Coppel og Sam- uel Taylor, eftir skáldsögunni D’entre les morts eftir Boil- eiau og Narce- jac. Leikendur: James Stewart, Kim Novak, Barbara Bel Geddes, Tom Helmore, Henry Jones. Leikstjöri: Al- fred Hitchcock. ■ Þáer Alfreð mætturafturtil leiks, gæsahúðarmaðurinn sjálfur. Engæsahúðin hefurver- ið látin lönd og leið í þetta sinn. nema menn geti manað sig upp í það að fá litlar bólur á heila- tetrið. Vertigo er hálfgildings sakamálamynd, en hún er kannski meiri pæling í sálarlífi manns, sem veit ekki alveg hvað hann á að gera við eigin kynhvatir. Endamyndin uppfull af alls kyns kyntáknum, turnum, stigum, spírölum o.s.frv. Og öll eru svimaköstin (vertigo) tengd blessuðu kynlíf- inu, eða öllu heldur lönguninni til að njóta þess, þegar þráin er sem sterkust, fer söguhetjuna að svima og hann verður af skemmtuninni. En þegar svim- inn hefur verið yfirunninn, er konan ekki lengur til staðar. Veslings maðurinn er því alltaf að elta eitthvað, sem hann aldr- ei nær í. Sagan greinir frá lögfræðingn- um Scottie Ferguson, sem neyð- ist til að segja af sér sem leyni- lögga vegna lofthræðslu og svimakasta. Gamall skólafélagi ræður hann sem einkaspæjara og verkefnið er að elta konuna hans, sem farin er að haga sér undarlega. Til að gera langa sögu stutta, verður Scottie ást- fanginn af konunni, en þá tekur hún upp á því að deyja af slysförum. Honum tekst ekki að bjarga henni vegna skramb- ans lofthræðslunnar og svima- kastanna. Maðurinn truflast og fer á hæli. Ári síðar rekst hann á aðra konu, sem líkist hinni látnu, verður aftur ástfanginn og tekst að sigrast á svimanum. Þá fer konan eins og hin fyrri, dettur ofan af turni (reyndar var þetta alltaf sama konan, og þar kom sakamálaplottið inn í myndkia), og deyr í alvöru. Öll framvinda myndarinnar er í hægara lagi, en stundum er ekki laust við að örli á spennu. Þó getur verið erfitt að átta sig á því hvort sú spenna er til komin af því, að áhorfandinn veit að þetta er mynd eftir Hitchcock, eða hvort hún er raunverulega fyrir hendi. Eg hallast að fyrri skýringunni. Spennuvotturinn deyr nefnilega jafnharðan í stórum geispa. Þrátt fyrir ágætan leik hjá Stew- art og co. og pottþétta vinnu hjá leikstjóra og öðrum viðkom- andi. tekst myndinni samt ekki að halda athyglinni vakandi. Guðlaugur Bergmundsson staðgreiðsluafsláttur STENDUR FYRIR SiNU Hyggingarvörur yerkfsen Hnein/ætis^. /eppadeiid Harðviðarsaia [ BYGGINGAVORUR HRINGBRAUT 120: Simar: Harftviðarsala................28-604 Byggingavörur.................28-600 Málningarvörur og verkfæri....28-605 Gólfteppadeild................28-603 Flisar og hreinlætistæki......28-430 ) renndu við eða hafðu samband KOMIÐ OG SPJALLIÐ VIÐ SÖLUMENN OKKAR OG KYNNIST OKKAR LANDSFRÆGU KJÖRUM. VIÐ ERUM í JÓLASKAPI 0G BJÓÐUM ÞÉR í JÓLASTEMMNINGU. BÍLASÝNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14-17. SÝNUM: i Nissan Cherry 1,5 GL. Einnig sýnum við marga aðra gæðinga. SUBARU 1,8 GL STATION. Á undanförnum sýningum hefur verið sneisafullt hjá okkur. Helsta ástæðan eru hinir nýju Subaru 1,8 GL og litli bróðir hans, Subaru Justy. Hinn nýi Subaru 1,8 GL er ekki endurbættur. Honum hefur verið gjörsamlega umturnað. Véiin er alveg ný, miklu þýðari, kraftmeiri og þó sparneytnari. Fjöðrunin er nú slaglöng gormafjöðrun með sjálfstæðri fjöðrun á hverju hjóli. Subaru 1,8 GL er nú 5 gíra. Bíllinn er stærri, miklu rúmbetri og gullfallegur. SUBARU JUSTY Eini fjórhjóladrifni smábíllinn með sjálfstæða gormafjöðrun á hverju hjóli sem er það langbesta á islenskum vegum. Með ein- um takka er skipt yfir i fjórhjóladrif. Justy er frá byrjun hannaður sem fjórhjóladrifinn bill, þess vegna er styrkleiki hans miklu meiri en annarra bila i svipuðum stærðarflokki. >

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.