NT - 08.12.1984, Blaðsíða 19

NT - 08.12.1984, Blaðsíða 19
■ Helgoland er mikil ferdamannaparadís og er það ekki síst tollfrjáls varningur sem helst laðar að. En Helgoland býr líka yfir náttúrufegurð þó að eyjan sé ekki stór, og margir koma þangað til að njóta sjóbaða og annarrar útivistar. Sjónvarp sunnudag kl. 22.50: Helgoland Tollfrjálsa paradísin sem var reynt að sprengja í loft upp 1947! ■ Austarlega í Norðursjó, skammt undan ströndum Pýskalands, er eyjan Helgo- land. Hún lætur ekki rnikið yfir sér við fyrstu sýn, ekki nema einn ferkílómetri að stærð og íbúarnir ekki nema nokkrar þúsundir. En Helgoland á sér sína sögu og sínar vinslældir. Þang- að koma 780.000 ferðamenn á ári hverju og í lok síðari heims- styrjaldar gerðu Bretar tilraun til að sprengja það í loft upp. í sjónvarpi í kvöld kl. 22.50 gefst tækifæri til að kynnast þessari eyju ofurlítið. Helgoland hefur löngum verið vinsæll sumarleyfisstaður meðal Þjóðverja. En þó staldra flestir ferðamannanna, sem eyjuna heimsækja, ekki þar nerna hluta úr degi. Þeir koma með ferjum frá Hamborg, Cuxhaven eða Hus- um og tilgangur ferðarinnar er fyrst og fremst að versla, en á Helgoland er ýmis eftirsóttur varningur tollfrjáls. Ferða- mennirnir snúa því samdægurs heim hlaðnir tóbaki, áfengi, ilmvatni o.fl. Þessi tollfrelsis- réttindi hlaut Helgoland í lok síðustu aldar, þegar það komst undir þýsk yfirráð, en hafði áður orðið að lúta yfirráðum Dana um skeið og síðar Eng- lendínga. Líf Helgolendinga hetur ekki alltaf verið dans á rósum. Þegar í fyrri heimsstyrjöld liófu Þjóðverjar vígbúnað á eynni og komu þá upp ramm- byggilegri aðstöðu fyrir sjóher- inn. A millistríðsárunum héldu þeir áfram uppbyggingu á eynni með tilliti til stríðsátaka, og Hitler hafði uppi áætlanir um að stækka hana þre- til fjórfalt og munaði mjóu að sú fyrirætlun næði fram að ganga. Þetta rammgerða vígi í Norðursjóum var Bretum mik- ill þyrnir í augum og á árinu 1945 sendu þeir 1100 sprengi- flugvélar í leiðangur yfir eyna. Eftir þá heimsókn stóð ekki steinn yfir steini þar, en íbúarnir höfðu þegar verið fluttir burt og þeim var ekki leyft að snúa aftur. Bretar voru ekki af baki dottnir. Þeirra vilji var að afmá Helgo- land af yfirborði jarðar og 1947 gerði floti þeirra heiðar- lega tilraun til að sprengja hana í loft upp. Sú tilraun mistókst þó og fljótlega upp úr 1950 fóru íbúarnir að tínast til síns forna heima og reistu sér nýja byggð. Myndin kemur frá danska sjónvarpinu og þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. Laugardagur 8. desember 1984 19 Silfur, gull Aðventusálmar og kammer- tónlist á síðdegistónleikum ■ Sunnudaginn 9. desember, annan sunnudag í aðventu, verða útvarpshlustendur minntir á daginn með fyrri lið síðdegistónleika, sem hefjast kl. 17. Þá syngur kór Langholts- kirkju aðventusálma undir stjórn Jóns Stefánssonar, Gústaf Jóhannesson leikur með á orgel. Síðari liður tón- leikanna er leikur Alban Berg- kvartettsins á strengjakvartett í C-dúr D. 956 eftir Franz Schubert, sem hljóðritaður var á tónlistarhátíð í Hohenems- höll í Austurríki. Þar sem tónleikarnir verða réttí kjölfarið á sunnudagskaffi er alveg tilvalið að setjast í rólegheitum með aðventuljós- in logandi og hlýða á tónleika Langholtskirkjukórsins, sem þekktur er fyrir vandaðan flutning. ■ Kór Langholstkirkju. Efni sitt úr hverri átt- inni í þætti fyrir börn ■ Eitthvað fyrir alla er kallað- ur þáttur fyrir börn í stjórn Sigurðar Helgasonar í útvarpi kl. 11.20 á laugardag. Sigurður Helgason er kunn- ugur áhugamálum baina. Hann hefur um langt skeið starfað sem skólabókavörður í Fellaskóla í Breiðholti. Þá hef- ur hann þýtt ýmsar barnabæk- ur og lesið þýðingar sínar í útvarp. Hann fer því nokkuð nærri um það, hvað börnum fellur best í geð. í þáttum sínum ræðir hann við krakka og segist reyna að fjalla um það sem er þeirra áhugmál og hugðarefni. Þá segist hann gera sér far um að draga það fram, sem honum finnst eitthvert fréttaefni, þar sem krakkar koma við sögu. Ekki segir hann það venju að taka neitt eitt efni sérstaklega fyrir í þáttunum, enda verða þeir mest til eftir hendinni og símatíma, sem standa á meðan þátturinn er sendur út. í símatímum linnirekki sím- hringingum og koma hringing arnar alls staðar að af landinu. Einnig berst þættinum mikið af bréfum, en þau koma aðal- lega utan af landsyggðinni. Þeir, sem hafa samband við þáttinn, eru aðallega á aldrinum 6-14 ára og liggur margí á hjarta, sem Sigurður kemur svo á framfæri á ýmsan hátt í þættinum, enda trúlegt að sömu málin höfði til fleiri jafn- aldra þeirra. ■ 1 kvöld kl. 22 hefst í sjónvarpi hálftímaþáttur, sem kallast Ég er hótel, en hann byggist á söngvum Ijóöa- og söngvasmiðsins Leonards Cohen. Par eru sungin og útfærðýmis vinsælustu lög hans, s.s. „Suzanne" og „The Gypsy Wife". Söguþráður er allóvenjulegur, en ■ Á sunnudag kl. 17.00 hefst kanadískur myndaflokkur í sjö þáttum um skapandi listir og listiðnað. Myndaflokkurinn hefur fengið nafnið Listrænt auga og höndin hög (Hand and Eye) og heitir 1. þátturinn „Allt sem glóir". í þessum þátturn sést hvern- ig listamenn og aðrir hagleiks- menn móta efnivið sinn í lista- verk sem gleðja augað. Hver þáttur fjallar um tiltek- ið efni: góðmálma, gler, steina, leir, vef eða við og gripi sem úr þessum efnum eru unnir. Fyrsti þátturinn er um þar er aðalpersónan heldur niður- níddur karlandi. sem tekur sér ból- fcstu í hóteli nokkru, svo og gestum þess og starfsliði. Leonard Cohen tekur að sér hlutverk hóteldraugsins, sem allt veit en fer gersamlega á mis við ástina. Ekki er mæltu máli fyrir að fara í gripi, sem unnir eru úr gulli, silfri og gimsteinum. Þýðandi er Þorsteinn Helga- son, en þulur Ingi Karl Jóhann- esson. ■ Skrautlegir gripir úr gulli. þættinum, en þó eru hinar einstöku persónur vel aðskildar. Þar koma við sögu forstjórinn, kona hans, sem er af sígaunaættum, roskin hefðakona, að- míráll, sem hefur látið af störfum sökum aldurs, brúðhjón og ástsjúkur töskubefi á fjörunum við feimna her- bergisþemu. Sjónvarp laugardag kl. 22. Leonard Cohen er hótel! Sjónvarp sunnudag kl. 17. Utvarp sunnudag kl. 17. ■ Sigurður Helgason, umsjónarmaður þáttarins Eitthvað fyrir alla, hefur verið skólabókavörður í Fellaskóla árum saman og þar af leiðandi mikið umgengist börn.________________________ Útvarp laugardag kl. 11.20: og gimsteinar Laugardagur 8. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Þórhallur Fleimisson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúk- linga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 íþróttaþáttur Umsjón: Her- mann Gunnarsson. 14.15 Hér og nú Fréttaþáttur í viku- lokin. 15.30 Úr blöndukútnum - Sverrir Páll Erlendsson (RÚVAK). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 (slenskt mál Jörgen Pind flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 17.10 Ungversk tónlist 3. þáttur. Ungversku þjóölögin koma í leitirn- ar. Umsjón: Gunnsteinn Ólafsson. Lesari: Aslaug Thorlacíus. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Veistu svarið: Umsjón: Unnur Ólafsdóttir. Dómari: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RÚVAK). 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón Sveinsson Gunnar Stefánsson les þýðingu Freysteins Gunnars- sonar (9). 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Si- gurður Alfonsson. 20.50 Sögustaðir á Norðurlandi Umsjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RÚVAK). 21.30 Myndlistardjass - síðari þátt- ur Myndlistarmennirnir Lealand Bell, Sigurður Örlygsson og Tryggvi ðlafsson velja skífur og ræða við Vernharð Linnet serrv hefur umsjón með þættinum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Uglan hennar Mínervu Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 23.15 Hljómskálamúsík Guðmund- ur Gilsson kynnir. 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Órn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 8. desember 14.00-16.00 Uppbrot Tónlist aö utan, sunnan, norðan og neðan með uppbrotum. Umsjón: Ásgeir Tóm- asson. 16.00-18.00 Milli mála Nýir og gamlir streitulosandi smellir með salti og pipar. Umsjón: Helgi Már Barða- son. 24:00-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.) Sunnudagur 9. desember 13:30-15:00 Krydd i tilveruna Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 15:00-16:00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-18:00 Vinsældalisti Rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórn- andi: Ásgeir Tómasson. Laugardagur 8. desember 16.00 Hildur. Sjötti þáttur Endursýn- ing Dönskunámskeið i tíu þáttum. 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Enska knattspyrnan 19.25 Kærastan kemur í höfn (Kær- esten er i favn om faa minutter) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Dansk- ur myndaflokkur i sjö þáttum ætl- aður börnum. Sagan gerist að mestu á danskri eyju þar sem mamma ídu litlu gerist vélstjóri á ferju. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision - Danska sjón- varpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.401 sælureit Fimmti þáttur. Bresk- ur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 21.20 Heilsað upp á fólk Þriðji þáttur. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. I haust heilsuðu sjónvarpsmenn upp á bændur í Rauðgilsrétt í Reykholtsdal og áttu m.a. hring- borðsumræður undlr túngarði með þeim Kristjáni Benediktssyni í Víð- igerði, Bjarna Guðráðssyni í Nesi og Jóni Gislasyni á Lundi. Kvik- myndun: Örn Sveinsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Klipping: Jimmy Sjöland. 22.00 Ég er hótel Kanadískur sjón- varpsþáttur með söng og dansi. I þættinum er á myndrænan hátt lagt út af nokkrum söngvum kanadíska skáldsins og tónsmiðs- ins Leonards Cohens. Umgerðin er gamalt glæsihótel þar sem pers- ónur í söngvum Cohens eru ýmist gestir eða startsfólk. Meðal leik- enda eru Leonard Cohen sjálfur, Toller Craston og fleiri kanadískir listamenn. Þátturinn hlaut „Golden Rose“ verðlaunin i Montreux á þessu ári. Þýðandi Sveinbjörn I. Baldvinssnn. 22.30 Skólaferðalagið (Una gita scolastica) ítölsk sjónvarpsmynd eftir Pupi Avati sem einnig er leikstjóri. Aðalhlutverk: Carlo Delle Piane, Tiziana Pini og Rosana Casale. Vorið 1911 fer efsti bekkur menntaskóla í þriggjadagagöngu- ferð til Flórens. Leiðir þessara 18 pilta og 12 stúlkna eiga senn aö skilja og nú skal njóta þessara síðustu samverustunda áður en prófin byrja. Hjörtu kennaranna, sem eru fararstjórar, taka einnig að slá örar. Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir. 00.05 bagskrarloK. Sunnudagur 9 desember 16.00 Sunnudagshugvekja 16.10 Húsið á sléttunni 4. Áfram strákar Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 17.00 Listrænt auga og höndin hög (Hand and Eye) Nýr flokkur - 1. Allt sem glóir Kandískur mynda- flokkur í sjö þáttum um skapandi listir og listiðnað. Þættirnir sýna hvernig listamenn og aðrir hag- leiksmenn móta efnivið sinn í listaverk sem gleðja augað. Hver þáttur fjallar um tiltekið efni: Góð- málma, gler, steina, leir, vef eða við og gripi sem úr þessum efnum eru unnir. Fyrsti þátturinn er um gripi unna úr gulli, silfri og gim- steinum. Þýðandi Þorsteinn Helga- son. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 18.00 Stundin okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Valdimar Leifsson. 18.50 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður Magnús Bjarnfreös- son. 21.05 Glugginn Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjón- armaður Sveinbjörn I. Baldvins- son. 21.55 Dýrasta djásnið (The Jewel in the Crown) Fjórði þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir sögum Pauls Scotts sem gerast á Indlandi á árunum 1942 til 1947 þegar Ind- land öðlaðist sjálfstæði. I síðasta þætti lauk í rauninni ástarsögu þeirra Hari Kumars og Daphne Manners og koma nú nýjar pers- ónur til sögunnar ásamt hinum fyrri. Þ ýðandi Veturliði Guðnason. 22.50 Ferðamannaeyjan Helgo- land. Dönsk heimildamynd. Helgoland er smáeyja í Noröursjó undan strönd Þýskalands. Eyjan var víghreiöur í heimstyrjöldinni slðari og Bretum mikill þyrnir í augum. Hún er nú vinsæll ferða- mannastaður vegna tollfrjálsar verslunar. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision Danska sjónvarpið) 23.25 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.